Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐ.JUDAGUR 18. DESEMBER 1973 35 Helgi Einarsson með forláta vasa úr sýrubrenndum kristal. — Ljósmynd IWbl. Ol.K.M. Flytur inn listkristal frá Feneyjum HÚSGAGNAVERZLUN Helga Einarssonar hefur nú hafið inn- flutning á Feneyjakristal í stór- um stíl, en Iistkristal 1 af þessari gerð er einn sá kunnasti f heimin- um, enda er hér um að ræða 600 ára gamla iðngrein, sem hefur verið f stöðugri þróun. Kom þetta fram á blaðamannafundi hjá verzluninni. Það hefur löngum verið sagt um Feneyjakristalinn, að hon- um f.vlgi ávallt að vera til gagns, gleði og prýði. Fyrirtækin, sem Helgi Einarsson skiptir við, eru þekktustu fyrirtækin, sem framleiða Feneyjakristalinn og bæði eru heimskunn og selja út um allan heim. Er ísland nyrsta landið, sem Feneyjakristall er seldur til. Helgi flytur m.a. inn frá eynni Murano í Feneyjum, sem í aldaraðir hefur verið kunn fyrir listmunagerð í kristal. Helgi Einarsson er eini aðilinn á íslandi/ sem flytur inn kristal frá Feneyjum. Hver einasti hlul- ur er ^lásinn og því eru engir tveir hlutir eins. Hver hlutur er sjálfstæð handavinna og á boð- stólum eru margs konar styttur úr marglitum kristal, vasar, kerta- stjakar, skálar og fleira. Þá er einnig það nýjasta í kristalgerð- inni frá Feneyjum, en það er sýrubrenndur kristall. Litasamsetningin í þessum kristal er algjört leyndarmál hvers framleiðanda. Kristalgerð- armenn annarra þjóða hafa lengi reynt að ná hinni margslungnu samsetningu Feneyjakristalsins, en ýmsum atriðum hafa þeir ekki getað náð. Verðið á þessum list- kristal frá Fbneyjum er frá 1000 kr. og upp í liðlega 20000 kr. Húsgagnaverzlun Helga Einars- sonar er að Laugavegi 168, Nóa- túnsmegin, en Helgi, sem er víð- kunnur fyrir húsgagnafram- leiðslu sína, er nú aðleggja þá iðn á hilluna, en verzlun hans mun halda áfram. FLOSI SLETTIR ÚR KLAUFUNUM „Slett úr klaufunum" heitir nýútkomin bók eftir Flosa Olafsson. I’etta er fyrsta bók Flosa, enda er hann fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið og stundar íitverk aðeins i tóm- stundum. Flosi hefur þó víða drepiðniður penna, meðal annars skrifað marga útvarps- og sjón- varpsþætti og blaðagreinar, og nú í rúmlega eitt ár haft fastan þátt í Þjóðviljanum á laugai;dögum. Þessi bók Flosa er 180 blaðsiður og myndskreytt með skop- teikningum eftir Áma Elfar. Skiptist hún i tvo höfuðþætti. „Ugluspegla”, sem eru skrum- skælingar á þvi, sem borið hefur fyrir augu og eyru í samtíðinni að undanförnu, og „Dægurþras”, þar sem höfundur fjallar um landsins gagn og nauðsynjar í þvi borslega ljósi, sem hann sér umhverfi sitt. I formála segir höfundur um sjálfan sig og bókina m.a.: „Ekki er hægt í stuttu máli að gera nokkra viðhiítandi grein fyrir hinum óvenjulega og per- sónulega stíl Ftosa Ölafssonar, sem tekið hefur sér skáldanafnið Flosi, en þó er vert að benda á hina epfsku heiðríkju, sem baðar allt í hvellbjörtu ljösi samtíðar og fortíðar og er krydduð djúpstæðri alvöru og hugljómun hins glögga rannsakara. Stíll er meitlaður, tilhöggvinn og jaðrar oft við að vera kristallaður eða útvatnaður.” Bökin er prentuð hjó Prent- smiðjunni Ilólum. en útgefandi er Ileimskringla. □ KULDAFLÍKUR í MIKLU ÚRVALI - MJÖG GÓO VERD FYRIR EKTA RÚSKINSVÖRUR. □ MAPPA LEDURJAKKAR - STÖR NÚMER. □ FÖT MED VESTI (atll. VESTIN INNIFALIN í VERÐINU OG GERIR ÞAU EKKI DÝRARI) HÖNNUD AF COLIN PORTER - MJÖ6 GÖD EFNI - VÖNDUD FRAMLEIDSLA. □ SHETLAND ULLARPEVSUR 06 VESTI - GÖÐ VERD. □ SKVRTUR, RINDI OG SLAUFUR f GEYSIMIKLU URVALI. □ STAKIR JAKKAR OG DUXUR 0.M.FL. 0JH.FL. LÆKJARGÖTU 2 SÍMI 21800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.