Morgunblaðið - 03.01.1974, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.01.1974, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1974 Aramótaávarp Olafs Jóhannessonar forsætisráðherra Góðir íslendingar. Þegar ég lít yfir liðið ár er mér þakklæti efst í hug. — Þakklæti fyrir farsæla lausn á stærstu vandamálunum, sem steðjuðu að og við þurfti að glíma. — Þakk- læti fyrir þá almennu hagsæld, sem þjóðin bjó við. — Þakklæti fyrir stórstíga framfarasókn og atvinnu fyrir Iandsmenn alla. Mér finnst vanþakklæti og barlómstal stundum hljóma hærra en þakkargerð. En þegar þetta ár er kvatt, ætti þjóðin ekki aðgleyma þakkarorðum. Arið, sem kvatt er í kvöld, hefur verið viðburðaríkt, bæði á innlendum og erlendum vett- vangi. Margra innlendra atburða er að minnast, sem mikla athygli vöktu, bæði innanlands og utan. Eldgosið í Vestmannaeyjum er þar auðvitaðefst á blaði. En einn- ig má nefna atburði allt annars eðlis, en mikið fréttaefni, svo sem fund forseta Bandaríkjanna og Frakklands, heimsókn Margrétar Danadrottningar og manns henn- ar, Hinriks prins, ýmis atvik úr landhelgisstríðinu, bráðabirgða- samkomulag við Breta og varnar- liðsviðræður við Bandaríkja- menn, að ógleymdum fjölmörgum merkilegum viðburðum á sviði menningar og lista, atvinnulífs og framkvæmda. Sennilega höfum við Islendingar sjaldan verið meir í sviðsljósinu en á liðnu ári. Mér er nær að halda, að ekki hafi í annan tíma jafnmargir erlendir fréttamenn gist ísland eins og einmítt í ár. Verður eigi um deilt, að í sliku er mikil landkynning fólgin, en um hitt geta sjálfsagt verið skiptar skoðanir, hvort telja á það til ávinnings eða ekki. En hvað sem um það er, þá verður þeirri staðreynd ekki neitað, að ísland er komið í þjóðbraut og umheiminum ekki lengur gleymt og grafið. Minnisstæðasti atburður frá liðnu ári er mér og eflast flestum islendingum skelfingarnóttin, er eldgosið hófst á Heimaey. Það var löng nótt, er menn biðu milli von- ar og ótta og búast mátti við harmafregnum á hverri stundu. Hin giftusamlega björgun er ævintýri líkust og má raunar kall- ast kraftaverk. Þar er mörgum að þakka, og engin leið hér að nefna nein nöfn. Þjóðin öll brást drengi- lega við þessum válegu tíðindum, og skildi, að áfallið af þessum náttúruhamförum, var tjón lands- manna allra, er þeir urðu að vera samábyrgir fyrir. Ákvarðanir Alþingis voru í samræmi við það sjónarmið og samkvæmt þeirri stefnumörkun hefur verið unnið að þeim málum, þó að vafalaust séu skiptar skoðanir um einstakar aðgerðir, enda annað óhugsandi um svo viðkvæm og persónu- bundin málefni. i Vestmannaeyjum var um langt skeið barist hetjulegri bar- áttu, og meira að segja lagt til atlögu við sjálf náttúruöflin og það með verulegum árangri að lokum. Er af því mikil saga, sem hér verður ekki sögð, en lengi mun geymast. Þökk sé þeim öll- um, sem þar stóðu á verði og lögðu hönd á plóginn. Náttúruhamfarir, eins og eld- gos og jarðskjálftar, hafa verið fylgifiskar landsmanna á flestum eða öllum öldum íslandsbyggðar. Oft hafa hlotist stórtjón af þeim áföllum, eignatjón, hungursneyð, mannfellir og jafnvel eyðing heilla byggðarlaga. En aldrei áð ur hefur eldgos komið upp svo nálægt slíkri þéttbýlisbyggð sem Vestmannaeyjakaupstað. Því