Morgunblaðið - 18.12.1973, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. DKSEMBER 1973
Séra
Björn Jónsson:
Fólk án fata
í VERÖLDIN
SÉÐ FRÁ
Hilmar Jónsson
KEFLAVIK i
Á ÁRUNUM |
1958 — 1973 J
I
UNDIR ofangreindum titli hefur
ílilmar Jónsson rithöfundur og
bókavörður í Keflavik sent frá sér
nýja bók á þessu hausti. Er þetta
6. bók Hilmars. Sú fyrsía, Nýjar
hugvékjur, kom út 1955, Rismál,
1964, ísraelsmenn og íslendingar,
1965, Foringjar falla, 1967 og
Kannski verðurþú.. . ., 1970.
Þessari nvju bók, Fólki án fata,
skiptir höfundur í fjóra megin-
kafla, er hann nefnir: Á Suður-
nesjum, I bókasafni, Meðai rithöf-
unda og Hugleiðingu á sumar-
ferðalagi. Er fyrsti kaflínn. Á
Suðurnesjum. þeirra lengstur.
Eins og gefur að skilja kemur
höfundur víða við í hugleiðingum
sínum. En svo sem titill bókar-
innai- gefur til kynna, þá ber mest
á ýmsum myndum samborgara og
samtíðarmanna, sem brugðið er
upp, oft á léttan og gamansaman
hátt, en þó þannig, að ýmis
persónueinkenni koma furðu
skýrt í ljós, þótt stundum sé að-
eins um örfáa drætti að ræða.
Fyrstu persónurnar, sem birtast í
sviðsljósinu, eru Framnessystur,
þær Guðlaug og Jónína Guðjóns-
dætur, sem öllum Keflvíkingum
eru að góðu'kunnar fyrir þeirra
mikla og giftudrjúga þátt í þágu
félagsmála í Keflavfk. Fer vissu-
lega vel á þu að leiða þær fyrstar
fram á sviðið og veita þeim verð-
skuldaða viðurkenningu, ekki sízt
þegar haft er í huga að bíndindís
hugsjónin gengur eins og rauður
þráður í gegnum alla bókina. En
saga bindíndismálsins á tslandi
verður ekki skráð án þess að
minnast Framnéssystra, svo mjög
sem þær hafa verið virkar á vett-
vangnum þeim.
Þá er skýrt og skemmtilega
dregin myndin af Guðmundi
Magnússyni húsverði fþróttahúss
barnaskólans. Hin sérstæða frá-
sagnargáfa hans nýtur sín vel. En
eins og þeir, sem til þekkja, vita,
þá er hann hafsjór af fróðleik frá
fyrri tímum og kímnisögurnar
hans ösviknar.
Einn þeirra Keflvíkinga, sem
öðrum fremur hafa sett svip á
bæinn áliðnum áratugumer Helgi
S. Jónsson. Hilmar og Helgi hafa
lengst af verið litlir vinir og oft
flogið harðar hnútur þeirra f
milli, einkum í sambandi viðólika
afstöðu þeirra til bindindismála.
Báðir eiga þeir sæti í byggða-
safnsnefnd og mun Helgi vera þar
í formannssæti. Eitt sinn, þegar
hann boðaði til fundar eftir langt
hlé, lítur Sveinn Jónsson þáver-
andi bæjarstjóri inn í fundarher-
bergið í upphafi fundar. Vaið þá
Ilelga að orði: „Þetta er allt f lagi,
Sveinn minn. Við Hilmar erum
farnír að tala saman."
Það vrði alltof langt mál, ef
minnast ætti margra þeirra
mynda, sem höfundur dregur upp
í bók sinni. Ekki get ég þó stillt
mig um að benda á kaflann um
Danival heitinn Danivalsson.
Hann var um margt sérstæður
persónuleiki, framsóknarmaður
af lífi og sál. Fjallar kaflinn ein-
mitt um „herferð", sem Danival
stóð fyrir í þeim tilgangi að
„hleypa upp fundi hjá kommum".
Það tókst með furðulegu brauki
og bramli, er Danival stjórnaði af
þeirri pólitísku „hernaðarlist",
sem honum var svo einstaklega
lagin.
