Morgunblaðið - 17.10.1973, Side 15

Morgunblaðið - 17.10.1973, Side 15
15 Krupa látinn Varsjá, 13. okt. AP. Pólska fréttastofan PAP segir í dag, að Josef Mengele, hinn illræmdi læknir í Auschwitz, fangabúðum nasista, lifi ennþá góðu lffi í borginni Pedro Cabellero f Paraguay. Manele var einn mesti strfðs- glæpamaður nasista í heims- styrjöldinni síðari. Hann starfaði nokkur ár í Auschwitz- fangabúðunum í suðurhluta Póllands og gerði þar glæpsam- legar tilraunir á tvíburum, dvergum og krabbameins- sjúklingum. Mengele var sagður hafa fyrirskipað líflát 4000 sfguna í gasklefum fangabúöanna 2. ágúst 1943, í því skyni að fá nægileg tilraunasýni. Pólska fréttastofan segir, að sérstök nefnd, sem hefur það hlutverk, að grafast fyrir um stríðsglæpamenn nasista hafi með aðstoð frá ýmsum þjóðum komizt að því, hvar Mengele heldur sig. Segir PAP, að hæsti- réttur Paraguay hafi veitt hon- um ríkisborgararétt 27. nóvem- ber 1959. Borgin Pedro Juan Cabellero er í héraðinu Amam- bay í Paraguay. Þar búa um 25.ooo manns. Maður myrtur vegna galdra Miami, 15. okt. AP. Nokkrum klukkustundum áð- ur en Juan nokkur Olivier Hernandez var skotinn til bana á götu úti í Miami um helgina, sagði hann manninum, sem tal- ið er að hafi ráðið honum bana, að hann ætlaði að skera af hon- um höfuðið og nota það við voo- doo-galdur. Morðinginn vildi ekki hætta á neitt og skaut Hernandez þremur kúlum. Yonkers, New York, 16. október. AP. Jazzlrommuleikarinn Gene Krupa lézt f dag, 64 ára að aldri. Hann spilaði með Benny Goodman og Buddy Rogers, en stofnaði eigin hljómsveit 1938. Kjarnorkuvopn gegn Aröbum? Parfs, 16 október. AP. Fyrrverandi yfirmaður her- fræðistofnunar franska herafl- ans, Georges Buis hershöfðingi, sagði f sjónvarpsþætti f gær- kvöldi, að Israelsmenn gætu framleitt kjarnorkuvopn og mundu beita þeim ef Arabar ynnu hernaðarsigur og ógnuðu tilveru þeirra. Buis sagði, að Israelsmönnum gæfist ekki færi á að prófa kjarnorkuvopn sin áður en þeir beittu þeim, en það mundi ekki draga úr áhrifum þeirra. Hann taldi þó að þrátefli yrði í stríð- inu Sovét-Sámur Beirút, 16. október. AP. Sýrlendingar eru farnir að syngja nýtt vígorð: „Lengi lifi Sovét-Sámur, niður með Sám frænda,“ að sögn ferðamanna. sem eru komnir frá Beirút. Rússar hafa aldrei verið vin- sælli meðal Sýrlendinga, sem eru svo ánægðir með sovézku sam-flaugarnar, sem hafa grandað mörgum ísraelskum flugvélum, að þeir kalla þær „SAM spámann". Amin býður sig fram í striðið Damaskus, 16. okt. NTB. Idi Amin Ugandaforseti sagði f Damaskus f dag, að hann hefði boðið sig fram sem sjálf- boðaliða til þess að berjast við hlið hermanna sinna gegn fsraelsmönnum. Hann sagði á blaðamanna- fundi að Ugandamenn mundu fljótlega taka þátt í bardögun- um gegn „zíonistísku árásar- mönnunum" á báðum víg- stöðvum. „Margir Ugandamenn hafa boðið sig fram sem sjálfboða- liða og einn þeirra er ég,“ sagði Amin. Hann er á ferðalagi um Arabalönd.'1 „Það er kominn tími til að Golda Meir setji á sig bakpok- ann og stingi af til Washing- ton,“ sagði Amin. „Ég hef sent Goldu Meir sfm- skeyti til þess að segja henni að ég hræðist ekkert. Ég er 1.90 metrar á hæð og fyrrverandi meistari í þungavikt," sagði