Morgunblaðið - 07.11.1973, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.11.1973, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NOVEMBER 1973 Enn árekstrar á ritstjórn Tímans ENN hefur komið til árekstra á dæmi þessu áliti til stuðnings og Framkvæmdir við Sigölduvirkjun eru nú að hefjast, og þessa dagana eru sífellt að koma tæki til júgóslavneska verktakafyrirtækisins. Þessar tvær stóru malarflutningabifreiðar komu nú um helgina með einum Fossinumfrá Banda- ríkjunum. Eru þær af Caterpillar-gerð og hafa yfir 30 lesta burðarþol. — Ljósm. Mbl.: Sv.Þ. ritstjórnarskrifstofum Tfmans vegna skrifa um Möðruvalla- hreyfinguna. Andrési Kristjáns- syni, fyrrverandi ritstjóra Tfm- ans, hafði verið falið að annast Sunnudagsblað Tfmans fram f desember mánuði n.k., þar til nýr ritstjóri, Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, tæki við þvf starfi. 1 fyrradag brá hins vegar svo við, að einn af ritstjórum Tfmans til- kynnti Andrési Kristjánssyni, að umsjón hans með Sunnudagsblað- inu væri lokið frá og með þeim degi og jafnframt mundi Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli verða ábyrgur fyrir blaðinu einnig frá og með sl. mánudegi. Jafnframt var Andrési Kristjánssyni til- kynnt, að ekki væri til þess ætl- azt, að f Sunnudagsblaði Tfmans væru greinar af þvf tagi, sem birt- ist í dálknum thugunarefni sl. Iaugardag og undirrituð var af Andrési Kristjánssyni. I grein þessari fjallar fyrrver- andi ritstjóri Tímans um hinasvo- nefndu Möðruvallahreyfingu og þau skrif, sem orðið hafa í Tíman- um um stefnuávarp hennar. I greininni segir Andrés Kristjáns- son m.a.: „I stefnuávarpinu er þetta rökstutt nokkuð og nefnd sagt m.a., að á síðustu árum hafi ýmsir fésýslumenn einkarekstrar aukizt að völdum og áhrifum i lykilstöðum flokksins. Hver mað- ur, sem fylgzt hefur með þessum málum veit, að þetta er satt og rétt. 1 þessu felst enginn ,,rógur“ um það góða fólk, þótt það sé staðreynd, að þetta er töluverð nýlunda í Framsóknarflokknum og lífsskoðun sú, sem bundin er þessu rekstrarkerfi er ekki ofar- lega á stefnuskrá flokksins. Um þetta allt geta að sjálfsögðu verið skiptar skoðanir, en hvorki getur það kallazt rógur né óhæfa af Framhald á bls. 18 Höggmyndasýning í Austur- stræti allt næsta sumar AKVEÐIÐ hefur verið af borgar- yfirvöldum og Myndhöggvara- félagi Reykjavíkur, að Mynd- höggvarafélagið efni til sýningar í Austurstæti næsta sumar og muni húnstanda alltsumarið. Að sögn Magnúsar H. Amason- ar myndhöggvara og listmálara, Jónatan Livingston Mávur er kominn út BÖKAUTGAFAN Öm og Örlygur h/f hefur sent á markað eina mestu metsölubók, sem út hefur komið f Bandaríkjunum á sfðari árum, Jónatan Livingston Máv, eftir Richard Bach, í þýðingu Hjartar Pálssonar. 