Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1974 Stórsigur yfir Bandaríkjamönnum ÍSLENDINGAR sigruðu Banda- ríkjamenn með 39 mörkum gegn 19 í landsleik í handknattleik, sem fram fór í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í gærkvöldi. Undir lok leiksins snerist leikur ís- lenzka liðsins um það að skora 40 mörk, en það tókst ekki. Leikur- inn var lélegur, sérstaklega varn- arleikur beggja liða, og mikið kom af ódýrum mörkum. Islenzka liðið lék þennan leik betur en fyrri leikinn og einkum var sókn- arleikur þess skemmtilegri og árangursríkari. Bezti maður íslenzka liðsins var Björgvin Björgvinsson, sem skor- aði stórkostlega falleg mörk' af línu. Þá átti Axel Axelsson einnig mjög góðan leik, svo og þeir Ölaf- ur Jónsson og Gunnsteinn Skúla- son. Mörk íslenzka liðsins skor- uðu Axel Axelsson, 12, Björgvin Björgvinsson, 8, Geir Hallsteins- son, 5, Ölafur Jónsson, 5, Gunn- steinn Skúlason, 4, Viðar Símon- arson, 3, Einar Magnússon, 1, og Auðunri Oskarsson, 1. Markahæst- ur í liði Bandaríkjamanna var Abrahamson, sem skoraði 7 mörk, og var hann jafnframt langbezti maður bandaríska liðsins. — Viljum eyðileggja Framhald af bls. 1 nú í samsteypustjórn, tekst að koma sér saman um að skila ein- hverjum af herteknu svæðunum og túlkun nokkurra laga, sem eru trúarlegs eðlis, ætti stjórnin ekki að standa miklu veikari eftir þess- ar kosningar en fyrir þær. Með Verkamannaflokknum í stjórn eru „frjálslyndi flokkurinn" og „þjóðlegi trúarflokkurinn", og er sá siðarnefndi á móti því að skila Aröbum landi. Þó er talið mjög líklegt, að Goldu Meir takist að semja við hann um eftirgjafir á Sinaiskaga gegn því, að flokkur- inn fái að ráða í ýmsum málum trúarlegs eðlis, sem styr hefur staðið um. Sérfræðingar í bandaríska ut- anríksiráðuneytinu hafa ekkert viljað segja opinberlega um úrslit kosninganna, en í einkaviðræðum hafa þeir látið í ljós ánægju með þau og telja, að Golda Meir hafi komizt svo vel frá þeim, að hún sé enn ,,sterki“ stjórnmálamaðurinn í Israel, en það hefur mikla þýð- ingu fyrir viðræðurnar við Araba. Með samvinnu við hina flokkana tvo hafi og stjórnin áfram vel starfhæfan meirihluta í þinginu. — Agreiningur Framhald af bls. 32 Ágreiningur um þetta er þó augljóslega meiri og djúpstæðari í Alþýðubandalaginu. Magnús Kjartansson ítrekaði þá skoðun sína í útvarpsþætti á nýársdag að rjúfa bæri þing og efna til kosn- inga, þar sem stjórnin gæti ekki lengur komið málum í gegnum þingið Skoðun hans var sú. að stjórnarflokkarniivituaögangatil kosninga og leita eftir stuðningi kjósenda við endurnýjað stjórnar- samstarf sömu flokka og að þeir ættu ekki að níða skóinn hver af öðrum í kosningabaráttunni. Hann vísaði til fordæmis Willy Brandts í V-Þýzkalandi, er hefði efnt til kosninga. er hann var kominn í svipaða aðstöðu á þingi og íslenzka ríkisstjórnin nú. Ragnar Arnalds lýsti hins vega- ar allt annarri skoðun í áramóta- grein sinni í Þjóðviljanum. Hann sagði: „Að undanförnu hafa hug- myndir verið á kreiki um þingrof og nýjar kosningar, þegar fyrir liggur, að Bjarni Guðnason er gengin