Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 Banaslys á Dalvík Dalvík, 2. jan. ÞAÐ hörmulega slys varð á Dal- vík sl. laugardag, að þriggja ára gömul stúlka, Gunnhildur Lilja Eiríksdóttir, varð undir mjólkur- bíl og beið bana samstundi-s. Stúlkan var að renna sér á þotu- sleða og lenti undir bílnum, þar sem hann var á hægri ferð í brekkunni fyrir framan sam- komuhúsíð. Bílstjórinn varð einskis var fyrr en slysið var orð- ið. Foreldrar Gunnhildar Lilju eru Erla Gunnarsdóttir og Eirík- ur Ágústsson, Dalvík. — Sæmundur Tónlistarverðlaunum Þjóðhátíðar- nefndar skipt milli 2ja höfunda „Tilbreytni” eftir Herbert H. Ágústsson og „Ellefu hugleiðingar um landnám” eftir Jónas Tómasson frumflutt á Þingvöllum næsta sumar DOMNEFND um hljómsveitar- verk til flutnings við hátíða- höld á 1100 ára afmæli tslands- byggðar hefur skilað áliti til Þjóðhátíðarnefndar 1974. Úr- skurðaði dómnefndin, að ekkert þeirra fimm tónverka, sem bárust í samkeppni þá, er haldin var í tilefni þjóðhátíðar- innar, hefði skorið sig svo úr að gæðum, að verðskuldaði óskipt þau verðlaun, sem hátíðar- nefndin hafði heitið. Hins veg ar taldi dómnefndin tvö tón- verkanna verð viðurkenningar og lagði til, að verðlaunafénu yrði skipt að jöfnu milli höfunda þeirra — tónskáld- anna Jónasar Tómassonar og Herberts H. Agústssonar. Þjóð- hátiðarnefnd hefur fallizt á úr- skurð dömnefndar og hlýtur þvf hvor höfundanna um sig eitt hundrað þúsund króna verðlaun. Gert er ráð fyrir, að verk þeirra verði frumflutt við hátíðahöldin á Þingvöllum næsta sumar. Dómnefndina skipuðu fimm eftirtaldir menn: Árni Kristjánsson píanóleikari og tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins, formaður; Björn Ólafsson fiðlu- leikari, dr. Páll Isólfsson organ- leikari og tónskáld, dr. Róbert A. Ottósson hljómsveitarstjóri og söngmálastjóri Þjóðkirkj- unnar og Vladimir Azhkenazy pianóleikari. Verkin, sem nefndin taldi verð verðlauna, voru merkt „SUPO 2791“ og „A.T.A.N.“. Höfundur fyrra verksins, sem ber nafnið „Til- breytni" reyndist vera Herbert H. Ágústsson, en síðara verkið hafði samið Jónas Tómasson, og nefnist það „Ellefu hug- leiðingar um landnám“. Báðir eru höfundarnir kunn- ir hljómlistarmenn. Herbert Ágústsson er austurrískur að ætt og uppruna, fæddur í Graz árið 1926 — en fluttist til is- lands árið 1952, er hann réðst hornleikari hjá Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Hann hafði hlotið tónlistarmenntun sína I Graz og starfaði I 7 ár sem fyrsti horn- leikari Filharmóniuhljómsveit- arinnar þar, áður en hann flutt- ist til íslands. Auk starfa hjá Sinfóníuhljómsveit islands hefur Herbert stundað kór- stjórn, kennslu — og síðast en ekki sizt tónsmíðar, en verk hans hafa verið flutt bæði hér á landi og erlendis. Hann varð íslenzkur ríkisborgari árið 1962. Kvæntur er Herbert fslenzkri konu, Elizabetu Guðjohnsen, og eiga þau tvö börn. Jónas Tómasson er maður annarrar og yngri kynslóðar, ÞJÖÐHÁTÍÐARÁRIÐ gekk í garð án stórslysa eða verulegra ó happa í höfuðborginni. Slökkvi- liðið taldi þetta til rólegustu ára- móta, en aftur á móti var annríkið töluvert hjá