Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.1973, Blaðsíða 6
6 MORttt’XBi/ADi♦): ÞRHMFtfcWtMttH.'ORSRM«KR 1973...... DMCBÖK í dag er þriðjudagurinn 48. desember, 352. dagur ársins 1973 Eftir lifa 13 dagar. Árdegisháflæði er kl. 00.59, síðdegisháflæði kl 13.28. En er vér erum börn. þá erum vér líka erfingjar, og það erfingjar Guðs, samarfar Krists; því vér líðum með honum, til þess að við verðum einnig vegsamlegir með honum. Því að ég hygg, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast. (Rómverjabréfið, 8.17—18). Þann 24. nóvember gaf séra Bragi Friðriksson saman í hjóna- band í Kálfatjarnarkirkju Mar- gréti Asgeirsdóltur og .Jón Mar (iuðmundsson. Heimili þeirra verður að Aragerði 17. V/igiun (I jósmyndast. Suðurnesia > Þann 3. nóvember gaf séra Oskar J. Þorláksson saman f hjónaband í Dómkirkjunni Ingi- bjiirgu Sveinbjörnsdóttur og Gunnar Skúlason. Heimili þeirra verður aðSléttuvegi 6. Selfossi. ( Ljósmyndast. Þóris). Vikuna 14. — 20. desember er kvöld-, nætur- og helgidagavarzla lyfjabúða i Reykjavík í Iðunnar- apóteki og Garðsapóteki. Nætur- varzlan er í Iðunnarapóteki. Læknastofur eru lokaðar á laugardögum og helgidögum, en læknir er til viðtals í göngudeild Landspítalans í síma 21230. Almennar upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu í | Reykjavík eru gefnar í símsvara ■ 18888. Mænusóttarbóiusetning fyrir fullorðna fer fram í Heilsu- verndarstöðinni á mánudögum kl. 17.00—18.00. Vaktmaður hjá Kópavogsbæ — bilanasími 41575 (símsvan). Tannlæknavakt er f Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla laugárdaga og sunnudaga kl. 17—18. Sími 22411. BLÖB 0G TlMARIT Úlfljótur. blað laganema. 4. tbl. 26. árgangs, er kominn út og er efni hans m.a. verðlaunaritgerð Steingríms Gauts Kristjánssonar héraðsdómara um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna og greinar eftir Þór Viihjálmsson prófessor um samband stjórn- málamanna og embættismanna í litlu þjóðfélagi, llörð Einarsson hrl. um fébótaábyrgð fasteignar- eiganda á búnaði hennar og Jöna- tan Þórmundsson prófessor um mútur. Barnablaðið. kristilegt blað fyr- ir börn og unglinga, 3. tbl. 36. árg. er komið út. I blaðinu eru sögur. vers og annaðefni viðhæfi barna og unglinga. Hlynur, 11. tbl. 21. árg. er kom- inn út. Útgefendur eru S.Í.S.. Starfsmannafélag S.l.S. og Félag kaupfélagsstjóra. í ritinu er efni um samvinnumál hér og erlendis, grein urn atvinnuskiptingu. or- lofsbúðir l.fl. Munið jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar að Njálsgötu 3. — Opið frá kl. 10—6. | SÖFiMIIM Myndasafn Einars Jónsson- ar verður lokað vegna viðgerða fyrst urn sinn. Faldafeykir Eldsnemma i morgun kom Faldafeykir. Igamla daga gekk allt kvenfólk i pilsum. og þá var það eftirlætisiðja Faldafeykis að stríða kvensunum með því að blása á þær. Hann blés svo fast, að „faldarnir lyftust og sfðpilsin sviptust", og þá var nú