Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 11 Þjóðleikhúsið: Leðurblakan Tónlist: J. Strauss Texti: K. Haffner, R. Genée Leikstjóri: E. Bidsted Þýðandi: Jakob Jóh. Smári Leikmynd og bún.: Lárus Ingólfsson Dansar: Alan Carter Hljómsveitarstjóri: Ragnar Björnsson TIL að ylja oss hér í kuldanum og vetrarhretinu svífur gömul og góð, skemmtileg og örvandi óperetta á svið Þjóðleikhússins — Leðurblakan eftir Jóhann Strauss yngri, sem var orðinn fullorðinn maður þegar hann skrifaði hana en tókst samt að skapa snjalla tónlist, sem glitr- ar I ýmsum blæbrigðum, háðs, gleði, ölvunar, ævintýraþrár, reiði, alvöru og skops. Menn hafa hins vegar ekki alltaf verið mjög sáttir við efn- ið, sem valsakóngurinn eyddi snilligáfu sinni á og hafa þvi verið gerðir ýmsar tilraunir til að laga það en hér er notuð gamla Vínarútgáfan. Sinfóniuhljómsveit íslands lék af krafti og smekk undir stjórn Ragnars Björnssonar. Hinn skapbráða, lífsglaða ástarævintýramann Gabriel von Eisenstein lék og söng Sigurður Björnsson mjög fallega og vel, túlkun hans ein- kenndist af sviðsöryggi og rödd- in þjónaði hlutverkinu eins og það gerði kröfu til. Konu hans, Rósalinde lék og söng Svala Nielsen. Hin ágæta söngkona geldur þess sennilega hversu sjaldan íslenskir söngvarar fá að komast á svið, sviðið er greinilega heimur, sem hún kann ekki við sig í, en þaðgerði túlkun hennar mjög takmark- aða og hafði heldur ekki góð áhrif á sönginn. Aftur á móti virtist Elin Sigurvinsdóttir i hlutverki Adele, herbergis- þernu Rósalinde hafa leystst úr fjötrum þegar hún kom inn á sviðið, það var ekki annað að sjá en að hún nyti hvers augna- bliks, nyti þess að leika og syngja og leika í leiknum og var söngur hennar einnig ágætur. Miðað við allar aðstæður og án þess að vilja taka nokkuð frá hinum þá var hún stjarna kvöldsins, hennar var sigurinn. Dr. Falke Guðmundar Jónsson- ar var róleg og örugg túlkun með hæfilegri glettni á réttum stöðum. Frank fangelsisstjóri Kristins Hallssonar var kostu- legur og óperusöngvári Magnúsar Jónssonar hláleg skopmynd. Málaflutningsmað- ur Arna Tryggvasonar var öll- um til gamans og þá ekki sist Frosch Lárusar Ingólfssonar. Sólveig M. Björling söng Orlofsky prins ágætlega en nokkuð skorti á túlkun hins mikla lífsleiða. Öllum til mikillar ánægju tóku félagar i íslenska dans- flokknum þátt í sýningunni, skyldu ekki vera einhver skemmtileg verkefni framund- an fyrir hópinn á þessu mikla hátíðaári? Leiktjöld og búningar virtust mér falla vel að efninu. Leikstjórinn hefur sveigt misjafnlega þjálan efnivið sinn að líkindum eins og efni stóðu til. Eins og ég minntist á hér að framan þá er hér leikin gamla Vínarútgáfan. Önnur útgáfa er til, sem varð fræg á sínum tíma og fór sigurför um lönd, sér- staklega þó á meðan inspirator hennar, Max Reinhardt, var enn á dögum. Höfuðeinkenni þeirrar gerðar er að valsa- hrynjandin spannar yfir allt verkið og að hinn ákveðni stirð- leiki númeraóþerettunnar er algjörlega yfirunninn. En hvað um það, unum glöð við það sem við höfum, það er ekki svo lítið. Þorvarður Helgason. IESIÐ í,,#rl>nnblnbij> 5** lv' KAaem 'íknmkan, a DnniEcn ^mnRCFfllDHR f mRRKRO VÐRR Erum fluttir úr Álftamýri 9 í Sföumúla 23 3ju hæð. Óbreytt símanúmer Rafteikning s.f. NAUÐUNGARUPPBOÐ sem auglýst var í 72., 73. og 74 tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1 973, á Meltröð 4, þinglýstri eign Zophoniasar Márussonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 7. janúar 1 974 kl. 1 7. Bæjarfógetinn í Kópavogi. NAUDUNGARUPPBOD sem auglýst var í 72., 73. og 74 tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1 973, á Þinghólsbraut 34, þinglýstri eign Guðbjarts Gunnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánu- daginn 7. janúar 1 974 kl 1 7.30. Bæjarfógetinn i Kópavogi. NAUÐUNGARUPPBOÐ sem auglýst var í 72., 73. og 74. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1973, á Lundarbrekku 2, hluta, þinglýstri eign Kristjáns Ingimundarsonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 7. janúar 1 974 kl. 1 6.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Skólinn tekur til starfa mánudaginn 7. janúar innritun nýrra nemenda kl. 10-12 og 1 -7 daglega Reykjavík (Brautarholt 4, Glæsibær, Félagsheimili Fáks og Félagsheimili Árbæjar). Simar 20345 og 25224. Seltjarnarnes Sími 38126. Kópavogur og Hafnarfjörður Sími 38126. Kennum alla samkvæmisdansa. Barnadansar. Táningadansar. Byrjendaflokkar. Framhaldsflokkar. Ath.: innrltun aðeins til laugardagskvðlds DANSKEHNARASAMBAND ÍSLANDS óóé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.