Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÖBER 1973 Myndlistarvettvangur Ný þingmál BREYTING A ORKULÖGUM Endurflutt er af ríkisstjórninni frumvarp um breytingu á orku- lögum, þar sem gert er ráð fyrir nýjum ákvæðum um umráða- og hagnýtingarrétt á jarðhita. Gert er ráð fyrir, að jarðhiti á háhita- svæðum verði í eign ríkisins, en ekki landeigenda, nema þeir hafi virkjað þann hita nú þegar eða byrjað slíkar virkjanir. Jarðhiti á lághitasvæðum og á yfirborði háhitasvæða verði háður einstakl- ingseignarétti landeigenda. VERKFRÆÐINGAR O.FL. Flutt er af rikisstjórninni frum- varp um breytingu á lögum um rétt manna til að kalla sig verk- fræðinga, húsameistara, tækni- fræðinga eða byggingameistara. GRUNNSKÓLI Stjórnarfrumvarp um grunn- skóla, sem lá fyrir siðasta þingi, er nú endurflutt með nokkrum breytingum, sem felldar hafa verið inn i frumvarpið. SKÓLAKERFI Stjórnarfrumvarp um skóla- kerfi, sem einnig lá fyrir síðasta þingi. FYRIRSPURNIR 1. Frá Gils Guðmundssyni (Ab) til menntamálaráðherra um, hvað endurskoðun laga um almenn- ingsbókasöfn líði. 2. Frá Jónasi Amasyni (Ab) til fjármálaráðherra um, hvort ein- hverjar ríkisstofnanir hafi leyfi til að kaupa laxveiðileyfi handa starfsmönnum sinum eða gestum þeirra. 3. Frá Jónasi Arnasyni til sam- gönguráðherra um, hve mikið sé ógreitt af bótum til bænda vegna girðingarkostnaðar og jarðrasks, sem orsakast hefur af fram- kvæmdum Vegagerðar ríkisins. 4. Frá Jónasi Amasyni til menntamálaráðherra um, hverjir hafi fjallað um samkomulag um að láta reglur skólaársins 1971/1972 fyrir umsjónar- og eftirlitsstörf á heimavistarskólum á skyldunámsstigi gilda einnig skólaárið 1972/1973. 5. Frá Bjarna Guðnasyni til fjármálaráðherra um, hvað störf- um skattanefndar og endurskoð- un skattalaganna líði. 7. Frá Bjama Guðnasyni til for- sætisráðherra um, hvort hann telji það í samræmi við stjórn- skipun Islands, að Alþingi sé frá störfum sex mánuði á ári. 8. Frá Bjarna Guðnasyni til félagsmálaráðherra um, hvort fyrirhugað sé að fiytja inn júgóslavneska verkamenn I sam- bandi við Sigölduvirkjun. 9. Frá Jóni Armanni Héðinssyni (A) til utanríkisráðherra um viðurkenningu annarra ríkja á 50 mílna fiskveiðilögsögu Islands og hvort Island muni senda greinar- gerð fyrir Alþjóðadómstólinn fyr- ir 15. janúar 1974. 10. Frá Jónasi Jónssyni (F) til menntamálaráðherra um dreif- ingu sjónvarps og tekjustofna sjónvarps. Slátra 40 þús. fjár Húsavfk — 16. okt. Hér hafa skipazt veður í lofti og brugðið til norðanáttar og kulda, eftir hlýtt og mjög gott haust. í dag er grátt í rót niður í miðjar f jallshlíðar, kalt en engin veður- vonzka. Göngum er nú lokið, og hafa gengið vel, þó að heimtur séu misjafnar, enda hélt fé sig á af- réttinni alveg fram að göngum. Sláturtíð lýkur á morgun hjá KÞ og verður slátrað rúmum 40 þús- undum fjár, sem er nokkru fleira en sl. ár. Meðalþungi dilka mun vera um 15 og kg., sem er heldur lakara en í fyrra, en telst engu að síðurgott. Heyfengur varð mikill og góður hjá bændum hér um slóðir í sum- ar, og afkoma bænda því mjög góð þetta árið. — Fréttaritari. Framhald af bls. 14. þeirra virðast vita meira um súr- hey o.fl. en