Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 Lee Kuan Yew í Singapore FYRIR stuttu skýrði Singa- pore-blaðið „Straits Times“ frá því að þingið þar i landi hefði samþykkt ný lög, sem mæla svo fyrir að hver sá, sem frem- ur rán vopnaður eða gerist sek- ur um vopnasmygl, svo og allir hjálparsveinar hans, skuli hengjast eða hýðast og hljóta ævilangt fangelsi, og hver sá, sem vinnur að því að smygla ólöglegum innflytjendum til landsins, skal hýðast, hljóta fangelsisdóm, og greiða allt að 10 þúsund Singapore-dollara (ísl. kr. 350.000,-) i sekt. í lög- unum er hámarkssekt fyrir að byggja hús án opinberrar heimildar hækkuð í 50 falt áætlað húsverð, og hámarks- sekt fyrir að reykja í strætis- vagni verður allt að S$ 500,-. (ísl. kr. 17.500,-). Reykingar eru algerlega bannaðar í kvikmyndahúsum og i lyftum opinberra bygg- inga og fjölbýlishúsa. Öku- maður, sem verður fyrir því að sletta á vegfaranda, á hættu að verða dreginn fyrir dóm. Eig- anda óþrifalegs fjölbýlishúss er ekki aðeins fyrirskipað að láta mála það, heldur er honum einnig ráðlagt í hvaða lit, og hann svo sektaður, ef hann óhlýðnast. Sjái hús- eigandinn ekki um að útrýma bitvargi og flugum, getur það varðað S$ 1.000,- (kr. 35.000,-) sekt. Síðhærðir unglingar geta misst vinnuna eða verið neitað um vinnu vegna hársins. Diskótekum hefur verið lokað til að draga úr „menningar- mengun“, og undanfarin 14 ár hefur ekki heyrzt í plötu- spilurum („glymskröttum") á opinberum stöðum. Þessi mynd af lýðveldinu Singapore er aðeins ein af mörgum, og því aðeins hálfur sannleikurinn. Þegar Bretar veittu landinu sjálfstæði árið 1959, og Lee Kuan Yew for- sætisráðherra og jafnaðar- mannaflokkur hans (PAP) tóku við völdum, var Singa- pore nokkurs konar nýlendu- markaður, sem Kínverjar, Malagar og Indverjar sóttu til að selja varning sinn og þrátta um verð, en héldu svo til síns heimalands. Það samsafn kyn- þátta, sem í Singapore bjó, átti þar engar fastar rætur, og tak- markað landrýmið bjó ekki yfir neinum auðlindum. Margir þeirra Kínverja, sem setzt höfðu að í Singapore leit- uðu frekar leiðsagnar hjá Mao formanni en Lee forsætisráð- herra. Fyrsta verkefni Lees var að koma á samstæðu þjóðfélagi í þessu nýja ríki og til þess beitti hann bæði pólitískri, þjóðfélagslegri hörku og efna- hagslegum sveigjanleika. Þannig er það enn í dag að halda má mönnum, sem grun- aðir eru um undirróðurs- starfsemi, fangelsuðum í ótak- markaðan tíma án dóms; kvið- dómar hafa verið leystir upp, eftirlit er með fjölmiðlum og verkalýðsmál eru háð strangri vinnulöggjöf, en sérstök skatt- fríðindi boðin þeim erlendu aðilum, sem fjárfesta í inn- lendum iðnaði. Þetta er önnur myndin af Singapore, og sýnir ríki strangrar flokks- stjórnar, þar sem stjórnar- flokkurinn hefur öll ráð I sinni hendi og öll þingsætin. Þessi mynd hefur svo leitt af sér þriðju myndina — sem segir árangursríka sögu þessa nýja ríkis. Singapore er aðeins 585 ferkílömetrar, og fyrir 14 árum var landið snautt og eyði- Lee Kuan Yew forsætisráðherra legt. Nú er þetta mesta vel- megunarland Suður- og Aust- ur-Asíu, með hæstu meðaltekj- ur á