Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 Fa 'AiAin: 22-0-22* RAUOARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 BÍLALEIGA, CAR RENTALI JSf OM-MKTM,- Hverfisgöto 1 8 86060 /í5bílaleigan felEYSIR CAR RENTAL *24460 í HVERJUM BÍL PIOMŒŒR ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI LEIGAH AUÐBREKKU 44-46. SIMI 42600. FERÐABÍLAR HF. Bilaleiga.— Sími81260. Fimm manna Citroen G S. station. Fimm manna Citroen G S 8 — 22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjór- um)._______________________ HOPFERÐIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—50 far- þega bílar. KJARTAN INGIMARSSON. simi 86155 og 32716. í,- P*r0tmbIðMb F VlMIRGFRLDnR I mRRKRfl VDDR Sölumaðurinn Áramótaávarp forsætisráð- herra var af ýmsum ástæðum all athyglisvert. Sérstæðast var þó á hvern veg forsætisráð- herrann tvfskipti ræðunni. Annars vegar hamraði hann á því, hve árið hefði verið gjöfult, markaðir hagstæðir og fleira jákvætt í þeim dúr. Hins vegar kom svo mikil svartsýnis- spá. Allt væri í óvissu, og eftir orðanna þunga virtist, sem for- sætisráðherra teldi, að allt gæti farið í kaldakol á hinu nýbyrjaða ári. — Flestir hefðu haldið, að eftir slík góðæri, sem þjóðin og um leið ríkisstjórnin hefur búið við f tvö ár, ættu að vera til all öflugir sjóðir og forði til að mæta tímabundnum afturkipp. En þvf er ekki að heilsa. Gamalt máltæki segir, að eyðist, sem af er tekið, en hitt er einnig jafn ijóst, að sé lengi lifað um efni fram, þá blasir gjaldþrot við. Þegar forsætisráðherra krafðist þess, að þjóðin sýndi þakklæti sitt vegna þess, að síðasta ár hefði blessast vel, var undirtónninn sá, að allt ágætið væri ríkisstjórninni að þakka. Sannleikurinn er auðvitað sá, að mönnum er skylt að þakka það, að þrátt fyrir tveggja ára vin'stri stjórn, þá skuli ekki enn allt vera um koll keyrt. En slík þakkargerð er því miður aðeins skammgóður vermir, því að öllum er Ijóst, að hrunið er ekki langt undan, ef ekki verður í skyndingu tekið f taumana. Forsætisráðherrann reyndi að blekkja þjóðina og láta svo líta út sem allt það, er að ríkisstjórninni sneri, væri slétt og fellt. Minnti hann í því á óprúttinn sölumann, sem reynir að pranga kolryðguðum bílskrjóð inn á sakleysingja með að láta sprauta málningu yfir öll kaunin. Eftir ræðu for- sætisráðherrans má því spyrja eins og spurt var í Banda- ríkjunum á sínum tíma: Mundirðu kaupa notaðan bíl af þessum manni? Stjórnin feig Magnús Kjartansson orku- skortsráðherra hefur gefið yfir- lýsingar um, að réttast sé nú að rjúfa þing og efna til kosninga. Sú yfirlýsing er feigðarmerki fyrir vinstri stjórnina. Bjarni Guðnason hefur nú skipað sér ótvírætt í stjórnar- andstöðu og vill allt til vinna að koma frá öhæfustu ríkisstjórn, sem hér hefur setið. Vissulega er þar feigðarmerki. Utanríkisráherra hefur lýst því, svo, að ástandið innan ríkisstjórnarinnar sé nú þannig, að það ráðist á næstu vikum, hvort hún situr eða fellur. Allt er það ástand með feigðarbrag. Björn Jónsson og Hanníbal Valdimarsson hafa bent á, að allar yfirlýsingar Magnúsar Kjartanssonar um að ályktunartillaga um uppsögn varnarsamningsins verði lögð fram um leið og þing kemur saman, eru út í loftið og fyrir þeim enginn fótur. Og utan- ríkisráðherra hefur nýverið bent á, að vel geti verið, að samningafundurinn með Bandaríkjamönnum í janúar verði alls ekki hinn síðasti. All- ar þessar margbrotnu og þver- stæðu yfirlýsingar eru óræk feigðarmerki. Öll efnahagsmál þjóðarinnar eru á heljarþröm, og ríkis- stjórnin hefur hvorki vilja né getu til að snúast gegn þeim. í þeirri staðreynd býr feigðin. Þannig eru