Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1973 Það var spennandi að fylgjast incð, og þétt staðið, en hvað er fást um það þegar jólasveinamir eru annars vegar. Ljósmyndir Mhl. Sv.Þorm. MANNMERGÐ FAGNAÐI JÓLA- SVEINUNUM í AUSTURSTRÆTI FEIKILEGUR fjöldi barna og eldri borgara heilsaði upp á jóla- sveinana þegar þeir komu í bae- inn s.l. sunnudag og hittu fólk að ináli f Austurstræti. Jólasveinarn- ir voru 13 talsins, en einn þeirra týndist á leiðinni í bæinn. Lfk- lega kennir hann þö í leitirnar þegar nær dregur jólum. Austurstræti var yfirfullt af fólki f jólaskapi þrátt fyrir kuldann og það skein hros úr mörgu barnsauga f frostnepjunni. Jólasveinarnir létu fjörlega á húsþökuin, götum og hvar sem þeir fóru. Jólasveinarnir höfðu samband við Æskulýðsráð Reykjavíkur \ægna heimsóknarinnar í miðbæ- inn, því það þurfti að undirbúa bvggingu á palli fyrir þá og eitt og annað. Næsta sunnudag koina jólasveinarnir aftur í Austur- stræti kl. 16, en þeir báðu okkur að koina þeim skilaboðum til fólks að troðast ekki eins og síðast, því þá lá við slysum vegna aðgangs mannf jöldans. Jólasveinarnirskemmta börnunum i Austurstræti. Mannfjöldi var á Austurvelli þegar ljósin á Oslóartrénu voru tendruð eftir að Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri hafði veitt trénu móttöku og flutt ávarp. Ljósmynd Mbl. Sv.Þorm. JÓLALJÓSIN TENDRUÐ Á STÓRU TRJÁNUM Á sunnudag var kveikt á stóru jólatrjánum á Austurvelli við Hafnarbúðir, víð Félagsheimilið í Kópavogi og á Thorsplani i Hafn- arfirði. Mannfjöldi var víðast hvar þeg- ar ljós voru tendruð á trjánum. Á Austurvelli var kveikt á Öslóar- trénu kl. 16.30 eftir að Lúðrasveit Reykjavikur hafði leikið undir stjórn Geirharðs Valtýssonar, en sendiherra Noregs Olav Lydov af- henti tréð og Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri veitti því vrðtöku með ávarpi. Þá söng Dómkórinn undir stjórn Ragnars Björnssonar dómorganista. Við Ilafnarbúðir var kveikt á Hamborgarjólatrénu, sem er gjöf og kveðja félags blaðamanna og fyrrverandi sjómanna f Hamborg. í Hafnarfirði var kveikt á trénu frá Friðriksberg við hátíðlega at- höfn. Karlakórinn Þrestir söng, en Kristinn Ö. Guðmundsson veitti trénu viðtöku af Ludvig Storr aðalræðismanni Danmerk- ur. Frá athiifninni er ljós voru tendruð á Hamborgartrénu við Hafnarbúðir. Byggðajafn- vægi og raf- orkuskortur A undanförnum árum hefir nær engin setning verið 'okkur, svo nefndunt áhrifamönnum í þjóð- félaginu munntamari en „jafn- vægi í byggðlandsins". Efla bæri atvinnulifið úti á landsbyggðinni svo fólkið leitaði ekki til höfuðborgarsvæðisins, meðal annars með fjölgun og stækkun fiskvinnslustöðva, skipa- kaupum og stofnun nýrra iðnaðarfyrirtækja. Gerðar hafa og verið kröfur um aukin fbúðalán, stórbætta menntunaraðstöðu — og nú er stefnt að því að flytja bækistöðvar margra ríkisfyrir- tækja frá Reykjavfk. Nefnd skip- uð þjóðkunnum áhugamönnum, vinnur að þessu verkefni og mun hún án efa á næstunni skila ótví- ræðum og vel rökstuddum tillög- um til ríkisstjórnar og Alþingis. Allt væri þetta umstang góðra gjalda vert, ef ekki hefði dregist úr hófi fram að tryggja lands- byggðinni raforku. Heilir lands- fjórðungar búa nú við rafmagns- skort, sem stöðugt mun aukast, ef ekkert verður aðhafst. Víða um land lamast atvinnulff svo dögum skiptir og kuldinn herjar heimil- in. Eini landshlutinn, sem býr við sæmilegt öryggi f rafmagnsmálum og kemur til meðaðgera í náinni framtíð sem betur fer (frekari virkjanir Þjórsár), er Faxaflóa- s\ æðið. Þar þurfa fyrirtækin ekki að óttast stöðvun, nema náttúru- hamfarir dynji yfi.r heita vatn- ið úr iðrum jarðar streymir hindrunarlaust um hýbýlin. Hví skyldu menn því ekki leita hingað með fyrirtæki sín og venzlafólk. úr öryggisleysifui ou kuldanum? Eigi að tryggja jafna byggð á Islandi verður því eftir mætti að flýta framkvæmdum við Lágar- fossvirkjun og samkomulag verð- ur sem allra fyrst að nást um stórum meiri og öruggari nýtingu Laxárvirkunar. Að öðrum kosti er vá fyrir dyrum. Að sjálfsögðu verður ráðist f stórvirkjanir bæði á Norður- og Austurlandi og tenging orku- veitusvæðanna er höfúð-nauðsyn. En það eru framkvæmdir. sem taka langan tfmaog mikinn undir- búning. Eftir þeim getur lands- fólkiðekki beðið. Því miður. JónasG. Rafnar. 130% en ekki 13% SU meinlega prentvilla var í greinagerð flugfélaganna f blaðinu s.l. sunnudag. að þar stóð. að kröfur flugfre.vja næmu 13% í stað 130%. Rétt er málsgreinin þannig: „Hverjar eru helztu kröl'ur flugfreyja? Laun: 130”0 hækkun þ.e. aðlág- marksmánaðarlaun á F-27 verði miðað við þá kröfu að 50 fiug- stundir yrðu byggðar inn í mánaðarlaunin kr. 74.382 og hámarkslaun t DG-S) kr. 115.617,— “ o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.