Morgunblaðið - 18.12.1973, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.12.1973, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIO. ÞRIÐJUDAOUR 18. DKSEMBKR 1973 Rok valdhafanna í Kreml á und- anförnum vikuni um styrjöldina í Miöausturlönduni syna slöggt. að hættuástandiö hafði og hefurenn úrslitaáhrif á átök æðstu yalda- manna Sovétríkjanna. Ilafi hauk- arnir neytt Brezhnev til þess að hóta einhliða aögerðum af liálfu Sovétríkjanna í Miðausturlönd- um. sem virrtist hugsanlegt og varðtil þess. að Bandarfkin fyrir- skipuðu viðhúnað heral'la sins um allan heim, þá ttjkst honum flj()t- lega að bæta stöðu sína aftur. Rússar urðu að draga hótun sína til baka vegna hólunar Banda- rikjamanna. sem var jafnvel ennþá alvarlegri. og Brezhnev hefði jafnvel getað sagt viðhauk- ana: „Sagði égykkur ekki?" En umneðurnar um Miðaustur- liiiKÍ eru aðeins lítill hluti barátt- unnar miili haukanna og dúfn- herforingjar" sæjuni „lilutverk okkar. kollun okkar," ráðast af liinuin miklu áhrifum, sem hern- aðarmáttur Sovétrikjanna hefði á gervalla rás heimsviðburðanna. En Brezhnev lagði áherzlu á fram- lag utanríkisstefnu fremur en máttar til „vaxandi" álirifa Sovét- ríkjanna áheimsmálin og sagði að „við tökum jafnvel stundum ekki eftir þvi hve árangursrik þessi áhril' eru orðin". I’egar hann sagði „við" átfi liann augljóslega við Grechko og stuðningsmenn hans meðal annarra. Þessi orðaskipti. sem átlu sér staðfyrir rúnutm hálfum mánuði, mörkuðu upphaf kappræðna milli minni hauka og dúfna og þær náðu hámarki rétt áð.ur en stríðið f Miðausturlöndum brauzt út með stórfelldu uppgjöri talsmanna þessara herbúða. Herforingjarnir Síðasta Núverandi æðstu valdamenn Sovétrfkjanna á grafhýsi Lenfns (talið frá vinstri); Ivan Pavlovsky hershöfðingi, yfirmaður sovézka landhersins, landvarnaráðherrann, Andrei Grchko marskálkur, Ivan Yakubovsky hershöfðingi, yfirmaður herliðs Varsjárbandalagsins, Nikolai Podgorny forseti, Leonid Brezhnev aðalflokksforingi, Alexei Kosygin forsætisráðherra, Mikhail Suslov hugmyndafræðingur og stjrtrnmálaráðsfulltrúarnir Andrei Kirilenko, Arvid Pelshe og Kyrill Mazurov. tækifærið, segja Kremlverjar anna. Hún er háð á imklu Jjreiðari u'glfnu og tekur aðallega til fram- tfðarsamskipt a Bandaríkjanna og Sovétrfkjanna. Brezlmev og stuðningsmenn Itans. sem eru f meirihluta í stjörnmálaráðinu. lelja að Krernl verði að byggja á utanrfkísstefnu frekar en hernaðarþiýstingi til |>ess að fá fram þær tilslakanir af liálfu Bandarfkjanna. sem gerði langvarandi límabil minnkandi spennu —détente — mögulegt. Auk Greehkos og Shelepins eru i hópi haukanna f stjórnmálaráð- inu aðalhuglnyndasérfræðingur f lokksins. Mikhail Suslov. og yfir- maður leynilögi'eglunnar. Yuri Andropov. Haukarnir halda því frarn að áður en raunverulegt détente verði mögulegt. verði Sovétríkin að auka hernaðarmátt sinn til svo mikilla ntuna. að Hvíta húsið verði tilleiðanlegt að láta undan fyrir Kreml í ýmsum þeim niálum. sem mestu máli skipta. Agreiningur þessara tveggja hópa sést greiniiega þegar bornar eru saman yfirlýsingar, sem Brezlmev og Greehko gáfu með stuttu millibili. Greehko hélt því fram. að „efling" heraflans á alla lund væri aðaltryggingin fyrir öryggi landsins. Það, sem hann lagði f raun og veru áherzlu á, var, að Sovétríkin þörfnuðust öflugra herliðs til þess að framfylgja „árangursríkri utanríkisstefnu". Brezhnev beindi fyrir sitt leyti máli sínu greinilega til Greehkos og hans líka. þegar hann sagði að Sovélríkin nytu nú stórfelldra áhrifa i heimsmálunum af ýmsum