Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER1973 4 22 022- RAUÐARÁRSTÍG 31 V J BÍLALEIGA CAR RENTAL V 21190 21188 tel 14444*25555 BlLALEIGA CARRENTAL /Í5BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL 24460 í HVERJUM BÍL PIONEER ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI Bílaleiga CAB BENTAL Sendum CS* 41660 - 42902 "SKODA EÝÐIR MINNA, Sman ' tBCAH AUÐBREKKU 44-46. SlMI 42600. FERÐABÍLAR HF. Bilaleiga.— Sími81260 Fimm manna Citroen G. S. station. Fimm manna Citroen G.S. 8 — 22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjór- um)______________________ HÓPFERÐIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—SO far þega bílar. KJARTAN INGIMARSSON, sími 861 55 og 32716. STAKSTEINAR VIÐ 2. uniræðu uin fjárlaga- frumvarpið f sl. viku flutti ÍVIagnús Jónsson varaformaður Sjálfsta*ðisflokksins ræðu, þar sem hann fjallaði uin þaðgeig- vænlega ástand í efnahagsmál- um sem nú ríkir f landinu. Hér fara á eftir tveir stuttir kaflar úr ræðu Magnúsar. Gæti að lokum gert þjóðinni gagn „Þegar ég sá fjárlagafrum- varpið hér í haust. þá leitaði ég eftir einum kafla f því, sem hefði f rauninni átt að vera feitletraður, og það væru áhyggjur fjármálaráðherra yf- ir því geigvænlega ástandi f efnahagsmálum þjóðarinnar. sem hlasti við, þegar er þetta frumvarp var lagt fram. Þaðer ekki hægt að afsaka hann með þ\ í, að hann hafi, ekki vitað uin það ástand, sem var í þjóðfélag- inu þá þann verðbólgueld, sem stöðugl logaði skærar og skær- ar og er nú kominn á það stig. að það þýðir vissulega ekki að setja fram frómar óskir og góð orð um trú á land og þjóð, til þess að slökkva þann eld. Til þess þarf miklu meira. Til þess þarf gerbreytt hugarfar hjá þessum ráðherra, og rfkis- stjórninni að sjálfsögðu allri. Það var viss manndómur í því hjá fyrrverandi vinstri stjórn, þegar forsætisráðherra hennar baðst lausnar, vegna þess að ríkisstjórnin réð ekki lengur neitt við þann vanda, sem við var aðglfma. Eg get tekið undir það með Bjarna Guðnasyni, að það er vitanlega það eina, sem núverandi ríkisstjórn ætti að gera til þess að gera þjóðinni f, lok tilveru sinnar eitthvert gagn. En inér sýnist allt benda til þess, enda þótt ríkisstjórnin hafi ekki lengur meirihluta hér á alþingi til þess að fá afgreidd mál í neðri deild. að það sé ætlun hennar að sitja svo lengi sem sætt er, og lifa í samræmi við það hugarfar, sem lýst var hér er landhelgismálið var til umræðu af einum stjórnar- flokkanna, aðallt væri þóbetra en að vfkja úr ráðherrastólum." Hverri einustu krónu komið í lóg „Ríkisf jármálin eru einn allra veigamesti þáttur efna- hagsþróunarinnar, og sýna hvort stefnt er í rétta eða öfuga átt. Hér hefur að öllu levti ver- ið stefnt f öfuga átt. Það var að hefjast verðhólguþróun. þegar ríkisstjórnin tók við völdum, engu að sfður hyrjaði hún að moka út úr öllum sjóðum og eyða öllu fé sem til var. Sfðan hefur þessari stefnu d.vggilega verið framfylgt. Knda þótt að innkomnar tekjur séu nánast í stjarnfræðileguni tölum, þá hefur tekist að koma öllu f lóg. Og enda þótt fjárlögin muni nú rafalaust fara f 30 milljarða, þá lítur ekki út f.vrir að það verði nokkur vandi að koma hverri einustu krónu f lóg. Þaðer ekk- ert hugsað fyrir því að safna fé á þessum árum, sem hver ein- asta skynsöm rfkisstjórn um víða veröld mundi gera, og hef- ur gert. A