Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 16
1@ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. OKT0BER 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Kcnráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. 1. sunnudag birtist á síðum Þjóðviljans grein í föstum dálki, sem skrifuð er af einum blaða- manni þess blaðs, þar sem þess er krafizt, að Andrés Bjömsson, útvarpsstjóri, segi af sér embætti vegna þess, að hann sendi dag- blöðunum grein til birting- ar, þar sem andmælt var þeim sjónarmiðum, sem fram komu í greinargerð fjögurra útvarpsráðs- manna fyrir nokkru. Sú staðreynd, að slík krafa birtist í einkamálgagni tveggja ráðherra í ríkis- stjórninni, undirrituð af föstum starfsmanni blaðs- ins, sýnir, á hve alvarlegt stig barátta kommúnista fyrir því að kæfa frjálsar umræður og skoðanamynd- un er komin. Deilur starfsmanna Ríkisútvarpsins við vinstri meirihlutann í útvarpsráði eru landsmönnum svo kunnar, að óþarft er að rif ja þær nákvæmlega upp. En kjami þessarar deilu er sá, að vinstri meirihlutan- um í útvarpsráði mislíkaði þau sjónarmið, sem fram komu í fréttaskýringum þriggja starfsmanna hljóð- varps og sjónvarps, og gerðu vinstri mennirnir til- raun til þess að kúga fréttamennina til hlýðni með þess konar valdbeitingu, sem útvarps- ráð hefur yfir að ráða. En þá kom í ljós, að hvorki fréttamennirnir þrír né starfsbræður þeirra, að einum auðsveipum komm- únista undanskildum, vildu sætta sig við þessa tilraun vinstri meiri- hlutans í útvarpsráði til skoðanakúgunar og undir- rituðu allir fréttamenn hljóðvarps og sjónvarps, nema þessi eini, mótmæli vegna afstöðu vinstri meirihlutans. Æðstu stjörnendur Ríkisútvarps- ins tóku afstöðu með fréttamönnunum og gengu af fundi útvarpsráðs eftir að meirihluti útvarpsráðs hafði sýnt af sér slíka fram- komu, að ekki var við unað og vart er unnt að lýsa í siðaðra manna hópi. Er vinstri mennirnir í útvarpsráði höfðu sent frá sér greinargerð vegna þessa máls, birtist í dag- blöðunum svar frá Andrési Bjömssyni útvarpsstjóra, þar sem hann segir m.a.: „Mér vitanlega hefur enginn dregið í efa rétt né skyldu útvarpsráðs til að gagnrýna dagskrárefni Rikisútvarpsins, og ekki veit ég annað en slíkri gagnrýni sé yfirleitt vel tekið, jafnvel þótt deila megi um réttmæti hennar á stundum, eins og öll manna verk. Og öllum starfsmönnum er ljóst, að taka ber tillit til rök- studdrar gagnrýni ráðsins og færa til rétts vegar það, sem rangt kann að reynast. Umrætt mál snýst hins vegar alls ekki um frétta- skýringar fréttamanna eða hugsanlega galla þeirra heldur eingöngu um fram- kvæmd meirihluta út- varpsráðs á valdi sínu — valdbeitingu." Nú hefur verið sett fram í öðru aðalmálgagni ríkis- stjórnarinnar krafa um, að útvarpsstjóri segi af sér vegna þess, að hann hefur óhikað lýst skoðunum sín- um á ágreiningsefni frétta- mannanna og meirihluta útvarpsráðs og gengið fram fyrir skjöldu til þess að halda uppi vörnum fyrir starfsmenn sína gegn því, er hann sjálfur nefnir vald- beitningu útvarpsráðs- mannanna fjögurra. Þessi krafa sýnir ljóslega, hversu alvarlega málum er komið á íslandi. Ekki er aðeins um að ræða tilraun til skoðanakúgunar gagn- vart fréttamönnum út- varpsins og raunar almenn tilraun af hálfu ríkisstjórn- arinnar til þess að kæfa frjálsa upplýsingamiðlun