Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 360,00 í lausasölu 22,00 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. kr. á mánuði innanlands. kr. eintakið. Yfirlýsingar forystu- manna stjórnarflokk- anna fyrir og um áramót um fyrirætlun ríkis- stjórnarinnar í varnar- málunum á hinu nýbyrjaða ári, leiddu glögglega í ljós, að engin samstaða er innan stjórnarflokkanna um ákveðna stefnu í þeim mál- um. í viðtali við Magnús Kjartansson, sem birtist í Þjóðviljanum laugardag- inn fyrir jól, fullyrti ráð- herrann, að ,,að loknu jóla- leyfi verður lögð fyrir Al- þingi tillaga ríkisstjórnar- innar um heimild til að segja herstöðvasamningn- um upp einhliða". Þessari staðhæfingu iðnaðarráð- herra var mótmælt daginn eftir af þremur forystu- mönnum stjórnarflokk- anna, Einari Ágústssyni, Birni Jónssyni og Hannibal Valdimarssyni. í viðtölum við Morgunblaðið sögðu þeir allir, að engin ákvörð- un hefði verið tekin um að leita heimildar Alþingis til uppsagnar varnarsamn- ingsins. Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra sagði, að eng- in ákvörðun hefði verið tekin í málinu. Björn Jóns- son samgönguráðherra sagði: „Ég tel, að engin ákvörðun hafi verið tekin um þetta og það verður ekki gert fyrr en viðræðun- um við Bandaríkin er lokið, en þeim var frestað fram yfir áramótin. Það getur ekki verið um neina tillögu að ræða um einhliða upp- sögn varnarsamningsins, fyrr en viðræðunum er lok- ið og ljóst er, hverra kosta er völ í samningum." Hannibal Valdimarsson hafði þetta að segja um staðhæfingu Magnúsar Kjartanssonar: „. . .ég veit ekki til, að ríkisstjórnin sé búin að taka ákvörðun um þetta og ég hef það beint frá forsætisráðherra, að fyrst verði aðsjálfsögðu að ganga frá niðurstöðum endurskoðunarinnar. Það sé fyrsti þátturinn í mál- inu. Viðræðunum um endurskoðun er ekki enn- þá lokið og því er ekki hægt á neinum rökrænum grundvelli að ganga frá endurskoðuninni fyrr en ljóst er, hver útkoman úr henni er. Svo er það ákvörðun Alþingis, hvort niðurstaðan er aðgengileg eða ekki. Mér finnst það vera að grípa dálítið fram fyrir sig — lengra en mað- ur getur seilzt, að tala um hvað skuli gert, áður en vitað er um niðurstöður endurskoðunarinnar." Þrátt fyrir þessar afdráttarlausu yfirlýsingar tveggja ráðherra og eins fyrrverandi ráðherra, stað- hæfði formaður Alþýðu- bandalagsins í áramóta- grein sinni hið sama og Magnús Kjartansson og mótmælt hafði verið með svo eindregnum hætti. Er því Ijóst, að engin samstaða er enn sem komið er a.m.k. innan stjórnarflokkanna um ákveðna stefnu í varnarmálunum. Komm- únistar krefjast að vonum uppsagnar en því verður ekki trúað, að ábyrgir aðilar í Framsókn- arflokkum og SFV fall- ist á þá kröfu. Þeir þurfa ekki að óttast, að kommún- istar hlaupi úr stjórninni, þótt ekki verði orðið við kröfum þeirra. Reynslan frá landhelgismálinu sýnir, að þeir ganga eins langt og þeim framast er unnt, en éta svo allt ofan í sig til að halda ráðherrastólunum. Afstaða Sjálfstæðis- flokksins i varnarmálunum er afar skýr og kom glögg- lega fram i áramótagrein Geirs Hallgrímssonar, for- manns Sjálfstæðisflokks- ins hér í Morgunblaðinu. Hann