dásamlegra var það og þeim mun þakkarverðara er það, að ekkert manntjón skyldi af hljótast. Þá eru það og gleðitíðindi, að birt hefur upp í Vestmannaeyjum fyrr en menn þorðu að vona. Er nú mannlíf og atvinnustarfsemi í Eyjum á góðri leið til fyrri hátta, þó að auðvitað taki það sinn tíma að byggja þar allt upp sem áður var. En þó að allt hafi gengið betur en búast mátti við, liggur í augum uppi, hvert áfall og tjón það var, ekki aðeins fyrir Vest- mannaeyinga heldur og þjóðar- búið í heild,- að yfirgefa varð stærstu verstöð landsins í upphafi aðal vertíðar. Sú staðreynd dregur langan slóða og mun valda margvíslegum búsifjum, sem engan veginn er séð fyrir endann á. En á þetta er rétt að minna, því að það er ekki alltaf tekið með í reikninginn, þegar úttekt er gerð á efnahagsþróun ársins. Ég get ekki skilist svo við þetta umræðuefni, að ég ekki sérstak- lega þakki þá miklu og drengilegu hjálp, sem barst frá frænd- þjóðunum á Norðurlöndum, bæði sem framlög ríkja og söfnunarfé frá félögum og einstaklingum. Þökk sé einnig öllum öðrum, víðs vegar að í veröldinni, sem rétt hafa fram hjálparhönd. Það er engri þjóð minnkun að þiggja góðar gjafir undir kringumstæð- um sem þessum. Það mál, sem oftast hefur borið á góma á þessu ári, bæði í fjöl- miðlum og manna á miili, er eflaust landhelgismálið. Fram hjá því verður ekki gengið, þegar annáll ársins 1973 er skráður. Ég ætla þó ekki að rekja framvindu þess hér. Það er mönnum í svo fersku minni. Eg minni aðeins á þá staðreynd, að f framkvæmd en að vísu án orða, viðurkenndu allir 50 sjómílna fiskveiðilandhelgina, nema tvær þjóðir: Bretar og Vestur-Þjóðverjar, sem héldu hér áfram ólöglegum veiðum, og Bret- ar meira að segja undir herskipa- vernd, svo sem alkunna er. Við Breta hefur nú verið gert bráða- birgðasamkomulag til tveggja ára um lausn fiskveiðideilunnar. Alþingi veittí heimild til að gera það samkomulag með 54 atkvæð- um gegn 6. Vitaskuld hefðum við kosið að ná enn betri kostum en þetta sam- komulag hefur að geyma, og ekkert er óeðlilegt, að um það séu eitthvað skiptar skoðanir. En þó að hér um megi segja hið forn- kveðna, að allt orkar tvímælis þá gert er, þá er það sannfæring mín, að þessi bráðabirgðalausn sé betri kostur en hinn, að halda ófriði og hættuástandi áfram með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum í mörg- um efnum og með óútreiknanleg- um árangri. Það er hægara fyrir þá að nota um þetta stóryrði, sem enga ábyrgð bera. Ég skal ekki ræða það frekar, en láta reynsluna skera úr því, hvernig þét'fa bráðabirgðasamkomulag gefst. Deilan við Vestur-Þjóðverja er því miður enn þá óleyst. Ég vil vona, að á næstunni reynist unnt að ná viðunandi bráðabirgðasam- komulagi við þá, sem verður að byggjast á sömu grundvallarreglu og samkomulagið við Breta, þ.e. að skip sem notuð eru sem verk- smiðjur og til að ryksuga miðin, fái hér ekki veiðileyfi. En sú hætta, sem stafaði af væntanlegri vaxandi sókn þeirra, var ekki hvað síst ástæða þess, að útfærsla mátti allsekki dragast. Þegar minnst er á landhelgis- baráttuna, má ekki gleymast að þakka þeim, er þar stóðu í fremstu víglínu — landhelgis- gæslumönnunum. Þeir áttu við ofurefli að etja, en náðu ágætum árangri miðað við aðstæður, og öll