og verða allar væntanlegar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar á næstunni eins og dauðakippir — órjúfanlegir þættir í hennar feigðarflani. Sagt hefur verið, að feigum verði ekki forðaö. Hvað sem um það er, þá er ljóst, að vinstri stjórnin er þegar í raun hrokkin upp af, aðeins stendur á aðstandendum hennar að fá skrifað upp dánarvottorðið. Því fyrr, sem þeir gera það, því betra, því illt er að slík „ríkis- stjórn fari lengi með völd í landinu. Er Sjálfstæðis- flokkurinn andvígur endurskoðun varnar- samningsins? FRUMSKYLDA hverrar ríkis- stjórnar og allra stjórnmála- slokka er að móta stefnu, sem tryggir öryggi lands og þegna. Ekki er unnt að svara því í eitt skipti fy.rir öll, hvernig það er bezt gert. Sjálfstæðisflokkur- inn heíur aldrei talið dvöl erlends varnarliðs á íslandi endanlega lausn á öryggis- vanda landsins, Endurskoðun varnarsamn- ingsins getur verið tvenns konar. I fyrsta lagi er unnt að benda á einstök ákvæði hans, sem betur mega fara og þarfnast því endurskoðunar. í öðru lagi er unnt að taka samn- inginn til endurskoðunar í heild, samkvæmt ákvæðum 7. gr., en sú endurskoðun getur leitt til uppsagnar. I öllum umræðunum, sem fram hafa farið undanfarna mánuði, hefur ekki verið bent á eitt einstakt ákvæði samningsíns, sem betur mætti fara og þyrfti að breyta. Öllu fremur virðist ríkisstjórnin stefna að endur- skoðun samningsins með upp- sögn I huga, ef marka má mál- efnasamning hennar frá 1971. I ályktun landsfundar Sjálf- stæðisflokksins frá því I apríl 1956 kemur fram viðhorf flokksins til þeirra ráðagerða. sem þá voru uppi um endur- skoðun varnarsamningsins og uppsögn hans. Hér verður birtur kafli þessarar ályktunar: „Landsfundur lýsir samþykki sínu á afstöðu sjálfstæðis- manna á Alþingi í varnar- málunum og harmar þá ógæfu, að tveir lýðræðisflokkanna skuli nú hafa rofið eininguna í utanríkismálum og leitað á náðir kommúnista um lausn þeirra. Það var fyrir forgöngu sjálfstæðismanna, að íslend- ingar geta einhliða sagt varnar- samningnum upp með 1 'A árs fresti, og þeim rétti verður ekki afsalað meðan sjálfstæðis- menn hafa áhrif á stjórn landsins. Með þessu ákvæði var lögð sú skylda á utanríkisráð- herra að fylgjast svo með raunverulegu ástandi heims- mála, að hann geti gert ríkis- stjórn og Alþingi grein fyrir, hvenær hann telur rétt að endurskoða, hvort hér sé þörf á vörnum. I stað þess að fara þannig að, er málið t-ekið upp sem kosningamál og á Alþingi gerð ályktun, sem í senn er hæpin samkvæmt 7. gr. varnar- samningsins og óhyggileg, þar sem ákvörðunin er gerð fyrst og athugun málsins á að fara fram siðar. Slíkar aðferðir eru óhæfilegar í öllum málum og þó hvergi hættulegri en í utan- ríkismálum.“ Með hliðsjón af ástandinu núna og þvi, sem lýst er í þess- ari ályktun, er ljóst, að núver- andi ríkisstjórn fylgir svipaðri stefnu og framkvæmir hana á sama hátt og vinstri flokkarnir 1956. Ákvörðun ríkisstjórnar- ínnar um endurskoðun varnar samningsins hefur að vísu ekki verið ákveðin á Alþingi, heldur kemur hún fram í málefna- samningi stjórnarflokkanna og er greinilega niðurstaða póli- tískra hrossakaupa. Öryggi landsins. var ekki efst í huga þeirra, sem tóku ákvörðun um endurskoðun varnarsamn- ingsins, heldur draumurinn um að komast í ráðherrastólana. Eins og 1956 var ákvörðunin tekin fyrst, og síðan er athugað, hvort hún er framkvæmanleg. Árið 1956 reyndist ekki unnt að framkvæma ákvörðunina og enn er mjög óljóst, hvað verður úr faramkvæmdum á næstunni. Sjálfstæðisflokkurinn er and- vígur því, að öryggismál landsins séu gerð að pólitísku bitbeini í kapphlaupi um