lögreglunni, og venju samkvæmt átti hún þar einkum í höggi við Bakkus gamla. Að sögn Páls Eirikssonar lög- regluvarðstjóra var mjög rólegt hjá lögreglunni fram eftir gaml- árskvöldi, en það reyndist þó að- eins skammgóður vermir. Mikið tók að bera á ölvun eftir að gamla árið hafði kvatt, og þurfti lögregl- an að hafa afskipti af alls 56 Reykvíkingum fyrir þá sök, en þeir gistu flestir fangageymslur lögreglunnar þá nótt. Inni í þess- ari tölu voru þó einnig nokkrir unglingar, sem foreldrar voru látnir sækja á lögreglustöðina. Talsvert bar einnig til tíðinda I Laugardalshöllinni, þar sem um 3200 manns skemmtu sér í nafni háskólastúdenta. Var þar geysileg ölvun og kom til nokkurra svipt- inga milli ölvaðra manna, þegar hnefinn var látinn skera úr deilu- málum. Geysilegt áfengismagn var einnig gert upptækt við inn- göngudyr hússins, og að sögn Páls var magnið slíkt, að það hefði fullnægt áfengisþörf 2—3' full- frískra karlmanna allt þetta ár. Þegar dró að lokum skemmtun- arinnar tók nokkuð að bera á ó- færð hér innanbæjar, og um leið upphófst verulegur skortur á leigubifreiðum. Voru strætis- vagnar fengnir til að aka fólki'nu úr Laugardalshöllinni heim, og jafnframt var lögreglurútan tekin f þessa flutninga. Sagði Páll, að meðal farþega strætis- vagnanna hefði nokkuð borið á óánægju með það, hversu hátt far- gjaldið var, eða kr. 100 fyrir akst- urinn, en telja verður víst, að þetta fólk hefði orðið að greiða meira fyrir leigubifreið til heim- flutnings. Hins vegar kvað Páll engin veruleg slys, óhöpp eða vandræði hafa verið upp á teningnum að- fararnótt nýársdagsins, þó að ann- ríkið hefði verið mikið. Um 70 lögreglumenn voru á vakt um nóttina allt til kl. 9 um morgun- inn. Hlaupið í Skaftá 1 rénum HLAUPIÐ í Skaftá var I rénun I gær og um hádegisbil varrennslið í ánni, þar sem hún rennur um Skaftárdal, aðeins um 115 ten- ingsmetrar á sekúndu. . Þetta hlaup náði því aldrei að verða stórt; þegar mesta vatnið var I ánni reyndist rennsiið í Skaftár- dal vera 240 teningsmetrar á sek- úndu, eða aðeins tíundi hluti af því, sem það reyndist mest vera í fyrra. „Enda virðist þetta Skaftár- hlaup ekkert eiga skylt við jökul- hlaup hinna síðari ára í Skaftá,“ sagði Sigurjón Rist vatnamæl- ingamaður, þegar við ræddum við hann í gær. Hann sagði, að þar sem hlaupið væri mjög ólíkt hlaupum, sem komið hefðu í Skaftá hin siðari ár, væri n'auðsynlegt að fljúga yfir norðvestursvæði Vatnajökuls og reyna að sjá, hvaðan það kæmi. Ketilsig ætti að myndast eftir svona hlaup; enda þótt sjálft rennslið hef.ði aldrei verið mikið, þá væri það ekkert smáræðis vatnsmagn, sem komið hefði und- an jöklinum. Sennilega væru það um 60 millj. teningsmetrar. Og Framhald á bls. 18 Jónas Tómasson. fæddur árið 1946, sonarsonur Jónasar Tómassonar — hins kunna tónskálds á isafirði. Jónas yngri lagði stund á tón- listarnám jafnframt mennta- skólanámi I Reykjavík og varð þegar á námsárunum kunnur sem flautuleikari og þjóðlaga- söngvari, kom þá m.a. nokkrum sinnum fram í sjónvarpi og söng og lék inn á nokkrar hljómplötur ásamt vini sínum, Heimi Sindrasyni, og fleirum. Síðan dvaldist hann