Þá er það kaflinn um Erling
Jónsson handavinnukennara, sem
að mínu áliti er sérstaklega at-
hyglisverður. Að vfsu kann ég
ekki við Jesú-nafnið, sem höf-
undur segir, að Erlingur hafi oft
verið nefndur á fyrri árum og
aldrei bar það fyrir mín eyru. En
hugsjónamaðurinn Erlingur Jóns-
son stendur ljóslifandi f.vrir aug-
um lesandans. Baráttugleði hans
og óbilandi þrautseigju, t.d. í sam-
bandi við „Baðstofuna", það stór-
merka fyrirtæki, sem hann barð-
ist fyrir og kom á fót í Keflavík,
verður að mfnu viti vart betur
lýst f fáum en skýrum dráttum.
Allmiklu rúmi bókarinnar
helgar höfundur keflvískri stjórn-
málabaráttu. Er þar komið vfða
\ið og margra einstaklinga getið.
Vafalaust hittir höfu.idur þar,
eíns og endranær, naglann oft
býsna vel á höfuðið, en þar sem
undirritaður er næsta fákænn á
vettvangi hins pólitíska vígvallar,
þá telur hann hyggilegast að leiða
hjá sér að fara nánar út í þá
sálma. Þó má geta þess, að f niður-
lagi kafla, sem höfundur nefnir
„þrístirnið" f keflvískum stjórn-
málum, kemst hann svo að orði:
„Niðurstaða þessara hugleiðinga
um þrjá rnerka leiðtoga byggðai-
lagsins verður kan(4ki sú, að
þegar á allt sé litið, nafi ágrein-
ingur þeirra ekki verið eins mikill
og þeir vildu sjálfir vera láta.
Allir hafa þeir skilað miklu dags-
verki, sem hin unga kynslóð hlýt-
ur að þakka og meta að verðleik-
um."
Þarna er vel og drengilega að
orði komizt.
í kaflanum, sem nefnist ,,í
bókasafni", segir höfundur frá
starfsreynslu sinni og fléttar þar
inn í samskipti sín bæði við menn
og málleysingja, sbr. kattarævin-
týrið, sem skyggði á gleðina yfir
nýfæddri dóttúr. Þar koma einnig
við sögu þjóðkunnir rithöfundar
eins og Kristmann Guðmundsson
og Guðmundur G. Hagalín.
Vei gæti ég trúað, að kaflinn
„Meðal rithöfunda" ætti eftir að
valda nokkrum úlfaþyt. Þar gerist
höfundur allhvassyrtur og sýnir
miskunnarlaust eitt og annað.
sem gerzt hefir að tjaldabaki í
röðum starfsbræðra hans.einkum
á vettvangi félagsmála. Fer hann
hörðum orðum um klíkuskap og
einstefnu, sem hann telur, að þar
hafi gíðtt langtum meira en góðu
hófi gegnir.
Undir lokin, eða í kaflanum
„Hugleiðing á sumarferðalagi"
slær höfundur af og rifar seglin.
Þar segir frá ferð til bernsku-
stöðvanna, austur í Jökulsárhlíð.
í þessum þætti kemur fram ný og
að mörgu leyti áður ókunn hlið á
Hilmari Jónssyni sem rithöfundi.
Hinn vígreifi og sókndjarfi bar-
dagamaður hverfur f skuggann,
þegar gengið er á vit hinna liðnu
bernskudaga austur þar. Eigi að
síður eru þar eins og endranær í
bókinni dregnar upp nokkrar
minnisstæðar myndir af fólki þar
eystra, bæði lifs og liðnu. En
blærinn er annar. Þar fara saman
mildi og mýkt, sem lyfta þessum
lokakafla upp í öndvegissætið.
Að öllu samanlögðu tel ég þessa
bók þá beztu, sem frá Hihnars
hendi hefir komið. Þótt ég hafi að
mestu leyti dvalizt við þau atriði,
sem ég tel jákvæðust, þá má samt
enginn fmynda sér, að hér sé um
gallalaust verk að ræða. T.d. tel
ég frásögninni af málaferlum höf-
undar við Alfreð Gfslason bæjar-
fógeta algjörlega ofaukið, enda
þar um margtuggið efni að ræða,
svo nefnt sé aðeins eitt atriði.
