Morgunblaðið - 03.01.1974, Síða 14

Morgunblaðið - 03.01.1974, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1974 Nýjar stofnanir í nýjum hverf- um krefjast aukins starfsliðs Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri: I ræðu þeirri er Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri,. flutti við 2. umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, gerði hann sérstaklega að umtalsefni starfs- mannafjölgun hjá Reykjavíkur- borg vegna gagnrýni borgarfull- trúa minnihlutaflokkanna á hana. Borgarstjóri upplýsti, að á árinu 1972 hefði heildarfjölgun á starfs- liði borgarinnar numið 77 starfs- mönnum, þar af var fjölgað um 65U starfsmann á Borgarspítalan um, en á því ári voru nýjar deildir teknar í notkun þar. Að öðru Ieyti var á því ári fækkað urn 4 starfs- menn við stjórn borgarinnar, en í starfsliði við skóla fjölgaði um 2 og um 6 í borgarbókasafni, sem hefur aukið þjónustu sina að und- anförnu. A árinu 1973 fjölgaði starfsliði borgarinnar um 107(4 starfsmann, þar af 63 við heilbrigðis- og hrein- lætjsmál, aðallega við Borgar- spitálann. A árinu 1974 er gert ráð fyrir, að fækki um 1 við stjórn borgarinnar en nokkur fjölgun við þjónustustörf. Hér fer á eftir sá hluti ræðu Birgis ísl. Gunnars- sonar, borgarstjóra, sem fjallaði um starfsmannafjölgun borgar- innar: í greinargerð þeirri, sem fylgir breytingartillögum vinstri flokk- anna við fjárhagsáætlun, er starfsmannahald Reykjavíkur- borgar gert sérstaklega að um- talsefni og það gagnrýnt harðlega, að starfsmönnum Reykjavíkur- borgar hafi fjölgað að undan- förnu, eða að meðaltali um 80%, eins og í greinargerðinni segir. Þar sem þetta er veigamesti þátt- urinn í gagnrýni þeirri, sem fram kemur í þessari greinargerð, vil ég leyfa mér að gera starfsmanna- fjölgun borgarinnar undanfarin ár sérstaklega að umtalsefni. Starfsmanna- f jölgun við Borgarspítala. Þegar gaumgæfilega er skoðað á hvaða sviðum starfsmannafjölg- un hefur verið undanfarin ár, sést að það er á sviði heilbrigðismála, fræðslumála og félagsmála, og er fyrst og fremst í tengslum við nýjar stofnanir, sem settar eru á fót til að bæta þjónustu við borg- arbúa. Þannig var á frumvarpi að fjárhagsáætl. fyrir árið 1972 gert ráð fyrir því, að í starfsliði við stjórn borgarinnar fækkaði um 4, í starfsliði við skóla borgarinnar fjölgaði um 2 og fjölgun í borgar- bókasafni um 6. Fjölgun í Borgar- spítala þetta ár var hins vegar ráðgerð 6514 starfsmaður, en um þessar mundir var Borgarspítal- inn að fara í gang og þurfti því að sjálfsögðu að ráða til hans starfs- liðs, svo að unnt væri að taka í notkun allar deildir. Heildarfjölg- un skv. fjárhagsáætlun þess árs voru 77 starfsmenn, þar af á Borg- arspítalanum 6514. Og nú er mér spurn, er það sérstaklega gagn- rýnisvert, að meginhluti þeirrar starfsmannafjölgunar, sem varð á þessu ári, skyldi hafa verið til þess að ráða starfsfólk að Borgar- spítalanum? Við höfum stundum heyrt það gagnrýnt hér í borgarstjórn, að ekki sé búið að ráða nægilega margt starfsfólk á einstaka deild- ir, svo að hægt sé að taka þær í notkun, sbr. Grensásdeildina. Nú er dæminu snúið við. Nú er það orðið gagnrýnisvert sérstaklega að ráða starfsfólk til þess að geta haldið uppi þessari mikilvægu sjúkrahúsþjónustu. Nýjar stofnanir — Aukin þjónusta. Við skulum á sama hátt taka næsta árið þar á eftir. Þar var fjölgun á starfsliði borgarinnar skv. fjárhágsáætlun 107,5 starfs- menn. Fjölgun við stjórn borgar- innar var um 12 starfsmenn, en þar af 6 starfsmenn á Þróunar- stofnun, sem þá hafði nýlega tek- ið til starfa til að sinna mikilvæg- um verkefnum á sviði skipulags- mála. 1 fræðslumálum var gert ráð fyrir fjölgun um 22 starfs- menn, þar af 11(4 í barna- og gagnfræðaskóla, sem er fyrst og fremst aukning á kennaraliði vegna nýrra skóla. Á leikvöllum borgarinnar var fjölgað um 7 starfsmenn það ár vegna þess, að gæzlukonur voru ráðnar á nýja leikvelli. Og á Borgarspítala er enn veruleg fjölgun, þar sem þá fjölgar aftur þeim deildum, sem teknar eru í notkun, og þar var gert ráð fyrir fjölgun um 5514 starfsmann. Eða samtals í heil- brigðis- og hreinlætismálum um 63 starfsmenn. Af þessu má sjá, að þetta árið líka er langmesta fjölgunin og sú, sem mestu máli skiptir, vegna nýrra stofnana, sem teknar eru i notkun til auk- innar þjónustu við borgarbúa. Ég