Amin við mikinn fögnuð sýrlenzkra blaðamanna. Amin sagði, að Nixon forseti neyddist til að fara að ráðum „zfonistans Kissingers". Þó sagðist hann ekkert hafa á móti bandarísku þjóðinni, aðeins bandarískum stjórnmála- mönnum. Flugslys í Moskvu Moskvu, 16. október. AP. Vestrænir geðlæknar, sem dveljast í Sovétríkjunum, hafa fengið þær fréttir að sovézk áætlunarflugvél hafi farizt á Moskvuflugvelli á laugar- daginn og 28 manns, sem með henni voru. Sovézk blöð segja ekki frá flugslysum. Rússar segja sjaldan frá slíkum atburðum nema útlendingar farist. Sovétskip í norskri landhelgi Osló, 16. október. NTB. Sovézk freigáta, af Riva-gerð sást f dag innan norskrar land- helgi, f þann mund, er banda- ríska beitiskipið Newport News sigldi út Öslóarf jörð. Norska utanrfkisráðuneytið hefur til athugunar að bera fram kvörtun við sovézk yfir- völd. Mengele fundinn 1 Paraguay? Frakkar þjálfuðu Egypta Parfs, 16. október. AP. lsraelskir hermenn hafa tekið til fanga egypzkan flugmann, sem kveðst hafa verið þjálfaður f Frakklandi, dulbúinn sem Líbýu- maður, að þvf er fsraelska sendi- ráðið f Parfs tilkynnti f kvöld. Talið er, að tilkynningin magni enn deiluna um meinta notkun Ifbýskra Mirageþotna í stríðinu gegn Israelum. Líbýskir flug- menn eru enn þjálfaðir í meðferð Mirageþotna í Frakklandi og Líbýu. Frú Isabel Peron vinnur embætt- iseið sem varaforseti Argentfnu. Skömmu áður hafði Peron forseti unnið embættiseið sinn. Kissinger og Tho hlutu friðarverðlaun Nóbels Oslo, 16. okt. AP-NTB. Friðarverðlaun Nóbels voru f dag veitt þeim Henry Kissinger, utanrfkisráðherra Bandarfkj- anna, og Le Duc Tho, fulltrúa f framkvæmdastjórn kommúnista- flokksins í Norður-Vietnam, fyrir þann þátt, sem þeir áttu f þvf að binda enda á styrjöldina f Viet- nam. Sem kunnugt er unnu þeir að þvf mánuðum saman að semja um frið í Vietnam, lengi vel á leynilegum fundum, en áður en samningastarf þeirra hófst höfðu viðræður staðið árum saman um leiðir til að binda enda á styrjöld- ina þar, án árangurs. Verðlaunanefndin, sem skipuð er fimm mönnum af norska Stór- þinginu, valdi þá Kissinger og Le Duc Tho úr hópi 47 aðila, — 37 einstaklinga og tíu alþjóðlegra stofnana, sem til greina töldust koma og mælt hafði verið með. Meðal einstaklinga voru Richard Nixon forseti Bandaríkjanna og Broz Tito forseti Júgóslavíu. Á sl. ári voru engin friðarverð- laun veitt, en féð látið ganga til verðlaunasjóðsins. Verðlaunaféð i ár var 120.000 bandarískir dalir, sem skiptast jafnt milli verð- launahafanna. Kissinger, sem nú stendur á fimmtugu, er að uppruna þýzkur Gyðingur, en fluttist ungur að árum til Bandaríkjanna og hlaut þar menntun sína. Hann er 16. Bandarfkjamaðurinn, sem friðar- verðlaun Nóbels hlýtur, einn eða ásamt öðrum. Síðast hlaut Banda- ríkjamaður verðlaunin árið 1970, það var Norman E. Borlaug, upp- hafsmaður „grænu byltingar- innar“ svonefndu. Le Duc Tho, sem er rúmlega sextugur, er fyrsti Asíumaðurinn, sem friðarverðlaunin hlýtur. Hann hlaut menntun sína í frönskum skólum, en gerðist snemma vinstri sinnaður þjóð- emissinni og hóf ungur maður baráttu gegn yfirráðum Frakka í Indó-Kína. Nixon forseti lét svo um mælt, þegar hann óskaði Kissinger til