Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÖBER 1973 17 Markús Öm Antonsson: Eitthvert kostulegasta viðtal, sem fram hefur farið í islenzka sjónvarpinu, birtist þar um síðustu helgi. Árni Gunnarsson, fréttamaður útvarpsins, kom þar fyrsta sinni fram sem spyrill í fréttaviðtali fyrir sjón- varpið og hafði greinilega búið sig samvizkusamlega undir þá eldraun. Viðmælandinn, Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, hafði hins vegar augsýnilega kastað höndum til sinnar heimavinnu, eða sleppt henni með öllu. Það hefur verið athyglisvert, að fylgjast með stjórnmálaferli Einars Agústssonar siðustu ár. Málgagn hans, Tíminn hefur reynt að læða því inn í vitund þjóðarinnar, að Einar sé persónugervingur þeirrar „sjálfstæðu“ utanríkisstefnu, sem núverandi ríkisstjórn er sögð hafa mótað og rekið. Vandséð er, i hverju svokallað „frumkvæði" og „sjálfstæði" kemur fram öðru en fálmi og handhófskennum vinnu- brögðum ráðherranna, sem hafa af einskærri tilviljun og fyrir utanaðkomandi áhrif komizt hjá því að bíða skipbrot i stjórn utanríkismála þjóðar- innar. Það skal vissulega játað, að Einar Ágústsson hefur það fram yfir suma fyrrverandi utanrikisráðherra íslenzka, að honum hefur á sínum tíma verið kenndur sæmilega réttur framburður á enskri tungu, þannig að ráðherrann komst nokkurn veginn skammlaust frá flutningi hinnar hefð- bundnu árlegu ræðu sinnar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. En sú leiksýning og upplestur á handriti, sem embættismenn utanríkis- ráðuneytisins hafa að verulegu Brjóstvitið hans Einars á sínum stað leyti samið, er enginn mæli- kvarði á hæfni ráðherrans, þó að Tíminn vilji svo vera láta. Það sem höfuðmáli skiptir er, að að ráðherrann hafi skýrar meiningar og raunsæjar um einstaka þætti þess málaflokks, er undir embætti hans heyrir’ Á þetta hefur því miður skort mjög alvarlega hjá Einari Ágústssyni. Stefnufesta er ekki hin sterka hlið ráðherrans og verð- ur tæpast minnst annarra af- gerandi opinberra yfirlýsinga af hans hálfu en þegar hann fullyrti í sjónvarpsþætti, að lenging flugbrautarinnar á Keflavíkurflugvelli yrði fram- kvæmd fyrir innlent fjármagn. Staðreyndin var- aftur á móti sú, að Bandaríkjamenn kostuðu það verk og mátti ráðherrann eitthvert hugboð um það hafa, þegar hann tjáði sig um málið opinberlega. Viðtalið um helg- ina byrjaði á barnalegri kok- hreysti. Bandaríkjamenn voru ekki hættir að hafa áhyggjur af þróun varnarsamstarfsins við Islendinga eftir samtöl við Ein- ar Ágústsson. Ekki láir maður þeim það, blessuðum mönnun- um. Þetta hlaut að vekja með á- horfendum forvitni á að heyra, hvaða hugmyndir hinn íslenzki ráðherra hefði látið i ljós um fyrirk'omulag varnarmála íslands. Þá gerðist það furðulega, að framsóknarráðherrann Einar Ágústsson, fór beinlínis að vitna til þess, að fréttamaður- inn væri bendlaður við flokks- starf Alþýðuflokksins, og sagði eitthvað á þá leið, að Alþýðu- flokkurinn hefði nú gert vissar tillögur um varnarmálin, eins og Árni þekkti til, og var á honum að skilja, að þær hug- dettur væru hið eina veganesti, sem hann hefði haft með sér að heiman fyrir viðræðurnar í Washington. Nei, svo var nú að visu ekki, þvi að brjóstvitið hans Einars var á sínum stað og fékk að segja til sin frammi fyrir fulltrúum Bandaríkja- stjórnar. Hvers konar skrípaleikur eru þessar viðræður við Banda- ríkjamenn að verða? Er þetta enn eitt dæmið um það, að ráð- herrar I Islenzku ríkis- stjórninni ætli að láta mikil- vægustu atriði utanríkismála okkar ráðast „einhvern veginn“ á elleftu stundu? Þegar formlega var farið fram á endurskoðun varnar- samningsins, vað það hald manna, að utanríkisráðherra Islands myndi loksins taka varnarmálin til alvarlegrar Ihugunar og afreiðslu. Það hefur þvi miður ekki gerzt enn og ráðherrann reynir nú að finna stefnuleysi sinu ein- hverja afsökun með frumlegum nafngiftum þessara samtals- þátta með ráðamönnum vestan hafs. „Könnunarviðræður“ voru þeir kallaðir fyrst og nú á dögunum fóru fram „upplýsingaviðræður“. Hvað tekur næst við? Kannski „kynningar- viðræður“ hér i Reykjavlk I nóvember? Vonandi getur utan- ríkisráðherrann