ibúa, næst á eftir Japan, rúmlega 12% hagvöxt á ári og gilda gjaldeyrissjóði. íbúar eru alls 2,2 milljónir, og frá sjálfstæðistökunni hefur um helmingur þeirra flutzt i nýtizku húsnæði. Af hverju linar þá stjórnin ekki á taumunum? Undirþess- ari þriðju skrautmynd má greina enn eina. Þrátt fyrir tilraunir yfirvalda til að kenna íbúunum að takmarka barn- eignir, fjölgar þjóðinni of ört, og eru íbúarnir nú orðnir nærri 3.800 á hvern ferkíló- metra (á íslandi rúmlega tveir). Þrengslin í nýju fjöl- býlishverfunum eru oft meiri en þau voru í gömlu fátækra- hverfunum, og hávaði, meng- un og skrilslæti fara vaxandi. Við Singapore blasir nýjasta náttúrulögmálið — því fleiri sem mennirnir eru, þeim mun minni hamingja. Allsnægtum fylgir eigið böl. Einn af hverjum tíu borgurum yfir 10 ára aldur þjáist af of háum blóðþrýstingi, og hjarta- sjúkdómar eru algengasta dánarorsökin. Singaporebúar borða of mikið, en mikið af matvælum fer til spillis. Draumur Lees forsætisráð- herra um harðgert þjóðfélag á lítið skylt við það þjóðfélag, sem nú er að þróast, þjóðfélag sjálfsánægðra broddborgara og efnishyggjumanna, sem haldnir eru peningatrú, eins og einn ráðherranna komst að orði. Ef allsnægtirnar næðu til allra, væru verkefni yfirvald- anna auðveldari. En svo er ekki. Kínverska matreiðslu- konan okkar býr í hrörlegu húsræksni ásamt 30 öðrum fjölskyldumeðlimum, og þegar systir hennar þjáist af fótar- meini, biður fjölskyldan til náðargyðjunnar, svo það hverfi. Kenna verður verka- mönnum í grjótnámunum að ananas og grísablóð lækna ekki lungnasjúkdóma. Fjórði hver íbúi er ólæs. Fjórða hvert ungbarn vannært. Þótt PAP flokkurinn eigi enn margt ógert, hefur margt áunnizt. Singapore er tiltölulega vel efnað ríki, sem getur boðið flestum góð lífskjör, sann- gjarnt skattkerfi, og almenn- ingsþjónustu, sem fer eftir settum reglum og er ósnortið af spillingu. Kvartanir Singa- porebúa eru þær sömu og ann- arra — hækkandi verðlag, hækkandi húsaleiga og seina- gangur i kjarabótum. Árlegar kauphækkanir launþega eru stranglega takmarkaðar, en ráðherrar og aðrir háttsettir opinberir starfsmenn fá ríf- legar þóknanir. Þær uppbætur eru trúlega afsakanlegar, og hafa Iftil áhrif á afkomu ríkis- ins, en almenningur lítur þær öðrum augum. Sjálfur forsætisráðherrann — dugandi, þver, berorður og harður í horn að taka — er sífeilt undir gagnrýni. Þannig sagði til dæmis einn fyrrum pólitískur fangi frá Singepore í viðtali við blað í Hong Kong, að Singapore svipaði nú helzt til Þýzkalands nasistanna á árunum 1933—36, tíma fjölda- morða, lögregluofsókna undir stjórn SS og Gestapo og hörku- legra Gyðingaárása. Þrátt fyrir þessar ásakanir er Singapore annað tveggja landa í Suðaustur-Asíu þar sem engar pólitískar aftökur hafa átt sér stað frá sjálf- stæðistökunni. Leiðtogar Pek- ing-sinnaða andstöðuflokksins segja nú, að Lee Kuan Yew sé „fasistísk leikbrúða erlendra auðhringa", og þeim er frjálst að endurtaka þau ummæli á morgun. Stúdentasamtökin hafa oft harðlega gagnrýnt ýmsar gjörðir ríkisstjórnar- innar, og þurfa ekkert að ótt- ast refsiaðgerðir. Og verði Singaporebúi dæmdur