Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 31
fci r it if r i tii t i.n.t n — . MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1974 31 „Frammistaðan lofar góðu” — ÞAÐ komu vitanlega ýmsir gallar á leik liðsins í ljós í leikjun- um í mótinu í Hafnarfirði, en þó held ég, að það unglingalandslið, sem við erum nú að byggja upp, sé nokkuð sterkt. Ef rétt verður haldið á spöðunum fram að Norð- urlandamótinu í Danmörku í byrjun apríl ættum við að geta náð góðum árangri þar, frammi- staðan til þessa lofar góðu. Þetta sagði Olfert Nábye ung- lingalandsliðsnefndarmaður og þjálfari unglingalandsliðsins, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Unglingalandsliðið tekur þátt í NM unglinga í Bornholm í Danmörku i aprílbyrjun, eins og áður sagði, og er því enn nægur tími til að losa liðið við þá van- •kanta, sem komu í ljós í Hafnar- fjarðarmótinu. Unglingalandslið- ið verður valið upp úr miðjum þessum mánuði, en 14 leikmenn fara á Norðurlandamótið. Unglingarnir fögnuðu ákaft sigrinum gegn USA eins og sést á þessari mynd, það eru þeir Hörður Harðarson, Einar Guðlaugsson og Hannes Leifsson, sem fagna. (Ljósm. Kr.Ben.) Bandaríkjamenn unnu á hagstæðastri markatölu Haraldur lá fyrir Reyni tapaði fyrir Luther BANDARÍSKA landsliðið bar sig- ur úr býtum i Hafnarfjarðar- mótinu í handknattleik, sem fram fór síðustu daga ársins. Sigurinn var þó naumur, liðið hlaut jafn mörg stig og FH, en markatala Bandaríkjainannanna var hag- stæðari. Ekki er hægt að segja, að mót þetta hafi verið svipmikið, 1. deildar liðin virtust ekki hafa áhuga á því, Bandarikjamennirn- ir sýndu oft þokkalega leikkafla og sýndu greinilegar framfarir frá fyrri heimsóknum. Það var helzt unglingalandsliðið, sem stóð fyrir sínu, og þetta lið 17-18 ára pilta náði að sigra bandaríska landsliðið, en það var meira en FH og Haukum tókst. HAUKAR — UNGLINGALANDSLIÐIÐ Leikurinn var mjög jafn, en Haúkarnir höfðu þó oftast for ystuna, í hálfleik var staðan 11:9 og leiknum lauk 22:21, Haukum í vil. Gunnar Einarsson var mark- hæstur ungiinganna með 7 mörk, en Hannes Leifsson sendi knött- inn fjórum sinnum í Haukanetið. Af Haukunum skoraði Hörður Sigmarsson 6 mörk, en Stefán og Elías Jónasson gerðu báðir 5 mörk. FH-USA Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og í leikhléi leiddu Banda- ríkjamenn með einu marki, 10:9. Upphaf síðari hálfleiks var FH- ingum svo afdrifaríkt, en þá breyttist staðan í 11:15 og síðan 13:17 og var þar með gert út um leikinn. Úrslit urðu þau, að USA sigraði örugglega 26:20. Markvarzlan hjá FH var vægast sagt léleg í þessum leik og sömu sögu er að segja um vörnina. í sókninni var skipulagsleysið al- gjört og því hlaut liðið að tapa leiknum. Geir Hallsteinsson lék þennan leik með FH, en náði sér aldrei á strik, enda hræddir við, að smávægilega meiðsli, sem hann hlaut í landsleiknum, tækju sig upp. Viðar Símonarson var markhæstur FH-inganna með 7 mörk. Af Bandaríkjamönnum voru þeir Abrahamsson, Naylor, Baker, Metthews og Hardiman sterkastir sem í öðrum leikjum liðsins f heimsókninni hingað. FH — UNGLINGALANDSLIÐIÐ Eftir að unglingarnir höfðu tek- ið forystu í upphafi og jafnvel náð fimm marka forystu sigu FH-ingar á og í leikhléi var staðan jöfn 10:10. Leiknum lauk svo með 6 marka sigri FH-inga, 24:18. Við- ar skoraði flest mork FH-inga og átti góðan leik. Geir Hallsteinsson var ekki með FH-ingum í þessum leik og ekki heldur Gunnar Einarsson, sem var bezti maður unglingalandsliðsins og mark- hæstur með 6 mörk. HAUKAR-USA Bandaríkjamenn höfðu náð for- ystu í leikhléi 13:10, en í síðari hálfleik var mikið barizt og skiptust liðin á um forystuna allt fram á lokamínútunar, Þá tók bandaríska liðið aftur örugga