Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1973 Matthías Á Mathiesen: Eyðslustefnu ríkisstjómarinnar verður að setja takmörk Lækkun beinna skatta nauðsynleg og framkvæmanleg MATTHlAS A. Mathieson mælti f gær fyrir frumvarpi sjálfstæðis- manna um tekjuskatt og eignarskatt, er það var tekið til fyrstu umræðu I neðri deild Alþingis. Hér fara á eftir helstu atriðin úr ræðu þfngmannsins. VANHUGSUÐ SKATTASTEFNA Matthías A. Mathiesen rakti í fyrstu ástand skattamálanna i dag, svo og þróun og meðferð skattamála á undanförnum árum og áratugum, og sérstaklega for- ystu og afstöðu Sjálfstæðismanna. Þingmaðurinn sagði: Það er engurn vafa undirorpið, að aldrei hefur jafnmikil óánægja grafið um sig, meðal þorra skatt- greiðenda í landinu og síðan nú- verandi ríkisstjórn hóf afskipti sín af skattamálum. Strax á fyrsta þingi núv. kjör- tímabils réðust núverandi stjórn- arflokkar i breytingu á skattalög- unum, sem voru í senn vanhugs- aðar og án þess að þeir gerðu sér nokkra grein fyrir því, hvaða áhrif breytingarnar hefðu á ein- staklinga, atvinnureksturinn eða skatttekjur ríkisins í heild. Við sjálfstæðismenn snérumst gegn þessum breytingum og vör- uðum við þeim og afleiðingum þeirra, en á það var því miður ek-ki hlustað. Okkur var ljóst, að þær breytingar, sem gerðar voru hefðu í för með sér verulega aukna skattbyrði á meginþorra gjaldþegna þjóðfélagsins. Við lögðum þess í stað til, að haldið yrði áfram þeirri vel undirbúnu endurskoðun, sem fram fór á ár- inu 1969 — 1971 og frestað yrði lögfestingu á þeim breytingartil- lögum, sem fólust í frv. vinstri stjórnarinnar. Við álagningu 1972 kom í ljós, að allt, sem stjórnarandstaðan hafði sagt á þingi var rétt. Rikis- stjórnin varð að gripa til bráða- birgðalaga til þess að sliga ekki algjörlega gamla fólkið, með þeirri þungu skattbyrði, sem stjórnarflokkarnir höfðu samþ. og var aukningin um 110 — 140%, og var þar enn bætt um, þegar þau bráðabirgða lög, voru sarnþ. á Al- þingi. Þá kom i ljós, að innheimt- ur tekju- og eignarskattar fóru nær 1 milljarð fram úr áætlun 1972 og skattbyrðin jókst um rúm 20%. Enn var haldið áfram á sömu braut. Við álagningu 1973 námu tekjuskattar einstaklinga 4.678 millj. kr„ að meðtöldu 1% álagi til Byggingarsjóðs ríkisins. Við frumálagningu 1972 námu tekju- skattar einstaklinga 3.426 millj. kr. og við álagningu 1971 1.117 millj. kr. Þetta jafngildir 318,8% hækkun 1971 — 1973. Á sama tíma sem brúttótekjur framtelj- enda hækkuðu aðeins um 60%. Sömu hneigðar gætir i fjárlaga- frumvarpi því, sem Alþingi hefur nú til meðferðar. Þar er gert ráð fyrir, að tekjuskattar nemi 6.380.170 þús. kr. Þar af nema tekjuskattar einstaklinga um 5.615 millj. kr. og félaga 764 millj kr„ hvort tveggja með Byggingar- sjóðsálagi. Áfram ætla þeir að halda i sömu átt. En hver hafa viðbrögðin við þessari sefnu Verið? VIÐBRÖGÐ LAUNÞEGA- SAMTAKA Það gerist um, sem aldrei hefur áður gerzt. Launþegasamtök landsins hafa sett skattamálin á oddinn í þeirn kjarasamningum, sem fram und- an eru. Þeim sýnist nú mælirinn fullur. Aðiiar þeirra gera sér ljóst, að ekki er ástæða til að leggja hert að sér, ef ljóst er, að meiri hluti viðbótarteknanna fer i skatt, og að kauphækkanir eru lítils virði, ef þær verða aðeins til þess að þeir færast hærra upp í skattstigann og komast í hæstu skattþrepin. Reyndar eru skatt- þrepin það kröpp, að þau rerina nánast saman í eitt þrep. Þessu til stuðnings má benda á, að um 72% allra tekjuskattsgreiðenda á ár- 'inu 1973 greiddu skatt í hæsta skattþrepi, en þá er hámarks- skattur á viðbótartekjum orðinn 54,69% að meðtöldu útsvari, byggingarsjóðsálagi