Morgunblaðið - 03.01.1974, Síða 5

Morgunblaðið - 03.01.1974, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 5 Ævar R. Kvaran; samband Eins og vænta mátti hefur til- urð þessarar bókar vakið gífur- lega athygli um land allt. Það er ekki óeðlilegt, því að bókin varð til með þeim hætti, að mjög er erfitt fyrir þá, sem lítið þekkja til miðilsstarfsemi, að trúa því. I for- mála segir Stefán Eiríksson frá því, að Brynjólfur biskup Sveins- son og Ragnheiður Brynjólfsdótt- ir hafi fyrir nær 20 árum farið að koma inn I samband Guðrúnar Sigurðardóttur til þess að kynnast því, að sögn stjórnanda þess, Har- alds Nielssonar. Segir Stefán að þau feðginin hafi á þessum fund- um talað til sín öðru hverju næstu árin. En árið 1970 hafi fundar- menn verið beðnir að taka á móti sögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Hófu þau svo starfið og tóku við fyrsta kaflanum 9. marz 1970, en 6. apríl 1972 komu svo sögulokin. Það þarf minna en þetta til þess að vekja tortryggni þeirra manna, sem allsekki trúaá líf aðþessu loknu. Hvað þá að hægt sé að hafa samband við framliðna. Það er reyndar engin nýlunda, að bækur verði til með þessum dularfulla hætti. Og það hefur meira að segja komið fyrir hér 1 Reykjavík, þó að atvik hafi verið ólík. Dagana 18., 19., 25., og 26. marz árið 1906 gerðist það undur hér í höfuðstaðnum, að seytján ára gamall piltur í 2. bekk Mennta- skólans tók að skrifa sögur, ósjálf- rátt. Hann hafði ekki minnstu hugmynd um það, sem hann var að skrifa fyrr en síðar, þegar hann eða aðrir höfðu lesið það. 1 eitt skipti var sú tilraun gerð að binda fyrir augu hans, þegar hann varð fyrir þessum dulrænu áhrifum, en það virtist engu skipta. Hann skrifaði eigi að síður jafn viðstöðulaust, glöggt og línu- rétt. Þessi piltur hét Guðmundur Jónsson og var frá Bakka í Arnar- firði. Hann varð síðar þjóðkunnur sem skáld og rithöfundur undir nafninu Guðmundur Kamban. Það, sem þessi seytján ára ungl- ingur skrifaði með þessum hætti, voru fimm ævintýri, sem báru vott um slíkan rithöfundarþroska, að með miklum ólíkindum mátti teljást, að þau væru frá honum sjálfum runnin. Hann eignaði sér þau heldur ekki, enda skrifaði hann ósjálfrátt undir þau nöfn annarra manna, eins og þeir væru höfundar og þýðarar sagnanna. Fyrsta sagan, sem heitir Kær- leiksmerkið, er þannig undirrituð nöfnunum H.C. Andersen — J. Hallgrímsson. Þetta væri þá eðli- legast að skilja svo, að sagan ætti að vera eftir hinn fræga Dana H.C. Andersen, en þýdd af Jónasi Hallgrímssyni. Hverju, sem menn kunna að trúa um þetta þá hygg ég, að erfitt sé að komast hjá því að sjá handbragð þessara mál- snjöllu manna á þessum fallegu sögum. I sambandi við merkar bók- Hauk Guðjónsson prest. En þetta fólk hafði þá þegar lesið eitthvað af bókinni. Að undanteknum séra Sigurði áttu þau erfitt með að trúa því, að bók þessi væri skrifuð af löngu látnu fólki og gerðu því ýmsar athugasemdir og fyrir- spurnir þar að lútandi. Ekkert þeirra sýndi þó þann skort á hátt- vísi að væna miðilinn eða aðra þá, sem að bókinni stóðu, um svik. Enda þarf eigi alllítið hugarflug til þess að fmynda sér þetta ágæt- isfólk standa fyrir slíku stórsam- særi. Hins vegar er óhætt að segja, að