Morgunblaðið - 22.11.1973, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.11.1973, Qupperneq 32
TÆNGIRf SÍMAR: 26060 OG 260 66 ÁÆTLIJNARSTAÐIR AKRANES. FLATEYRI, HÓLWLAVÍK, GJÖGUR, STYKKISHÓLMUR, RIF, SIGLUFJÖRÐUR, BLÖNDUÓS, HVAMMSTANGI. iKmnttliIfifrffr nUCLVSinGRR ^*~»22480 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1973 Skammdegi Ljósm. Kr. Ben. Dakota-vél nauð- lenti á Sólheima- sandi í gærdag DOUGLAS Dakota-vél af gerðinni C-117 nauðlenti skömmu eftir há- degi í gær á Sólheimasandi. Sjö menn voru með vélinni, sem var frá varnarliðinu, og sluppu þeir allir ðmeiddir. Vélin var aðkoma frá Höfn í Hornafirði, en þangað hafði hún flutt vistir til ratsjár- stöðvarinnar á Stokksnesi. Sigþór Sigurðsson fréttaritari Morgunblaðsins í Litla-Ilvammi sagði, að það hefði verið um kl. 14, sem vélin nauðlenti í minni Hólsá á Sólheimasandi. Is varyfir ármynninu og brotnaði hann und- an vélinni. Hékk hún þó á ísskör- inni. Björgunarsveit Slysavarna- félagssins í Vík í Mýrdal og menn frá sveitabæjum fyrir vestan Vík fóru strax að svipast um eftir vél- inni. Um svipað leyti og þeir komu að henni, kom þyrla frá varnarliðinu á staðinn og tók hún mennina, sem i vélinni voru. radfó haft samband við öll skip, sem voru út af Vík. Síðan hefði verið látið uppi að vélin gæti lent i sjónum á öllu svæðinu frá Vík að Þjórsárósum. Þá hefði verið haft samband við báta á Stokkseyri og Eyrarbakka og þeir beðnir að fara af stað, en þeir hefðu ekki getað farið út úr höfnunum vegna brims. Leitað hefði verið til Þor- lákshafnar og voru fyrstu bátarn- ir farnir af stað, er frétt kom um, að vélin hefði nauðlent á landi. Sagði Hannes, að menn frá björgunarsveit Slysavarnafélags- ins í Vfk væru nú á vakt við vélina ásamt tveimur Bandaríkja- mönnum. Flokkur viðgerðar- manna frá varnarliðinu væri á leiðinni austur og ætluðu austan- menn að leiðbeina þeim niður sandinn að vélinni. Til ferða upp og niður sandinn hafa björgunar- sveitamenn jeppa og beltabíl. Olíuskömmtun til íslenzkra skipa í erlendum höfnum OLlUSKÖMMTUN til íslenzkra skipa hefur verið tekin upp í erlendum höfnum. Ekki er þó tai ið, að þessi skömmtun eigi eftir að valda íslenzkum skipum neinu tjóni, sem nemur, á næstunni því þessi skömmtun er miðuð við það magn. sem viðkomandi skip notar að meðaltali f hverjum mánuði. Vilhjálmur Jónsson hjá Oliu- félaginu h.f. sagði í gær. að enn sem komið væri þyrftu menn ekki að óttast. að olíuskömmtunin kæmi f veg fyrir siglingar íslenzkra skipa, en skömmtunin MJÖG lítil síldveiði hefur verið í Norðursjónum síðustu vikurnar, stal'ar það aðallega af því, að veður hefur verið vont þar um slóðir og þó svo að gefið hafi, þá hefur síldin lítiö verið í torfum. I sfðustu liku seldu aðeins nfu skip í Danmörku fyrir alls 9.8 millj. kr.. og er nú svo komið, að mörg síldveiðiskipanna eru á heimleið. Samningur- inn við EBE enn ekki til framkvæmda FRAMKVÆMDANEFND Efna- hagshandalagsins tilkynnti í gær, að samkomulag tslendinga við Brela í landhelgisdeilunni nægði ekki til þess, að samningur Íslands við handalagið kæmi til framkva-mda. Nefndin lítur svo á, að samningurinn komi ekki til fram- kvæmda f>rr en fiskveiðideildan við Vestur-Þjóðverja hefur verið til Ivkta leidd. næði bæði til fiskiskipa, sem landa í Þýzkalandi, og flutninga- skip, sem sigla á hafnir Evrópu. Ástandið væri einnig þannig, að ekki fengju önnur íslenzk skip olíu hjá Esso erlendis en þau, sem væru fastir viðskiptavinir hjá Olíufélaginu. Önundur Ásgeirsson hjá Olíu- verzlun íslands sagði, að daglega bærust tilkynningar um, að skömmtun væri tekin upp á hin- um og þessum stöðum. BP af- greiddi 40 lestir mest til skipa, og ef farið. væri fram á meira magn. Magnið sem selt var í s.l. viku var aðeins 274.3 lestir og meðal- verðið fyrir síldina var kr. 35.99. Það sem af er þessu ári eru skipin búin að selja fyrir tæpan 1.1 milljarð, en á sama tíma í fyrra var búið að selja fyrir 496 millj. Þrjú aflahæstu skipin eru sem fyrr: Loftur Baldvinsson EA, sem hefur selt fyrir 65.8 millj. kr., Guðmundur RE sem hefur selt fyrir 51 millj. kr. og Súlan EA sem hefurselt fyrir45 millj. kr. I fyrradag seldu tvö skip í Hirtshals voru það Þorsteinn RE, sem seldi 885 kassa fyrir 1.2 millj. og