Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Gjörið svo vel að segja mér, hvernig ég get vitað, að til sé Guð. Lftið í kringum yður. Augu yðar sjá sannanir, hvert sem litið er. Biblían segir: „Hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með þvf að það verður skilið af verkunum.“ í sálmunum lesum við: „Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verk hans handa. Hver dagurinn af öðrum mælir orð, hver hlýtur að sannfærast um, að allt þetta hefur ekki orðið til af tilviljun. Guð skóp það. Láttu andann, sem er í yður, einnig komast að raunum, að Guð er andi og að hann er alltaf nálægur. Biðjið hann þess af einlægu hjarta, að hann gefi yður vissu þess í hjarta yðar, að hann er Guð og að hann elskar yður. Verið það einlægur, að þér takið Biblíuna, bók Guðs, og athugið, hvað hún segir um hann. í náttúrunni sjáið þér mátt og tign Guðs. í Biblí- unni lærið þér um elsku Guðs, elsku, sem er svo djúp og knýjandi, að hann kom niður til þessarar jarðar til þess að endurleysa okkur sér til handa. Lesið guðspjall Jóhannesar frá upphafi til enda í einni lotu. Lesið það aftur. Ef þér eruð að leita Guðs af einlægni, þá gerið þetta, sem ég hef bent yður á. Já, gengið feti framar: Segið honum, að þér séuð fús til þess að gefa honum hjarta yðar og lifa honum. Ef þér gerið það, þá lofa ég yður, að þér munið komast að raun um, að Guð er til og að hann lifir í hjarta yðar. t Útför eiginmanns mínsog föður, KNUD HENRY PEDERSEN. .fer fram frá Fossvogskirkju. föstudaginn 4 janúar kl. 1 0.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð Guðrún H. Pedersen, Willy Pedersen. t Útför móður okkar HALLFRlÐAR EINARSDÓTTUR, Austurbrún 6, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 4 janúar kl. 1 3.30. Steinunn Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Sigríður Ben. Sigurðardóttir, Lúðvík Lúðvíksson. t SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Flugumýri, sem andaðist á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 22. desember s.l., verður jarðsett frá Flugumýrarkirkju fimmtudaginn 3. janúar klukkan 2. Vandamenn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÞÓRÐARSON, kaupmaður, Laugavegi 81, sem andaðist 25. des. sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni i Reykjavík, föstudaginn 4 janúar kl. 1 5.00. Margrét Sæmundsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Björn Björnsson, Þórður S. Jónsson, Jón S. Þórðarson, Margrét Þórðardóttir, Steingrimur Jón Þórðarson. 23 Hvers vegna fóstureyðingar á íslandi ? Það er mikið rætt og ritað um þann þátt mannlegrar eyðilegg- ingaraðferðar, sem nefnd er fóstureyðing, og felst í því að bera börn út, áður en þau fæð- ast. NU þegar jól eru nærri er mikið talað um eina barnsfæð- ingu, jólabarnið, Jesúbarnið, son hinnar umkomulausu móð- ur í asnastallinum. Hætt er nú við, að hann hefði varla komizt lengra en þrjá mánuði á leiðina hjá „skynsamri" móður nú á dögum. En hvað um það. Hann sagði samt seinna, eftir allt, sem hann hafði gengið í gegnum sem réttdræpt barn í bersku, flóttabarn i æsku og Guðsbarn í ofsóknum, misskilningi, fyrir- litningu og þjáningum: „Ég er lífið.“ Hann sagði líka um þá, sem höfðu brugðizt lífinu með und- anslætti og sjálfelsku og orð- ið öðrum til ills og afvegaleiðslu: „Betra væri honum að hafa aldrei fæðzt.“ Til eru þau lönd og þau eru mörg, þar sem fólki fjölgar alltof mikið og milljónir deyja úr skorti árlega. Mann- fjölgunarvandamálið er eitt brýnasta úrlausnarefni félags- málafræðinga næstu áratugi. Þar horfir málið alvarlega við í mörgum. tilvikum og e.t.v. mörgum betra i bili að hafa aldrei fæðzt, meðan fólk er að læra að lifa í landi sinu. Og til eru þeir einstaklingar, sem virðast ganga móti svo miklu böli, að sagt gætu: „Betra hefði mér að hafa aldrei fæðzt.“ En flestum þykir nú samt gjöf lífs- ins eða lífið bezt allra gjafa. Og jólabarnið taldi eitt mannslíf öllu öðru dásamlegra í sjálfu sér. Og því er spurning sú sett fram, sem hér er höfð að fyrir- sögn: Þurfum við fóstureyðing- ar á íslandi? Látum aðrar þjóðir um sínar ástæður. En hverjar ástæður eru hér á landi fyrir svo fárán- legu fyrirbrigði sem fóstureyð ing er? Hér í landi lífs og frið- ar. Hér eru öll ráð tiltæk til þess að koma í veg fyrir frjóvgun. Hver heilvita manneskja ætti að vera fær um að nota þau, bæði pillur og verjur eða hvað það nú allt heitir, sem ráð er á til þess. Og fyrir alla afkomu og samvizku einstaklings ætti það að nægja og vera sjálfsagt. Hér er fólk svo sannarlega ekki of margt ennþá. Og hvert barn, sem