Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 Dr. Kohoutek við spegilsjónaukann í stjörnuathugunarstöðinni. mælt, telur hann að hún verði álíka björt og Venus, sem sé vel sjáanleg með berum augum, það sem mestu máli skiptir fyrir allan almenning. Ýmsum spurningum er enn ósvarað um Kohoutek, einkum í sambandi við efnasamsetningu kjarnans, sem er um 17 km í þvermál, þ.e.a.s. hvaða steinteg- undir og frosin gasefni koma þar fyrir. Einnig er eftir að rannsaka „Kómuna'* (þunnur gashjúpur um stjörnuna) og halann sjálfan, sem er samsettur úr gasefnum og geimryki. Slíkar rannsóknir eru aðallega framkvæmdar með spektroskópi (Ijósbrotstækjum). Það er einmitt skaprskyggni dr. Kohoutek að þakka, að halastjarn- an fannst svo fljótt og því gafst nægur tími til að undirbúa rann- sóknir og mælingar. Bandaríska geimferðastofnunin NASA lét breyta leið marines 10., þannig að hann gæti ljósmyndað halastjörnuna. Þriðja áhöfnin í Skylab kom fyrir sérstökum vís- indatækjum 28. desember, til að fylgjast með ferðum halastjörn- unnar bak við sólina, og til að rannsaka halann, var dvöl þriðju áhafnarinnar á Skylab lengd úr 56 dögum í 85. Eins og fyrr sagði, er allur sá undirbúningur vísindastarfa og athugana, sem nú stendur yfir, gerlegur vegna þess að dr. Kohoutek kom auga á halastjörn- una mjög tímanlega. Aðspurður kvað hann það vera það eina, sem merkilegt væri við fund sinn. Eins og oft vill verða, eru fyrri Halastjarnan KOHOUTEK DR. LUBOS Kohoutek nefnist maður og er stjörnufræðingur við stjarnfræðiathugunarstöðina í Hamborg. Við hann er kennd halastjarnan Kohoutek, finnanda sinn. Þar með varð dr. Lubos heimsfrægur og fær aldeilis að finna fyrir frægðinni, blaðamenn sækja að honum eins og mý að mykjuskán. En Kohoutek tekur þessum ágangi blaðamanna með ró, því eins og hann segir er áhugi almennings á stjörnufræði geysi- mikilvægur fyrir fræðigreinina. Jólastjarnan Kohoutek er þriðja halastjarnan, sem dr. Kohoutek uppgötvar, þá fyrstu fann hann 1969, aðra 28. febrúar á þessu ári (1973). Jólastjörnuna fann hann síðan á Ijósmyndum, sem teknar voru á öskudag 1973. Á síðustu ljósmyndaplötunni, sem tekið var á, komu í ljós tveir óljós- ir deplar. En þannig er háttað, að tekið er tvisvar á hverja plötu, þannig að engum blöðum var um að fletta, að hér var á ferðinni halastjarna. Bilið milli deplanna tveggja var sú vegalengd, sem halastjarnan hafði farið milli 1. og 2. myndatöku. Nú var spenn- andi að vita, hvort halastjarnan kæmi fram við næstu myndatöku, sem var 9. marz. Þá nótt komu deplarnir aftur í ljós og nú nokkru nær en í fyrra skiptið. Eins og gefur að skilja, hefur veðurfarið geysimikla þýðingu fyrir stjörnuathuganir, t.d. varð- andi skýjalögin. Þess vegna byrja stjörnufræðingar jafnan starfs- dag sinn á því að athuga veður- spána. Þess utan fer meiri hluti vinnu þessara vísindamanna fram á nóttunni, og þegar skilyrðin eru sem best dvelur, Kohoutek alla nóttina í rannsóknarstöðinni, þvi tíminn er dýrmætur. Aðeins 50—60 nætur á ári eru veðurfarsleg skilyrði svo góð, að taki því að standa yfir stjörnukík- inum og myndavélinni. En raun- veruleg vinna stjörnufræðing- anna hefst, þegar búið er að festa himinhnettina á fílmu, með úr- vinnslu vísindagagnanna. Dr. Kohoutek sendi frumúrvinnslu sína til Smithsonian stofnunar- innar í Massachussetts, þar sem reiknaður var út ferill halastjörn- unnar um himingeyminn. Utkoma þessara útreikninga var sú, að halastjarnan yrði í nánd sólar um jólin og yrði þess vegna sjáanleg með berum augum. 