ástæðum — og „ekki aðeins vegna þess að við erum öflugir". Hann hélt því ákaft fram. að til væri að dreifa öðrum „mikilvægum þátt- um". sem yllu því. að heimurinn gæfi gaum að alstöðu Sovétrikj- anna — þáttum eins og utanríkis- stefnu þeirra. Greehko héltþví fram. að hern- aðannáttur Sovétrikjanna hefði verið „úrslitaþátturinn. sem hélt aftur- af heimsvaldasinnuðum árásaraðilum". að aðeins þessi staðreynd hefði komið í veg fyrir stríð og mundi koma í veg f.vrir stríð í framtíðinni Hjá Brezhnev kvað við annan tón. ilann þóllist sjá ffrir fleiri breytingar á jafn- væsí heimsaf lanna. Sovétríkj- imiim í hag — þróun. sem hann sagði að ..liægt væri aðltafa virk áhrif á um okkar daga með til- styrk utanrtkisstefnu" — það er að segja. án þeirrar ýktu áherzlu á hernaðarmátt. sem Greehko krafðist. Grechko hélt þvf fram. að „við VICTOR ZORZA: W;:;: m m m tm Kreml ííxí li Suslov kölluðu fram þetta uppgjör með andstöðu sinni við samningana. sem Brezhnev hafði meðferðis. þegar hann kom frá Moskvu í júní. Sovélhaukarnir gáfu í skyn. að samningarnir, einkum sá, sem var nefndur því mikilfenglega nafni samningur til þess að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld, væru einskis nýtir bréfsneplar. sem veittu enga trvggingu af nokkru tagí gegn strfði. Þessa skoðun að- hylllust margir á Vesturlöndum. En Brezhnev beindi máli sínti lil sovézku efasemdarmannanna í rieðu, sem hann hélt í Krernl skömmu eftir komuna frá Washington. „Er raunverulega hægt að van- meta þá staðreynd." spurði hann „að Bandaríkm og Sovétríkin liafa samþykkt . . . að koma í veg fyrir að kjarnorkustríð brjótist út\ei. sagði haiin. það væri „raunverulega" (ímiigulegt að vanmeta það. Brezhnev hélt því Ifka fram. að millibilsástandið milli árekstra austurs og vesturs og samvinnu austurs og vesturs væri hæg og erfið þróun, sem tæki tíma. Þetta var svar til þeirra Kreml-hauka, sem sögðu. að hann hefði komið tómhentur frá Washington og Sovétríkin ættu þess vegna aðhefjast handa um að b.vggja upp herinn, en aug- sýnilega hafði verið slakað á vfg- búnaðínum til þess að hægt væri að sýna hverju „utanríkísstefna" Brezhnevs gæti fengið áorkað. Haukunum i stjórnmálaráðinu sveið ögrun Brezhnevs svo sárt. að þeir svöruðu opinberlega i formi greinar i hermálgagninu Rauðu stjörnunni. í greíninni var svo gott sem játað og það sýndí hve umræðurnar voru nálægt því að komast upp á yfirborðið — að „ólíkar skoðanir" væru settar fram í röðum hernaðarlegra og pólitískra hugsuða Sovétrfkjanna um samningana tíl þess að koma í veg f.vrir kjarnorkustyrjöld. Játað var, að samningurinn kynni að draga úr stríðshættunni, „en", var sagt meðáherzlu. „hann jafn- gíldir ennþá ekki banni við kjarn- orkuvopnum." Það hafði heldur ekkert verið gert, að þvf er bent var á. til þess að konta til leiðar „kjarnorkuaf- vojmun" slórveldanna fimm — og þau voru öll talin upp nema Kfna. Það er skoðun hernaðarhugsuða „okkar", sagði í greininni. að svo lengi sem þetta ástand varir. svo lengi sem „árásaröfl heimsvalda- stefnu". (það er að segja Banda- ríkin) og „ýmsir ævintýramenn" (það er að segja Kfnverjar). eru lil, verða Sovétríkin að vera reidubúin að heyja stríð „með öllum ráðuin". IV grein Andropov Þetta var beinl uppgjör herfor- ingja „okkar" við þá yfirlýstu stefnu Brezhnevs að leita hófanna hjá Bandaríkjunum um afvopn- unarsamning og tilraun til þess að nota kínversku grýluna gegn henni Brezhnev svaraði rétt áður en stríðið í Miðausturlöndum brauzl út í ræðu. þar sem Itánn gerði langtum minni tilraun til þess að