í lið með Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðuflokknum í stjórnarandstöðu og ríkisstjórnin hefur því ekki meirihluta í neðri deild Alþingis... Hver er svo á- stæðan til þess, að Bjarni Guðna- son er hlaupinn I lið stjórnarand stæðinga? Skýringin er einfald- lega sú, að hann er að reyna að knýja fram kosningar sem fyrst. .. En Bjarni Guðnason stjórnar þvi ekki, hvenær gengið er til kosninga. Stjórnin hleypur ekki frá hálfnuðu verki nema brýna nauðsyn beri til. Fyrst verður hún að fá tækifæri til að gera hreint fyrir sínum dyrum í herstöðvarmálinu. Meirihluti stjórnarflokkanna dugar ríkis- stjórninni í vetur og vorið er helg- að sveitarstjórnarkosningum. Enn er því of snemmt að kalla þjóðina til kosninga." Þessum orðum Ragnars Arn- alds er augsýnilega fyrst og fremst beint gegn Magnúsi Kjart- anssyni og leiða í ljós djúpstæðan ágreining í Alþýðubandalaginu um það, hvort reynt skuli að knýja fram kosningar eða ekki. 3 eldsvoðar ÞRÍR eldsvoðar urðu um hátfð- arnar, einn í Reykjavík og tveir í Hafnarfirði, og varð töluvert tjón í tveimur þeirra. A mánudagskvöld tilkynnt um eld að Iðufelli 8 í Breiðholti. Þar reyndist vera töluverður eldur í geymslum í kjallara hússins, og varð þar mikið tjón á ýmsum hlut- um og persónulegum munum, er þar voru geymdir. Eins eyði- lögðust niðurfallsrör úr snyrti- herbergjum fbúðanna í húsinu, en þau eru úr plasti og bráðnuðu vegna hitans. Varð eldsins raunar þannig vart, að einn húseigand- inn sá reyk leggja upp úr niður- falli í baðkerinu. Talið er, að pörupiltar hafi kveikt í rusli í kjallaranum og eldurinn síðan breiðzt út. Önnur íkveikja var í Hafnar- firði á sunnudag sl. Þar hentu unglingar logandi blysi inn um viftuop á einni kennslustofu Lækjarskóla og urðu þar tölu- verðar skemmdir áður en eldur- inn var slökktur. Á nýarsdag kom upþ eldur i frystihúsinu Frostveri við Hval Hvaleyrarbraut, en þar hefur Fóðurstöðin sem framleiðir minnkafóður, haft aðstöðu að undanförnu. Upptök eldsins voru þau, að tveir pottar gleymdust þar á yfir hátíðarnar, og voru þeir rauðglóandi, er að var komið. Frá þeim hafði síðan borizt eldur í þak byggingarinnar og varð þar af mikið tjón, því að miklar skemmdir urðu á frystivélum og hráefnið eyðilagðist að verulegu leyti. — Skaftár- hlaupið Framhald af bls. 2. einnig væri nauðsynlegt að full- vissa sig um, hvaðan vatnið kæmi. Vatnsborðið á Skaftá við Kirkjubæjarklaustur hækkaði mest um 50 sentimetra í þessu hlaupi, en í Skaftárhlaupum hef- ur það venjulega hækkað um 2 metra, auk þess sem áin verður þá miklu breiðari. — Bandaríkja- menn Framhald af hls. 31 veldum sigri Bandaríkjamann- anna, en það fór þó ekki svo. Unglingarnir léku á köflum stór- vel og höfðu fimm marka forystu nokkrum sinnum í leiknum. Síðustu mínúturnar leystist leik- urinn upp í leikleysu, þar sem handalögmálin voru vinsælli en handknattleikurinn. Unglingarn- ir gáfu sig þó ekki og sigruðu með einu marki, 19:18. Gunnar Einars- son var sem fyrr í fremstur i flokki og skoraði 8 mörk ungling- anna. Guðmundur Sveinsson gerði 4 og aðrir minna. Þrátt fyrir þennan ósigur sigruðu Bandarfkjamenn í mót- inu, þar sem markatala þeirra var hagstæðari en FH-inga, sem hlutu jafnmörg stig. Lokastaðan f mótinu varð þessi: USA FH Haukar Unglinga landsl. 