Morgunblaðið - 03.01.1974, Page 3

Morgunblaðið - 03.01.1974, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 3 Jónas Kristjánsson formaður Rithöfundasjóðsstjórnar og rithöfundarnir, sem verðiaun hlutu, Ingi- mar Erlendur Sigurðsson, Þórunn Elfa Magnúsdóttir og Halldðr Stefánsson. Þrír hlutu rithöfunda- verðlaun útvarpsins A gamlársdag var að venju úthlutað launum úr Rithöf- undasjóði ríkisútvarpsins. Var launum úthlutað I 18. sinn og hafa þá 40 rithöfundar hlotið þennan styrk. Að þessu sinni voru verðlaunin, 80 þús. kr. á mann, veitt þremur rithöfund- um, þeim Halldóri Stefánssyni, Ingimari Erlendi Sigurðssyni og Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Verðlaunin afhenti nýkjör- inn formaður sjóðsstjórnar, Jónas Kristjánsson, við athöfn í Þjóðminjasafni, að viðstöddum forseta íslands, Kristjáni Eld- járn, menntamálaráðherra, Magnúsi Torfa Ólafssyni, út- varpsstjóra, Andrési Björns- syni, og fleiri gestum. Jónas hóf mál sitt á þessum orðum: Fyrir nókkrum árum átti ég tal við kunnan íslenzkan menntamann um laun handa rithöfundum, eða listamanna- laun, og lét hann þá orð falla nokkurn veginn á þessa leið: „Það stoðar ekkert að greiða þessum rithöfundum laun, þeir eru eins og moldin, sem breyt- ist í leðju ef hún fær vatn.“ Ég hygg, að þarna komi fram hug- mynd, sem lengi hefur verið býsna algeng á landi hér. Skáld- in eiga að yrkja af köllun, af innri þörf, :skáldgáfuna fá menn í vöggugjöf, en hún verð- ur ekki keypt með jarðneskum fémunum. Stundum er jafnvel talað um guðlegan innblástur, „Guð er sá, sem talar skáldsins raust.“ Ekki er örgrannt um, að skáldin hafi sjálf ýtt undir þessar hugmyndir. Það getur verið girnilegt að láta áheyr- endur beygja kné sín fyrir dýrð almættisins, og vafalaust finnst skáldunum líka stundum sem þeim sé gefinn yfirnáttúruleg- úr kraftur þegar „andinn er yfir þeim“. En skoðanir manna á þessu efni hafa nokkuð breytzt nú á öld efnishyggjunn- ar, og skáldskapurinn hefur færzt úr goðheimi niður til jarð- arinnar. Nú er viðurkennt, að fagrar bókmenntir, eins og önn- ur andans verk, krefjast lær- dóms og vinnu, nosturs og þol- inmæði, en minna er talað um innblástur og andagift. Vera má, að þessi grái hversdagsleiki hafi svipt skáldskapinn nokkru af fornri dýrð og dularkrafti, en fyrir skáld og rithöfunda munu það vera góð skipti að láta dálítinn skerf af guðdóm- legum innblæstri ef þeir fá í staðinn sómasamleg ritlaun. Þá þakkaði Ingimar Erlendur Sigurðsson fyrir hönd styrk- þega með þessum orðum: Allir þiggjendur og gefendur Sem ég stend frammi fyrir auðsýndri sæmd þykir mér hlýða að þakka orðum fleiri en einu, þar eð ég telst orðsins maður, trúi á orðið — orðin sem slík; tek jafnvel bókstaflega upphaf guðspjallsins: í upphafi var orðið; og þekkist í þvf efni engar guðfræðilegar útlistanir. Slíkt telst ef til vill oftrú — á orðum; en oftrú er vantrú betri: einfaldlega vegna þess, að hún er frjórri. Því verður mér og tíðrætt um orðið, að það er undirstaða lýð- ræðistilveru, þess tilveruhátt- ar, sem við höfum kosið okkur, og vel mættí nefna: sameinaða sundrung. Hið margræða orð — merk- ingar þess — megnar að veita vitund okkár fylli tjáningar, sem tillíkist lífinu sjálfu, al- náttúrunni, að margbreytni og margvisi. Lifandi orð — hið frjálsa orð — eru lauf á tré lýðræðisins, sem er grænast tré, laufríkast- ur lífsmeiður; og blöðin grænu, blaðgrænan, vinna í ljósinu: lífsnauðsynlegt ildi. Rót trésins — á rætur í hinu liðna, rótum þess, sækir þangað lífmagn; stofn þess, framhald allra fortíðarstofna, stendur undir krónunni ávaxtaþungri: af þeim ávöxtum mismunandi skilnings — etum við; kjarninn einn skilinn eftir, framtíðartré niðjum okkar. Það er lýðræðis-einkenni, að hvers stétt þykist mikilvægari öðrum — og styður sterkum rökum, t.d. til kröfugerðar; rót trésins segir: ég er mikilvæg- ust, án mfn — ekkert; stofn þess segir hið sama, örlítið breyttum orðum; greinarnar — jarnvel ávextirnir. Allt slíkt má til sanns vegar færa; en þó mun sannast: að tréð — í heild — er mikilvæg- ast; það ætti að vera augljóst, en þó er svo: að aðeins á mestu og beztu stundum, í frelsisbar- áttu eða á stórhátíðum — sjá rótin, stofnin, greinarnar tréð fyrir sjálfum sé.r; allt um það stendur tréð, vaxið upp af þeim, og sameinar til lífsátaka. Því eru laufin undanskilin, að svo virðist sem þau ein — listin — séu fær um að sjá heildina — tréð — fyrir sjálf- um sér; séu jafnvel ekki fær um annað, einkum orðsins list vegna