erlendis við tónlistarnám, einkum I Amsterdam, þar sem hann lagði aðaláherzlu á tónsmíðar. Hann er nú búsettur á isafirði, ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Ragnarsdóttur píanóleikara, og Herbert A. Ágústsson. ungum syni. Þau hjónin kenna bæði við tónlistarskólann þar. Meðal tónsmíða Jónasar mætti nefna „Blásarkvintett“ og „Invention og Coda“, sem flutt voru á kammertónleikum íslenzkra hljómlistarmanna á síðustu listahátíð í Reykjavík, í júní 1972. Á sl. ári hlaut hann starfsstyrk til að semja hljóm- sveitarverk, en tónsmíðar eftir Jónas hafa einnig verið fluttar erlendis, m.a. í Frakklandi, og verða á næstunni fluttar I Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi. Blaðamaður Morgunblaðsins reyndi I gær að ná sem snöggvast tali af verðlauna- Framhald á bls. 18 Draga verður margar kiarakröfur til baka BLAÐIÐ „Verkamaðurinn" á Ak- ureyri, sem segja má, að sé einka- málgagn Björns Jónssonar á Ak-. ureyri, segir í forsíðufrétt í síð- asta tölublaði, sem út kom um miðjan desember, að verkalýðsfé- lögin verði að draga til baka margar af þeim kjarakröfum, sem settar voru fram í haust. Seg- ir blaðið, að fyrir hendi hafi verið í haust hagstæður grundvöllur fyrir mikla kröfugerð, en hann sé brostinn vegna gífurlegrar verð- hækkunar á olíu og vörum fram- leiddum úr olíu, sem þýði gífur- legan skatt á þjóðina. Samt sem áður segir blaðið, að verkalýðs- hreyfingin verði að halda fast við kröfuna um 35 þúsund króna lág markslaun. Hér fer á eftir for- síðugreinin úr Verkamanninum en athygli er vakin á, að hún er skrifuð áður en samið var við BSRB: „Þau tfðindi hafa gerzt í heim- inum á síðustu vikum og mánuð- um, sem gerbreytt hafa aðstöðu verkafólks til að knýja fram veru- legar kjarabætur, og þegar er ljóst, að verkalýðsfélögin verða að draga til baka margar af þeim kjarakröfum.sem settar voru fram i haust. Slíkt hið sama hljóta félög innan BSRB að gera. Orsakir þessa eru öðru fremur og aðallega þær gífurlegu verð- hækkanir á olíu og vörum fram- leiddum úr olíu eða með aðstoð olíu, sem ýmist hafa þegar orðið eða eru fyrirsjáanlegar. Hér verð- ur um svo gífurlegan skatt á þjóð- ina að ræða umfram það, sem búizt var við, að sú kaka, sem tíl skiptanna verður, hlýtur að smækka og nettóupphæð meðal- tekna lækkar. Sá hagstæði grund- völlur mikillar kröfugerðar, sem var fyrir hendi, er brostinn. Og því miður verður bakslagiðmeira en æskilegt hefði verið, en orsök þess er sú, að pólitískir yfirborðs- menn réðu miklu um kröfugerð- ina á síðastliðnu hausti, og afleið ingar af ráðum slíkra verða illar, sem oftast áður. En þrátt fyrir það mikla áfall, sem þjóðin hefur nú orðið fyrir, og verða mun stórum alvarlegra fyrir efnahaginn en nokkurn tíma eldgosið I Eyjum, dugir ekki að verkalýðshreyfingin leggi árar í bát, — enda þótt henni beri að Framhald á bls. 18 Fjölmargar áramótabrennur voru haldnar víða um land og foru áramótaskemmtanir mjög vel fram. Þessa mynd tók Ó1.K.M. á Seltjarnarnesinu á gamlárskv öld. Einkamálgagn Björns Jónssonar: Bakkus lék á als oddi um áramótin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.