allir þeir, sem að bók- inni stóðu, hafi sýnt markvert hugrekkí með því að segja hik- laust það, sem viðkomandi töldu sannleikann, því að það þarf stundum minna til þess að fólk sé haft að háði og spotti af þeim, sem ekkert skyn bera á sálræn fyrir- brigði. Árni Gunnarsson á sérstakar þakkir skilið fyrir þennan út- varpsþátt, sem var frábærlega vel undirbúinn og unninn. Sannar Árni með þessu verki, að hann er í röð allra færustu starfskrafta, sem ríkisútvarpið hefur á sínum vegum. Vafalftið verður talsvert deilt um þessa bók og tilurð hennar, og er það ekki óeðlilegt. Bezt væri að fá rannsókn slíks máls í hendur sérmenntuðum, hlutlausum vfs- indamanni, eins og til dæmis dr. Erlendi Haraldssyni, sem er ein- mitt sérfræðingur í rannsókn dul- rænna fyrirbæra. Sá, sem þessar línur hripar, þykist fullviss um það, að allir þeir, sem hér hafa átt hlut að máli, væru fúsir til sam- vinnu um rannsókn þess. Að- spurðir í framannefndum út- varpsþætti, hvort þeir, sem hefðu átt þátt í miðilsfundunum, væru reiðubúnir til þess að staðfesta framburð sinn með eiði, svöruðu allir hiklaust játandi. Þetta ágætisfólk hefur áreiðanlega engu að leyna. Hugleiðingar um miðils- Guðrúnar Sigurðardóttur menntir skrifaðar ósjálfrátt er dæmið um frú Curran í Missouri í Bandaríkjunum líklega einna frægast. Arið 1913 komst hún með notk- un stafaborðs í samband við veru, sem kallaði sig Patience Worth og kvaðst hafa látizt á 17. öld. Þetta dularfulla samband ómenntaðrar amerískrar húsfreyju og seytjándu aldar-rithöfundarins Patience Worths hélt áfram allt til þess, að frú Curran lézt árið 1937. En þá var hún búin að skrifa sex skáldsögur og þúsundir ljóða eftir fyrirsögn hinnar látnu veru. Þessi verk vöktu gífurlega athygli sökum fegurðar og bók- menntagildis, og sérfræðingar voru ekki í vafa um, að málfarið var seytjándualdar enska. I bók sálfræðingsins próf. Har- alds Schelderups Furður sálar- lífsins, er þetta fræga tilfelli rak- ið. Þar segir prófessorinn m.a.: „Frú Curran stóð á þrftugu, er hún byrjaði að skrifa. Hún hafði enga menntun umfram almenna barnaskólafræðslu. Almenn þekk- ing hennar var í meðallagi. Hún hafði aldrei komið til útlanda og lítið ferðazt um Ameríku. Líf hennar hafði takmarkazt við miðvesturríkin. Hún hafði aldrei séð hafið, aldrei komið austar eða norðar en til Chicago né vestur eða suður fyrir Forth Worth í Texas. Hún hafði enga reynslu af ritstörfum og enga meðvitaða löngun til að verða rithöfundur. Walter F. Prince hefur birt sjálfsævisögu frú Currans og afl- að sér upplýsinga fölks, sem þekkti hana áður en hin ósjálf- ráða starfsemi hennar hófst. Hann þaulspurði hana um al- menn og söguleg þekkingaratriði og fann fyrir „botnlausa fáfræði", sem raunar var i góðu samræmi við takmarkaða skólamenntun hennar, en i fyllsta ósamræmi við hina umfangsmiklu og jafnframt sérhæfðu þekkingu, sem einkenn- ir söguleg ritverk Patience Worths.“ (Þýðing Gísla Ásmunds- sonar). Og vangaveltur próf. Schelde- rups enda með einu stóru spurn- ingarmerki, eins og hann sjálfur orðar það. M.