Morgunblaðið - 03.01.1974, Page 29

Morgunblaðið - 03.01.1974, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUÁR 1974 29 MAIGRET OG SKIPSTJÓRINN Framhaldssagan eftir Georges Simenon Jöhanna Kristiónsdóttir þýddi 28 Þá fór annað Wienandsbarnið að skæla og móðirin, sem virtist ákaflega óróleg, greip I það til að reyna að fá það til að þegja.Þegar frúin sá, að hún næði ekki árangri með því móti, tók hún barnið í kjöltu sér og reyndi að sefa það, en endaði með því að klfpa í barn- ið til að neýða það til að þagna. Það var nauðsynlegt að líta öðru hvoru á auða stólinn milli þeirra Beetje og Any til að átta sig á, að harmleikur hefði gerzt. Og samt var í aðra röndina ótrú- legt að Beetje, sem var svo hressi- leg og heilbrigð stúlka, skyldi geta valdið óláni á öðru heimili. Það var aðeins eitt við hana, sem var heillandi — þessi nitjáti ára gömlu brjóst sem voru enn þokkafyllri innan undir þunnu hvitu silkiblússunni. Öðru hverju titruðu þau örlítið og Maigret gat ekki varizt að líta. á þau öðru hverju. Skammt frá sat frú Popinga, sem aldrei hefði getað státað af slíkum barmi, ekki einu sinni þegar hún var nítján ára. Hún var kappklædd og hún var svo vel upp alin og tamin í framkomu, að af henni stafaði engum þokka. Svo kom Any, hörkuleg, flat- brjósta, ljót, en dularfull. Popinga hafði hitt Beetje, þessi Popinga með alla sína lífsorku og þörf til að njóta allra lífsins lysti- semda. . .Og hann hafði ekki séð sviplaust andlit Beetje, vatnsblá augu hennar. . . og hann hafði allra sízt skilið þörf hennar til að sfma 10-100 kl. 10.30 — 11.30, frá mánúdegi til f östudags. 0 Nýju fötin keisarans Ilaraldur Magnússon skrifar: „Það voru einu sinni ævintvra- ntenn, sem vildu græða peninga nteð auðveldum hætti. Þeir not- uðu sjálfan þjóðhöfðingjann sér til framdráttar. Hann var svo gl.vsgjarn,. að hann var alltaf að skipta um föt. Þess vegna ákváðu svikahrapparnir að nota hinn auð- trúa keisara sér til framdráttar. Þ'eir fóru til keisarans og sögðust ætla að vefa honum dásamlegustu föt, sem nokkru sinni hefðu verið búin til, og hefði efnið þann eigin- leika, að þegar keisarinn klæddist fötunum, gæti hann séð hverjir væru starfhæfir innan ríkisins, þannig, að væru þeir heimskir og • þjónuðu ríkinu ekki af trú- ntennsku og dugnaði, þá sæju þeir alls engin föt. Sams konar sögu hafa Alþýðu- bandalagsmenn búið til um bæki- stöð NATO á Keflavíkurflugvelli. Alþýðubandalagið segir að þeir, sem vilji vera í NATO séu föður- komast í burt. . . stálvilji sem fal- inn var bak við brúðuandlitið. Hann hafði bara séð þessi ungu og miklu brjóst hennar og þennan stinna eggjandi líkama. Hvað frú Wienand snerti, þá var hún ekki lengur kona. Hún var móðir og húsmóðir, hvar hún sat nú og þurrkaði litla drengnum sínum um nefið. Hann hafði gefizt upp á skælunum. — Á ég að vera kyrr? Spurði Duclov frá sviðinu. — Já, þakka yður fyrir. Maigret gekk til Pijpekamps og hvíslaði I eyra honum. Lögreglu- maðurinn frá Groningen gekk út ásamt Ooosting. Inni í veitingastofunni var ver- ið að spila billiard. Þau heyrðu kúlurnar rekast á. í salnum voru al.lir mjög niður- lútir og framlágir. Þetta minnti einna helzt á miðilsfund og það var eins og allir byggjust við því, að eitthvað vo,ðalegt gerðist. Any var sú eina, sem dirfðist að rísa á fætur, eftir að hafa hugsað sig um drjúga stund, og segja: — Ég skil ekki, hver tilgangur- inn er.. .. Þetta er... þetta er.. . — Nú er stundin komin.. . Afsakið! En hvar er Barens? Hann hafði verið búinn að gleyma honum. Nú kom hann