Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 7
MORC.UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAOUR 18. DUSEMBI'.R 197:5 7 MJÖG breyttist sambúð Breta og Rússa til batnað- ar við heimsókn sir Alec Douglas-Home utanrfkis- ráðherra til Sovétríkjanna fyrr í þessum mánuði, en sambúð ríkjanna hefur verið „köld“ undanfar- in tvö ár. Sir Alec átti vinsamlegar viðræður við Andrei Gromyko utanríkisráðherra um ástandið í Mið- Austurlöndum, öryggismál Evrópu og önnur sam- eiginleg mál, og fyrir brottförina átti hann einnig fund með Nikolai Podgorny forseta. Rússar hafa haldið Bretum í hæfilegri fjarlægð og talið þá óvinsamlegasta og ósamvinnuþýðasta vestrænna þjóða frá því brezka stjórnin sakaði 105 sovézka sendiráðsstarfsmenn um njósnastarf- semi I Bretlandi og vísaði þeim úr landi f septem- ber 1971. Kuldinn í sambúð Bretlands og Sovétríkjanna og ásakanir Sovétríkjanna í garð Breta fyrir að dragast aftur úr öðrum þjóðum, að því er varðar tilraunir til bættrar sambúðar austurs og vesturs, eiga sér þó enn eldri rætur, eða allt frá innrás Sovétríkjanna i Tékkóslóvakíu árið 1968. Tékkóslóvakía var alvarlegt áfall fyrir sambúð- ina, sem farið hafði batnandi árin á undan, og ríkisstjórnir bæði Verkamannaf lokksins og íhaldsflokksins í Bretlandi voru lengi á eftir tregar til að endurheimta traust á fyrirætlanir sovézkra yfirvalda í Evrópu. Að þvi er varðar Ihaldsflokkinn, þá efldust efasemdir hans vegna ótta við auknar aðgerðir sovézka flotans á Ind- landshafi, en þann ótta notaði núverandi ríkis- stjórn Edwards Heaths til að afsaka vopnasölu til Suður-Afríku. Smám saman komust Bretar að þvf, að þeir voru að verða einir á báti. Það var ekki aðeins, að Frakkar tækju upp nánara samband viðSovétrfk- Sir Alec Douglas-Home. in, meðal annars með því að undirrita vináttu- og samstarfssamning, heldur tóku einnig Bandarík- in og Vestur-Þýzkaland, sem áður höfðu verið ákveðnustu aðilar kalda stríðsins, aðgerast nokk- urs konar málamiðlarar fyrir bættri sambúð við Moskvu. Willy Brandt kanslari batt lokahnútinn á Ostpolitik sína með samningum við Sovétríkin, Pólland og Austur-Þýzkaland, sem svo leiddu til þess, að vesturvelin þrjú, Bretland, Bandaríkin og Frakkland, undirrituðu samninga við Sovétríkin um stöðu Vestur-Berlínar. Bandaríkin hófu viðræður við Sovétrfkin um takmörkun á dreifingu kjarnorkuvopna, og þær viðræður leiddu svo til gagnkvæmra heimsókna þeirra Nixons forseta og Brezhnevs flokksleiðtoga hvors til annars og undirritunar yfirlýsingar þeirra um leiðir til að koma í veg fyrir styrjaldir. I Evrópu leiddu þýzku samningarnir til þess, að vestrænu ríkin féllust á tillögu Rússa um að boða til öryggisráðstefnu Evrópu, og Rússar féllust á að hefja viðræður um gagnkvæma fækkun í herj- um Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbanda- lagsins í Mið-Evrópu. Þessar viðræður fara nú fram í Genf og Vín. Bretar liafa aldrei farið dult með það, að þeir höfðu litla trú á gildi öryggisráðstefnu Evrópu, því að þeir litu á hana sem áróðursbragð Rússa til að fá viðurkenningu á lögmæti yfirráða sinna yfir Austur-Evrópu. En Bretar féllust á að taka þátt í ráðstefnunni vegna þess, að þeir vildu eiga sam- leið með bandamönnum sínum, vegna þess að ráðstefnan var í beinu framhaldi af þýzku samn- ingunum, og vegna þess að þeir komust á þá skoðun, að ráðstefnan gæti ekki sfður haft áróðursgildi fyrir vestrænu ríkin en fyrir Rússa. Bretar hafa verið fastheldnastir á þá stefnu að fá Rússa til að taka upp frjálslyndari samskipti við umheiminn — með auðveldari samgangi þjóð- anna, bættu ferðafrelsi, meiri menningarskipt- um, og bættri aðstöðu fyrir fréttamenn. Rússar hafa fram að þessu verið tregir til að Dregur úr kuldanum í sambúð Breta og Rússa Eftir Robert Stephens fallast á nokkrar þess konar tilslakanir í sam- skiptum. Telja þeir, að þær yrðu upphaf erlendra afskipta af innanríkismálum þeirra. Rússar leggja