þá kynnt við horf Alþingis til þessa örlaga- ríka máls, enda er ekki seinna vænna, að afstaða íslendinga, sem ma*k er takandi á, verði lýðum ljós. Það er full ástæða til að itreka kröfur um, að vilji Alþingis I málinu komi f ram og að utanríkisráðherra efni þar með loforð sín um að láta varnarmálin hljóta þinglega meðferð. Ur því sem komið er, má lýðræðissinnum I rikis- stjórninni ekki líðast að humma ákvarðanir um öryggis- mál Islendinga og varnir landsins fram af sér og gefa kommúnistum frjálsar hendur til að gripa i taumana á síðustu stundu og setja úrslitakosti. r Olafur Ragnarsson skrífar frá Bandaríkjumim: NIAGARAFOSSARNIR ÞARFNAST VIÐGERÐAR Ættum við kannski að lagfæra Gullfoss svolítið? Undanfarið hefur staðið yfir skoðanakönnun meðal þeirra Bandaríkjamanna og Kanada- manna, sem búa við Niagara- fossana, sem eru á landamær- um ríkjanna, um það, hvort veita eigi Niagaraánni í annan farveg um sinn og gera við fossana. Gera við? spyr væntan- lega einhver. Já, Niagara- fossarnir þarfnast viðgerðar, að þvi er sérfræðingar segjaVatn- ið" hefúr eytt vissum berg- tegundum, svo að klettarnir, sem fossarnir falla fram af, eru ekki eins styrkir og þeir voru í eina tíð. Fýrir tæpum áratug hrundi hluti úr öðrum fossin- um, og ef reyna á að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, verður að styrkja bergið. 70% þeirra, sem svarað hafa í skoðanakönnuninni vilja láta gera eitthvað í málinu, jafnvel þótt sérfræðingarnir áætli, að viðgerðin muni kosta um 25 milljónir dala, eða nokkuð á þriðja hundrað milljónir íslenzkra króna. Það er varla hægt annað en dást að Niagarafossunum, þegar horft er á þá, jafnvel þótt sá, sem horfir, sé Islendingur og sé stoltur af Gullfossi, Goða- fossi og Dettifossi. Niagara- fossarnir eru líka taldir eitt af undrum veraldar, en islenzku fossarnir hafa enn ekki komizt í þann gæðaflokk: ef til vill hafa þeir ekki verið kynntir nægi- lega vel erlendis? Meginmunurinn, sem ég sá á Niagara og Gullfossi, var sá, að Gullfoss og umhverfi hans er að heita má ósnortið, og íslendingar hafa lítið reynt eða breyta þvi verki, sem skaparinn gekk frá á sinum tima. Við Niagrafossana hefur mað- urinn reynt að bæta um betur, aðallega til þess að þjóna ferðamannastraumnum, sem skaparinn hefur líklega ekki gert ráð fyrir. Segja má, að sumt af þvi, sem þar hefur verið gert, stuðli að því, að þær fjórar milljónir ferðamanna, sem þangað koma árlega, njóti sköpunarverksins betur en ella, og þar á ég við útsýnisturna, sem eru fjórir í námunda við fossana, skoðunarpalla á ár- bökkunum, og lyftubúnað, sem gerir fólki kleift að komast niður í gegnum klettana nálægt öðrum fossinum og undir, eða réttara sagt á bak við fossinn sjálfan. Ég var að velta þvi fyrir mér, þegar ég dvaldi dag- stund við Niagarafossana nýlega, hvenær eitthvað svipað þessu gæti að líta við Gullfoss. Að visu get ég ekki neitað því, að ég naut þess í ríkum mæli að horfa á fossana ofan úr hæsta turninum á þessum stað, Skylon-turninum, þar sem ég sat við glugga í veitingasal, sem snerist einn hring á klukku- stundu, — en ég held, að við ættum samt að halda áfram að sýna ferðamönnum Gullfoss frá árbakkanum, — þar sem flestar myndirnar af honum eru tekn- ar, — og standa þar föstum fótum á jörðinni. Nigarafossarnir eru flóðlýstir með marglitum ljósum eftir að skyggja tekur. Rúmlega helmingurinn af vatninu í fossunum fer aðra leið á nóttunni en daginn, það er að segja gegnum rafala orkuvers, sem er ofar við Niagaraána, — en þá eru skrautljósin slökkt, svo að fólk sér ekki fossana á meðan. Ættum við að taka okkur þessi atriði til fyrir- myndar við Gullfoss? Nei, ég held ekki. Meðal þeirra, sem búa i námunda við Niagarafossana, er mikið um það rætt um þessar mundir, hvort ekki sé rétt að breyta svolitið svipnum á fossinum, sem er Bandaríkja- megin við landamærin, um leið og gert verður við hann. Margir telja, að hreinsa þurfi burtu stórgrýtið, sem er fyrir neðan hann, og sprengja þurfi hluta af klettunum i fossinum, svo að hann verði fallegri. Heldurðu kannski, að Gullfoss þarfnist snyrtingar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.