Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 11
MORC.UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAÍJUR 17. OKT0BKR 1973 11 Borgarstjórn: Hlutverk Félagsmála- stofnunar umdeilt A fundi borgarstjórnar Reykja- víkur 4. þ.m. urðu nokkrar um- ræður um hlutverk Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur. Umræður þessar spunnust vegna tillögu frá Sigurjóni Péturssyni (K) um að vísa ákvörðun stofnunarinnar aft- ur til félagsmálaráðs til endur- mats. Sigurjón Pétursson (K): Nýlega sótti stúlka nokkur um lán til Félagsmálastofnunarinnar, lánið ætlaði stúlka að nota til bila- kaupa, þar eð án bíls getur hún ekki stundað nám það, er hún hyggst stunda, vegna þess að svo stendur á strætisvagnaferðum mi- lli heimilis hennar, barnaheimils þess, er hún hefur ungt barn sitt á, og skólans, sem hún stundar, að hún mundi daglega missa nokkrar stundir úr skóla, ef hún þyrfti að nota strætisvagna. Það er skoðun mín, að stúlkan hefði átt að fá þetta lán, en það fékk hún ekki, enda þótt hún lofaði endurgreiðslu innan árs og hefði góðar tryggingar. Eg legg því til, að félagsmálaráð taki til velviliaðrar endurskoðunar fundargerð starfsmanna Félags- málastofnunarinnar sem inni- heldur þessa ákvörðun. Albert Guðmundsson (S): Ég mótmæli því harðlega, að þvi fé, sem tekið er af borgurum til þess að styrkja þá, sem vegna veikinda eða annarra alvarlegra erfiðleika þurfa að leita á náðir opinberra aðila um aðstoð, sé varið til bíla- kaupa. Rétt er og skylt að aðstoða það fólk sem erfitt á vegna óviðráðanlegra aðstæðna, en lán til bilakaupa á bankakerfið hiklaust að veita. Bankarnir fara með fé fólksins, og að sjálfsögðu á það að hafa fullán aðgang að þeim með slík lán, sem hér um ræðir. Sigurjón Pétursson (K) tók aftur til máls og harmaði afstöðu Alberts, sem hann kvað dæmi- gerða fyrir kaupsýslustéttina og þá menn, sem ekki þekktu til skorts á nokkru sviði Albert GuðmundssondS)tók þá aftur til máls og ræddi um hlut- verk verzlunarstéttanna og þann eilífa róg, sem um þær væri kveðinn af þeim mönnum, sem aldrei þyldu, að einum vegnaði betur en öðrum. Sjálfur kvaðst Albert áreiðanlega þekkja miklu meiri skort en Sigurjón Pétursson hefði nokkurn timann komizt i kast við. Hann myndi vel þann tíma, er ekki hafði einungis þurft að velta fyrir sér hverri krónu, heldur hverjum eyri. Og vissu- leea skil ég bað vel. sagði Albert. að ekki skiptir meginmáli, hversu upphæðin er stór, ef mann vantar hana. Það þekkja kaup- sýslumenn ekki síður en aðrir. En eins og ég sagði áðan, þá höfum við bankana til þess að greiða úr siíkum vandræðum. Þá ræddi Albert um þá menn, sem eins og Sigurjön notfærðu sér launþega og verkalýð sér til framdráttar og lffsviðurværis. Þeir rækju verka- lýðinn eins og nokkurs konar fyrirtæki í eigin þágu. Og hugsuðu þá ekki endilega alltaf mest um hag umbjóðenda sinna. Að lokum kvaðst Albert leggja eindregið til, að tillaga Sigurjóns yrði felld. Að tillögu Sigurjóns var þessu umrædda máli síðan vísað til félagsmálaráðs með 10 atkvæðum gegn2. Loftverkfæri nýkomin Landssmidjan 20680 Um dýraspítala og gamla skuld Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Þegar litið er yfir farinn veg íslendinga í þessu harðbýla landi, hafa menn einatt furðað sig áþví, að þjóðin skyldi lifa af allar þær hörmungar, sem yfir hana gengu í þúsund ár. Ýmissa skýringa hefur verið leitað og margar ástæður tilgreindar, svo sem andlegt