þeirra framganga var þeim sjálf- um og þjóðinni til sóma. Viðræður við Bandaríkjamenn um endurskoðun varnar- samningsins eru byrjaðar. Þeim verður haldið áfram með eðlileg- um hætti eftir áramótin, og þá auðvitað með það markmið fyrir augum, sem í málefnasamningi stjórnarflokkanna segir, að stefnt skuli að. Náist eigi viðunandi niðurstaða í þeim endurskoðunar viðræðum, verður leitað eftir heimild Alþingis til uppsagnar samkvæmt ákvæðum samnings- ins. Við kveðjum nú ár, sem hefur verið landsmönnum gott og gjöfult. Afkoma atvinnuvega og einstaklinga hefur aimennt verið óvenjulega góð. Atvinna hefur verið mikil og ágæt víðast hvar um land, svo að áreiðanlega má jafna til beztu ára. Hver sú hönd, sem vildi og gat, hefur haft verk að vinna. Vinnufriður hefur ríkt að fáeinum tilvikum undanskild- um. Eg held, að ekki sé ofmælt, að við höfum búið við góðæri. Merki þess góðæris sjást hvarvetna. Sjaldan eða aldrei hafa fram- kvæmdir verið meiri hér á landi en í ár. Blasa þær við á nær öllum sviðum þjóðfélagsins, svo sem í samgöngumálum, skólabygging- um, fjölgun fiskiskipa, endurbót- um og stækkun fiskvinnslustöðva, húsabyggingum, ræktun og jarða- bótum, svo að fáein dæmi séu nefnd. Stórhugur og framkvæmdavilji eru tilvalin einkunnarorð fyrir árið, sem er kvatt í kvöld. Má vera aðsumum hafi þótt framsókn in fullhröð. Og satt er það, að kapp er best með forsjá. Og víst verður það aldrei nægilega brýnt fyrir mönnum, að það er ekki hægt að gera allt í einu. Og kröfu- pólitík á hvaða sviði sem er, þarf að stilla í hóf. Það hefur því mið- ur ekki enn tekist að leggja þann fjötur á verðbólguna, sem þarf. Vissulega er það skuggahlið á til- verunni. En hvað sem um það er, þá væri það vanþakklæti að van- meta þá velmegun, sem við ís- lendingar höfum á flestum svið- um búið við þetta ár, þrátt fyrir hjð óviðráðanlega og tilfinnan- lega Vestmannaeyjaáfall og þrátt fyrir landhelgisstríðið, og þrátt fyrir allt of ört vaxandi verð- bólgu. Og þessa velmegun er þeim mun meiri ástæða til að þakka, að við höfum ekkert bréf upp á varanleik í þeim efnum. Þvert á móti sýnir sagan og annálar, að mögru kýrnar vilja gjarna verða fleiri en þær feitu hér á landi. Og þó að við séum nú betur i stakk búnir en áður fyrr, þá höfum við einmitt á þessu ári verið minntir á það, að maðurinn er og verður alltaf smár gagnvart höfuð- skepnunum, ekki síst í okkar stór- bortna landi, þar sem oft er skammt öfganna á milli. Orð mín eru miðuð við þjóðar- heildina, en vitaskuld eru þeir alltaf margir, sem eftir hvert árið eiga um sárt að binda vegna slysa, sjúkdóma, ástvinamissis eða af öðrum ástæðum. Og nú heyrir árið 1973 senn til sögunni. Sögu þess segir sjálfsagt hver með sín- j um hætti, en hinum raunverulegu atburðum og staðreyndum fær enginn úr þessu breytt. En hvaða tíðindi mun sá gestur, sem nú ber að dyrum, nýja árið, flytja okkur. Hvað verður að því liðnu skráð á söguspjöld þess. Þeirri spurningu getur enginn svarað fremur en fyrri daginn. Framtiðin er alltaf jafn óráðin gáta, bæði að því er varðar einstaklinga og þjóðlífið í heild. Menn gera áætlanir, reikna út þetta eða hitt eftir líkum og reyna eftir bestu getu að ráða þá gátu, hver verði framvinda komandi árs, en enginn getur