eins og aðförin gegn Morgunblaðinu ber glögg vitni um, heldur er nú gengið svo langt að krefjast afsagnar útvarps- stjóra, vegna þess að hann lætur í ljós skoðanir sínar á þessu ágreiningsefni. Hér er um að ræða fasistískar starfsaðgerðir, sem komm- únistar og auðsveipir þjón- ar þeirra hafa mikla þjálfun í, en lítil tilraun hefur verið gerð til þess á íslandi að beita slíkum vinnubrögðum, þar til vax- andi tilhneigingar i þá átt gætir hjá núverandi ráða- mönnum. Ljóst er, að útvarpsstjóri hefur einungis uppfyllt þá sjálfsögðu skyldu sína sem æðsti embættismaður Rikisútvarpsins að standa vörð um frelsi fréttamanna Ríkisútvarpsins, og fyrir það á hann þakkir skilið: Hins vegar er sýnt, að vinstri meirihlutinn í útvarpsráði hefur gert sig sekan um fasistískar starfs- aðferðir, sem eiga ekki heima í lýðræðisþjóðfélagi. Afleiðing þessara vinnu- bragða vinstri meiri- hlutans í útvarpsráði er sú, að þeir hafa gersamlega einangrast innan stofn- unarinnar og misst þau tengsl, sem þeim eru nauðsynleg við starfsmenn Ríkisútvarpsins. Þetta er sjálfskaparvíti, sem þeir einir eiga sök á og engir aðrir. Eðlileg afleiðing af framkomu vinstri meiri- hlutans í útvarpsráði er sú, að þeir segi af sér og að nýtt útvarpsráð verði kjörið á Alþingi þvi, sem nú situr, til þess að eðli- legir starfshættir verði aft- ur teknir upp innan Ríkis- útvarpsins. UTVARPSRAÐSMENN- ffiNIR SEGIAF SÉR BREZKIVERKAMANNAFLOKKURINN KLOFINN AF RÓTTÆKRI STEFNllSKRÁ Það var tvístraður en sjálfseruggur Vérkamannaf lokkur, sem í byrjun mánaðarins ræddi stefnu sfna fyrir næstu kosningar á ársþingi I Blackpool. Og allir virðast sammála um, að sú stefnuskrá sé hin róttækasta, sem flokk- urinn hefur borið á borð fyrir kjós- endur sfðan 1945. Sem flokkur hefur hann alltaf verið tvfstraður, vegna þess að hann er samsteypa af mjög ólfkum öflum, — andbyltingarsinnuðum marx- istum, harðlínusósfalistum, frjáls- lyndum og umbótasinnuðum jafnaðar- mönnum, og svo mörgum verkalýðsleið- togum, sem f viðhorfi sfnu til margra félagslegra umbóta og sinna eigin valda eru hreint og beint íhaldssamir. En nú f ár hverfur hinn djúpstæði klofningur í skuggann af hinu nýja sjálfstrausti, að möguleikar Verkamannaflokksins til að sigra Ihaldsflokkinn í næstu kosn- ingum séu verulega miklir. Tvístringurinn í Verkamannaflokkn- um snýst raunar um hefðbundin grund- vallarstefnumið hans, — sameign fram- leiðslutækjanna og peningakerfisins. Framkvæmdastjórn flokksins hefur lagt fram langan lista af tillögum þess efnis að þjóðnýta beri, á einn eða annan hátt, mikinn fjölda fyrirtækja, atvinnu- vega og þjónustustarfsemi, — og yrði land þar efst á blaði eftir fyrstu ræðu Harolds Wilsons á ársþinginu að dæma, — eða a.m.k. allt það land, sem nauð- synlegt telst til byggingaþróunarinnar. Þessi listi nær til réttinda á námu- vinnslu, þ.