auga á hann lengst aftur í salnum. — Hvers vegna hafið þér ekki fengið yður sæti. — Þér sögðuð, að allt ætti að vera eins og um kvöldið: Augnaráðið var flóttalegt og hann dró andann ótt og tltt. .. . — Um daginn sat ég á einum af öftustu bekkjunum, því að þar landssvikarar. Það segir, að þeir, sem vilji véra í NÁTO séu land- ráðamenn. Þannig hafa þessir nú- tima ævintýramenn spunnið lyga- vefinn ár eftir ár. Hver vill vera föðurlandssvikari? Markmið Al- þýðubandalagsins hefur þannig verið að sljövga og devfa alrnenn- ing, vegna þess. að sé santa lygin endurtekih nógu oft, þá fer ekki hjá því, að einhverjir fara að leggja trúnað á hana. A endanum verður það svo eins og í sögunni. að menn kyngja lyginni til þess að verða ekki taldir óhæfir þegriar landssíns. Vefararnir halda áfram með lygavefinn — þeir sitja ekki að- gerðalausir. Hver var að tala um Rússa- grýlu? Á Island ekki að vera fyrir Islendinga, eins og Tókkóslóvakía fyrir Tékka og Slóvaka, Ungverja- land fyrir Ungverja —' eða Sovét- ríkin fyrir Rússa? En nú verða menn að fara að losa sig úr lygavefinum, eins og gerðist í sögunni um nýju fötin keisarans. Ilaraldur Magnússon, Hverfisgötu 23 C, Hafnarfiröi". var ódýrara, ásamt nokkrum skólabræðrum minum.. .. Maigret skipti sér ekki frekar af honum en gekk til og opnaði dyr sem lágu að litlum gangi og siðan út á götuna. Þá leið mátti fara án þess að þurfa að fara gegnum veitingastofuna. Hann sá aðeins fáeinar hræður úti i myrkrinu. — Eg býst við því, að þegar fyrirlestrinum var lokið, hafi nokkur hópur safnazt saman við sviðið, fólk hafi skipzt á kveðjum og viðurkenningarorð hafi verið látin falla. . . . — ... Salurinn tæmdist. . . Litli hópurinn var sá siðasti, sem gekk til dyra. .. Barens slóst i för með Popingafjölskyldunni. . . — Nú getið þér komið, Duclos. Allir risu upp. En allir voru tvístígandi um, hvaða hlutverk þeir ættu að fara með. Litið var í sifellu á Maigret. Any og Beetje létu eins og þær sæju ekki hvor aðra. Vandræðaleg og feimin bar frú Wienand yngra barn sitt í fanginu. — Komið á eftir mér. Og rétt áður en þau komu að dyrunumsagði hann: — Við höldum nú áleiðis til hússins í sömu röð og gengið var kvöldið, sem fyrirlesturinn var haldinn.. . frú Popinga og Duclos.. . Þau litu hvort á annað, voru á báðum áttum og gengu svo hik- andi af stað eftir dimmri götunni. — Ungfrú Beetje. .. Þér urðuð samferða Popinga.. . farið af stað, ég kem eftir andatak... Hún þorði varla að ganga ein og alveg sérstaklega stóð henni stuggur af föður sínum, sem var í einu horni salarins undir eftirliti lögregluþjóns.. . — Þá eru það Wienandshjón- in. . . Þau voru eðlilegustu i fasi, því að þau þurftu einnig að hugsa um börnin. — Ungfrú Any og Barens.. . Ungi maðurinn var enn einu sinni í þann veginn að bresta í grát. En hann beit á vör sér og gekk framhjá Maigret. Lögregluforinginn sneri sér að lögreglumanninum, sem gætti Liewens. — Kvöldið, sem morðið var framið, var hann heima hjá sér, þegar hér er komið sögu. Viljið þér fara með hann heim og sjá til þess að hann aðhafist nákvæm- lega það sama og þá um kvöldið. Þetta minnti einna helzt á illa skipulagða skrúðgöngu. Þau sem höfðu lagt fyrst af stað, numu staðar, veltu fyrir sér hvort þau ættu að halda áfram. Frú Van Hasselt stóð í dyrunum og horfði á það sem fram fór, jáfnframt því sem hún svaraðí • Þakkirtil útvarpsins fyrir hátíða- dagskrána E. Magnúsdóttir skrifaf: „Kæri Velvakandi. Síðast þegar ég skrifaði þér var það til að skammast út af fluttu útvarpsefni, enda hafði það