for- ystu og vann 24:22. Sennilega hef- ur þessi leikur verið sá bezti í mótinu og bandaríska liðið lék þá betur en til þess hefur áður sézt. Sigurinn hefði getað lent hvorum Á OPNU badmintonmóti í KRhús- inu, tveimur dögum fyrir áramót, gerðist það að Haraldur Kornel fusson, sem verið hefur ósigrandi að undanförnu, tapaði i úrslitum fyrir Reyni Þorsteinssyni, 1:15 og 11:15. í tvíliðaleiknum komst Haraldur einnig í krappan dans ásamt Steinari Petersen gegn Akurnesingunum Herði Ragnars- syni og Jóhannesi Guðjónssyni, þeir fyrrnefndu báru þó sigur úr býtum eftir oddaleik. Svanbjörg Pálsdóttir vann einliðaleik kvenna, sigraði hlaupadrottninguna Ragnhildi Pálsdóttur í úrslitum 11:2 og 11:4. í tvíliðaleik kvenna léku, eins og svo oft áður, þær Hanna Lára Pálsdóttir og Lovísa Sigurðardótt- ir til úrslita á móti Jónínu Niel- jóhniusardóttur og Huldu Guðmundsdóttur, þær fyrrnefndu sigruðu örugglega, 15:3 og 15:10. í einliðaleik f a-flokki karla vann Ottó Guðjónsson, TBR, Árna Sigvaldason, BH, 15:2 og 15:2. í tvíliðaleik a-flokksins var Ottó aftur á ferðinni og ásamt Halldóri Friðrikssyni vann hann Árna Sig- megin sem var, en bráðlæti varð Haukunum að falli. Eftir leikinn voru það óvandaðar kveðjur og vægast sagt óprúðmannlegar, sem ungir Haukaaðdáendur sendu dómurum leiksins, er þeir gengu til búningsklefa sinna. Hörður Sigmarsson og Ólafur Ólafsson skoruðu flest Hauka- mörk í leiknum. FH-HAUKAR Það var komið áramótaskap í leikmenn Hauka og FH, er liðin mættust á gamlársdag. FH leiddi í hálfleik með fjórum mörkum, 14:10, og vann leikinn 21:20. Við- ar var eins og fyrr drýgastur FH- inga, en einnig átti Árni Guðjóns- son mjög góðan leik. Markaskor- un Haukanna dreifðist á marg'a, en Elías Jónasson kom einna sterkastur frá leiknum. UNGLINGALANDSLIÐIÐ — USA Þá var komið að síðasta leik mótsins og áttu flestir von á auð- Framhald á bls. 18 valdason og Þórhall Jóhannesson 15:10, 15:17 og 15:3. Alls tóku 59 keppendur þátt í mótinu, og var leikið í báðum sölunum í KR-heimilinu, á nfu völlum. Landsliðið Körfuknattleiksliðið frá Luther sýndi á sér aðra og betri hlið þegar það lék gegn úrvalsliði K.K.Í. Lið var óþekkjanlegt frá KR-leiknum, enda unnu þeir lið K.K.Í. með 20 stiga mun, 88:68, eftir 42:35 í hálfleik. Þótt íslenska liðið fengi á sig svo mörg stig var varnarleikur liðsins mjög þokka- legur á köflum, en hittni þeirra Luther-manna í þessum ieik var mjög góð, langtímum saman misstu þeir ekki skot. Að vísu brá fyrir rnjög góðum köflum f sóknarleik ísl. liðsins, en mistökin voru einnig mörg, alltof mörg. En vonandi nægja leikirnir í þessari heimsókn Luthers og æfingarnar fram að Polar Cup til þess að „fínpússa“ liðið, og þá ættum við ekkert að þurfa að óttast ljótar tölur frá Finnlandi. Luther byrjaði mjög vel í þess- um leik, sannkölluð stórskotahríð var á ísl. körfuna og nú var Tim O’Neill ekki lengur einn í aðal- hlutverkinu þótt góður væri, Chip Claussen (nr. 52) átti mjög góðan leik og skoraði mikið, og bakvörð- urinn Anderson var mjög góður, sérstaklega skemmtilegur bak- vörður. Luther komst i 13:7 og síðar í 27:11 og var þá hálfleik- urinn hálfnaður. Seinni hluti hálfleiksins var góður hjá fsl. liðinu og munurinn var kominn niður í 7 stig í hálf- leik. 42:35. Staðan eftir 6 mín. leik í síðari hálfleik var 54:44 en þá skoraði Luther 9 stig í röð. Var þá raunar búið að gera út um leikinn. Loka- tölur 88:68- Claussen skoraði mest fyrir Luther 27 stig, og Tim O’Neill 17. Kristinn Jörundsson skoraði 18 stig, Birgir Guðbjörnsson 16, og þessir tveir ásamt Kristni Stefánssyni komu best frá leikn- um að rnínu viti. Bjarni Gunnar skorar í leik landsliðsins og Luther,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.