1 Bandaríkj- unum einum hafa selzt á þriðju milljón eintaka af bók þessari, en Ragnar Arnalds hættir 1 LOK flokksráðsfundar Al- þýðubandalagsins sl. sunnu- dagskvöld skýrði Ragnar Arnalds, formaður flokks- ins, frá því, að hann mundi ekki gefa kost á sér til end- urkjörs, sem formaður Al- þýðubandalagsins á lands- fundi þess, sem haldinn verður að ári Iiðnu. „Við eig- um að skiptast á um að gegna vandasömustu verk- efnunum og mun ég þvf ekki gefa kost á mér sem formað- ur flokksins frá næsta lands- fundi,“ sagði Ragnar Arnalds. Samkvæmt skipulagsregl- um Alþýðubandalagsins má sami maður ekki gegna for- mennsku lengur en 9 ár sam- fleytt, en hvert kjörtímabil formanns er 3 ár. Ragnar Arnalds var kjörinn formað- ur Alþýðubandalagsins eftir klofning þess á árinu 1968 og mun því hafa gegnt þessu starfi í 6 ár á næsta lands- fundi. Hann hefði getað haldið því áfram I 3 ár til viðbótar en ummæli hans á flokksráðsfundinum benda til þess, að hann hafi fengið nóg. höfundur er 36 ára gamall orrustuf I ugm aður. I fréttatilkynningu frá útgáf- unni um bók þessa segir m.a.: „Jóhann Hjálmarsson komst m.a. svo að orði um þessa bók i Morg- unblaðinu 25. febrúar s.l.: „Jón- atan er frelsistákn, sigur andans yfir efninu, um leið er hann lof- söngur um einstaklingshyggju, dýrkun hins einstæða og dirfsku- fulla, þess, sem fer ekki alfara- leið. Jónatan má líka kalla Jesú- máv, hugleiðslumáv í guðspeki- legum skilningi. Hann er í senn fugl og maður, tákn endalausrar leitar, Richard Bach tileinkar bókina hinum raunverulega Jón- atan Mávi sem býr í okkuröllum. Jónatan Livingstone Mávur kom fyrst út í litlu upplagi árið 1970, illa gekk að fá útgefanda að hon- um, vegna þess, að erfitt var að átta sig á, hvort bókin var handa börnum eðafullorðnum. Sama má að vísu segja um margar aðrar frægar bækur, t.d. Litla prinsinn eftir Saint-Exupéry, en Emest K. Gann er meðal þeirra, sem líkt hafa þessum tveimur bókum sam- an.“ Bókin var prentuð í Finnlandi, en samtímis voru prentuð upplög af henni fyrir hin Norðurlöndin.“ verða væntanlega yfir 20 högg- myndir til sýnis f Austurstræti, og verður það framlag félagsins til þjóðhátfðar 1974. Mynhöggvarafélag Reykjavfk- ur var stofnað fyrir liðlega ári, eftir höggmyndasýninguna, sem þá var á Skóiavörðuholti. Flestir myndhöggvarar I bænum eru f félaginu, eða alls 14 menn, en einnig taldi Magnús lfklegt að aðrir listamenn yrðu með. Myndhöggvarafélagið hélt sýningu í Vestmannaeyjum 1972 þar sem sýnd voru yfir 70 verk, og í sumar var haldin stór sýning á ísafirði með 78 verkum úr 8 greinum myndlistar. 11 verk seld- ust á þeirri sýningu fyrir rúmar 400 þús. kr. og á 7. hundrað Is- firðinga sáu sýninguna, eða um 30% ibúanna. Báðar þessar sýningar voru styrktar af mennta- málaráði oglistum landið. Júní hjó nærri heims- metinu TOGARINN Júnf frá Hafnar- firði seldi 233.3 lestir af fsfiski f Bremenhaven á laugardaginn fyrir 331.936 mörk, eða 11.3 millj. fsl. kr„ meðalverð fyrir hvert kfló er 48,53 kr. Þessi sala Júnf er önnur hæsta sala fslenzks togara frá upphafi, ef talið er í krónum. Togarinn Maí frá Hafnarfirði á enn hæstu söluna. Maf seldi 17. marz 1967 í Þýzkalandi fyrir 364 þúsund mörk, sem jafn- gilda 12.4 milljónum kr. Mun það vera hæsta verð, sem fiski- skip hefur fengið f heiminum fyrir farm af venjulegum bol- fiski. Skipstjóri á Maf f þeirri ferð var hinn kunni aflamaður Halldór Halldórsson, en hann var einnnig með Júnf í þessari ferð' Framhald á bls. 18 hita- 500 milljón kr. veita á Suðurnes? GERT er ráð fyrir, að á næstunni verði stofnað sameignarfélagið Hitaveita Suðurnesja, en að þvf standa flest sveitarfélögin á Reykjanesi. Ætlunin er, að jarð- hitinn við Svartsengi