mál allt afdrifarikar afleiðingar. En nú ætla ég að venda rnínu kvæði i kross og þakka útvarpinu alveg sérstaklega fyrir tönlistar- dagskrá þess. um hátfðarnar. Hið talaða orð læt ég nú liggja á milli hluta, en það er svo sem ekki við þvi að búast, að allt geti verið jafngott. Ég hafði ekki tækifæri til að fara og hlýða á flutning Messíasar-óratóríunnar eftir Hándel, og þess vegna vil ég flytja útvarpinu sérstakar þttkkir mínar fyrir þann flutning. Svona tón- listarviðburður gerist ekki á hverjum degi, og þess vegna er þaö þakkavert, að útvarpið skuli flytja hann þeim, sem einhverra hluta vegna komast ekki til þess að hlusta á hann i hljómleikasal. E. Magnúsdóttir." spurningum, sem billjardspilar- arnir kölluðu til hennar. Frú Van Hasselt stóð í dyrunum og horfði á það sem fram fór, jafnframt því sem hún svaraði spurningum, sem billjardspilar- arnir kölluðu til hennar. Bærinn var í svefni, frú Pop- inga og Duclos beygðu út á veginn sem lá meðfram hafnargarðinum og Maigret gat sér þess til að prófessorinn reyndi að tala sef- andi við frúna. Ljós og skuggar skiptust á, þvi að langt bil var á milli ljósastaur- anna. t>au sáu dökkan vatnsflötinn, þar sem skipin lágu. Beetje hafði á tilfinningunni, að Any væri rétt á hælum sér og reyndi að vera eðlileg i göngulagi, en þar sem hún var einsömul veittist henni það erfitt. Það voru nokkur skref á milli þeirra. í hundrað metra fjarlægð sáu þau bát Oostings greinilega, þvi að hann einn allra bátanna var hvítmálaður. Þar var hvergi ljós að sjá um borð. — Viljið þið standa kyrr, þar sem þið eruð stödd, sagði Maigret nægilega hátt til að allir heyrðu. Þau staðnæmdust og stóðu kyrr eins og saltstólpar. Kvöldið dimmt. Ljósgeislinn frá vitanum sveiflaðist yfir höfðum þeirra og lýsti ekki mikið upp næ&ta ná- grenni. Maigret sneri sér nú að Any. — Þér voruð örugglega á þess- um stað á leiðinni heim? — Já. — Og þér Barens? — Já. . . það held ég„ — Eruð þér ekki vissir... Urð- uð þér ekki samferða Any? — Jú„ . . en augnablik... það var ekki hérna, heldur svona ögn lengra, að Any vakti athygli mina á þvi að kápa annars barnsins drægist með jörðinni. . . — Og þá genguð þér á undan til að segja Wiendandshjónunum frá þvi? — Nei, frú Wienand.. . — Það hefur ekki tekið nema nokkrar sekundur. — Það er rétt og svo gengu Wienandshjónin áfram og ég beið eftir Any... — Þér tókuð ekki eftir neinu óvenjulegu? — Nei. — Vilja allir ganga nokkrum metrum lengra, skipaði Maigret. Og þá hittist svo á, að systir frú Popinga stóð einmitt við bát Oostings. — Farið til Wienands, Barens. Hann sneri sér að Any: — Takið upp húfuna, sem ligg- ur á þilfarinu! Hún þurfti ekki að ganga nema þrjú skref og beygja sig niður. 0 Sandur óskast keyptur Maður kom að máli við Velvak- anda, og bað hann um að konia eftirfarandi hugmynd á fram- færi: „Hin ýmsu félög hér afla fjár til starfsemi sinnar með mismun- andi hætti. Margvisleg sölustarf- 'semi fer.fram á vegum þessara aðili, svo sem sala á fræi til land- græðslu og fuglafóðri. svo að eitt- hvað sé nefnt. Nú finnst mér, að tilvalið væri fyrir einhverja. að hefja sölu á sandi í smápokum til að strá á tröppur, gangstéttir og annars staðar þar sem gengið er. Þegar snjór og is er yfir öllu er ómögulegt að ná i sand. og þá er ekki annað til að taka saltið. en það fer illa með allt, sem það kemur nálægt, eins og allir vita. Það er ekki nóg með að saltið eyðileggi skótauið, heldur berst það inn í ibúðir og stórskemmir teppi og annað þvi um líkt. Þess vegna fyndist mér heilla- ráð fyrir