ö.o. vísindi nútimans eiga hér enga skýringu. Hvort rit- verk verður til fyrir munn trans- miðils, eins og Guðrúnar Sig- urðardóttur, eða er skrifað ósjálf- rátt virðist ekki skipta mjög miklu máli, þvi að sá, sem skrifar ósjálfrátt, er vitanlega gæddur miðilshæfileikum. Þeir, sem þekktu Guðmund Kamban vel og báru skyn á þessi efni, voru til dæmis ekki í neinum vafa um það, að hann byggi yfir slíkum sálrænum hæfileikum. hefði verið á máli 17. aldar, og segir, að það hafi líka verið vilji Brynjólfs biskups. En stjórnandi miðilssambandsins, Haraldur Nielsson hafi aftekið það með öllu. Talið með því alltof mikið lagt á miðilinn, þar eð til þess þyrfti miklu meiri orku. Auk þess tæki flutningur sögunnar alltof langan tíma með því móti, þar sem hver fundur yrði þá að vera miklu styttri. Sögumaður þessarar frásagnar er sagður vera séra Þórður Jóns- son frá Hítardal á Mýrum, þar sem hann fæddist 1606. Hann brúar bilið milli samtalanna, en það er allt frá fáeinum mínútum upp í nokkur ár. Séra Þórður lýsir undirbúningi miðilsfundanna sín megin svo: „Hver fundur var þannig undirbúinn, að ég kallaði fólkið saman og sagði við það: Nú lifið þið upp þennan dag, samtöl hans, gleði, sorg og þjáningu. Fólkið gerði þetta. Það hvarf aft- ur í tímann og samtölin komu.“ Og þau er að finna i þessari miklu bók, sem þegar er orðin 344 bls. að stærð, þótt en sé óprentað siðara bindið. í þessari stuttu umsögn verður efni bókarinnar ekki rætt nánar, verkið er ekki komið út í heild. Sunnudaginn þann 4. nóv. sl. hafði Árni Gunnarsson fréttamað- ur kynningarþátt í hljóðvarpi um tilurð og efni þessarar bókar. Þar voru viðtöl við Guðrúnu Sigurðar- dóttur miðil, Stefán Eiríksson og Sverri Pálsson. Svör allra þessara aðila voru hiklaus, skýr og af- dráttarlaus. Þá voru einnig viðtöl við Sigurjón sálfræðing Björns- son, Björn Teitsson sagnfræðing, Valborgu Bentsdóttur og Sigurð Guðrún Sigurðardóttir. heldur sagnfræði og þess vegna sé ekkert að marka það, sem i henni er sagt. Hér virðist gengið út frá því, að það, sem kallast sagnfræði, sé ekkert annað en ómengaður sannleikur. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að það, sem þykir góð sagnfræði í dag, getur fyrir tilstilli nýrra uppgötvana í forn- leifafræðum, eða fund gamalla skjala, orðið úrelt á morgun. 1 dæminu um frú Curran vakti það ekki minnsta athygli, að hún skrifaði á 17. aldar ensku. Hvers vegna er bókin um Ragnheiði ekki skrifuð á 17. aldar máli? í formála bókarinnar minnist Stefán Eiriksson á þetta atriði. Hann viðurkennir, að það hefði vissulega verið æskilegt, að bókin Bókin um Ragnheiði Brynjólfs- dóttur er ekki skáldverk og verð- ur því ekki metin sem slíkt. Ef rétt er hermt, frá hvaða fólki efni hennar er runnið, er heldur engin ástæða til að vænta siíks. Ég hef heyrt því fleygt, að hún sé ekki RÍKISSÞÍTALARNIR lausar stöður Sérfræðlngastaða Staða sérfræðings — í 3/4 hluta starfs — við Fæðingardeild Landspítalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. mai 1974. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspítal- anna. Umsóknir, er greini frá aldri, námsferli og fyrri störfum, sendist stjórnarnefnd ríkis- spítalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 29. janúar n k. Reykjavík, 28, des. 1973. SKRIFSTOFA R í KISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.