á.m. á olíu og gasi á jörðu og í sjó, hafna, vegagerðar, véla- og verk- færaframleiðslu, lyfja, bygginga- iðnaðarins, skipasmíða, flugvéla- iðnaðarins, og til fasteigna, sem leigðar eru út af einstaklingum og ótiltekins hluta brezka fjármálakerfisins, — banka, tryggingafélaga og bygginga- félaga. I sumum tilvikum, — eins og með hafnirnar — yrði öll atvinnu- greinin yfirtekin. I öðru, — t.d. með lyfin — yrðu einstök fyrirtæki þjóðnýtt til að keppa við þau, sem eftir yrðu, eða — eins og með peningastofnanirnar — ný almenningsfélög yrðu sett á lagg- irnar. Og ríkisyfirráða yrði krafizt á öllum einkafyrirtækjum, sem fá styrki frá ríkinu, — t.d. skipasmíðastöðvum eða flugvélaverksmiðjum, annaðhvort með yfirtöku hlutabréfa að öllu eða nokkru leyti eða með ríkisskipuðum f ramk væmdastjórum. Enginn stóð upp á þinginu í Blackpool til að mótmæla þessum tillögum. Næstu kosningar eru of nærri til þess, að það sé þorandi, en þær verður að halda í síðasta Iagi fyrir mánaðamótin maí-júní árið 1975. Engu að síður var það útbreidd skoð- un bæði á þinginu og utan þess, að flokkurinn gerði kröfur til meira en hann gæti torgað með góðu móti, og sú tilfinning er einnig sterk, að það verði að vera unnt að verja og réttlæta þjóð- nýtingartillögurnar sem slíkar, en ekki eingöngu sem tryggðarvott við sósíalísk- an rétttrúnað. varkArni og RÓTTÆKNI Anthony Crosland, fyrrum ráðherra, hefur lagt til, að sérstök áherzla verði lögð á ákveðin stefnumál og þjóðnýt- ingartillögur verði aðeins á stefnu- skránni fyrir kosningarnar, ef þær eru í samræmi við þessi aðalmál. Roy Jenkins, fyrrum fjármálaráðherra, hefur bent á það, að þjóðnýting muni ekki í sjálfu sér leysa vanda atvinnu- veganna, t.d. atvinnumál, launamál og fjárfestingarmál. Og Reg Prentice, einn höfuðtalsmaður flokksins í atvinnu- málum, hefur af talsverðri dirfsku mælt --7— ri' n' ---\/ THE OBSERVER ^-\ \ Eftír Ivan Yates með því, að Verkamannaflokkurinn og verkalýðsfélögin komi sér saman um sameiginlega stefnu í launamálum. Þessi tillaga nýtur m.a. stuðnings Tom Jackson, leiðtoga póstmannasambands- ins. En þessi skoðanamismunur skírskot- ar til eins af höfuðdeiluefnunum. Vinstri armur Verkamannaflokksins vill ganga lengra en listinn langi segir til um. Til dæmis hefur hann komið því í kring, að framkvæmdastjórnin og árs- þingið mælir með því, að 25 ónefnd fyrirtæki skuli þjóðnýtt, og er þá einkum átt við stærstu vinnuveit- endurna í landinu. En Ian Mikardo, einn af forustumönnum vinstrisinn- anna, gerði ársþinginu í Blackpool, það alveg ljóst, að talan 25 væri aðeins sett vegna þess, að án einhverrar ákveð- innar tölu væri flokksforystunni ekki treystandi til að fara út á þessar brautir að nokkru verulegu marki. Og vinstri- sinnar vonast raunar til þess, að eftir um 15 ára valdatíma verkamanna- flokksins í ríkisstjórn yrðu um 4/5 hlutar atvinnu- og efnahagslífsins í höndum ríkisins. Leiðtogi flokksins, Harold Wilson, sagði ársþinginu, að hann væri ekki sammála ,,25-kröfunni“ og hefur áskilið rétt til handa forystu flokksins á þing- inu til að snúast gegn því, að hún verði sett á stefnuskrá fyrir kosningarnar. Er enginn efi á því, að hann og félagar hans í þinginu muni fá sitt fram. Hinir varkárari flokksmenn telja engu að síður, að þegar sé nokkur skaði orðinn. Kjósendur hafa f engið að sjá, að engu munaði, að þjóðnýtingartillög- urnar næðu fram að ganga, ekki vegna eigin verðleika, heldur sem spurning um sósíalíska hugmyndafræði. Vinstri- sinnarnir halda því hins vegar fram, að hin slælega frammistaða síðustu ríkis- stjórnar Verkamannaflokksins í efna- hagsmálum hafi verið bein afleiðing af þeirri staðreynd, að stjórnin hafi ekki Framhald á bls. 18. Harold Wilson — lætur undan vinstri öflunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.