við Grinda- vfk vcrði nýttur, en þar fara nú fram miklar rannsóknir á vegum Orkustofnunar. Búið er að bora nokkrar holur og hefur fengizt allt að 200 stiga heitt vatn úr þeim. Sá galli er þó á þessu vatni, að það er salt, en talið er, að nóg ferskt vatn finnist þarna einnig. Samkvæmt áætlun, sem Orku- stofnun gerði I fyrra, er gert ráð Innbrot BROTIZT var inn f gleraugna- verzlun að Laugavegi 65 aðfara nótt þriðjudags og stolið um sex þús. kr. f peningum. fyrir, að hitaveitan kosti um 500 millj. kr., og er þá ekki gert ráð fyrir dreifikerfum um bæjarfé- lögin. Jóhann Einvarsson bæjarstjóri f Keflavík sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að nú væri beðið eftir niðurstöðum rann- sókna við Svartsengi. Hann sagði, að þau sveitarfélög, sem væntan- lega myndu standa að þessari hitaveitu, væru: Keflavík, Grindavík, Sandgerði, Njarðvíkur og Garður. Þá væri hugsanlegt, að Hafnir og Vatnsleysustrandar- hreppur myndu standa að hita veit unni, en i þvf sambandi yrði hag- kvæmni látin ráða. Sagði Jóhann, að Orkustofnun hefði áætlað á sínum tíma. að hitaveitan myndi kosta um 500 millj. kr. og væru þá dreifkerfin ekki tekin með f reikninginn. Keflavíkurkaupstaður og Njarð- víkurhreppur hefðu nú hins vegar ráðið verkfræðingafyrir- tækið Fjarhitun h.f. til að gera áætlun um gerð dreifikerfis og væri unnið að því verki núna. Ekki sagðist Jóhann vita, hvað gerð hitaveitunnar tæki langan tíma, það færi að sjálfsögðu eftir fjármagninu. Ef það væri fyrir hendi og mannskapur til vinnu nægur, þá þyrfti verkið ekki að taka ýkja langan tíma. I því sam- bandi mætti líta á Húsvíkinga, sem hefðu verið fljótir að leggja sína hitaveitu, en þeir þurftu að fara með hana um nokkuð langan veg. Gerð þessarar hitaveitu hlýtur að vera þjóðhagslega mjög hag- kvæm, þar sem hún mun spara mikinn gjaldeyri, að maður tali nú ekki um olíuskotinn, sem er orðinn í heiminum, sagði Jóhann aðlokum. Alþýðusamband Norðurlands: Kommúnistar ráðast gegn stuðn- ingsmönnum Björns Jónssonar ALÞVÐUBANDALAGSMENN I verkalýðshreyfingunni á Norður- landi hafa byrjað „hreinsanir“ til þess að bola stuðningsmönnum Björns Jónssonar úr áhrifastöð- um f verkalýðshreyfingunni fyrir norðan. A þingi Alþýðusambands Norðurlands um sfðustu helgi var Jón Helgason, sem er einn af stuðningsmönnum Björns Jóns- sonar, felldur úr formannssæti, en kommúnistinn Jón Asgeirsson kjörinn I hans stað með 30 at- kvæðurn gegn 25 atkvæðum Jóns Helgasonar. Eins og kunnugt er, var Björn Jónsson ráðherra um langt skeið formaður Verkalýðsfélagsins Ein- ingar á Akureyri og á áhrifum hans þar byggðist síðan staða hans innan ASÍ, sem að lokum leiddi til þess, að hann var kjör- inn forseti ASÍ. Jón Asgeirsson tók við formennsku í Einingu af Bimi Jónssyni, og benda atburð- irnir á þingi ASN um helgina til þess, að Alþýðubandalagsmenn fyrir norðan telji sig nú nógu sterka til þess að bola stuðnings- mönnum Björns Jónssonar úr öll- um áhrifastöðum verkalýðshreyf- ingarinnar á Norðurlandi. Ólfk- legt er hins vegar talið, að Björn Jónsson og stuðningsmenn hans taki þessum aðgerðum með þegj- andi þögninni og er búizt við hörðum stjórnarkosningum I Ein- ingu í vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.