þessum árum hefði samtals átt að leggja f.vrir nokkra milljarða króna, f stað þess að eyða öllu, og jafnvel afgreiða ríkishúskapinn með lialla. eins og gerl hel'ur verið þessi síðiislu ár. eða svo merri halla að það tekur því ekki að nefna þær ómerkilegu tölur, sem afgangurinn hjá rfkissjóði hefur verið. Eilíft tal um það, að þessi rfkisstjórn vilji gera allt fyrir alla, vilji byggja upp landið og framkvæma stórkostlegar félagslegar umbætur, er góðra gjalda vert, en þaö skortir skilninginn og forsendurnar fyrir því að þetta geti koinið að gagni. Þessi uppbygging og þessar félagslegu umbætur eru nánast sagt Iftilsvirði, eða kannski minna en einskis virði, ef efnahagsásland þjóðarinnar þróast á þann veg, að allt verð- ur þetta að engu.“ spurt og svarad Lesendaþjónusta □ LÍFEYRISRÉTT- INDI ALDR- AÐRA FÉLAGS- MANNA ASÍ Guðniundur Karlsson. ú'thlíð 11, sp.vr: „Árið 1969 stóð yfir kjara- deila á Islandi. Til þess að greiða fyrir lausn hennar beitti þáverandi forsætisráðherra, dr. Bjarni heitinn Benediktsson, MORGUNBLAÐSINS sér fyrir því, að ríkisstjórnin greiddi lífeyri til aldraðra með- lima stéttarfélaga innan ASÍ, samkvæmt nánari ákvæðum, og var þetta gert með tilliti til, að samkomulag var um að stofna lífeyrissjóði hjá þeim stéttarfé- lögum, þar sem þeir voru ekki fyrir, frá 1. jan. 1970. 1. Hvert er hámark þessara réttinda? 2, Koma þessi réttindi sjálf- krafa, þegar menn hætta störf- um eða þarf að sækja um þau sérstaklega? 3. Bætast þessi réttindi við þau réttindi, sem menn eiga, ef þeif hafa greitt sjálfir til líf- eyrissjöðs i ákveðinn tima?“ Guðjón Hansen Irygginga- fræðingur hjá Trvggingaslttfn- un ríkisins svarar: „1. Um eiginlegt hámark er ekki að ræða. en réttindatimi getur i hæsta lagi orðið 20 ár. Frá ársbyrjun 1974 munu- hæstu eftirlaunagreiðslur nema um 6.500 krónum á mán- uði. 2. Sækja ber um eftiriaun til lífeyrissjóðs þess, sem blutað- eigandi hefur greitt iðgjald til. Hafi hann ekki náð að greiða iðgjöld til neins lifeyrissjóðs, skal hann snúa sér tii þess líf- eyrissjóðs, sem stéttarfélag hans á aðild að. Skrifstofur eða stjórnir verkalýsfélaga niunu yfirleitt veita umsækjenduni aðstoð. 3. Greiðslur úr lífeyrissjóðum koma til frádráttar eftir laun- um, sem menn eiga rétt á sam- kvæmt lögum um eftirlaun til aldraðra félaga i stéttarfélög- um. Hins vegar fara réttindi samkvæmt Ibgunum, sem áunn- in eru eftir árslok 1969, eftir iðgjaldagreiðslum umsækjenda til lifeyrissjóðs." ORÐ í EYRA Morgunstund ÞEGAR Jakob var í iniðju kafi í morgunjassballettinum eftir nýja segulbandinu, byrjaði Volga-Volga að lesa, og maður var snöggur að svissa yfir á stórfeinglegt lystaverkið: „Þaðbar til einn morguninn, meðan feitu auðvaldskéllíng- arnar lágu enn ;í mellunni og útgerðarmennirnir, sem þræla sjómönnonum út og stela kaup- inu frá fólkinu í frystihúson- um, voru að úða f sig snúðum og vínai'bruiiðum með morgunkafnnu. að biinun ákváðu aðiaka Ul smnáráða — Vliskulum Iienda rjiima- tertum í skósmiðinn, sagði Maggi mutteríng. — Nei, vuskulum beldur sprauta flugnaeitri í kókið hjá strætómanninum, sagði Siggi súkkulaði. — Uss, strágar, ládiði eggi sona, saunglaði Linda land- plága. Þaer eggert varið í þetta. Vuskulum heldur hýrudraga kénnarana. — Hvuddninn þá, asninn þinn? spurði Boggi bölvari reið- ur. — Vuð gerum bara leyni- samníng við Tótu tölvu, svona