En kostirnir eru óumdeilanlega
yfirgnæfandi. Og þó að hér sé
ekki um sagnfræði að ræða, þá er
það sannfæring mín, aðí framtíð-
ínni verði „Fólk án fata", þakk-
samlega lesin af þeim, sem vilja'
kynna sérlíf og lífsviðhorf þeirra,
sem lifðu og störfuðu f Keflavík á
þeím árum, sem bókin næryfir.
Bókin er prentuð í Grágás s.f. í
Keflavík. Nokkrar teikningar
eftir unga Suðurnesjamenn, þá
Þorstein Eggertsson og Magnús
Gíslason, prýða hana. Kápumynd
er af málverki eftir Áka Granz og
virðist mér hún falla mjög vel að
efni bókarinnar. Allur ytri frá-
gangur er mjög góður ög prent-
villur tiltölulega fáar og mein-
lausar.
Hér er um að ræða sérstæða
bók í íslenzkum bókmenntaheimi,
nýstárlega bók, sem marga fýsir
áreiðanlega að lesa, skemmtilega
bók, sem fáir leggja frá sér fyfr
en aðlestri loknum.
Það sefur
í djúpinu
Ný bók eftir
Guðberg Bergs-
son
Helgafell hefur gefið út nýja
bók eftir Guðberg Bergsson, Það
sefur í djúpinu.
Bókin er 159 bls. að stærð. Á
bókarkápu segir forlagið m.a.:
„Þessi saga mun vekja ýmsum
skelfingu vegna hins nakta, grófa
lífs.sem hún sýnir. Það, sem áður
hét bersögli i bókmenntum, nær
ekki yfir orðfæri sögunnar né at-
höfn. Blygðunarsamt fólk, sem ef
til vill á erfitt með að greina list
frá velsæmi, ætti ekki að lesa
þessa bók nemaf laumi."
Þar meðhefur Mbl. komið þeim
upplýsingum á framfæri. Þá segir
ennfremur: „Sagan er natúralist-
ísk og höfundur predikar ekki, en
lætur söguna sýna það, sem hann
vill segja. Undantekning er áein-
um stað, sem ef til vill skýrir
sjónarmið hans í fáum orðum.
Sögupersónan Anna, sem les-
endur Guðbergs hafa kynnzt áð-
ur, segir: „Ef ég skrifaði bók um
lífið hérna, . . . þá mundi víst
enginn trúa henni. Hún yrði köll-
uð sóðaskapur og siðleýsi. Það
fólk, sem lifir hér trúir ekki Iíf-
inu, vegna þess að það vill ekki
kalla þaðsóðaskap og siðleysi .. .“
Það er jafn óhugsandi að bókin
geti orkað siðspillandi á nokkurn
mann og að nokkur vilji taka líf
hennar yfirleitt sér til fyrirmynd-
ar.. .“
Morgunverður
Hafragrautur m. rúsínum,
gróft brauðog hveitíbrauð
m. ostí og ávaxtamauki,
te. kaffi og mjólk,
1/2 epli.
Matseðlarnir í þessarí viku, eru
miðaðir við jólaannirnar og að
litlum tíma sé varið til elda-
mennsku. Það ber meira á físk-
mtíti þessa \ikuna, en ella
mundi vera, þar sem mikil kjöt-
hátíðer í næstu viku.
Alánudagur
Fiskur soðinn á
pönnu. hrátt salat,
II rí sgr jó na vel 1 in g ur
m/eplum.
Þriðjudagur
Kjötdeig í formi
m. grænmetisjafningi.
Sætsúpa m. tvíbökum.
Miðvikudagur
Steikt slátur,
gulrófustappa, hrátl salat
Ávaxtagrautur.
Fimmtudagur.
Fiskur i móti,
( sjá uppskrift) soðinn í sósu,
hrátt salat.
Afg. ávaxtagrautur.
Föstudagur
Kjötsúpa.
Laugardagur
Soðinn fiskur m.
rófum og gulrótum.
Skyr.
Sunnudagur
Soðin skata eða
saltfiskur,
hrátt salat.
Sftrónusúpa jöfnuð
m. eggi. (sjá uppskrift)
Fiskur í móti
soðinn í sósu.