hins vegar áherzlu á að hraða undirbún- ingsviðræðum öryggisráðstefnunnar.svo þær geti sem fyrst snúizt yfir I leiðtogaviðræður viðkom- andi ríkja um öryggismálin. j, Bretar eru ekki sammála Rússum um nauðsyn þess aðflýta öryggisráðstefnunni. Hins vegar eru skoðanir þessara þjóða varðandi Mið-Austurlönd mjög orðnar svipaðar. Bretar og Rússar eru sam- mála um nauðsyn þess að koma hið fyrsta á friði milli Arabaríkjanna og ísraels, byggðum á ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráð fyrir, að ísrael afhendi öll herteknu svæðin og að Arabaríkin viðurkenni sjálfstæði ísraels. Eru Bretar og Rússar báðir reiðubúnir til að leggja fram gæzlulið til að tryggja væntanleg landamæri á þessum grundvelli. Bretar, ekki síður en Frakkar, vildu gjarnan taka þátt í ráðstefnunni um fríð israels og Araba, sem hefjast á í Genf 18. desember ( í dag). Og það er þeirra álit, að Rússar hefðu ekki haft neitt við það að athuga, nema síður væri. Bandarikjamenn og israelar eru því hins vegar mótfallnir, því að þeir telja Breta og Frakka báða of hliðholla Aröbum. Rússar hafa þvi samþykkt, að ráðstefn- una sitji aðeins fulltrúar þeirra og Bandaríkjanna ásamt dr. Kurt Waldheim framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og að sjálfsögðu fulltrúum deiluaðila sjálfra. Bretar hafa sætt sig við að sitja hjá og segja nú, að aðalatriðið sé, að friðarráðstefnan geti hafizt sem fyrst, ekki hverjir sitji hana. Þeir reikna einnig með því, að þeir fái að leggja sitt tíl málanna, verði deilunni visað á ný til Öiyggis- ráðsins, þar sem bæði Bretar og Frakkar eiga fastafulltrúa. Andrei Gromyko. TILBÚNAR ELDHÚSGARDÍNUR einnig blómastores með þykkri blúndu Búðin.’Strandgötu 1, Hafnarfirði BROTAMALMAR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði Staðgreiðsla Nóatúni 27, simi 25891 HAFNARFJARÐARAPÓTEK Opið öll kvöld til kl 7, nema laugard til kl 2. Helgidaga frá kl 2—4 BÍLA BRAUTARTEPPIN er jólagjofin fyrir strákana Fást að Nokkvavogi 54. sími 34391. Sendum gegn póstkröfu HANNYRÐABÚÐIN AUGLÝSIR Margt er það í koti karls sem kóngs er ekki ra nni Hannyrðabúðin, Lmnetsstig 6, Hafnarfiði, simi 51314. VERZLIÐ í HAFNARFIRÐI Notið timann vel Úrval af handavinriu í jólapakka Góð þjónusta i rúmgóðri verzlun. Næg bilastæði Hannyrðabúðm. Linnetsstig 6, Hafnarfirði simi 51 314 BÍLAVERKSTÆÐIÐ BJARG Bjargi við Sundlaugaveg . simi 38060. Getum bætt við okkur viðgerðum fyrir iólin Bilaverkstæðið Bjarg, Bjargi við Sundlaugaveg, simi 38060 IESI0 JHergtmblabife DDGLECII HÚS & EIGNIR BANKASTR/iTI 6 m Símar 1 651 6 og 1 6637. Ibúöír óskast Hötum fjársterka kaupendur að ibúðum, sérhaeðum, og einbýlishúsum á Reykjavíkursvæði. Útborganir allt að 6 millj. _ HUS & EIGNIR BANKASTRÆTI 6 símar 16516 og 16637 Umsóknír um styrk úr Fínnska JC-sjóðnum Finnski JC-sjóðurinn er stofnaður af Junior Chamber Finnlandi og Junior Chamber Islandi með fé, sem safnað var í Finnlandi og Svíþjóð með sölu límmiða með íslenzka fánanum. Markmið sjóðsins er að styrkja skólanám unglinga frá Vestmannaeyjum á aldrinum 14—19 ára, utan Vestmannaeyja. Styrkveiting JC-sjóðsins nær til hverskonar náms, nema skyldunáms og háskólanáms. Umsækjendur geta verið aðstandendur styrkþega eða styrkþegi sjálfur. Ef styrkþegi nýtur fjárhagsaðstoðar frá fjölskyldu sinni, er styrkuriim greiddur til fjölskyldunnar. Stjórn sjóðsins skipa. Erkki Aho, Kouvola, Finnlandi, Jón E. Ragnarsson og Ólafur Stephensen, Reykjavík. Endurskoðendur eru: Rolf Zachariassen, Heilola, Finnlandi og Reynir Þorgrímsson, Kópavogi. Utfyllt umsóknareyðublöð skal senda til: Finnska JC-sjóðsins, pósthólf 579, Reykjavík. Eyðublöðin skulu hafa borist fyrir 31. Des. 1973 Skrifstofur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum og í Hafnarbúðum afhenda umsóknareyðublöð og gefa jafnframt nánari upplýsingar. fFINNSKI JC-SJ ÓÐURINN PÓSTHÓLF 579 REYKJAVlK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.