Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 24
24 MORGU.MBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAÍJUR 1S. DESEMBKR 197:5 Bjarni Guðmunds- son héraðslœknir Benedikt S. Bene- diktsson — Minning Að skrifa mihningargrein um starfsbróður. sem fæddur er fyrir aldamöt og braulskráður úr læknadeild Hásköla Islands á fyrsta fjórðungi þessarar aldar. er vart á færi þess, sem fæddur er þremur áratugum seinna og brautskráður sem læknir eftir miðja öld, svo örar sem allar breytingar hafa orðið. Ef eitthvað gæti gefið mér raunhæfa innsýn í líf og starf Bjarna Guðmunds- sonar, væri það, ef til vill, það, að þjiiðfélagslegur jarðvegur aida- mótanna á íslandi, hafi verið um eitlhvað likur því, sem við börn kreppuáranna spruttum upp úr. Bjarni Guðmundsson var fyrir- rennari minn í embætti á Selfossi, en hann varskipaður héraðslækn- ir f Selfosslæknishéraði 1954 og tók þá viðembætti af föðurbróður mfnum Lúðvíki Norðdal Davíðs- syni, sem látið hafði af störfum vegna vanheiisu. Það er því, ef til vill. hægt að segja, að Bjarni hafi brúað bilið á milli okkar frænd- anna. Eg átti aldrei því láni að fagna að kynnast Bjarna náið. En ég kynntist honum þó all vel. og það. el' ttl vill, betur en margir aðrir. af verkum hans og af yitnisburði sjúklinga llans. Flestir. ef ekki allir. kynntust því Bjarna á annán hátt eh ég gértði og þekktu hann. el' til vill. öðruvísi en ég Sögu heilbrigðisþjónustu Suð- urlands er að mimun dómi ekki hægl að skrá án þes's að Bjai na sé þar aðgöðu getið. Þegar Bjarni flyst frá l’atreks- firði til Selfoss 1954 er hann þvi vanastur að lækna sjúklinga sína sjálfur. enda þaulreyndur i öllum greinum heknisfræðinnar. llon- um num því liafa fundist vinnuað- staðan á Selfossi með öllu óviðun- andi. Þá er Bjarni Guðmundsson flyt- ttr úr læknisbústaðnum 195S og gerir hann að núverandi Sjúkra- húsi Selfoss, Ireld ég. að Bjarni sý.ni bezt. Iivað í honutn bjó. Það var að láta verktn tala. að flytja sig og fjölskyldu sína i leiguhús- næði úti í bæ. en gera embæltis- bústaðinn að vettvangi athafna sinna og starfs. 1 þeim embættisbústað. sem reistur var á Sell'ossi 1945. voru tvær stofur. sem heita állu sjúkrastofur og vera visir að sjúkraskýli. en voru að sjálfsiígðu algjörlega öraunlueft hugsaðar sem slikar. Tíl þess að þ;er gætu komið að notum þurfti niun meira rými. Þetta allt var Bjarna vel ljóst. og það var meira sem honum battð í hug um heilbrigðis- mál þessa landsfjórðungs. það skiljum við nú. sem kynnst höfum hei Ibrigðismálum Suðurlands. Bjarni vildi ekki biða |>ess að uj>p risi Sjúkrahús Suðurlands á Sel- fossi. Ilann gekk beint til verks. Þetta ásamt fjiilmiirgu iiðru, sem é,g hefi kynnst sem arftaki Bjarna i starfi. hefir fært mér heim sanninn um það. að dóm- greind og áræði skorti Bjarna ekki. en læknisfræðileg reynsla og þekking orkaði ekki tvima'lis. Veit ég l>á. að ég tala fyrir munn þeirra fjölmiirgu sjúklinga. sem nutil slarla hans í Selfossheknis- héraði Sem slarfsbróður þekkti ég Bjarna aðeins af verkuni lians á Selfossi. Þau veil ég að munu lifa og bera honum bezt vilni og það er iisk mín. að þau megi verða liuggun Astu konu hans.og barna. þegar litiðer til liðins tíma Selfossi 15 12. 