fela hinn harða tón kapp- ræðnanna en í ræðunni, Sem hann liélt eftir toppfundinn. Brezhnev kvaðst vera furðu lostinn af barnaskáp þeirra manna, sem héldu því fram. að samningar toppfundárins væru óviðunandi vegna þess, að með þeim tækist ekki að leysa öll ríkj- andi vandamál eins og afvopn- unarmálin og bann við kjarnorku- vopnum. Þeir hefðu haldið því frarn, að samriíngarnir hefðu aðeins leitt (il „hálfkáks", en það. sem þeir vildu í raun og veru, væri „allt eða ekkerl". En hvað gerðist ef Vesturveldin væru ekki reiðubúin til þess að þoka öllum þessum málum áleiðis. „Verðum við að sitja aðgerðar- lausir," spurði hann, „og bíða þess, að himnabrauðið detli ofan í okkur?" Hann útskyrði napurlega fyrir herforingjimuili. aðallt-eða- ekkert afstaða gæti einfaldlega ekki gengið. Hann tjáði sig hlynntan stefnu „litilla en raún- hæfra skrefa" og lýsti yfir þvf, að lækist ekki að framfylgja henni skaðaði það málstað friðarins. Brezhnev var með þessu að segja haukunum í sljórnmálaráð- inu. sem höfðu heimilað birtingu andsvarsins, að ef nauðsynlegl reyndist, væri hann reiðubúinn að lúskra á þeim fyrir opnum tjöldum. En hann hafði ekki minnzt á mál málanna, sem skaut aðeins upp kollinum i ritdeilu Pravda og Rauðu stjörnunnar. „Sovézkir hermenn vita full- vel." sagði Rauða stjarnan og bergmálaði það. sem Grechko hafði sagt tveimur árum áður, að „þeim mun öflugri senv stríðsmátl- ur og viðbúnaður sovézka herafl- ans er". þeim mun betri yrðu horfurnar á öflugum friði og horf- ur á þvi að tre.vsla í sessi og efla árangra friðsamlegrar sambúðar. Þau rök, að árangursrík utan- rfkisstefna krefðist uppbyggingar hersins var endurvakin svo að um munaði. Tónninn í greininni var allur í þeim dúr. að détente kref ð- ist frekari eflingar hernaðarmátt- ar og því færi f jarri að ntinnkandi spenna leyfði nokkra skerðingu á hermæltinum. En í greininni f Pravda. sent Georgi Arbatov skrifaði fyrir hönd Brezhnévs. var þvf enn haldið ákveðið fram. að það væri „utanríkisstefna" Sovétrfkjanna. sem hefði re.vnzt „ákaflega mikil- væg orsök" détente. Hann vísaði á bug þeim rökum haukanna. að meiri mátlur mundi tákna trygg- ari frið. „Máltur tryggir ekki frið f sjálfu sér," svaraði hann. „og því síður tr.vggir hann détente." Brezhnev varaði með.þessu hauk- ana við því, fyrir milligöngu Arbatovs, að ef þeir héldu stíft fram vfgbúnaði, mundu Banda- ríkin skjóta þeim ref fyrir rass. „Vaxandi máttur annars aðilans," ritaði hann. „gelur að lokum leilt til tilrauna til þess að b.vggja upp mátt mótaðilans, eins og alloft hefur gerzt á liðnum árurn — með öðrum orðum til hömlulausrar hernaðarlegrar togstreitu, sem leiðir af sér vopnaátök." Hvorugur aðilinn háfði unnið kappræðurnar þegar stríðið í Mi ð- austurlöndum brauzt út. Brezh- nev virtist veita belur en keppi- nautunum, að minnsta kosti í hinum opinberu ritdeilum, en ekkert benti til þess, að þeir væru reiðubúnir að gefast upp. Vissu- lega bendir sá litli árangur, sem hefur orðið í Salt-viðræðunum, til þess. að haukunum liafi tekizt að fá sínu frarn enn sem komið er í umræðunum um kjarnorkustefn- una. Stríðið hefur að Ifkindum störeflt haukana. Það gera strfð venjulega. Sú viðvörun Arbatovs, að vera megi, að þetta sé siðasla tækifæri Washington og Moskvu á næstu tíu árum til þess að komast að samkomulagi, sem báðir aðiljar geti sætt sig við, virðist |)\ í ekki. i Ijiísi allra þessara annarra vfs- bendinga. vera eins langsiitt og ýmsir vestrænir efasemdarmenn kynnu að telja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.