og líkamlegt atgervi fólksins, kóngsins náð og handleiðsla Drottins. En ef grannt er skoðað, þá reyndist kóngsins náð ærið stopul og tvieggjuð, og vegir Drottins stundum órannsakan- legir. Þegar i harðbakkann sló, áttu landsmenn aðeins einn áþreifan- legan og nærtækan bjargvætt, sem var sauðkindin og húsdýrin 011, sem námu hér land um Ieið og mannfólkið. Raunar má segja, að Islending- ar eigi húsdýrum sínum það að þakka, sem hverri þjóð er dýr- mætast, sem sé lffið í brjóstinu á sér. En nú er öldin önnur, og Is- lendingar búa ekki lengur við þröngan kost. Ætla mætti, að þá ræki nú minni til gamallar skuldar við þessa fornvini sina fyrir dygga þjónustu og vinarþel, sem aldrei brást, og miðuðu þeim nokkru af allsnægtum sinum. En annað virðist sýnna. Dýravernd- unarfélagið, sem er gamall og virðulegur félagsskapur, er nú á heljarþröm vegna fjárskorts og sinnuleysis almennings. Árlegt framlag til félagsins af opinberri hálfu mun vera kr. 50.000.00— fimmtiu þúsund krónur. Sjaldan, liklega aldrei, hafa menn hér- lendis talað jafnhátt um menningarmál, stórstigar fram- farir, náttúruvernd, umhverfis- vernd o.s. frv., og þótt Islendingar séu ekki sammála um margt.ljúka þeir allir upp einum munni um framtak sitt i þessum efnum og syngja sætlega sitt eigið lof. En þá kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum talan 50.000.00 krónur á ári til allra dýra- verndunarfélaga landsins. Ef þetta er gleymska, þá er sú gleymska þjóðarskömm. Fáar þjóðir í Bvrópu byggðu um alda- raðir tilveru sína jafn einhliða á landbúnaði, einkum saufjár- rækt og einmitt Islendingar, og eins og áður sagði eiga fáar þjóðir bústofni sinum jafnstóra þökk að gjalda og við. Það er því sjálfsagt réttlætismál, að látið verði til skarar skriða og málum þessum kippt I viðunandi horf, svo að íslendingar búi að dýrum sinum arðbærum og óarðbærum, eins og tíðkast með menningar- þjóðum. Nýverið hefur enn dregið til tíðinda á þessum vettvangi. Er- lendur maður færir lands- mönnum að gjöf dýraspftala, en gjöfin er afH>>kkuð á þeim for- sendum, að rekstrarkostnaður spítalans, sem er áætlaður ein og hálf milljón árlega verði þjóðar- búinu ofviða. Af þessu tilefni ávarpaði landbúnaðarráðherra landslýðinn í sjónvarpi og spurði meðal annars, hvort mönnum þætti ekki „hlægilegt" að kosta þessu til, einkum og sér í lagi þar sem hundahald væri bannað í Reykjavík. Því er til að svara, að okkur finnst það ekki „hlægilegt", okkur finnst það Framhald á bls. 25. ÓTRÚLEGT KR. 14.250.- I Unicom 805 Unicom 805 er vélin sem margir hafa óskað sér. Ótrúlega ódýr, en hefur samt allt sem þarf. Minni, prósentulykil, sjálfvirkan konstant (margf. og deiling) endurköllun o.s.f.v. gæðavara með árs ábyrgð. Sérhæfð varahluta og viðgerðarþjónusta SlMNEFNI ESKUL SlMAR 2 41 30 HVERFISGÖTU 89 REYKlAVlK © ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN ® V0LKSWAGEN ÁRGERÐ 1974 - VALKOSTALISTI - ,, a la carte " - LÆKKAÐ VERÐ - Hver þeirra hentar yður? Yður er boðið upp á mismun- andi vélarstærðir, undirvagna og margvíslegan búnað. — En þrátt fyrir þessa valkosti, þá er mjög margt sameiginlegt með þeim ollum. — Tökum til dæmis: Frábær vinnubrögð og frágangur bæði að utan og innan. — Hátt endursoluverð — Orugg varahluta og viðgerð arþjónusta — og nú síðast en ekki sizt, lægri verð, eða frá kr. 358 600 © HEKLA HF. Laugavog. 170—172 — Sim, 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.