og kirkju- garðsgjaldi, en Viðlagasjóðsgjaldi sleppt. Viðurlögin við vinnu manna eru orðin svo þung, að ekki mun vera meiri hluti á Alþingi til stuðnings við þær álögur, seni lagðar eru til i fjárlagafrumvarp- inu fyrir 1974 og verða þvi stjórnarliðar með talnaleik þegar þeir ganga frá þeirn pappírs- fjárlögum sem þeir hugsa sér að samþykkja. Þá hefur það komið fram, að ríkisstjórnin hefur verið knúin til þess að ræða við launþegasamtökin um lækkun beinna skatta en þá gert um leið kröfu til þess að þeirri skattalækkun verði mætt með söluskattshækkun sem fari ekki inn í kaupgreiðsluvísitölu, og er grunur manna sá, að ýmislegt óviðkomandi sé ætlað að fljóta með. Sjálfstæðisflokkurinn vill með frv. þessu gera tillögur sem fela í sér lækkun tekjuskatta einstak- linga. Þær tiilögur, eru fyllilega tímabærar eins og ég hefi nú vikið að. Af hálfu Sjálfstæðis- flokksins er frumvarpið skoðað sem áfangi á þeirri leið að minnka beina skattheimtu ríkisins enn frekar. Þær breytingar, sem lagð- ar eru til, eru að okkar dónii við- ráðanlegar fyrir ríkissjóð, án alls- herjar breytingar á öllu skatta- kerfinu. 72% Í HÆSTA SKATTÞREPI Þá vék þingmaðurinn nokkuð að því, sem gerst hefur i þeim löndum, þar sem skattheimta ríkisins er orðin of hátt hlutfall af þjóðarframleiðslu að dómi skattborgarans, og benti í því til- viki á uppstokkun í dönskum stjórnmálum, nú fyrir skemmstu. Þess væru glögg merki, að þróunin í skattheimtu hér á landi siðustu tvö árin, væri á sömu leið og í Danmörku. Annað mál væri, að ríkisstjórnin ætlaði seint að ótta sig á hlutunum. „Astandið nú minnir á þær ógöngur, sem skattheimta ríkisins var komin í, þegar Viðreisnar- stjórnín tók við völdum 1960, eftir að vinstri stjórnin gafst upp vegna óðaverðbölgu. Eg gat um það áðan, að um 72% allra skatt- greiðenda greiða tekjuskatt i hæsta skattþrepi, og um 58% allra framteljenda greiða tekju- skatt á þessu ári. Arið 1959 var svo koniið, að 80% allra fram- teljenda greiddu tekjuskatt, en eftir þær breytingar, sem Við- reisnarstjórnin framkvæmdi á skattalögunum snerist þetta hlut- fall við, og árið 1960 greiddu um 20% framteljenda tekjuskatt." ÞRÓUN SKATTAMÁLA Þá vék þingmaðurinn nokkuð að þróun og meðferð skattamála á síðustu áruni og áratugum. Sagði hann, að -árið 1952 hefðu sjálf- stæðismenn flutt mjög ítarlegt frumvarp um nýja skattalöggjöf, þar sem m.a. hefði verið lagt til að tekin yrði upp sérsköttun hjóna og ákvarðaðir persónufródrættir. Þetta frumvarp hefði ekki hlotið afgreiðslu. Á þinginu 1956 og 1957 hefðu sjálfstæðismenn flutt frumvörp um sérsköttun hjóna, þar sem vís- að hefði verið til frumvarpsins frá 1952. Þau frumvörp hefðu ekki náð fram að ganga. Árið 1960 hefði svo Viðreisnar- stjórnin markað þá stefnii, að al- mennar launatekjur skyldu vera skattfrjálsar, og lögleiddur per- sónufrádráttur. Jafnframt hefði Viðreisnarstjórnin mótað sam- rærnda heildarstefnu í efnahags- málum, sem skapað hefði ólíkt meiri festu í verðlagsmálum, pen- ingamálum, skattamálum og á fleiri sviðum, en nú tiðkaðist. Engar grundvallarbreytingar hefðu svo verið gerðar á skatta- lögum fyrr en 1971, en gerðar ýmsar leiðréttingar svo sem til samræmis við kaupbreytingar, og skattstigum fækkað. I upphafi yfirstandandi kjör- tímabils hefði svo núverandi stjórn lagt frarn ný skattafrum- vörp. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hefðu sýnt fram á marg- háttaða galla þeirra, og bent á margs konar úrbætur, en við þeim hefðu stjórnarsinnar skellt skollaeyrum. Breytingartillögur sjálfstæðismanna hefðu þó sann- arlega orðið til mikiila bóta, ef náð hefðu fram að ganga. Síðan hefði ríkisstjórnin rembzt eins og rjúpan við stautinn að kreista það út úr vélunum, að allir lágtekjumenn og miðlungs- tekjumenn mundu hagnast á skattbreytingunni. I því sam- bandi hefði verið reiknað með skattvísitölu, sem ríkisstjórnin hefði búið til, 106,5 stigum. Eng- an furðaði þótt almenningur van- treysti því að þessir útreikningar hefðu verið heiðarlegir, þegarséð var, hvernig dæmið kom út í raun. Rikisstjórnin hefði síðan hækk- að vísitöluna um 28% árið eftir, sem jafngilti áætlaðri meðal- hækkun brúttótekna, — nákvæmleg eins og Sjálfstæðis- flokkurinn hafði lagt til að gert yrði viðálagningu 1972. Þá vék þingmaðurinn nokkuð að skýrslu, sem tekjuöflunar- nefnd ríkisins hefði samið fyrir ráðherra, og nýlega var birt. Sagði hann m.a. að sér virtist mega lesa það úr skýrslunni, að gert sé róð fyrir söniu heildar- skattheimtu og nú væri, miðað við þjóðartekjur og skattvisistölu fjárlagafrumvarps fýrir 1974. Nefndin gerði lítið úr því, að hlut- fallið væri hátt hér á landi, en rétt væri að átta sig á því, að það væri komið jafn hátt og það var í Danmörku 1970. Matthías Á. Mathiesen fjallaði síðan um frumvarp þeirra sjálf- stæðismanna, og sagði: FRUMVARP SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS Frumvarp þetta tekur einvörð- ungu til tekjuskatta einstaklinga, enda þótt ástæða væri til að taka skattamálin fyrir á breiðari grundvelli, Astæðan er einfald- lega sú, að gert er ráð fyrir, að breytingar skv. frumvarpinu komi til frantkvæmda strax við álagningu 1974. Ef gera á enn meiri breytingar, þarf lengri und- irbúnings- og umþóttunartíma. Það er ætið erfiðara fyrir flokk i stjórnarandstöðu að útfæra breyt- ingar en ríkisstjórnina, þar sem hún getur látið embættismanna- kerfið vinna fyrir sig. Nauðsyn þess að lækka tekju- skatt einstaklinga. hefur þegar verið rakin. Því Skal hér vikið beint að ákvæðum frumvarpsins og einstökum athugasemdum við það. Síðan sagði þingmaðurinn m.a.: „Af hálfu Sjálfstæðisflokksins er fruntvarp þetta skoðað sem áfangi á þeirri leið að minnka beina skattheimtu rikisins enn frekar. Flutningsmenn frumvarpsins telja, að sé stærra stökk tekið í einu í þessum efnurn, kalii það á gagngera breytingu á öllu skatta- kerfinu, sem tæki nokkurn um- þóttunartíma og krefðist vandlegs undirbúnings á ýmsum tæknileg- um framkvæmdaatriðum. Er þá höfð i huga upptaka virðisauka- skatts i stað söluskatts, mótun hentugs staðgreiðslukerfis og e.t.v. breyting á sjálfu tekju- skattakerfinu og tryggingakerf- inu. Við breytingu á útsvari yrði að endurskipuleggja hlutverka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Með frumvarpi þessu er stefnt að því yfirlýsta marki Sjálfstæðis- flokksins, að tekjum og eignurn hjóna beri að skipta til helminga milli þeirra, áður, en tekju- og eignarskattar eru álagðir.. Hvort heldur annað hjönanna eða bæði færa heim peningatekjur til heimilisins, þá afla þau lífs- gæða sér til handa, beint eða óbeint, í sameiningu og fyllilega að jöfnu og í flestum tilfellum njóta þau þeirra að jöfnu. Eitt er vísl, að tveir eru einstklingarnir i þessu tilfeli, miðað við aðeins einn einstakling, afli og njóti einhleypur teknanna. Sama má segja um eignir hjóna." MEIRA RÁÐSTÖFUNARFÉ Þá fjallaði Matthías nokkuð um áhrif frumvarpsins, ef það næði fram að ganga og sagði: Áhrif þessa frumvarps liggja i augum uppi. Skattborgararnir hefðu meira ráðstöfunarfé og eyðslustefnu rikisstjórnarinnar yrðu takmörk sett. Ef skattlagning 1973 hefði farið frani skv. frumvarpi þessu, hefðu tekjur rikissjóðs orðið 3.100 millj. minni en fjárlög gerðu ráð fyrir, en aðeins 1100 ntillj. minni, er í