2 2 0 1 68:61 4 3201 65:64 4 3102 64:66 2 3 1 0 2 58:64 2 — Breti tekinn Framhald af bls. 32 um, þegar atburðurinn átti sér stað og var ekki búizt við því að það kæmi á staðinn fyrr en í morgun. Þó var talið mögulegt, að eftirlitsskipið myndi ekki not- færa sér rétt sinn til þess að koma á staðinn. Um klukkan 04.30 aðfaranótt 31. desember klippti varðskipið Óðinn á báða togvíra vestur-þýzka togarans Othmarschen, sem er smíðaður 1965 og er 1.394 lesta verksmiðjutogari. Togarinn var að ólöglegum veiðum tæplega 20 sjómílur fyrir innan fiskveiðilög- söguna suðsuðaustur af Hvalbak. Eftir að varðskipið klippti, gerði togarinn ítrekaðar tilraunir til þess að sigla á það, en án árang- urs. — Tónlistarverð- laun Framhald af bls. 2. höfunum tveimur — Jónas tókst ekki að finna, hann var staddur i Reykjavík þá stundina og náðist ekki til hans — en Herbert Ágústsson upp- lýsti, að verk hans, „Til- breytni", hefði í stórum drátt- um verið samið á árinu 1972, en lokið á sl. ári, skömmu áður en tónverkasamkeppni Þjóð- hátíðarnefndar var tilkynnt. Hann sagði, að verkið væri því ekki samið með þjóðhátíðina beint i huga; það væri algerlega frjálst nútímaverk, óbundið til- teknum hugmyndum. „I raun- inni er þetta ófullgert verk, að því leyti," sagði Herbert, ,,að við það má alltaf bæta nýjum og nýjum þáttum. Eins og ég sendi verkið frá mér eru þættirnir fjórir, algerlega sjálf- stæðir hver fyrir sig og má raða þeim saman að vild — og bæta öðrum við. Verkið er skrifað fyrir eins stóra hljómsveit og við getum haft hér.“ Að- spurður, hvernig tónverkið mundi henta til flutnings úti, sagði Herbert, að það væri að sjálfsögðu undir veðrinu komið — og því verður víst ekki svo glatt treyst á íslandi — „mér þykir heldur ósennilegt, að það njóti sín úti undir beru lofti — þó er það hugsanlegt, ef hægt er að finna heppilegan stað og nógu mikið gefur af logni og blíðu“, sagði Herbert H. Ágústsson. — Einkamálgagn Framhald af bls. 2. taka tillit til allra aðstæðna og láta skynsamlegt mat ráða. Enda þótt margar kröfur og óskir verði nú að leggja á hilluna, hljóta verkalýðsfélögin og einnig BSRB að halda fast við þá grund- vallarkröfu, að lágmarkslaun fyr- ir fultvinnandi karl eða konu, verði 35 þúsund krónur á mánuði. Meðan ýmsir taka margföld laun á mánuði er ekki ástæða til að taka þessa kröfu til baka. Það er ekki ástæða til þess, og það væri óverjandi að halda að við þessa kröfu eru allar aðrar aukaatriði.