úr því skorið með neinni vissu, hvort dæmið sé rétt reiknað, hvort lausn gátunnar sé fundin. Enginn getur dregið frá tjaldið, sem skyggir fyrir Skuld. En um þessi áramót er óvissan um framvinduna á næsta ári sér- staklega augljós. Það má segja, að óvissa i öllum áttum sé einkennandi um ástand og horfur við þessi tímamót. Af innlendum vettvangi má nefna óvissu varðandi ógerða al- menna kjarasamninga. En kaupgjaldsákvarðanir eru einmitt eitt af lykilorðum efnahagslífsins. Þess vegna er sérstaklega ánægjulegt að minnast þess, að samningar tókust við ríkisstarfs- menn í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og þar var mótuð sú stefna að lyfta launum hinna lægst launuðu meir en annarra. Óvissan um verðlagsþróunina er og mikil, ekki aðeins af heimatil- búnum ástæðum heldur og ekki síður vegna utanaðkomandi áhrifa. Ovissa í umheiminum er vægast sagt fskyggileg. Olíuskort- urinn er farinn að segja til sín með mörgu móti, ekki aðeins í hækkandi verði heldur i fram- leiðslusamdrætti. Atvinnuleysi og minnkandi kaupgeta gæti verið á næsta leiti í sumum löndum. Olíu- skömmtunin hefur áhrif til hækkunar á verðlag fjölmargra vörutegunda. Vari þetta ástand um lengri tíma getur það haft hinar alvarlegustu afleiðingar, sem enginn getur sagt fyrir um í dag. Það er auðvitað óhjákvæmi- legt, að áhrifa þessa vandræða- ástand gæti með ýmsum hætti hér á landi. Það er óleyfileg bjartsýni að halda, að sá vágestur sneiði hér hjá garði. Og alltaf getur brugðið til beggja vona um árferðið. Marg- ir landsmenn hafa fengið að kenna á kuldanum undanfarna tvo mánuði. Hvað verður síðar? Kannski á landsins forni fjandi — hafísinn — eftir að heimsækja okkur. En ég mun ekki hér fara nánar út í þá sálma. Allt er þetta, hvort sem er svo óvíst. En ég verð að segja, að ég tel, að horfurnar hvetji til varfærni á mörgum sviðum. En hvað sem allri óvissu líður, þá er það vfst, að árið 1974 verður merkisár í islandssögunni. Þá minnist þjóðin ellefu hundruð ára byggðar í landinu. Fáar þjóðir kunna betri skil á uppruna sín- um, landnámi og raunar sögu sinni allri en íslendingar. Það er aðalsmerki hverrar þjóðar að leggja rækt við sögu sína. Þangað sækir hún styrk og stolt. Það á við um okkur islendinga. Hvað vær- um við i dag án sögunnar? Hefð- um við nokkurn tíma orðið sjálf- stæð þjóð án vitundar um upp- runa okkar, sögu og forn lands- réttindi? í sjóð sögunnar voru sótt þau rök, sem dugðu okkur best í frelsi- og sjálfstæðisbaráttu. Á véla- og tækniöld er okkur sagan e.t.v. ekki eins hugstæð og lifandi og áður fyrr. Þeim mun meiri ástæða er til að staldra við jafn sögulegan áfanga, sem ellefu alda byggðarafmæli, og rifja upp sögu þjóðarinnar í ellefu hundruð ár. Þar er margs að minnast, margra sögulegra atburða, fangaðarstunda og hörmunga- tíðinda. Þar má finna leiðar- merki, sem enn í dag geta vísað Þjóðhátíðarárið efli heilbrigðan þjóðarmetnað og sjálfstœða dómgreind veginn. Og þar eru margjr bauta- steinar, sem ástæða er til að nema staðar við. í Alþingisljóðum sínum segir Davíð Stefánsson um íslenska þjóð: „Og hennar líf er eilift krafta- verk“ Þegar litið er yfir söguna og hafðar í huga þær hörmungar, er gengu yfir íslenska þjóð, hvort heldur af völdum