fæðist, má teljast Guðsgjöfin æðsta, samanber jólafögnuð yfir fátæku barni umkomulausrar móður. Hér er afkoma fólks og lífs- kjör öll á borð við hið bezta, sem annars staðar er til í heim- inum. Hvers vegna ekki að leyfa barni að njóta þess? Hér bfður fjöldi hjóna, sem hafa ágætar aðstæður og upp- lag til að ala upp börn, veita þeim ástúð og umhyggju, eftir því að fá barn til uppeldis og umráða. Stundum verður sú bið býsna löng. Stundum óþolandi bið. Það er þvi engin áhætta neinni móður, sem ekki er fær um að annast barn sitt, þótt hún eignist það. Félagslegar á- stæður eru því vart til á ís- landi fyrir útburði barna eða fóstureyðingum. Við, sem erum fósturbörn og lifðum það allt af, sem áður var á slfkum vegi, vitum þetta og þykir þó enn svo ósköp gaman og gott að fá að lifa, himneskt að lifa. Við erum óendanlega þakklát bæði móðurinni um- komulausu, sem tók áhættuna, af því að hún vissi ekki annað auminginn, (Guði sé lof) og þeim, sem báru okkur svo fram til lífsins, þótt erfitt væri. Gefið því börnin eða færið þau í fóst- ur heldur en að eyða og deyða. Leyfið heiminum enn að eign- ast þá, sem þið viljið ekki. Eina nauðsyn til eyðingar fósturs, og hún er líka í flestum tilvikum sjálfsögð, hér á íslandi alls- nægtanna nú, er sú, að líf móð- urinnar sé i voða. Sé ekki hægt að bjarga nema einu lífi af tveim eða fleiri, þá verður allt- af að bjarga því, sem bjargað verður, einmitt vegna þess, hve lifið er dýrmætt og dásamlegt. Komið því I veg fyrir frjóvg- un. Það er aðalatriðið. Verði samt sem áður „slysabörn", þá gefið þau öðrum sem þrá börn. Þakkið forsjóninni fyrir, hve ástæður eru góðar á Islandi og ekkert offjölgunarvandamál fyrirsjáanlegt. Leyfið að sjálf- sögðu læknum og mæðrum að bjarga þvi, sem bjargað verður, ef um ekkert annað er að velja. Svo þurfum við engar fóstur- eyðingar á íslandi. Haukur Ingibergsson - HUOMPLÖTUR Magnús og Jóhann Candy girl/Then Orange Stereo I u.þ.b. ár hafa Keflviking- arnir Magnús og Jóhann verið á samningi hjá enska fyrirtækinu Orange og hafa á þeim tima sungið inn á nokkrar plötur, sem settar hafa verið á brezkan markað — án þess þó að hafa náð verulegri sölu. Hafa plötur þessar þó fyllilega staðizt sam- anburð við aðrar brezkar plöt- ur, bæði hvað snertir lögin sjálf, útsetningar og tækni- vinnu. Hins vegar er Orange lítið fyrirtæki og grunar mig, að dreifingarkerfi þeirra og þó kannski sérstaklega samband við útvarpsstöðvar, poppblöð og aðra auglýsingaraðila sé ekki eins gott og hjá stærri fyrir- tækjum. Candy girl minnir um sumt á lagið Sugar, sugar, sem gekk fyrir fjórum árum, ekki þó lag- línan sjálf heldur takturinn, og eins og „Sugar“ er Candy girl mjög gott „commercial" lag, eins og vinsældir þess á ís- lenzka vinsældalistanum sanna. Then er þyngra, flóknara og rólegra og minna er borið í, und- irleikinn, enda er söngurinn aðalatriðið og er hann stíl- hreinn hjá Magnúsi og Jóhanni, sem með smá heppni gætu orð- ið fyrstir íslenzkra til að öðlast frægð og frama erlendis. Pónik Lífsgleði/Hví þá ég Á.A.-records Stereo Þetta virðist mér vera ein af þessum plötum, sem koma út, ná ekki miklum vinsældum og eru gleymdar eftir hálft ár. Lagið „Hví þá ég (Why me?) er nýgengið yfir og verður tæp- lega endurvakið í íslenzkri út- gáfu og „Lífsgleði“ (Oh July) er nýkomið á plötu í frábærum flutningi Þuríðar Sigurðardótt- ur. Og þegar hvorugt laganna hefur tel.iandi líkur á að slá í gegn þá skiptir litlu þó að plat- an sé þokkalega gerð; það er t.d. góður blástur í „Lífsgleði", en þóær eins og Pónikarnir hafi verið eitthvað feimnir i hljóð- rituninni, því að þetta er svo líflaust. Þorvaldur Halldórsson er kominn í Pónik og „Hví þá ég“ er einmitt lag fyrir hans rödd, en leiðinlegt suð á plöt- unni spillir flutningnum nokk- uð. Alice Cooper Muscle of love Stereo, LP Fálkinn Alice Cooper er ein skærasta stjarnan í U.S.A. þessa mánuð- ina og mikinn hluta frægðar- innar á hann því að þakka, hversu mikla athygli hljómleik- ar hans hafa vakið, en hann höfðar óspart til ógeðsleghéita og sadisma, t.d. er hann sálgar hænum á sviðinu, og á seinustu hljómleikaferð mun hann hafa endað hljómleikana með því að afhausa sjálfan sig f mikilli fall- öxi, og var það að sögn afskap- lega eðlilega gert. Tónlist Alice Cooper er fyrsta flokks rokk, einfalt, með hörð- um og ákveðnum takti og geng- ur þessi tónlist á allri þessari plötu, en frægasta lag plöt- unnar er titillagið, Muscle of Love. Er þetta plata, sem rokk- arar ættu ekki að láta fara fram hjá sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.