ljós kemur nú, að óætlað er að tekjur ríkissjöðs 1973 fara 2.000 millj. frant úr áætlun, og er þar tekjuskattur einstaklinga þyngst- ur á metunum. Með samræmdri stefnu í efna- hagsntálum og hagræðingu i ríkis- rekstri hefði auðveldlega verið hægt að brúa það bil með sparnaði ó vissum sviðum og ntinni framkvæmdahraða, enda mikill vinnuaflsskortur næstum allt árið, sem tvimælalaust hefur verið verðbólguvgldandi. Hvað viðvíkur fjárlagagerð núv. ríkisstjórnar almennt er það að segja, að þar er gjörsamlega hlutunum snúið við. Fyrst er settur upp óskalisti eyðslunnar, siðan byrðunum deilt á skattborgarana, hvað sem hver segir, i stað þess að gera sér í upphafi grein fyrir þvi, hversu stórt hlutfall áætlaðara þjóðar- tekna skal vera hinu opinbera til ráðstöfunar og það þá miðað við efnahagsaðstæður á hverjum tima. Kæmi í Ijós að tekjuskattur ein- staklinga skv. frv. þessu ásamt öðrum teljum rikissjóðs yrði ekki nægjanleg til þess að standa straum af fyrirhuguðum útgjöld- um fjárlaga 1974, þá hafa sjálf- stæðismenn ekki farið dult með það, að þeir telja að fremur eigi að skattleggja e.vðsluna en tekju- öflunina og minnka fjárstreymið um rikissjóð með samtengingu trj-ggingabóta og skattgreiðslu. I þessu sambandi má ekki gleyma þvi að reynslan sýnir, að lækkun beinna skatta stuðlar að betri framtölum og þar af leiðandi hlutfallslega betri skatt- heirntu hins opinbera. í niðurlagsorðum ræðu sinnar sagði Matthias Á.Mathiesenað lok- um: „Eins og kornið hefur fram í þessari framsögu, hefur hlutfalls- tala skatta og þjóðarframleiðslu stórhækkað á undanförnum tveimur árum. Fyrir utan þá auknu heildarbyrgði, sem lögð hefur verið á skattagreiðendur, Framhald á bls. 20 — BSRB Framhald af bls. 2 urn, sem síðan hefðu orðið vegna lagabre.vtinga. Samkomuiagið nú tæki til aðalatriða heijdarsamn- ingsins, en siðan væri endanlega gengið frá samninginum með samkomulagi við, hin einstöku aðildarfélög BSRB, m.a. um röð- un starfsmanna í launaflokka. Þá sagði hann, að þetta samkomulag væri á margan hátt umfangs- meira en fyrrí samningur, þar sem að það næði til tímavinnu- fólks og unglinga, en hins vegar hyrfu nú háskólamenn úr þessu samkomulagi. Aðalreglan væri 7% hækkun og þaðan af lægri f.vrir allan þorra bandalagsmanna, því að í þessum lægstu flokkum, sem mesta hækk- un fengju, væru aðeins fáir starfsmenn. Jóni taldisttil, aðalls væru um 600 manns í lægstu flokkunum, þar af um helmingur í fjórum lægstu flokkunum, er mesta hækkun fá. Jön kvaðst vilja undii'strika, að þetta nýja samkomulag yrði sett í samhengi við þróunina frá árslok- um 1970, þegar síðasti samningur var gerðuf, og til ársloka nú. Ilann minnti á, að í desember árið 1971 hefði náðst samkomulag á almenna vinnumarkaðinum um 2x4% plús 6% hækkun eða alls 14% hækkun. BSRB hafi þá gert kröfu um að fá samsvarandi hækkun en þá fékkst ekki nema 7% hækkun. „Það má þvf líta svo á, að BSRB-menn séu að fá þessa hækkun núna," sagði Jón. Þá taldi hann mikilvægt, að hafa það í huga, þegar samanburður væri gerður á samningi BSRB og hins almenna vinnumarkaðar, að hjá fyrrnefnda aðilanum væri um- samið kaup greitt kaup en á al- menna vinnumarkaðinum væri aldrei hægt að mæla launaskriðið. Sem fyrr segir gildir þetta sam- komulag frá áramótum og fram á mitt ár 1976. Að vísu má segja, að hér sé aðeins helmingur sam- komulagsins komin i höfn, því að strax eftir áramótin hefjast svo samningaviðræður um ýmsar sér- kröfur og fleira við hin einstöku aðildarfélög BSRB. A þeim að vera lokið fyrir 1. maí næstkom- andi ellegar ganga þau mál til kjaradóms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.