Harpa RE, sem seldi 364 kassa fyrir 554 þús. kr. þyrfti að taka ákvörðun um það í London. Þeir Vilhjálmur og Önundur voru sammála um, að þessi skömmtun gæti orðið enn strangari, en sögðust auðvitað vona, að svo yrði ekki. 5 skip seldu í Þýzkalandi í MORGUN áttu fimm íslenzk skip að selja afla í Þýzkalandi, fjórir bátar og togarinn Neptún- us. Þá eiga tvö skip að selja i fyrramálið, Álsey og Gunnar Jónsson. Jónas Haraldsson hjá Lands- sambandi íslenzkra útvegsmanna sagði, að í gær hefði veríð al- mennur fridagur í Þýzkalandi og því seldu svo mörg skip í dag. Búizt er við góðu verði, en samt getur þessi fjöldi skipa haft áhrif á það. Hann sagði, að í dag kæmi f ljós, hve ströng olíuskömmtunin væri í Þýzkalandi. Ef hún væri mjög ströng gæti farið svo, að minni bátar ættu í erfiðleikum með að sigla til Þýzkalands, þar sem sigl- ing þangað er löng og bátarnir hafa ekki það stóra tanka, að olf- an dugi þeim frá íslandi og heim af tur. Nú er vitað um þrjú skip, sem selja eiga í Bretlandi í næstu viku, eru þau Freyr, Sæunn og Ársæll Sigurðsson. Eins og fyrr segir, var vélin að koma frá Höfn í Hornafirði. Flaug hún nokkuð hátt, og þegar hún var yfir Mýrdalssandi Ienti hún í mjög mikilli ísingu og hreyflar gengu óstöðugt. • Hún byrjaði því að missa hæð og sendi út neyðarkall, sem önnur varnar- liðsvél heyrði. Þegar voru sendar þrjár Phanthom-þotur og tvær þyrlur á móti vélinni, en talið var, aðhún myndi jafnvel nauðlenda á sjónum. Er Dakota-vélin var svo komin vestur á Sólheimasand hélzt hún ekki lengur á lofti og varð því að nauðlenda f minni llólsá. Hannes Hafstein hjá Slysa- varnafélagi Islands sagði, að flug- stjórn hefði strax haft samband við Tilkynningaskylduna. Talið hefði verið, að vélin myndi nauð- lenda á sjönum nokkuð fyrir aust- an Vík. Þvi hefði Vestmannaeyja- í GÆR fóru fram í Reykjavík viðræður milli embættismanna fslenzku rfkisstjórnarinnar og vestur-þýzku ríkisstjórnarinnar um landhelgismálið. Af íslands hálfu tóku þátt í þessum viðræðum Hans G. Ander- sen þjóðréttarfræðingur, Jón Arnalds ráðuneytisstjóri, Már Elísson fiskimálastjóri, Jón Jónsson forstöðumaður Haf- rannsóknastofnunarinnar, Loftur Bjarnason útgerðarmaður og Ingólfur Stefánsson fram- kvæmdastjóri Farmanna- og fiski- Varðskip draga skip til hafnar Varðskipið Ægir kom um kl. 16 i gær með vélbátinn Feng ÁR 55 frá Þorlákshöfn til Reykjavikur. Vél bátsins hafði bilað út af Snæfellsnesi og tók varðskipið bátinn f tog til Reykjavíkur. Þá kom varð- skipið Þór með norska Iínu- veiðarann Kjeloy tíl Akureyr- ar í gærmorgun. Vél skipsins hafði bilað, er það var statt 200 mflur norðaustur af Langa- nesi, en skipið var á leið til Grænlands. Skipin komu til Akureyrar um hádegisbilið, en þar á að gera við vél skipsins. mannasambands Islands. Af hálfu V-Þýzkalands tóku þátt í viðræðunum Mucklinghouf fiski- málastjóri V-Þýzkalands, dr. Mayer forstöðumaður haf- rannsóknastofnunarinnar i Kfl og nokkrir starfsmenn v-þýzka sendiráðsins. Á fundinum í gær var rætt um nokkur veiðisvæði, sem til greina geta komið sem veiðisvæði þýzkra togara ef samkomulag næst í landhelgisdeilunni við Þjóðverja: Viðræðunum verður haldið áfram í dag. Viðgerðin á Þór kostaði 8,5 millj. kr. VIOGERÐARKOSTNAÐUR á varðskipinu Þór vegna skemmda þeirra, sem togarinn St. Leger H 178 olli er hann sigldi á Þór þann 23. aprfl s.l. mun nema um 8.5 millj. kr. Það er Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, sem tryggir varð- skipin. Páll Sigurðsson for- stjörí Samábyrgðarinnar sagði f samtali við Morgunblaðið í gær, að krafa á hendur tryggingafé- laginu'vegnaskemmdanna væri 40.837 sterlingspund eða tæpar 8.4 millj. kr. Sagði Páll, að ekki væri hér með sagt, að þetta værí allur viðgerðarkostnaðurinn, því skipseigandi hefði í öllum til- fellum einhverja sjálfsábyrgð og því væri ekki fjarri lagi að viðgerðin hefði kostað 8.5 millj. kr. eða meira. Einnig kæmi inn í þetta dæmi það, sem trygg- ingamenn kölluðu frískaða, og út frá honum væri gerð niður- jöfnun. Þannig væri sennilegt, að raunverulegur viðgerðar- kostnaður væri mun hærri en þessar tölur gæfu til kynna. TREG SÍLDVEIÐI í NORÐURSJÓ Landhelgisviðræð ur við Þjóðverja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.