um Iistir. í þetta fæst aldrei heil brú, fyrr en einhver stefnufesta fyrirfinnst í þessum málum, yfirleitt. B: Hvernig giskar þú á að listir þróist næsta áratuginn og hvað álítur þú vera nútímalegt í dag og hvað gamaldags? T: Þessu get ég ekki svarað eins og verið sé að tala um heilagan anda, án jarðsambands við önnur mannanna verk. Það, sem not- hæft er til að auka skilning mannsins með, á hverjum tíma, varðandi umhverfi hans, er nú- tímalegt I sjálfu sér, þetta orð mun vera þýðing á orðinu, „moderne", sem Baudelaire not- aði fyrstur manna um Delacroix á síðustu öld, en málarinn er löngu dauður og búið að afskrifa orðið niður í ekkert. Að fást við gamla hugmyndafræði frá fortíðinni — Grein Jóns r Isbergs Framhald af bls. 13. stjórnsýslumiðstöð fjórðungsins eða landshlutans, svo notað sé það fallega orð. Allir þeir, sem um Norðurland hafa farið, sjá að Skagafj. er ein landfræðileg heild. Um Eyjafjörð eða Eyjafjarðar- byggð eins og farið er að kalla það, má segja, að eðlilegra væri ef til vill, að austurströnd Eyjafjarðar tilheyrði Eyja- fjarðarsýslu. Því styttra er að sækja þangað, en til Húsavíkur. Þá hafa líka Siglufjörður, sem nú orðið telst fremur til Skagafjarð- ar, og Olafsfjörður sérstöðu, enda sjálfstæð lögsagnarumdæmi. Eg er ekki nægjanlega kunnug- ur í Þingeyjarsýslu og læt Þingey- inga um að svara þvi, hvort sýslan sé eitthvað öðru vísi landfræði- lega, en hún ætti að vera. Ef aðeins vandamálin væru landfræðileg, þá ætti að vera auð- velt að leysa þau. En andstaðan gegn sýslum kemur aðallega úr tveimur áttum. Frá þeim, sem ekki þekkja til, en þykjast vita. Þeim þarf ekki að svara. Svo eru það hinir, sem einkum eru menn úr kauptúnum, sem ekki eru höfuðstöðvar sýslunnar og þykjast þeir bera skarðan hlut frá borði. Og það er í mörgum tilfellum alveg rétt. Þótt sýslunefndir hafi eín- hvern tímann sýnt og sýni þröngsýni og ekki samþykkt frambornar tillögur einhverra sýslunefndarmanna, þótt til hags- bóta hafi verið viðkomandi byggðarlagi þá eru það engin rök fyrir niðurskurði sýslunefnda al- mennt. Það er aðeins mat á for- gangi verkefna. Háttvirtu Alþingi getur skjátlast, en engin ræðir um að afnema það. T.d. veitir það 5 millj. til reksturs Akraborgarinn- ar á fjárlögum 1973 að sagt er, svo þeir, sem fara á milli Akraness og Reykjavíkur, þurfi ekki að greiða getur verið sama og að fara með ósannindi. Möguleikarnir á að segja eitthvað i einlægni, kosta ný ytri form og fórnir af ýmsu tagi. Þindarlaus einhliða túlkun á for- tíðarverðmætum er oft ábyrgðar- laus rangfærsla á veruleikanum. Þvf verður stundum að skipta um útsæði í þessum garði, ef von á að vera um góða uppskeru. Tel mig annars ekki vera ’neinn spámann, sem breytir heiminum með pennsli, því ný vandamál koma að sjálfsögðu í ljós, en ég trúi bara ekki að lausnin á þeim sé alltaf sama og framþróun. En breyting- in verður eftir sem áður óhjá- kvæmilega nauðsynleg. Ahugi minn á listasögu og öðru grúski hefur þann tilgang að reyna að vera hlutlægari í matinu á þvf, sem fyrir augu ber. Margt, sem telst gamaldags, ósjaldan með allri þeirri fegurð, sem þar má finna, er „gamaldags" vegna þess, fullt fargjald, eins