einsog auðvaldskallarnir f ríkis- stjórninni gerðu við brezka út- gerðarauðvaldið, sem stelur fiskinum frá fátækum börnum i' Ólafsvik, sagði Linda land- plága. — — Ókei, sagði Maggi. Vuð brjótum þá bara hurðina hjá skóaranum í staðinn. — Og stelum sígarettumm frá fótboltaþjálfaranum, bætti Siggi við. Tókakið er orðið svo helvíti dýrt, að maður tali nú ekki um hassið. — Uss, þaer ekkjart varið iétta, sagði Boggi spæfdur. Akkuru að blanda Tótu tölvu i þetta? Mar getur aldrei gert neitt sjálfur, mar. Á leiðinni í skölann mættu börnin Línu lángsokk. Lína var formaður f Lángsokkahreyfíng- unni, sem börnonum þótti voða vænt um, því Lángsokkahreyf- íngin er alveg algerlega á móti leiðinlegum foreldrum, sem þykjast eiga börnin og vilja ala þau upp eins og þein sýnist, livað sem Volga-Volga Segir þeim. Og þegar Una er ekki upptekin í starfshópum eða f kafi í undii-skriftasöfnun eða að hrópa: Hér inn! Burt! eða í útvarpinu að kenna þjóðinni, hvernig hún á að haga sér, þá hefur hún stundum smátíma til að skreppa uppí Strákfólaskóia til barnanna aðkenna þeim. Og börnin urðu voða hrifin, þegar þau mættu Línu.“ (Það var sveimmér heppi- legt, að þessi spóla týndist hvorki né eyðilagðist einsog nöfnur hennar í What-er-Geit). Jakob. FLOKKSSTARF SJALFSTÆÐ- ISMANNA í HAFNARFIRÐI Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnar- firði var haldinn 29. nóv. s.l. Formaður F’ulltrúaráðsins, Páll V. Daníelsson setti fundinn og bauð nýkjörna fulltrúa vel- koinna til starfa. Jafnframt þakkaði hann þií fólki, sem lát- ið hafði af störfuin í Fulltrúa- ráðinu. Þá hað hann Oliver Stein Jóhannesson að (aka við fundarstjórn og Helgu Guð- mundsdóttur að vera fundarrit- ara. Formaður fluttí ftarlegá skýrslu um ársstarfið, er sýndi að mikiðhafði verið unniðbæði að því er snerti flokksstarfið svo og rekstur Sjálfstæðishúss- ins. Vann margt fólk mikla sjálfboðavinnu í þessum efnum, enda sýndu reikningar það, að engin laun höfðu verið greidd. Batnaði hagur flokksins því verulega á árinu. Þá ræddi formaður all ítarlega þær höf- uðbreytingar, sem gerðar höfðu verið á skipulagsreglum flokks- ins og hvatti félögin til að endurskoða lög sín og starfs- reglur meðtilliti til þes, að þær væru í samræmi við skipulags- reglurnar, Að lokum ræddí formaður um viðhorfin i bæjarstjörnar- kosningunum næsta vor og gat þess að núverandi meirihluta- flokkar í bæjarstjórn uggðu mjög um sinn hag. Og til þess að tryggja trausta stjórn bæjar- málefna væri nauðsynlegt að hefja öfluga sókn sjálfstæðis- manna til aukinna áhrifa á stjórn bæjarins. Þá voru skýrslur flokksfélaga fluttar og sýndu þær öflugt starf. I stjórn voru kosin: Páll V. Daníelsson formaður, Einar Einarsson, Jón Kr. Jóhannes- son, Sólon Sigurðsson og Sól- veig Eyjólfsdóttir. Varamenn í stjórn voru kosin: Þóra Magnúsdóttir og Pétur Auðuns- son. I húsnefnd voru kosnir: Reynir Eyjölfsson, Jön Kr. Jö- hannesson og Gunnar Davíðs- son. Endurskoðendur voru kiörn- ír: Guðmtmdur Rúnar Guð- mundsson og Kristján Loftsson. I kjördæmisráð voru kosnir: Matthías Á. Mathiesen, Eggert Páll V. Danfelsson formaður fulltrúaráðsins. Isaksson, Ólafur Tr. Einarsson, Jóhann Petersen og Stefán Jónsson. Til vara: Ilulda Sigur- jónsdóttir og Laufey Jakobs- dóttir. Formaður er sjálfkjör- inn í kjördæmisráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.