sagði: „Um þessar mundir fara fram samn- ingaviðræður til þess að draga úr spennu í alþjóða- málum. Við vonum, að árangur þeirra verði annar og betri en „ekki árásar- samningar" fyrir seinni heimsstyrjöldina, sem reyndust fyrirboði árása einræðisríkja. Við erum í ljósi gamallar reynslu tor- tryggin í garð einræðis- ríkja. Sú tortryggni bygg- ist m.a. á ónógri vitneskju. Skýr stefna Sjálfstæðis- flokks í varnarmálum Við vitum of lítið um, hvað er að gerast í einræðisríki og þær fréttir, sem berast, draga þvf miður ekki úr tortryggni. Valdhafarnir þurfa ekki að standa fólk- inu reikningsskil gerða sinna. Okkur er því nauð- syn að semja með styrk að baki, meðan sá gagnkvæmi skilningur þróast, sem ryð- ur brautina fyrir auknum friðarsamningum og frjáls- um samskiptum, sem ein geta eytt tortryggni og skapað skilyrði fyrir því, að þjóðir heims geti lækk- að framlög sín til her- búnaðar og við þurfum ekki lengur sjálfra okkar vegna að veita erlendu varnarliði áfram aðstöðu hér á landi. Við Islending- ar eigum að gera okkur sjálfstæða grein fyrir, hvaða varnarviðbúnaður er nauðsynlegur hér á landi á hverjum tíma. Það er skylda okkar, sem við getum ekki skotið okkur undan, þótt við höfum ekki her. í lýðfrjálsum löndum taka hershöfðingjar eða herfræðingar ekki ákvarðanir, heldur þjóð- kjörnir fulltrúar, sem bera ábyrgð gagnvart kjósend- um í frjálsum kosningum. Tímabært er, að alþingis- menn kveði upp úr um það, að hér er þörf varna enn um sinn og þeir verða að fjalla í höfuðdráttum um, hvernig þeim skuli háttað. Með öðrum hætti verður sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar ekki tryggð- ur.“ eftir Yom Kippur-stríðið NATO STYRJÖLDIN í Miðausturlönd- um hefur flett huiunni af allri hátíðarmælginni, sem tíðkazt hefur innan Atlantshafsbanda- lagsins, og hver er þá hin raun- verulega staða bandalagsins? Lítum fyrst á málið frá sjónarhorni Bandaríkjamanna. — Sumir bandamenn okkar, sem Bandaríkjaher hefur hjálpað til að verja síðastliðin 23 ár, snerust gegn okkur um leið og spjótin beindust gegn þeim sjálfum. Þeir reyndu allt, hvað þeir gátu til þess að tryggja sér nægilegar olíubirgð- ír og komu þannig í veg fyrir, að við gætum hjálpað ijraelum við enduruppbygginguna á úr- slitastundu. Þar að auki leyfðu bandamennirnir sér að kvarta yfir því, að kjarnorkuviðvörun var send til allra bandarískra herstöðva í heiminum til þess eins að mæta hótun Sovétríkj- anna um að senda herlið til Miðausturlanda. I augum Evrópumanna eru staðreyndir málsins allt aðrar. Hinir heimsvaldasinnuðu Ameríkanar, sem hafa haft her- lið í Evrópu til þess eins að vernda sína eigin hagsmuni og verja til þess 28 billjónum doll- ara á ári, — 3 billjónir skila sér raunar aftur í vasa bandarískra fjármálamanna — létu sig ekki muna um að senda út kjarn- orkuviðvörun til bandarískra hersveita án þess að tilkynna það ríkisstjórnum þeirra ríkja, sem herliðin voru i. Auðvitað hefði verið til of mikiis mælzt af Bandaríkja- mönnum, að þeir ráðfærðu sig við bandamenn sína. Ofan á allt annaðlét hinn nýi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna sér sæma að móðga bandamennina, sem hafa liðið