“ —Áramótaávarp Ólafs Jóh. Framha-Id af bls. 12 að eiga, sem ætla að lifa í þessu landi. Og nú hafa íslendingar lifað í þessu landi í ellefu aldir, og á ýmsu hefur oltið um afkomu og lífsskilyrði. Oft blés kalt á móti. Oft var þungur róður og margur varð úti í lífsbaráttunni. Sultur- inn var á stundum tíður gestur í vorharðindum. Oft dóu menn úr ófeiti, eins og það var kallað. Menn bognuðu stundum en brotn- uðu aldrei. Menn gáfust aldrei upp. Þá gerðu menn kröfur til sjálfs sín. Og á öllum öldum voru hér menn, sem létu ekki baslið smækka sig, heldur höfðu þá and- legu reisn að telja sig jafninga hvers sem var, menn sem unnu andlega afrek, sem urðu undir- staða sérstakrar þjóðartilveru. Hér voru alltaf til menn í kot- ungsklæðum með konungsskap. Og nú hefur þjóðin rétt úr kútn- um. Já, nú er hér komin önnur öld. Á þeim velsældarárum, sem við iifum á, ætti enginn að þurfa að láta baslið smækka sig. Nú ætti enginn að þurfa að ganga með minnimáttarkennd gagnvart ein- um eða neinum. Nú ætti mann- dómur, þróttur og sjálfsbjargar- stolt að vera einkenni fólksins. En það er sagt, að það þurfi sterk bein til að þola góða daga. Vonandi á það ekki eftir að sann- ast, á okkur íslendingum. Þó of- býður mér, þegar ég heyri allar þær kröfur, sem gerðar eru á hendur hinu opinbera og stund- um fylgt á eftir með hótunum, og það jafnvel af aðilum, sem varla verða með réttu kallaðir olnboga- börn samfélagsins. Hvenær kem- ur að því, að fólkið í landinu, sem vinnur hörðum höndum, segi: Hingað og ekki lengra. Menn ættu ekki að gleyma, að hóf er bezt í hverjum hlut. Okkur greinir á um margt í okkar kæra landi. En allir erum við og viljum vera íslendingar. Og þegar menn koma hingað heim, eftir lengri eða skemmri dvöl á erlendri grund, og hafa fyrst landsýn, hygg ég, að í brjóstum flestra endurrómi: Heima er bezt. Ég held, að hundrað ára afmæl- isljóð þjóðskáldsins Matthíasar eigi að breyttu breytanda við enn þann dag í dag. Hann sagði: „island þig elskum vér alla vora daga; byggð vor við brjóst þitt er, brauð og líf og saga, blikeldar braga; brýni lífið frost og glóð, heimilis-haga hér gaf Drottinn vorri þjóð; hér blessast heitt og kalt, hér er oss frjálsast allt. Faðmi þig himinn fagurblár, föðurleifð vor, í þúsund ár.“ Þjóð og land er traustum bönd- um tengt. Þau bönd mega aldrei fúna. Þau bönd þarf sífellt að styrkja. Það vona ég, að gerist á afmælisári. Ég vona að mér fyrirgefist, þó að ég grípi aftur til Mattthíasar og geri sígiida nýárskveðju hans að minni. „Gleðilegt ár — þú andans sól, sem árshring byrjar um lífins stól: Heilaga ljós, sem heyr æ stríð við heldjar-veturinn ár og síð; Vor ytri neyð, hún er nætur ís, en nötri sálin er dauðinn vís, og nýsti helið vorn hjartans pól, þá höfum vér vetur, en aldrei sól, Kom því, ó skínandi ljósanna ljós, og leys vora köldu þjóðlífs rós; markaðu á skjöld fyrir mannlífs- byggð: Menntun jöfn með frelsi tryggð. Leiftri þau orð þar logandi rauð: „An lifandi vonar er þjóð hver dauð.“ Skíni þau orð við alfara-stlg: „Elski hver annan meir en sig“ Skrifaðu á himin lög og láð: „Lífið er sigur og guðleg náð.