197:). Brynleifur II. Sleingríinsson F. 26. II. 1890. I). 2. 12.1973. Laugardaginn 8. desember síð- astliðinn var Benedikt S. Bene- diktsson jarðsunginn frá Ingj- aldshólskirkju Hann hafði all- góða heilsu til hins siðasta og bar andlát hans bráðar að en við var búizt. Benedikt fæddist á Patreksfirði 26. 11. 1890 og ölsl þar upp. For- eldrar hans voru hjónin Benedikt Sigurðsson skipstjóri og Elín Sveinbjarnardóttir. Ilann var elztur 11 systkina og hefur því fljótt orðiðaðtaka til hendinni til hjálpar heimilinu. Aiið 1911 settist bann í Verzl- unarskólann og lauk prófi þaðan 1913. Verzlúnarstörf hóf liann 1914 og stundaði þau allt lil 1960. en frá 1932 rak hann eigin verzlun á Ilellissandi Með Benediki er genginn síð- asti faktorinn á Islandi. en svo voru verzíunarstjórar dönsku kaupmannanna hér á landi nefnd- ir. Hann var í þjónustu Tang & Riis verzlunarinnar á Hellissandi frá 1926. er hann fluttist þangað. og þar til hann stofnsetti sfna eigin verzlun f erfiðri saink -ppni við nýstofnað kaupfélag á llelli>- sandi. Það var byggðin á Ilellissandi og nágrenni. sem lengst natit s.urfskrafta Benedikts. en þar lifði hann og starfaði allt til 1972. er hann fluttisl á Ilrafnistu og átti þar rólegt ævikvöld. Benedikt lét allmjög að sér kveða unt málefni sveitar sinnar og lagði öllum góðum málum lið. Hann var einstakur áhugámaður um slysavarnarmál. átti mikinn þáll í stofnun slysavarnadeildar- innar Bjargar á Ilellissandi og f stjörn hennar í 40 ár. llann var heiðufsfélagi Slysavarnafélags Is- lands. Þá liafði Benedikl for- giingu um byggdngu sundlaugar á Ilellissandi. Það var ilm 1950. sem sundlaugin var byggð. og var það ein fyrsta sundlaug á Snæfells- nesi. Þá studdi hann dyggilega byggingu hafnar og hraðfrysli- húss á Ilellissandi. Ilann sat f hrei>psnefnd Xeshrepps utan Ennis um tíma og var fulltrúi sveilar sinnar í sýslunefnd í fjölda ára. Ef til.vill var kærasta viðfangs- efni Benedikts um dagana hans stóri þáttur í stofnun og starfsemi Sparisjóðs Hellissands og ná- grennis. en Benedikt var formað- ur stjörnar sparisjóðsins og spari- sjóðsstjiiri frá stofnun sjóðsins 1947 til 1972. er heilsan tók að bila. enda var hann þá koimnn yfir átlfælt. Benedikt skildi þörf byggðarlagsins fyrir slíka sofnun og sljómaði henni af einstakri samvizkusemi. Sá. sem þessar línur ritar. var svo lánsamur að taka yið rekslri sparisjóðsins úr hiindum Bene- dikts. Iíg get ekki stilll mig um að geta þess. að í fjárhirzlu sj)ari- sjiiðsins lá umslag með rúmlega 700,00 kr, sem safnazt hiifðu þessi 25 ár sem nokkurs konar mistalningsfé. Þetta sýnir vel lleiðarleika og nákvæmni Bene- dikts. sem einkenndu iill stiirf hans um dagana Benedikt naut ;illa tíð aðsloðar Guðmundar Ein- arssonar í starfi sínu við spari- sjóðinn. en Guðmundur var einn aðalhvatamaður að slofnun hans og sat í stjórn hans frá upphafi til 1971. Eg vil í nafni Sparisjiiðs Ilellis- sands og reyndar byggðarlagsins alls þakka Benedikt fyrir hans mikla