28. nóvember fór Kohoutek gegnum feril jarðar um sólina, og 29. desember var halastjarnan næst sóli í 21 milljónar km fjar- lægð. Einmitt um áramótin var stjarnan í hvirfilpunkti (zenit). Vegna sólarvindsins breytist af- staða halans til stjörnunnar. Fram til 28. desember dró stjarn- an halann á eftir sér, en síðan ýtti hún honum á undan sér. Þess utan breytust sjónarskilyrðin um þær mundir, til 28. desember sá maður stjörnuna á morgunhimn- inum í suðaustur stefnu, en eftir 28. desember sér maður hana eftir sólarlag í suðvesturátt. 16. janúar verður Kohoutek í mestri jarðnánd, 120 milljóna km. Síðan f jarlægist hún smám saman og hverfur alveg i júli í meira en 10.000 ár. Halastjarnan verður trúlega einna athyglisverðust í janúar. Bjartur ljósflötur með langan hala, sem nær yfir meira en 1/6 hluta himinhvolfsins. Það eru skiptar skoðanir um hversu björt Kohoutek mun verða, Bandaríkja- menn telja hana verða álíka bjarta og tungl í fyllingu, en dr. Kohoutek sjálfur segir það of- vísindastörf dr. Kohoutek ekki síður mikilvæg. Hann hefur einskorðað starf sitt við geim- þokurá vetrarbrautinni, sem trú- lega á eftir að hafa mikil áhrif á þróun stjörnufræðinnar, þar sem þessar geimþokur eru taldar hafa verið áfangi á tilurð stjarnanna. Dr. Kohoutek hefur fundið eina af hverjum tíu geimþokum, sem þekktar eru. Þegar hann fann halastjörnuna, var hann að leita að 15 smástirnum, sem tilheyra Asteroidenhringbeltinu, sem liggur á milli ferla Mars og Júpi- ters um sólu. Þessi 15 smástirni eru 1 flokki 50 annarra stirna, sem Dr. Kohoutek fann fyrir tveimur árum, þegar hann var að leita að leifum reikistjörnunnar Biela, sem splundraðist 1852. Þannig má segja að tilviljun ráði því, að dr. Kohoutek fann halastjörnuna. Frá barnsaldri hefur dr. Kohoutek verið heillaður af himingeimnum og stjörnum hans. Þegar hann var 14 ára, kom hann sér upp tækjum til stjörnuathug- ana í heimaborg sinni Briinn i Tékkóslóvakíu. Strax að loknu stúdentsprófi hóf hann stjarnfræðinám og lauk prófi í þeirri grein aðeins 23 ára gamall. Hann fékk styrk til fram- haldsnáms við stjörnuathugunar- stöðina í Hamborg, og þar bauðst honum starf, sem hann tók. Það olli að sjálfsögðu mikilli óánægju í heimalandi hans. Nú er dr. Kohoutek kvæntur og lítur á Þýzkaland sem sitt föðurland. Dr. Kohoutek var spurður að því, hvaða áhrif fundur hala- stjörnu hefði á rekstur stjörnu- athugunarstöðvarinnar í Ham- borg. Hann taldi það engin áhrif hafa, nema hvað kostnaður ykist, og gat þess um leið, að Volks- wagen-verksmiðjurnar styddu stofnunina fjárhagslega. Og enn var dr. Kohoutek spurður að því, hvernig honum fyndist það, að allur heimurinn talaðu um Kohoutek, þ.e. halastjörnuna, en ekki hann sjálfan. Dr. Kohoutek svarar því með lítillæti eins og öðru: „Halastjarnan er mikilvæg- ari en ég, ég fann hana bara af tilviljun."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.