mun meiri þjáningar af völdum styrjalda en Banda- ríkjamenn sjálfir og stóðu frammi fyrir þeirri hættu, að iðnaður þeirra yrði eyðilagður. Nokkriri sendiherranna, sem hafa aðsetur í hinum þægilegu aðalstöðvum NATO i Brtissel, gruna Bandaríkjamenn um að hafa viljandi móðgað evrópska ráðamenn. Samkvæmt þeim kokkabókum hefðum við átt að skapa ólgu til þess að málið leystist fyrr, en það er eitt af hinum hefðbundnu stjórnmála- brögðum dr. Kissingers og var síðast notað í Miðausturlönd- um. Sendiherrarnir álíta, að gagnrýnin, sem beinist að þeim þessa dagana, þjóni þeim til- gangi einum að auka enn á deil- urnar innan Atlantshafsbanda- Iagsins. Samkvæmt þessum kenning- um vænta Evrópumenn þess, að dr. Kissinger og James Schles- inger varnarmálaráðherra komi • til fundar utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalagsins með slíðruð sverð og segi: ,,Þið misskilduð þetta allt saman. Reiði okkar, sem var nú aldrei mikil, beindist aðeins gegn eín- stökum þjóðum. en ekki gegn bandalaginu í heild. Þar að auki ýktu blöðin allt sem þau sögðu. Eðlilega brá ykkur illa við, þegar kjarn- orkuviðvörunin var send út, en við skulum sjá til þess, að slíki hendi ekki oftar. í framtíðinni verðið þið látnir vita í tíma. En ekki meira um það, nú skulum við fara að vinna að sameiginlegu hags- munamálunum." Ef við reynum að skyggnast inn í framtíðina vaknar óneit- anlega þessi spurning: Hvernig bregðast Evrópumenn við’’ Jú. þeir munu tefla skákina til enda. Þeir munu hjálpa til við að semja álitsgerð um hlutverk bandalagsins í framtíðinni, en þar verð- ur reynt að breiða svo vel yfir skoðanamismuninn, að hann komi ekki í ljós fyrr en Bandaríkjaforseti tilkynnir næstu för sína til Moskvu, sem verður á sumri komanda. Frakkar, Englendingar og Þjóðverjar verða alltaf fyrst og fremst þeir sjálfir. Það, sem gerir þá að Evrópumönnum, er óttinn við að verða ef til vill að lúta yfirráðum þjóða, sem ekki teljast beinlínis til Evrópuþjóð- anna. Öttinn við Rússa varð til þess, að NATO var stofnað, en í stað hans hefur nú komið ótt- inn við olíuskort, auk sífelldra áhyggja um samvinnu Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, sem yrði kannski eitthvað á kostnað Vestur-Evrópu. Ötti Evrópu- manna kom skýrt fram á meðan styrjöldin geisaði í Miðaustur- löndum, og nú er það einu sinni svo, að þegar eitthvað er komið í ljós verður að fara að því á annan hátt en á meðan menn grunar aðeins tilvist þess. Þess vegna verður Atlantshafs- bandalagið aldrei samt eftir styrjöldina í Miðausturlöndum. Þegar allur hátíðleikinn var horfinn var ekkert eftir nema vaninn og nú er hann jafnvel ekki fyrir hendi lengur. En hvað getur komið í stað Atlantshafsbandalagsins? Auð- vitað er ekkert vit í því að for- dæma Evrópuþjóðirnar sem hugleysingja nú, þótt þær hafi óttazt olíuskort. Við hylltum þessar sömu þjóðir fyrir nokkr- um árum síðan, þegar þær ótt- uðust innrás Sovétríkjanna. Og ekki er miklu meira vit f að láta sem hér hafi verið um rifrildi elskenda að ræða og gefa út yfirlýsingu eins og þá, sem Framhald á bls. 18 jSm iiork eímcs r' iYi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.