hamingju með verðlaunaveit- inguna, að hann hefði sannarlega til verðlaunanna unnið og kvaðst vona, að árangur samningavið- ræðna hans og Thos um Vietnam yrði varanlegur friður í Suð-Aust- ur Asiu. Forsetinn sagði, að með því að verðlauna þá Kissinger og Le Duc Tho, hefði verðíauna- nefndin viðurkennt mikilvægi samningaviðræðna, en út frá því mætti ganga sem vísu, að samn- ingahæfileikar yrðu enn mikil- vægari f framtíðinni en hingað til vegna þeirrar viðleitni manna að byggja upp og viðhalda friði þjóðaf milli. Kissinger sjálfur kvaðst harla glaður yfir verðlaunaveitingunni og sagði, að hún yrði sér hvöt til þess að leggja enn harðar að sér til að fá enda bundinn á deilurnar milli ísraela og Araba og koma á réttlátum og varanlegum friði þeirra í milli. 120 lestir Skuttogarinn Barði landaði f gær 120 lestum af fiski f Nes- kaupstað eftir stutta útivist. Hinn skuttogari Norðfirðinga, Bjartur, er væntanlegur úr söluferð frá Þýzkalandi f dag. — Reknet Framhald af bls. 32 anleg með 170 tunnur. Þá var búizt við Akurey til Hafnar, en ekki var vitað um afla hennar. Keflavíkurbáturinn Saxhamar kom til Neskaupstaðar í fyrra- morgun með rúmlega 200 tunnur af síld, sem hann hafði fengið í reknet við Tvísker. Fór aflinn allur í frystingu. Eftir þessum afla að dæma, má gera ráð fyrir, að margir út- gerðarmenn hyggi á rekneta- veiðar á næstunni. Kveðjuræða Agnews — Segist saklaus af öllum ákærunum Washington, 16. okt. AP-NTB. Spiro T. Agnew, fyrrverandi varaforseti Bandarfkjanna, kvað fast að orði og var býsna stóryrtur f 20 mfnútna sjónvarpsræðu, sem hann hélt f gærkvöldi. Kvaddi hann þar stjórnmálalffið og kjós- endur með þvf að staðhæfa sem fyrr, að hann væri saklaus af öll- um ákærum um mútuþægni og misbeitingu valds f stjórnartfð sinni f Maryland. Agnew sagði, að þé að hann hefði ákveðið að halda ekki upp vörn gegn ákærunni um skattsvik, jafngilti það ekki sekt; hann hefði einungis gert það og sagt af sér embætti, f þeim til- gangi að komast hjá og hlffa fjöl- skyldu sinni við langvarandi málaþrasi, — enda hefði hann talið málið komið á það stig, að hann hefði ekki lengur getað vænzt þess, að það hlyti viðun- andi meðferð fyrir dómstólum. Agnew lagði á það áherzlu, að Nixon forseti hefði engan þátt átt í afsögn hans, — hann bar lof á forsetann svo og eftirmann sinn, Gerald Ford, sem hann kvað full- færan um að taka við forsetaemb- ættinu ef þess kynni að reynast þörf. Agnew kvaðst vona, að mál sitt yrði til þess, að gerðar yrðu end- urbætur á fjármálakerfi stjórn- málabaráttunnar í Bandaríkjun- um. Hann lagði til, að kostnaður við kosningabaráttu yrði greiddur af almannafé og fjármálum fram- bjóðenda svo fyrir komið, að aldrei þyrfti að gruna þá um mis- notkun kosningasjóða. Sömuleiðis hvatti Agnew til endurbóta á rétt- arfari ríkisins, sérstaklega gagn- rýndi hann þann hátt, sem tiðkazt hefur að heita að veita mönnum uppgjöf sakar gegn þvi, að þeir beri vitni gegn öðrum sakborn- ingum, sem e.t.v. eru taldir hafa stærri afbrot á samvizkunni. Sagði Agnew, að þetta fyrirkomu- lag byði heim meinsæri og í hönd- um framgjamra saksækjenda væri það hættulegt vopn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.