Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1973 Þýtur í skóginum sasr^ 5. kafli ÆVINTÝRI FROSKS „Já, þetta sagði ég þér,“ sagði rottan gröm. „Og i þokkabót ertu búinn að koma bátnum mínum fyrir kattarnef og eyðileggja þessi ágætu föt sem ég lánaði þér. Það segi ég satt, froskur, að'ég skil ekki, hvernig þér getur haldizt á nokkrum vinum.“ Froskur sá strax, hversu heimskulega hann hafði farið að ráði sinu. Hann viðurkenndi villu sina, bað rottuna innilega afsökunar og beitti fyrir sig allri sinni auðmýkt og lítillæti, sem vinir hans stóðust aldrei. „Rotturófa, ég sé, að ég er mesti þverhaus. Hér eftir skal ég vera hlýðinn og eftirlátur og ekkert gera nema með fullu samþykki þínu. Því máttu treysta." „Ef svo er,“ sagði rottan, „þá ráðlegg ég þér að setjist niður og borða kvöldverðinn, því það er orðið áliðiðog hann verður borinn fram innan skamms. Ég er líka viss um, að við getum ekkert gert, fyrr en við höfum ráðfært okkur við greifingjann og moldvörp- una, heyrt síðustu fréttir og farið að ráðum þeirra í þessu erfiða máli.“ að bora meðoddi skæranna Rötin sem synd eru og festa bandið eins og sýnt er.-l>egar snuran hefur verið fest f handleggi og fætur er hundin löng og sterk snúra á . '.jn þversnúranna. Þá þarf að fá hréfaklemmur og setja í götin á búknum og vtri götin á ÞESSI skemmtilegi jöla-sprellikarl er gerður á eftirfarandi hátt.: höndum og fótum. Bréfaklemmurnar eru beygðar — og jóla- Þú límir jólasveininn á pappa eða karton og klippir út. Svo þarf sprellikarlinn er tilbúinn. oAJonni ogcTYIanni Freysteinn eftjr Gunnarsson Jón Sveínsson þyddi Við reyndum að losa okkur, og varð úr þessu dálítil viðureign, sem þeim uppi á þiljunum þótti auðsýnilega mjög gaman að. Auðvitað biðum við ósigur og vorum brátt teknir úr bátnum og settir upp í neðsta þrepið á uppgöngu- stiganum. Þar vorum við látnir bíða dálítið. i Við stóðum nú þarna og vissum ekki okkar rjúk- andi ráð. Þá sagði ég við Manna: „Nú eru þeir búnir að handtaka okkur, Frakkarnir“. „Það er undarlegt“, sagði Manni, „að þeir skuli ráðast svona á okkur eins og þeir sýnast vera glaðir og vingjarnlegir“. „Já, ég hugsa nú líka, að þeir séu bara að gera að gamni sínu. Við skulum ekki vera neitt hræddir við Þ'U a • Nú kom liðsforingi niður til okkar. Hann tók vin- gjarnlega í hendurnar á okkur og leiddi okkur upp stigann. Við veittum enga mótstöðu, því að við fundum strax, að hann ætlaði ekki að gera okkur neitt mein. Uppi á þiljum var okkur tekið með blíðu. Alstaðar sáum við vinaleg andlit, og heilsuðum við öllum með handabandi, sem við náðum til. Liðsforinginn fór nú með okkur langa leið eftir þilfarinu. Við gengum fram hjá gljáandi fallbyssum. Þar stóðu grimmilegir verðir með brugðnum sverðum. Við fórum niður stiga og komum þar að dyrum einum miklum. Hurðin var úr gljáfægðum rauðaviði. Þar fyrir innan var skrautlegt herbergi. Allt var hér framúrskarandi fínt og fágað. Liðsforinginn lét okkur setjast við borð, sem stóð á miðju gólfi. Síðan tók hann stóra og fallega mynda- bók ofan úr skáp og lagði hana á borðið hjá okkur. — Já, gótlan daí'inn . . . þetta er Júlfus Iniktalari .. . — Ég vil gjarnan biðja for- stjórann um yfirvinnu alla næstu viku ... konan nifn er að byrja á jólahreingerninguin . . — Þegar þú ert búinn að sna*ða saumavélina, væri þá ekki heillaráð að kaupa ís- lenzk-ftals orðabók ... ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.