náttúruham- fara, drepsótta, erlendrar áþján- ar, harðinda eða fátæktar, þá má til sanns vegar færa, að það sé kraftaverk, að þjóðin lifði af, reis úr öskustónni, og er nú fullvalda þjóð og lifir við lffskjör, sem eru sambærileg við það, sem tíðkast í nálægum velferðarþjóðfélögum. Þessa afmælis verður minnst með ýmsu móti, svo sem útgáfu íslandssögu, byggingu safnahúss, opnun hringvegar og atvinnu- vegasýningu. Enn fremur er gert ráð fyrir hátíðum, bæði héraðahá- tíðum víðs vegar um land og einni sameiginlegri eins dags þjóðhátíð fyrir landið allt að Þingvöllum. Enn er eigi að fullu gengið frá dragskrá hátíðahaldanna, en til þeirra verður vandað svo sem kostur er. Hér er eigi um skemmt- un að ræða heldur hátíð, þjóðhá- tíð, sem á að verða þjóðinni til ánægju, sæmdar og vakningar. Hátíð fyrir alla þjóðina — þjóð- hátíð — verður eigi haldin á öðrum stað en Þingvöllum. Um það hljóta allir að vera sammála. Þingvellir eru helgistaður allr- ar þjóðarinnar. Þeim stað er saga þjóðarinnar tengd , órjúfandi böndum. í Alþingishátíðarljóðum sínum segir Davið Stefánsson: „Sjá liðnar aldir líða hjá og ljóma slá á vellina við Öxará á hamraþil á gjár og gil. Hér hefur steinninn mannamál og moldin sál. Hér hafa árin rúnir rist og spekingar og spámenn gist. Hér háði þjóðin þing sitt fyrst.“ Það má segja, að þjóðin hafi þrisvar sinnum haldið þjóðhátíð, 1874, 1930 og 1944 allar á Þing- völlum. Allar urðu þær þjóðinni til sæmdar og ógleymanlegar öll- um, er þær sóttu. Þær vöktu til dáða og gáfu þjóðinni aukið þrek og nýja trú á sjálfa sig. Þjóðhátíðin á komandi sumri á að verða kveikja þjóðlegrar Vakn- ingar,. styrkja samkennd þjóðar- innar og stuðla að sjálfsvitund hennar. Ég held, að slíkrar vakn- ingar sé nú þörf. Að vísu er það svo, eins og áður er sagt, að nú skortir sannarlega ekki stórhug og framfaravilja, en ég held að það vanti einhvern eldmóð í sál- ina, já e.t.v. hálfgert ofstæki til að reka úr landi ýmsar ódyggðir og óvenjur, sem hér hafa rutt sér til rúms. Það þarf nýja vakningu til ræktunar lands og lýðs, og til að styrkja þjóðarinnar eigið Ég. Ég vona að allir taki höndum sam- an um það að standa þannig að þessari þjóðhátíð, að hún nái til- gangi sínum og verði öllum, er hana sækja til ánægju og sóma. Um skeið heyrðust þær raddir, að það væri ofrausn að stofna til slíkrar hátíðar, en þær eru nú þagnaðar sem betur fer. Flestir landsmenn þekkja von- andi frásögn Landnámu af för Hrafna-Flóka og félaga til íslands fyrir liðlega ellefu öldum. Eftir heimkomuna til Noregs voru þeir spurðir um hið óbyggða land, sem Flóki hafði gefið heitið Island. 1 Landnámu segir svo: „Ok er menn spurðu af landinu, þá lét Flóki illa yfir en Herjólfr sagði kðst ok löst af landinu, en Þórólfr kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu, því er þeir höfðu fundit." Ég hygg, að eftir ellefu hundruð ára byggð í landinu, muni flestir fallast á, að hin hóf- samlega lýsing Herjólfs sé rétt. Landið hefur bæði kosti og galla borið saman við önnur lönd. Landið er harðbýlt en á samt ærinn auð, ef menn kunna að nota hann. Það agar börn sín stundum ærið hart, en það hefur líka rótfest í þeim þá seiglu og þann manndóm, sem þeir þurfa Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.