þess eðlis: að höfða til flestra skynsviða; list er sam- eining, jafnvel andstæðna, sundrung getur aldrei verið list í endanlegri gerð. Það er því furðulegt, aðýmsir líta á listina, hin grænu blöð trésins, sem gagnslítið skraut, m.k. þegar illa liggur á þeím; segja gjarna: látum laufið vera — en þessi græni litur er sóun; gleymir því, að hann er lítur lífsins sjálfs: hins„gróandi lífs; að ekki sé minnzt á torskilið hlutverk blaðgrænunnar i Iffs- heildinni. Ýmsum kann að finnast sterkt að orði kveðið; óminnug- ir þess að maðurinn hefur aldrei getað án listar verið, jafnvel þegar hann hefur ekki átt til hnifs og skeiðar; hún hefur reynzt jafnmikil lífsnauð- syn í hellum sem höllum, sem dæmin sanna. Heil menningarskeið þekkj- ast aðeins af eftirskilinni list — í máli sem mynd; og óbornar kynslóðir munu af list okkar fara næst um lif okkar, eins og við þekkjum líf forfeðra okkar af fornsögum bezt og mest; get- um næstum lifað þvf — innlif- um það. Þannig veitast hverri kynslóð tvö lff — tvöfalt líf: líf síiis tíma og líf annars tíma; því listin er löng en lífið stutt: tján- ing lífsins varir lengur ein- stöku lífi, eins og mikil verk lifa verkmanninn. List er með öðrum orðum — annað lif mannsins; speglun sjálfs lífsins; án þeirrar spegl- unar myndi hann ekki skynja sjálfan sig: án lífstjáningar — ekkert líf.; væri sannleikurinn ekki þessi hefði listin orðið úti fyrir löngu. í ljósi þessa þiggur skáld styrk úr annars hendi; list þess hefur löngum verið afskipt sak- ir hugsjónaeðlis hennar — sem sumum þykir óeðli — en í lýð- ræðisþjóðfélagi er mikilsvert, að hver styrki annan og að lýð- ræði og list njóti gagnkvæmrar verndar: frelsi mannsins og frelsi orðsins eru tvær hliðar — á sama lífi. I lýðræðisþjóðfélagi eru allir þiggjendur og gefendur. Að svo mæltu þakka ég út- hlutunarmönnum að hafa ein- róma og fyrstir veitt mér, af- skiptum styrkjum og launumtil þessa — lýðræðislega viður- kenningu. Þorbiörn hlaut Asuverðlaunin tF s. I)r. Sturla Friðriksson flytur ávarp við afhendingu Asuverðlaunanna. PRÖFESSOR Þorbjörn Sigur- geirsson hlaut sl. laugardag verðlaun úr sjóði Asu Guð- mundsdóttur Wright fyrir árið 1973. Dr. Sturla Friðriksson formaður sjóðsstjórnar afhenti verðlaunin, sem eru 100 þús- und kr. og heiðurspeningur, en þennan heiður hlaut fróf. Þor- björn fyrir frábær störf á sviði eðlisfræðirannsókna og fyrir afrifaríka tilraun með kæiingu á hrauni. Verðlaunahafinn dr. Þorbjörn Sigurgeirsson. Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn, að viðstöddum menntamálaráð- herra og forseta tslands, Kristjáni Eldjárn, sem á sæti I sjóðsstjórn ásamt dr. Sturlu og dr. Jóhannesi Nordal. Þetta er í 5 sinn, sem verðlaun eru veitt úr sjóðnum, sem stofnaður var l. dés. 1968 af frú Ásu Guð- mundsdóttur Wright, sem bú- sett var á Trinidad í Vestur- Indíum. Verðlaunin veitti hún til minningar um mann sinn, Henry Neweome Wright, og ís- lenzka ættingja og venzlamenn. Dr. Sturla Friðriksson flutti ávarp og gerði grein fyrir verð- launahafanum og verkefnum hans. Dr. Þorbjörn er m.a. for- seti Vísindafélags íslendinga og hefur verið brautryðjandi ýmissa eðlisfræðilegra rann- sókna hér á landi, svo sem mælinga á geislavirkum efn- um, sem hófust hér 1958 og hefur verið haldið áfram síðan. Eru bergsegulmælingar hans og aldursgreiningar á íslenzku bergi merkilegt starf á sviði eðlisfræði, og hefur hann þar verið brautryðjandi. — Þor- björn hefur athugað segul- stefnu íslenzkra hrauna, og í Surtsey gat hann kannað, hvernig sú stefna markaðist i nýju hrauni, sagði dr. Sturla m. a. í ræðu sinni. En þar datt honum einnig i hug, að unnt væri að hafa áhrif á rennslis- stefnu hrauns með vatns- kælingu og gerði Þorbjörn til- raun til að breyta stefnu hraun- rennslis með því að dæla á það vatni. Þegar hraunrennsli fór að ógna Vestmannaeyjakaup- stað snemma á þessu ári, 1973, varð þessi litla tilraun hvati þess, að hafnar voru aðgerðir til þess að verja höfnina og bæinn gegn hraunrennslinu. Fram að bessu hefur maðurinn staðið aðgerðalaus og magnþrota frammi fyrir þessum geigvæn- legu hamförum náttúrunnar, en i Vestmannaeyjum var i fyrsta sinn reynt að hafa veru- leg áhrif á rennsli hrauns. Við þær aðgerðir kom enn fram hugmyndaflug og ótrúleg at- orka Þorbjörns. Þá þakkaði próf. Þorbjörn Sigurgeirsson. Hann lýsti m.a. aðdraganda hraunkælingartil- raunarinnar og sagði, að þar hefðu fleiri en hann lagt hönd á plóginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.