þátt í stofnun og starfsemi þessarar þiirfu stofnunar. Benedikt kvæntist árið 1918 Geirþrúði Kristjánsdöttur, ætt- aðri frá Olafsvík. Þeim varð þriggja barna auðið. sem iill lifa foreldra sína, en Geirþrúður er látin fyrir allmörgum árum. Benedikl átti það til að vera hrjúfur í framkomu. satt var það. en við nánari kynni fannst rnanni þetta aðeins skemmtilegur þáttur i sérstæðum persónuleika. ná- tengdur hans einstæðu orð- heppni. sem hann var þekktur fyrir. N'áungakærleikurinii var Benedikl í blöð borinn og hefur döttir hans tjáð ntér. að ánægju- legt hafi verið að taka þátt í gleði hans yfir því aðgleðja fálæka og lítils megandi á jólum og við önn- ur lækifæri. Því miður átti ég ekki því láni að fagna að vera lengi samferða Benedikt, en ég er þakklátur fyrir að hafa kynnzt sönnum heiðurs- manni úr röðum þeirrar kynslöð- ar. sem nti er öðum að hverfa. manm. sem leit i'ign víðar en Framhald á bls.20 t Útför. BJARNFRÍÐAR EINARSDÓTTUR, fyrrverandi Ijósmóður, frá Norður-Gröf, fer fram frá Mosfellskirkju 20 des. kl. 2 e.h. Bílferð verður frá Safamýri 48 kl. 1 Aðstandendur. t Amma okkar HERDÍS HUPFELDT andaðist í Odense, Danmörku. 14. desember. Jarðarförin fer fram, miðvikudaginn 19 desemberfrá Ðalumkirkju, Odense. Guðrún og Herdis Hupfeldt. t Útför eiginkonu minnar, GUÐNÝJAREYJÓLFSDÓTTUR, Bergstaðastræti 31 A, fer fram frá Stokkseyrarkirkju 1 9 des kl 1 30 Ottó Bjarnason. t Móðir okkar SOFFÍA BJÖRNSDÓTTIR Hagamel 27 andaðist í Landspitalanum laugardaginn 15 desember Útförin fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 2 1 desember kl 1 3.30. Björn Helgason Helga Sigríður Helgadóttir Gunnlaugur Pétur Helgason t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir GUNNARJONSSON, lögmaður Kvisthaga 16. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 1 9, desember kl 1.30. Fyrir hönd barna, tengdasonar, barnabarna og systra hins iátna Aðalheiður Sigurðardóttir. t Systir mín MARGRÉT PÁLSDÓTTIR Bjarnarstíg 6 verður jarðsett frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. des kl. 15. F.h vandamanna Páll Pálsson Hnífsdal. t Fósturmóðir okkar og systir, GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Fré Kornsá. andaðist að heimili sinu, Reykjamörk 15. Hveragerði, laugardagmn 15 desember. Sigrún Þormóðs, Nanna Þormóðs, Þráinn Sigurðsson, Sigríður Björnsdóttir. t Útför eiginmanns míns HARALDAR KRISTMANNSSONAR Vesturgötu 24 fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 20 des kl 13.30 Blóm vinsamlegast afþökkuð Fyrir mina hönd og annarra vandamanna Jóna Þorleifsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ESTER HELGA ÓLAFSDÓTTIR, lézt 16 desember i Landspitalanum Fyrir hönd vandamanna. Lára Sigurðardóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir BJARNI GUDMUNDSSON læknir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni kl 1 3 30 þriðjudaginn 18 þ m Asta Magnúsdóttir Hildur Bjarnadóttir Sigurður Jónasson Sigríður Bjarnadóttir Sveinn Þorvaldsson Guðmundur Bjarnason Erla Jónsdóttir Þóra Bjarnadóttir Sævar Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.