fyrir afbrot, getur hann alltaf áfrýj- að máli sínu til æðri dómstóls í London. í nýlegri grein í blaðinu The Times í London var Lee kall- aður „Fu Manehu" Singapore, og hann sagður illur harð- stjóri, sem safnaði um sig njósnurum, fangelsaði and- stæðinga sina og svipti íbúana öllu frelsi. Sami greinarhöf- undur hafði þó stuttu áður sagt um Lee, að hann væri „lítill nöldrari, sem hefði getað orðið sæmilegur umferðar- lögreglumaður." Og þessi greinarhöfundur fékk óáreitt- ur að snúa aftur til Singa- pore eftir að skammargreinin birtist, ferðast þar um að vild og ræða við hvern sem var, án nokkurs eftirlits. Lee er enginn frjálslyndis- maður. Bandamenn hans kalla hann pólitískan raunsæis- mann, andstæðingarnir póli- tiskan rudda. En Hitler Þýzka- lands? Fu Manchu? Það er ástæða til að athuga betur, hvorir eru réttsýnni — kjörinn forsætísráðherra Singapore eða sjálfskiþaðir dómarar hans. 1 í vS-^7 Eftir iSS^, THE OBSERVER Dpnnis 1 * Bloodworth UNGHJÓN óska eftir 3ja herb ibúð i miðbæn- um. Fyrirframgreiðsla Upplýsingar í sima 1 5939 BROTAMÁLMAR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði Staðgreiðsla Nóatúni 27, sími 25891 VOLVO 144 árg. '71, de luxe útgáfa, ekinn 4 7 þús. til sölu. Negld dekk og gott útvarp getur fylgt. Verð um 500 þús. Uppl. í síma 72651 e. kl. 1 8 í dag og á morgun. TIL LEIGU er mjög góð 2ja herb íbúð í nágrenni Háskólans. Leigutaki þarf að geta litið eftir eldri konu í sama húsi. Upplýsingar í síma 17888. 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ óskast til leigu, þrennt í heimili. Til greina koma leiguskipti á nýlegu einbýlishúsi úti á landi. Uppl. i síma 12213og41600 TILSÖLU Frambyggður Volvo FB 88 með búkka Árgetð 1967 Upplýsingar í síma 521 57 FÓLKSBILL ÓSKAST Vil kaupa góðan 5 manna fóiksbil árgerð 1 968 til 1 972 Vinsaml hringið i síma 81 853 ÚTGERÐARMENN Vantar netabát i viðskipti á kom- and vertið. Get lánað veiðarfæri. Uppl. í sima 92-2 1 90. TAKIÐ EFTIR HEKLUBÆKUR frá Marks og Jakobsdals Fjölbreytt úrval lita og tegunda af heklugarni ma: Bianca og Lenacryl Hannyrðaverzlunin Erla, Snorra- braut. Hafnfirðmgar og nágrannar Hrað- hreinsum fatnað samdægurs Enn- fremur er tekið á móti í pressun, kemíska hreinsun og rúskinns- hreinsun Fatahreinsunin, Reykjavikurvegi 16, Hafn . sími 53570. Árshátíð Stýrimannafélags íslands, Kvenfélagsins Hrannar og Skipstjórafélags íslands verður haldin í Félagsheimili Fóstbræðra, Langholtsvegi 109—1 1 1 og hefst kl. 20 00. Matur framreiddur kl. 23.00. Miðar afhentir á skrifstofun félaganna kl 1 7—1 9 í dag Frá usldanssköla Þlóðlelkhússlns Nokkrir nýjir nemendur verða teknir inn í skólann nú Inntökupróf verður laugardaginn 5 janúar kl. 1 6 30 i æfingasal Þjóðleikhússins, gengið inn frá austurhlið. Æskilegt er að umsækjendur hafi stundað nám í listdansi áður, en þó ekki skilyrði, þeir hafi með sér æfingaföt og stundatöflu. SVTR OPH) HÚS föstudaginn 4. janúar Háaleitisbraut 68. Dagskrá: Kvikmyndir. Laxarabb. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Húsið opnað kl. 8.00. Hús og skemmtinefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.