Faldafeyki dillað. \’ú skemmtir hann sér ekki eins vel og áður. vegna þess að nú er flest kven- fölk farið að vera í sfðbuxum. nema þegar það hefur mest við. Annars eru jólasveinarnir svo vanafastír. að þeim gengur illa að laga sig að breyttum aðstæðum Þess vegna hefur Faldafeykir ekkert hætt að blása. en nú blæs hann aðallega út í loftið svo að bræður hans eru farnir að halda. aðhann sé meira en lítið skrýtinn. | IMÝIR BORGAHAR A Fæðingarheimili Reykja- víkur fæddist: Steinunni Skúladóttur og Guðna Erlendssyni, Re\nimel 72. Re'ykjavík. sonur þann 8. desem- ber. Ilann vó rúmar 12 merkur og var48 sm að lengd. Guðrúnu Sigurborgu Viggós- dóttur og Jóhanni Ólafssyni. Mel- gerði 17, Kópavogi. dóttur. þann 8. desember. Hún vó rúmar 13 merkur og var 50-sm að lengd. Guðfinnu Kjartansdóttur og Uag bj art i S ig ur b ran dssy ni, Dvergabakka 8. Reykjavík, sonur, þann 9. desember. Ilann vó tæpar 16 merkur og var 51 sm að lengd. Kristfnu Benediktsdóttur og Friðjóni Sæmundssyni, Gullteigi 29. Reykjavík. dóttir, þann 9. desember. Hún vó tæpar 16 mei-kur og var 53 sm að lengd. MUNIÐ JÓLASÖFNUN MÆÐRASTYRKS- NEFNDAR NJALSGÖTU 3. Ast er ....að vefja honum um fingur þér, án þess að hann taki eftir því LÁRÉTT: 1. henda 6. ben 8. af- dráttarlaus 11. vafa 12. titill 13. klaki 15. forskeyti 16. hvílist 18. berjum LÓÐRÉTT: 2. ílát 3. maður 4. kögur 5. ógæfa 7. reyktum 9. skammstöfun 10. klukku 14. útlæg 16. 2 eins 17. skammstöfun Lausn á síðustu krossgátu LÁRÉTT: 1. malur 5. áls Í. nögl 9. si 10. ilsigið 12.XX 13. nesi 14 ónslö. eitla LÓÐRÉTT: 1. menínu 2. lags 3. ullinni 4. RS 6. sfðina 8. öln 9. sís 11. gest 14. ÓE. FRÉTTIR K.F.l'.K. heldur jólafund sinn í kvöld kl. 20.30 að Amtmannsstíg 2. 1 SÁ IMÆSTBE5T1 ~ Fyrirsögn í dönsku blaði: Lfk fannst í Nýhöfninni — var á ferðalagi. Þann 3. nóvember gaf séra llall- dór S. Gröndal saman í hjónaband í Frfkirkjunni Sígrúnu Harðar- dóttur og Steinþór Magnússon. Heimili þeirra verður að Mýrar- holti 8, Ólafsvík. (Ljiismyndast. Þóris). Þann 10. növember gaf séra Bjarni Sigurðsson saman í hjóna- band í Lágafellskirkju Hjördísi Guðmundsdóttur og Þórð Ilauks- son Heimíli þeirra verður að Merkjateigi 2. Mosfellssveit. ( Ljcismyndast. Þóns). Jóla- getraun barnanna I þessum fimmta þætti jólagetraunarinnar, á eins og í fyrri þáttum að tnerkja við, hver eftirfarandi texta á við myndina. a) Nú ætla ég að muna aðsenda jólapóstinn á réttum tíma. b) Sérðu ekki, að þaðstendur, að reykingar eru bannaðar. c) Ef ég ekki f æ stóra og fullkomna Járnbrautarlest, þá sleppi ég. Þegar þið svo hafið fengið alla þættina átta. þá sendið þið okkur getraunaseðlana merkta. Svörin eru létt, en sá sem heppnastur er fær skauta ásamt skóm f verðlaun. Getrauninni lýkur eftir þrjá daga og síðan er gefin viku skilafrestur. Munið, við viljuni fá alla seðlana í einu, en ekki jafnóðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.