og ef menn fara með bíl eða flugvél. Nú í sumar fór ég Fjarðarheiði og ók f aur og vatnselg í djúpum snjógöngum, en fáum metrum frá þessum vegi var nýr vegur alauð- ur, en á hann vantaði brú, sem ef til vill hefði kostað helming þeirrar upphæðar, sem fargjöldin með Akraborginni eru greidd nið- ur. Ólafsfjörður fékk kaupstaðar- réttindi vegna tregðu sýslunefnd- ar Eyjafjarðarsýslu að veita kaup- túninu þá fyrirgreiðslu, sem því var nauðsynleg. Svona dæmi má alltaf finna, að þau eru alls staðar til og hvorki sanna né afsannai gildi sýslunefnda. Svo til einu tekjur sýslusjóðs eru framlög hreppanna, sem jafnað er niður eftir íbúatölu, fasteignamati f hreppunum og samanlögðum skuldlausum eignum og nettó tekjum. Skrá um niðurjöfnina er birt í sýslufundargjörð, sem prentuð er. Það er því auðvelt fyrir sveitarstjórnir að fylgjast með, hvert peningar þeirra fara. Það er eðlilegt, að allar sveitar- stjórnir séu ekki alltaf sammála um ráðstöfun tekna þess að fjár- magna málefni, sem þær eru á móti eða byggja upp annan stað í sýslum, en þær æskja. Það er ntt einu sinni svona, að hvert land og hérað verður að hafa sinn höfuð- stað. Val þess staðar getur orkað tvímælis og menn deilt og varist út af því eins og á Italíu nú fyrir fáum mánuðum. Nú tölum við um Reykjavíkurvald, en það hefir orðið til vegna uppbyggingar Reykjavíkur af peningum allra landsmanna. í fjórðungssam- bandi Norðurlands heyrast raddir um væntanlegt Akureyrarvald og hér í Austursýslunni heyrist, að allt sér dregið til Blönduóss. í þessu eru viss sannindi, sem við skulum ekki gleyma, en þetta er lögmál, sem erfitt verður að brjóta. Ef vilji væri fyrir hendi mætti lækna þetta mein með því að veita sýslum aðra tekjustofna. Ekki gæti jöfnunarsjóður síður greitt til sýslanna vegna hreppanna, heldur en til samb. ísl. sveitar- félaga, sem svo launar menn, er að það er lítt brúkanlegt f sam- tíma-samhengi. Það fólk er fæst við þá vinnu að koma á þarflegum breytingum í myndlistum, á til- raunaplani, telst ekki til lista- manna, því að þetta fólk er að vinna við (óarðbæran?) hug- myndaþroska og tilraunir með éfni, innihald og útvíkkun á hinum ólíku þáttum innan mynd- lista. Er efni listaverks ekki líkami þess? Margir berjast gegn þessum „framúrstefnumönnum“ með frösum eins og: „hrein Iist“ og „jákvæð lína“ m.m. þessir fras- ar fela í sér akademisma og drag- bitshátt, hvar er enda þessi „hreina“ og „jákvæða“ kúnst? Kannski er það þetta sem Þjóð- verjarnir nefndu „Kitsch“? Sam- hengi hlutanna eru þær stóru línur sem æskilegt væri að gera sér grein fyrir; það er svo hund- leiðinlegt að hjakka f sama farinu kynslóð eftir kynslóð. Eða eins og sagt er: þeir fiska sem róa. B: Ert þú með þróun innan frá á Norðurlöndum, að þau reyni að virðast álíta það köllun sína að sundra sveitarstjórnarkerfinu of- an frá, hvað sem vilja sveitar- stjórnarmanna lfður. Margir af hörðustu andstæðing- um sýslunefndanna eru bæjar- og sveitarstjórar, sem ráðnir hafa verið f starfið án þess að hafa komið nálægtsveitarstjórn- armálum. Bæjarstjóranum kemur þetta í sjálfu sér ekki við, en finnst stundum sýslunefndin fyr- ir sér, ef hún gín ekki án tafar við hugmyndum þeirra, sem allar eða flestar beinast að sjálfsögðu til hagsbóta fyrir bæ þeirra, en sum- ar hverjar skerða stöðu annarra hluta héraðsins. Þessir bæjar- stjórar vilja ,,lífrúm“ eins og Hitl- er heitinn heimtaði fyrir þjóð sína, og hirða þá ekki alltaf um, frekar en hann, að einhver lftil peð verði óvart undir. Ég skil ósköp vel sjónarmið sveitarstjóranna. Þeir eru senni- lega ávallt í vandræðum með pen- inga og þeim finnst eðlilega hart að þurfa að greiða svo og svo mikið til sýslunnar eða allt að 7 — 10% af tekjum hreppsins en fá kannski lítið aftur. Þeir gleyma stundum að lfta á sameiginlegu þarfirnar, vegna þess að þeir eru óvanir að starfa í sveitarstjórn- um, en líta bara á aurana og það er skiljanlegt. Ef þessir menn leita nú til stjórnar sambands sveitarfélaganna og spyrja, hvaða samkoma er þessi sýslunefnd, sem lætur okkur borga, en við fáum svo aftur skammtaðan skít úr hnefa? Og ef upplýsingar framkvæmdastjórans um sýslu- vegasjóðsgjöldin eru þær, að sýslunefndin ráði þeim og þess vegna sé í raun þéttbýlisvegaféð skert um fimmtung eða upplýs- ingar deildarstjórans eru þær, að von sé að sýslusjóðsgjöld séu há. Það stafi af útborgun bóta al- mannatrygginga eða útgáfu öku- skírteina, þá er þessum mönnum vorkunn, þótt þeir formæli sýslu- nefndunum. Þessi grein er þegar orðin of löng, þess vegna ætla ég að draga saman höfuðþættina. Sýslu- nefndir eru samstarfsnefnd hreppa og hefir með þim yfirum- sjón. standa betur saman útávið með bókaútgáfu, listsýningum o.s.frv? Leitist við að ryðja rúm nýjum hugmyndum í stað þess að vera jafnan bergmál af því, sem er að gerast annars staðar í listaheim- inum? Ég hef orðið áþreifanlega var við að hver standi í sfnu horni og vanmeti framlag hvers annars. Samnorrænar sýningar eru yfir- leitt til vitnis um þetta og þær sýna sjaldnast styrk norrænnar myndlistar f heild. T: Vitanlega . . . Það er heldur tragískt, að norræn samvinna skuli ekki hafa tekist betur en raun ber vitni. Norræna húsið er spor f rétta átt, frá okkar bæjar- dyrum séð, en slík starfsemi mætti vera í fleiri löndum. Spurningin er hvort menningar- leg samstaða hafi nokkurn tím- ann verið meint einlæglega. Nor- dek tókst ekki, enda þótt það væri einungis hugsað sem verslunar- samband. Hvort Norðmenn geti selt Svíum fleiri geitaosta í stað- inn fyrir sænska stálpotta o.s.frv., Framhald á bls. 19. Ef þær hætta að vera til flytst valdið úr héraðinu til landshluta- samtakanna. í sýslunefnd er hver hreppur nokkuð stór, en í lands- hlutasamtökunum er hann smá- peð. Sýslunefndin er aldagömul stofnun, sem reynst hefir yfirleitt vel. Henni má breyta t.d. með aðild kaupstaða, fleiri flulltrúum frá þéttbýlisstöðum eða breyttu fulltrúavali, svo sem að sýslu- nefndarmaðurinn sé kosinn óbeinum kosningum, þ.e. af hreppsnefnd. Landshlutasamtök- in eru enn í frumbernsku. Þau þarf að þróa upp. Fyrst verða þau að fá viðurkenningu löggjafans. Svo verður reynslan að skera úr um það, hvað fela á þeim og hverju á á halda eftir heima í héraði. Samtökin eiga fyrst og fremst að vera styrkur bakhjarl sveitarstjórnanna, því þær eru kjarninn, en ekki að gerast herrar þeirra. Þannig á samband allra sveitarstjórnanna að vera sam- vinnustofnun og leiðbeinandi, en ekki að launa starfsmenn, sem telja það köllun sína að skera niður vissa þætti sveitastjórnar kerfisins, að þvl er virðist vegna þess, að hann hefur ekki haft fyrir því að hlusta, heldur aðeins talað sjálfur. Sveitarstjórnarmenn. Hér áður fyrr var komið beint framan að ykkur og viðurkennt að fækka ætti sveitarstjórnarumdæmun- um, hreppunum. Þeirri sókn var hrundið. Nú er ekki varist á opn- um vígvelli heldur laumast að ykkur bakdyramegin. Hugleiðið þessi mál vel og vandlega. Sláið skjaldborg um sveitarstjórnar- kerfið eins og það er og breytið þvf hægt í samræmi við þarfirnar hverju sinni, en byltið því ekki. Deila má um einstaka athafnir og gjörðir, en um grundvallaratriðin deilum við ekki þ.e. að hreppur- inn, sveitarstjórnareiningin er kjarninn, sem á gæta hags borgar- anna og þá einingu og samvinnu- stofnarnir hennar má ekki skerða nema með fullu samþykki hrepps- búa. Snúið því sókn þessara manna upp í flótta svo þeir verði á flóttanum eins og halaklipptir togarar. Jón tsberg. — Brezki verkamannaflokkurinn Framhald af bls.16. haft nægilegt vald yfir einkafyrirtækj- um. WILSON UNDIR ÞRVSTINGI Anthony Crosland, einn af mestu hug- myndafræðingum flokksins, er á al- gerlega öndverðum meiði. Hann viður- kennir að vísu, að frammistaðan hafi verið léleg, en kveður orsökina vera allt aðra, og einkum þá að gengisfelling pundsins hafi komið of seint. Honum, Roy Jenkins og Reg Prentice er öllum ljóst, að Verkamannaflokk- urinn hefur ekki enn komið fram með lausn á þeim miklu efnahagsvandamál- um sem Heath og íhaldsstjórn hans berjast nú við, — verðbólgu, atvinnu- leysi o.s.frv. Þeim er því mikið í mun að vera ekki að vasast með neinar umbúða- miklar þjóðnýtingaráætlanir, sem hvorki eru vinsælar né bein- línis skipta máli fyrir lausn þessara grundvallarvandamála um skipu- lagningu í efnahagslífinu. Þeir telja nokkrar af þessum tillögum aðgengi- legar, en hinar ekki, og vilja því velja vandlega þær beztu úr til að gera að baráttumálum I kosningunum. Harold Wilson er hins vegar undir þrýstingi f rá vinstri öflunum og var samþykkur þvf, að allar tillögurnar nema „25-krafan“ yrðu meðteknar. Og það var hann, sem á ársþinginu nefndi þessa stefnuskrá þá raunsæjustu, róttækustu og mikilvæg- ustu, sem flokkurinn hefði haft síðan árið 1945. Þrátt fyrir að hinir varkárari innan Verkamannaflokksins séu efagjamir, þá er hinn hluti f lokksins farinn að trúa því, að honum takist að vinna kosning- arnar með þessari stefnuskrá. Roy Jenkins er óþreytandi við að minna flokksbræður slna á, að takist þeim að vinna kosningarnar, þá muni þeir vinna vegna óvinsælda íhaldsstjórnar Ed- wards Heath, en ekki vegna eigin vin- sælda. En það yrði engu að síður sigur. Því er Verkamannaflokkurinn I þann veginn að leggja út I baráttu með rót- tæka stefnuskrá, sem er málamiðlun á milli vinstri og hægri aflanna, en samt frekarí vil vinstri öflunum. Hægri öflin líta þvl stefnuskrá þessa með alvarlegri tortryggni, þótt sú tortryggni hafi ekki verið látin í Ijós enn þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.