“ Ég vona, að þjóðhátíðarárið gefi okkur vit og vilja til að þakka, meta og skilja lífið og dásemdir þess. Ég vona að það kermi okkur að horfa hátt og gleyma því, sem er lítið og lágt. Ég vona að það efli heilbrigðan þjóðarmetnað og sjálfstæða dómgreind. Ég læt svo þessu áramótaspjalli lokið með því að þakka lands- mönnum fyrir liðið ár og þjóðinni allri óska ég árs og friðar á kom- andi ári. - Ræða forsetans Framhald af bls. 17 er ekki síður stofninn og grein- arnar og blöðin og ræturnar, sem draga lífsaflið úr jörð og lofti. Þetta er íslenzk menning, allt saman. Og þetta tvennt, landið og menning þjóðarinnar, er sam- eiginlegur arfur vor allra, sem vér erum öll jafnréttborin til og geriross aðþjóð. Ef þjóðhátíð á að verameiraen leiksýning ein verð ur þessi andi að svífa yfir vötnum hennar. Og um leið andi gleðinnar og trúar á framtíðina. Ég á von á að svo verði vítt um byggðir lands- ins. Þá má svo fara að ljóma leggi af þessu ári þegar líður hin 12. öld íslandsbyggðar. Sú er ósk og von allra, að gott ár fari í hönd. Undir það tek ég af heilum huga um leið og ég býð yður öllum gleðilegt nýjar. — NATO eftir Framhald af bls. 16 Bandarikjaforseti gaf út í mal- mánuði síðastliðnum þess efnis, „að Bandaríkin myndu aldrei fórna öryggi bandamanna sinna fyrir samvinnu við Sovétmenn". Öllu viturlegra væri að gera Evrópumenn hrædda með því að hóta að kalla bandaríska her- liðið I Evrópu heim. Sovétríkin hafa nú, I fyrsta skipti á löng- um tíma, byrjað að auka þrýst- inginn á stjórnir Evrópuríkj- anna með þvi að nota komm- únistaflokka viðkomandi landa. Bandarísk áhrif yrðu kannski eitthvað meiri, ef ekki væri hægt að treysta því, að her- menn okkar væru alltaf til stað- ar. Hið hyggilegasta, sem við gætum gert, væri þó að viður- kenna, að aðferð þeirra Nixons og Kissingers við lausn alþjóð- legra vandamála, leynilegar samningaviðræður ásamt skjót- um aðgerðum, sem valda undr- un og stundum skelfingu, hefur þegar þjónað tilgangi sínum. Nú er tími til að taka málin til rólegrar yfirvegunar. Ef veröldin væri billjardborð myndi Richard Nixon, sá mikli friðarsinni, stilla öllum kúlun- um upp I þríhyrning, síðan myndi hann koma knattstöng- inni, sem heitir Henry Kissing- er, fyrir I beztu hugsanlegri stöðu, miða og skjóta. Með snöggu hnitmiðuðu skoti gæti hann bundið enda á hið svo- nefnda „óbreytta ástand“ og látið öðrum eftir að hirða bit- ana. Gallinn við Atlantshafs- bandalagið er hinn sami og við fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Það er ómögulegt að skipta við NATO á sama hátt og við kín- versk stjórnvöld. Stjórn NATO er mynduð af fulltrúum lýð- stjórna, sem flestar hafa annað- hvort nauman meirihluta á þingum landanna eða eru minnihlutastjórnir. Hver verð- ur að gæta sinna hagsmuna og það gerir öll samskipti svo erfið og þung I vöfum. Þess vegna verður að leggja hinar skjótu aðgerðir niður og hefja samn- ingaviðræður, sem vafalítið munu taka langan tíma. I síðastliðnum mánuði brugð- ust Evrópumenn trausti okkar, þegar á reyndi, og því hljótum við að spyrja okkur sjálf: Er Atlantshafsbandalagið virki- lega vert allrar þeirrar enda- lausu þolinmæði, sem þarf til þess að halda því saman? Svar- ið er já. Bandaríkjamenn eru leiðandi i hinum sundurleita hópi lýðræðisþjóða, sem Atlantshafsbandalagið er byggt upp af. Forystan er æði dýr- keypt á köflum og þess vegna verðum við að sætta okkur við ffflsku og vanþakklæti á stund- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.