völdin. Flokkurinn vill, að um þessi mál sé fjallað af raunsæi og rökhyggju. Leiði slíkar athuganir til þess, að unnt virðist að tryggja öryggi landsins með öðrum og betri hætti en nu, ber að fylgja því fram, að svo verði gert. Er dvöl varnarliðs- ins til þess fallin að hvetja til árásar á landið? ANDSTÆÐINGAR varnarliðs- ins halda því oft fram, að vera þess sé tilfallin að hvetja til ins halda því oft fram, að vera þess sé tilfallin að hvetja til árásar á landið. Um leið og þeir halda þessu fram, saka þeir oft tals- menn varnanna um það, að þeir óttist árás að tilefnislausu. En hverjir eru hræddari um árás en þeir, sem telja, áð dvöl varnarliðsins verði tilefni hennar? I sjálfu sér eru það ekki her- mennirnir á Keflavíkurflug- velli, sem yrðu beita hugsan- legs árásaraðila, heldur mann- virkin, sem þar eru. Sama má raunar segja um mannvirkin í Hvalfirði og raunar einnig Reykjavíkurhöfn eða hvern annan stað, sem hugsanlegt væri að hagnýta í styrjöld.. Etf menn vilja gera ísland þýðingarlaust í augum þeirra, er hyggja á striðsrekstur á Atlantshafi, verða þeir að eyði- leggja allt og þurrka út, sem vakið getur áhuga viðkomandi aðila. Yrði þá harla eyðilegt i landinu. Góðar gjafir til björgunarsveitar- innar 1 Grindavík HINN 10. apríl í vetur voru 40 ár liðin frá því að togarinn Skúli fógeti strandaði vestan við Grindavík í stórhríð og ofsa- roki. Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavfk tókst að bjarga 24 af áhöfn skipsins, en 12 drukknuðu. Er sú harmsaga miirgum kunn. í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá þessum athurði komu saman 13 skip- verjar af Skúla fógeta, sem náðist til, og færðu þeir björg- unarsveitinni í Grindavík að gjöf 100 þúsund krónur. Þessir menn voru: Guðmundur Þ. Sigurðsson útgerðarmaður, Álftamýri 36 í Reykjavtk, ísleifur Ólafsson stýrimaður, Vitastíg 20 í Reykjavík, Matthías Jochumsson skipstjóri, Ilringbraut 39 í Reykjavík, Guðjón Marteinsson sjómaður, Brávallagöru 42 í Reykjavík, Sæmundur Auðunsson skip- stjóri, Nesvegi 59 i Reykjavík, Hjalti Jónsson járnsmiður, Týs- götu 4 B í Reykjavík, Sælberg Eiríksson sjómaður, Reykjavík, Ingvar Guðmundsson múrari, Freyvangi 5, Hellu, Ólafur Markússon kjötsmatsmaður, Hrafnshólum 2, Hellu, Ragnar Marteinsson bóndi, Meiritungu i Holtahreppi, Sigursveinn Sveinsson bóndi, Norðurfossi, V-Skaftafellssýslu, Ingólfur Gíslason bóndi, Eystri Skála 1 Rangárvallasýslu, og Arni Þorsteinsson hafnsögumaður Suðurgötu 10 í Keflavík. Hin- um síðastnefnda var falið að afhenda formanni Björgunar- sveitarinnar í Grindavík, Tómasi Þorvaldssyni, gjöfina. Færir björgunarsveitin Þorbjörg öllum þessum mönnum alúðarþakkir fyrir gjöfina og þann hlýhug, sem á bak við hana felst. Þá hefur og björgunarsveit- inni borizt önnur góð gjöf á árinu, en hún er frá Valnýju Tómasdóttur, Kvisthaga 21 í Reykjavik. Gjöfin er allveruleg A myndinni er stór hluti björgunarsveitar Grindavíkur, sem náðist til, og var hún tekin er Arni Þorsteinsson afhenti gjöfina að lokinni sameiginlegri kaffidrykkju. Á miðri mynd (sitjandi) eru þeir Ami og Tómas Þorvaldsson, formaður björgunarsveitarinnar. peningaupphæð, sem færð er sveitinni í tilefni af björgun áhafnar vb. Gjafars frá Vest- mannaeyjum, en á því skipi átti hún þrjá frændur, sem allir voru bræður, en gjöfin er einnig gefin til minningar um son Valnýjar, Tómas Guðberg Hjaltason, sem kunnur var af störfum sínum í þágu slysa- varnarmála. Vill björgunar- sveit Grindavíkur færa henni alúðarþakkir fyrir gjöfina. F. h. Björgunarsveitarinnar í Grindavík. Tómas Þorvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.