einhverja, sent nenna að standa í þvi, að útbúa poka með sandi til að selja — þannig væri hægt að gera tvennt i senn — afla fljöttekins fjár og greiða fyrir náunganum." Varasöm er veröldin ÞAÐ var komið fram yfir miðjan september fyrsta eða annað árið, sem ég var fastráðinn garðyrkju- maður hjá Héraðshæli Austur- Húnvetninga og komið kvöld, mig minnir að klukkan væri farin að ganga 9, þegar Halldóra Bjarna- dóttir kom þjótandi inn til min og sagði: „Komdu snöggvast inn til min, það er stödd hjá mér kennslukona, sem á heima norður í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Þú hlýtur að hafa gaman af að tala við hana." Þegar ég var kominn inn til Halldóru, kom til mín virðuleg dama, ég leit á hana og sá, að það var eitthvað sérstaklega hlýtt og aðlaðandi við hana. Eftir augnablik tók hún i hönd mér, áður en hún sagði: „Sæll og blessaður Guðmundur, nafn mitt er Hersilía Sveinsdóttir og ég er fædd á Mælifellsá; for- eldrar mínir voru Sveinn Gunn- arsson og Margrét Árnadóttir, mannst þú ekki eftir þeim?" „Jú ég man vel eftir þeim ...“ Áður en ég var búinn að segja meira, var Halldóra farin að talá og hún talaði og talaði, svo hvorki ég né Hersilía gátum sagt eitt einasta orð. Eftir ég veit ekki hvað langan tíma kom ein af starfsstúlkum Héraðshælisins inn til okkar eftir að hafa bankað á dyrnar og sagði: „Eg á að segja henni Hersilíu, að bflstjóranum sé farið að leiðast að bíða eftir henni." Eftir örstutta stund var Her- silia farin. Siðan hef ég ekki séð há'na, en aldrei getað gleymt henni. Hvers vegna veit ég ekki. Ég hef haft mikla ánægju af því að hlusta á vísnaþætti eftir ýmsa hagyrðinga, sem Herilía Sveins- dóttir hefur öðru hverju í nokkur ár flutt í hljópvarp. Nú er bókaútgáfan Leiftur búin að gefa út bök eftir Hersiliu Sveinsdóttur sem heitir Varasöm er veröldin, það eru 5 sögur. Fyrsta sagan, Gæfuspor, er svo vel samin, að henni má jafna við það bezta í okkar smásagnagerð. En þið verðið að lesa hana oftar en einu sinni til þess að hafa full not af henni. Móðurminning er falleg saga, sem ekki er óhugsandi. aðgeti átt sér stað eftir einn eða tvo áratugi á ýmsum stöðum á landi voru. Hvað sem því líður, finnst mér nú, að ég sjái og heyri margt af því, sem gerðist f lífi Hersilíu, frá því að hún lauk námi á Kvenna- skólanum á Blönduósi, þangað til hún fór í Kennaraskólann (en það segi ég ekki neinum); ekki meira um það. Laufás er lengsta sagan í bók- inni. I henni er sagt frá mörgu. fólki og atburðum, en sögukonan sýnir, að hún getur sagt ótrúlega mikið í fáum orðum. Enginn veit, hvað undir annars stakki býr, gæti verið sönn saga og það væri hægt að telja mér trú um það, að móðir sögukonunnár hefði sagt henni hana fyrir 60 árum i hjónahúsinu á Mælifellsá, en I því samdi faðir Herilfu Sveinn Gunnarsson æfisögu Karls Magnússonar, sem var skáldsaga, þremur árum eftir síðustu alda- mót og lét hana enda svona: Innan um gesti og krakka ég ritaði og samdi söguna sex á vikum vikum réttum. Sveinn karlinn á Mælifellsá hafði áreiðanlega aldrei lesið skáldsögu, þegar hann samdi þessa skáldsögu. Síðasta sagan í bókinni er ábyggilega hollur lestur fyrir margar nútíma stúlkur. Það er ekki útilokað, að ég eigi eftir að hitta Hersilíu Sveinsdótt- ur og geti þá fengið að tala við hana a.m.k. i 5 minútur. Hersilía Sveinsdóttir á það skil- ið að Varasöm er veröldin verði metsölubók. Guðmundur Jónsson frá Blönduósi Er þaðöruggt aðrimlarnir þoli átök? VELVAKAIMOI \ehakandi svarar f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.