500 g fiskflök,
1 tsk. sall.
tómatsósa,
rifinn ostur ef vili.
Haustsalat
epli,
6 valhnetur,
1 dl rjómi,
1 tsk. sinnep.
sitrónusafi, salt, sykur.
Rífið eplin, saxið hneturnar og
blandið saman við stífþeyttan
rjómann. Setjið krvdd eftir
smekk. Þetta salat mætti vel
nota um jólin.
Tómatsósa.
15—20 g smjörlíki,
20 g hveiti,
24 dl soð + tómatkraftur
Gerið sósuna þykkari með
smjörbollujafningi eða uppbök-
uðum jafningi. Tómatkraftur
látínn út í. Örlítið af rifnum
lauk látið út í.
Aðferð við fisk
Roðflettið fiskflakið, skerið það
i bíta. Leggið bitana í smurt
eldfast mót. Stráið salti yfir.
Hellið sósu yfir og stráið rifn-
um osti yfir. Látið í ofn í 30
mfn. við 200°C.
Hvftkálssalat m. appelsfnu
150—200 g hvítkál,
1 appelsína,
2—3 tsk. púðursykur.
Kál rífið niður.
Appelsína skorin í bita.
ÖHu blandaðsaman
ásamt sykrinúm.
Sítrónusúpa
2 sítrónur,
l‘í-1 vatn,
1 msk. kartöflumjöl
2 eggjarauður,
175 g sykur.
Þvoið sftrónurnar, og flysjið
aðra þeirra. Sjóðið flysjunginn
i vatninu um 5 mín., og takið
það upp úr pottinum. Hrærið
kartöflumjölið útf með dálitlu
af köldu vatni. Hellið þvf í súp-
una, látið suðuna koma upp, og
takiðpottinn af hellunni. Hrær-
ið vel sarnan eggjarauður,
sykur og sítrónusafa úr báðum
sítrónunum. Hellið þvf síðan út
í súpuna. Þeytið vel f á meðan.
Ýmislegt um salöt
Salöt éru mjög ljúffeng með
ýmsum mat. Þau eru frísk á
bragðið og auka matarlystina.
Þau má t.d. búa til úr kjöti,
fiski, skeldýrum og grænmeti.
Það er hægt að búa þau til úr 1
tegund eða blanda saman fleiri
tegundum. Salat er aldrei haft
sem aðalréttur, þau eru höfð
sem 1. réttur, milliréttur og
ofan á brauð. Salöt eru alltaf
borin fram köld. (Kartöflusalat
er þó undantekning). Flest
salöt eru blönduð með ein-
hverri sósu. Salöt eru ýmist
klippt, rifin, eða skorin.
Athuga þarf, til að fá góð salöt:
að hráefnið sé nýtt, ferskt og
óskemmt,
að jurtirnar séu þvegnar og
hreinsaðar úr kiildu vatni,
að búa þau ekki til, fyrr en rétt
áður en þau eru borin fram,
og búa þá til hæfilega mikið
fyrir hverja máltíð, því að við
geymslu fellur það, og missir
sinn sérkennilega ferska keim.
Matargerð r • a •
SJÓNVARPS
KOKKURINN i sjonvarpi
JÓLARJÚPAN 9 rjúpur (daefloð fyrir 6) SÓSAN A miðvikudaginn kemur
3 pelor rjúpnosoð verður þátturinn „Kiunkað á
’A peli rjóm'i smjörbollo: 75 g smjörl 75 g hveiti skjáinn“ í sjónvarpinu. Þar
Brogðbmtt með gröðosti — hindberjohloupi — kjötkrofti verður sýnikennsla f mat-
og solti reiðslu og bakstri, — og auðvit-
WALOORF SALAT: að er það jólamaturinn, sem er
200 g moyonoise á dagskrá.
1 tll þeyttwr rjómi 200 g selkwy ! Til þess að auðvelda þeim.
200 g epli hneful»W»r«i — soxoður eðo mulinn sem búa úti á landi og fá Morg- unblaðið ekki f hendur sam-
Kokkurinn cr Korl Finnbogoson dægurs, að notfæra sér þessa
sýnikennslu, birtum við upp- skriftir aðgóðgætinu f dag: