Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1973 Byggingafélagið Einhamar: Húsnæðismál landsmanna hafa verið mikið á döfinni að undan- förnu, og verða vafalaust áfram næstu misserin. Talið er vfst, að byggingakostnaður eigi eftir að hækka enn, þar sem allt efni til húsbygginga hefur hækkað mjög erlendis, og litlar sem engar horf- ur eru á, að byggingavörur, eins og tré og járn eigi eftir að lækka á næstunni, heldur þveröfugt. Það hefur mikið verið rætt um hvernig Islendingar geti byggt sem ódýrast, og eru ekki allir á eitt sáttlr f þeim efnum. Allir eru þó sammála um, að hægt sé að byggja ódýrar á Islandi en gert er, án þess þó, að vöndun húsanna verði minni, það sé hagkvæmnin, sem ráði mestu. En skilning ráða- manna vantar oft. Byggingafélagið Einhamar s.f. byggði og lauk við í fyrra og hitt- eðfyrra nokkur fjölbýlishús í Vesturbergi í Breiðholtshverfinu. Þessi f jölbýlishús urðu mun ódýr- ari en sambærileg hús, sem voru byggð á sama tima. Vakti þetta mikla athygli, en þrátt fyrir þessa staðreynd er nú svo komið, að fullvíst er, að Einhamar verður að leggja upp laupana, þar sem félagið hefur ekki getað gengið heppilegar byggingalóðir, þ.e. Ióð- ir, sem henta fyrir hliðstæð hús og félagið byggði við Vesturberg. Framkvæmdastjóri Einhamars er Gissur Sigurðsson, húsasmíða- meistari og fyrir stuttu ræddum Rætt við Gissur Sigurðsson, fram kvæ m dast j ór a Fær ekki að byggja ódýrt og hættir starfseminni . . við við hann um starfsemi félags- ins. Hagkvæmni aðalmarkmiðið Einhamar s.f. var stofnaður með það að markmiði, meðal annars, að vinna að því við skipu- lags- og borgaryfirvöld, að skipu- lagi og lóðaúthlutun væri hagað þannig, að sem mestri hagkvæmni væri hægt að koma við í byggingu íbúðarhúsa, án þess að dregið yrði úr vönduðum vinnubrögðum. En byggingamenn höfðu fyrir löngu gert sér ljóst, að eitt aðalskilyrði þess, að geta byggt hagkvæmar íbúðir á hóflegu verði, er að skipulagið leyfi þá húsagerð, sem hagkvæm er og að lóðaúthlutun sé hagað þannig, að hægt sé að koma við áætlanagerð, raðvinnslu og stöðlun í byggingastarfsem- inni, svo að efni og vinnukraftur nýtist sem bezt, þá þarf sami byggingaaðilinn ekki að hlaupa úr einum staðnum í annan og vinna að hinum sundurleitustu verkefnum. Hér gildir það sama um bygg- ingafélög og einstaka bygginga- meistara. Þegar unnið var að skipulagi við Vesturberg, fékk Einhamar að hafa þar nokkur á- hrif á gerð fjölbýlishúsanna, en skipulagi raðhúsanna réðu skipu- lagssérfræðingarnir einir. Hafði félagið þá sótt um lóðir þar og fengið viiyrði fyrir þeim ásamt heimild til að kynna skipulagsyf- irvöldum sjónarmið sín. Ódýrari íbúðir Einhamar hóf svo bygginga- starfsemi sína í marz 1970 eftir að teikningar og verk- og fjárhags- áætlanir höfðu verið vandlega unnar með það i huga, að gera góðar íbúðir á hagstæðu verði. Við teljum, að þetta hafi borið nokkurn árangur á meðan við höfðum lóðir undir hagkvæma húsagerð. Því t-il sönnunar má skoða sölu- verð á þeim íbúðum, sem félagið hefur byggt og byggingarvísitölu- verð á hverjum tíma, þegar ibúð- irnar hafa verið afhentar kaup- anda. — I maí og júní 1971 afhenti félagið fyrstu 50 íbúðirnar. Var þá meðalsöluverð á þeim kr. 4.214,- pr. rúmmetra, — en þá var byggingarvísitalan pr. rúmmetra kr. 4.964,- eða 750.- kr. hærri en söluverð okkar, sem er 17.8% munur. Nú, ef við lítum aðeins á dæm- in, þá voru þau svona á þessum tima: söluverð 2ja herb. íbúðir 980.000,- 3ja herb. íbúðir 1.200.000,- 4ra herb. íbúðir 1.300.000,- Söluhagnaður var af þessum íbúðum, en af söluhagnaðinum greiddi Einhamar i tekjuskatt kr. 2.410.562- I marz og apríl 1972 afhenti félagið 35 ibúðir, þá var vísitölu- verð pr. rúmmetra kr. 5.626,- en meðalsöluverð okkar á íbúðum pr. rúmmetra var kr. 4.788.- eða 838 krónum lægra sem nemur 17,5% söluverð- 3ja herb. ibúðir 1.190.000.- 4ra herb. íbúðir 1.440.000,- Tekjuskattur af söluhagnaði þessaraíbúðavar kr. 1.718.473.- — Sfðan afhentum við 30 íbúðir i október og desember 1972 (sömu tegundarog fyrstu íbúðirnar). Þá var byggingavísitalan 6.407.- pr. rúmmetra, en meðalsöluverð okk- ar kr. 4.980,- pr. rúmmetra eða 1.427,- kr. lægra, sem er 28,65% lægra en byggingavisitalan segir til um. vísitöluverð mismunur 1.154.440,- 174.440,- 1.413.600,- 213.600,- 1.531.400.- 231.400.- söluverð 2ja herb. íbúðir 1.298.250,- 3ja herb. íbúðir 1.603.055,- 4ra herb. íbúðir 1.721.590,- vísitöluverð mismunur 1.670.100,- 371.950,- 2.062.330,- 459.275,- 2.214.825,- 493.235,- vísitöluverð mismunur 1.398.250,- 208.250. 1.692.000,- 252.000. Söluhagnaður þessara íbúða er ekki kominn til skattlagningar enn, en útlit er fyrir, að hann verði svipaður og á hinum íbúð- unum. — Ibúðirnar hafa allar verið seldar fullfrágengnar utan sem innanhúss, að því undanskildu, að teppi eru ekki á stofugólfum, en stigar og gangar eru teppalagðir. Fullgengið er frá lóð, gangstlgar hellulagðir, skipt um jarðveg og gras ræktað, bílastæði eru gjall fyllt. Um þessar tölur þarf ekki að fara mörgum orðum, þær tala sínu máli. En á það vil ég benda, að fyrstu 50 íbúðirnar og 30 sið- ustu, sem Einhamar afgreiddi, eru eins, og ef við miðum áfram við byggingarvísitölu, þá kemur þar fram hagræðing er nemur 10.85%, sem byggist á endurnotk- un teikninga og f jölda annarra | þátta í starfseminni, sem rað- vinnsla hefur áhrif á, en yrði of langt mál að telja upp. Fá ekki heppi- legar lóðir — Einhamar reyndi til þrautar að fá byggingalóðir hjá borginni og var ætlunin að byggja þar með þeim hætti, sem hagkvæmastur er og líklegastur til að draga úr hin- um geigvænlega byggingakostn- aði. Þetta mál gekk ekkert, og til þess að þurfa ekki að leggja niður starfsemina, fengum við bygg- ingalóð I hinu svonefnda Hóla- hverfi undir háhýsi. Við gerðum okkur strax Ijóst, að við yrðum að selja íbúðir sambærilegar við þær, sem eru í Vesturbergi á 12—18% hærra verði. Þetta þótti þó rétt að gera, til að brúa hugsanlegt bil, þar sem við trúð- um þvi ekki þá, að á málum skipu- lagsins yrði haldið á þann veg, sem raun bervitni. — Einhamar var stofnaður til þess að vinna að því, að byggja góðar almennings íbúðir á hóf- legu verði. Ennfremur að vinna að þvi við skipulags- og borgaryf- irvöld, að hagkvæmar byggingár yrðu látnar sitja i fyrirrúmi. Við töldum, að það hefði nokkurn árangur borið. En nú virðist skiln- ingur skipulagsfræðinga borgar- innar ekki vera fyrir hendi á þvi, hvaða húsagerð er hagkvæm í byggingu, eða hvað gerir hús dýr eðaödýr í byggingu. Félagsmenn í Einhamri telja því, að ekki sé lengur grundvöllur fyrir starfsemi félagsins. Hefur því verið ákveðið að hætta starf- seminni, þar sem ekki hefur reynzt unnt að fá lóðir undir sæmilega hagkvæma húsagerð, — hús sem henta almenningi og hægt er að byggja fyrir skaplegt verð. Skiptir kostnað- urinn engu máli? Að lokum sagði Gissur: En það fær enginn mig til að trúa þvi, að það breyti engu fyrir ungt fólk, sem er að stofna heimili eðafyrir hinn almenna launþega, hvort hann verður að borga 300—500 þúsund eða jafnvel 1 milljón meira fyrir íbúðina sína en nauð- synlegt er, aðeins vegna misvit- urra skipulagsmanna. — Einnig skulum við hugsa til þess, að óhóf- legur húsnæðiskostnaður hlýtur að ýta undir vaxandi kaupkröfur og verðbólgu í þjóðfélaginu. Eftir að hafa skoðað ibúðir þær, sem Einhamar byggði i Vestur- bergi er ekki hægt að segja ann- að en þær séu mjög vandaðar að allri gerð, og er frágangur inn- réttinga einstaklega smekklegur. Það er því næsta furðulegt, að félagið skuli ekki hafa fengið lóðir undir íbúðir í líkingu við þær, sem það byggði í Vestur- bergi. — Þ.Ö. Háhýsi sem þetta, eru dýrarí f byggingu en t.d. fjögurra hsða blokkir. Og þar sem Einhamar fær ekki að byggja hentugar fbúðarblokkir, ætlar félagið að hætta starfseminni. Á efri myndinni erGissur Sigurðsson fyrir framan eina fbúðarblokkina í Vesturbergi. Ljósm. Míbl. Sv. Þorm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.