tek það fram varðandi þess- ar tölur, sem ég hefi nefnt, að þetta er eins og upphaflega var gert ráð fyrir í frumvarpinu, þeg- ar það var lagt fram. Að vísu urðu einhverjar breytingar 1 meðferð borgarstjórnar á heimild til ráðn- ingar starfsmanna og í raun hafa vafalaust orðið einhverjar breyt- ingar, en þetta er í meginatriðum þær tölum, sem máli skipta í þess- u efni. Fækkun við stjórn borgarinnar Og við skulum þá víkja að þeim breytingum á starfsliði borgar- sjóðs, sem gert er ráð fyrir, að fjárhagsáætlun nú fyrir árið 1974 hafi í för með sér. Eftir yfirferð borgarráðs nú er gert ráð fyrir, að í starfsliði við gjaldabálkinn — stjórn borgarinnar — fækki um 1 starfsmann, þ.e.a.s. fækkað er á skrifstofu borgarstjöra um 1, ekki heimiluð fjölgun hjá byggingar- fulltrúa um 1 og fjölgun í mötu- neyti takmörkuð við 14 starfs- mann. Sem sagt fækkun um 1 starfsmann á þessum gjaldalið. Að því er brunamál snertir, þá er gert ráð fyrir að fjölgað verði um 5 starfsmenn, og sú fjölgun á ræt- ur að rekja til nýrrar slökkvi- stöðvar, sem verið er að byggja nú i Árbæjarhverfi og mun verða tekin í notkun á næsta ári. Að dómi borgarfulltrúa minnihlut- ans er það sérstaklega gagnrýnis- vert. Að því er fræðsumálin snert- ir, þá er gert ráð fyrir fjölgun um 26 starfsmenn, þ.e.a.s. 11 starfs- menn við barna- og gagnfræða- skóla vegna nýrra skóla, sem teknir eru i notkun, og 9 starfs- menn við skólatannlækningar vegna aukinnar þjónustu á því sviði, m.a. vegna fjölgunar skóla. Þetta er sérstaklega ámælisvert að dómi borgarfulltrúa minni- hlutans, svo og að fjölga um eina skólahjúkrunarkonu, fjölga um 2 fastráðna starfsmenn í æskulýðs- starfssemi og borgarbókasafni jafnframt. Á leikvöllunum ergert ráð fvrir að fjölga gæzlukonum um 12 vegna nýrra leikvalla. Er það skoðun borgarfulltrúa minni- hlutans að hætta eigi við að setja þessa nýju leikvelli í gang? 1 heil- brigðis- og hreinlætismálum er gert ráð fyrir starfsmannafjölgun um 814, þar af 314 í Heilsuverndar- stöð vegna nýs útibús í Breið- holsthverfi. Ég vil vekja sérstaka athygli Breiðholtsbúa á því, að minni- hlutaflokkarnir gagnrýna þessa ráðstöfun. 1 sorphreinsun er gert ráð fyrir að bætist 4 starfsmenn vegna út- þenslu borgarinnar. Samtals er þvi gert ráð fyrir, að fjölgun borgarstarfsmanna á næsta ári verði rúmlega 60, eftir þá yfirferð, sem borgarráð hefur framkvæmt. Og ég itreka, að við stjórn borgarinnar er, þrátt fyrir nýjar stofnanir, fækkun um 1, en að öðru Ieyti á þessi starfsmanna- fjölgun rætur að rekja til nýrra stofnana, aðallega á viði heil- brigðismála, skólamála og félags- mála. Þeir borgarfulltrúar standa höllum fæti í málflutningi, sem gera þetta að einu aðalatriði í sinni gagnrýni. Það eru svo aug- ljós -sannindi, að eftir þvi sem borgin vex, þarf nýjar stofnanir til að þjóna borgurunum. Það þarf nýja leikvelli, ný barnahéim- ili, það þarf nýja skóla og þar fram eftir götunum. Allar þessar stofnanir kalla að sjálfsögðu á starfslið. Eg er næstum því viss um, að borgarfulltrúar minnihlut- ans treysta sér ekki í raun til þess að,gera tillögu um fækkun á ein- um einasta starfsmanni í þessum nýju borgarstofnunum. En ég þykist þess fullviss, að Reykvík- ingar og þá sérstaklega íbúarnir í nýju hverfunum, muni taka eftir þessum málflutningi minnihlut- ans og muna eftir, að eitt aðal- gagnrýnisefni minnihlutans á meirihluta borgarstjórnar i dag, er að settar skuli upp nýjar stofn- anir með nýju starfsliði í hinum nýju hverfum borgarinnar. Tveir gestir Alfred Smith, Mokka. Rudolf Weissauer, Gallerí Guð- mundar Ámasonar, Bergstaða- stræti. Hér er fátt um listsýningar um þessar mundir, sem vonlegt er, en tveir útlendingar, báðir þýskir, halda uppi merki myndlistar- innar yfir hátíðirnar með litlum en mjög menningarlegum sýn- ingum, sem mér þykir rétt að geta, enda eru hér á ferð góðir gestir og íslandsvinir, sem koma hingað eins oft og þeir sjá sér fært, með það í huga að kynnast betur íslandi og íslendingum og hitta góðvini sína hér. Hér er um að ræða þá Alfred Smith, um- búðahönnuð og myndlistarmann frá Diisseldorf, og Rudolf Weissauer, grafík-listamann og málara, sem búsettur er í lista- borginni Munehen. Ég finn eink- um hjá mér hvöt til að geta þess- ara sýninga að nokkru vegna þess menníngarbrags, sem er á þeim báðum svo sem fyrr segir en einn- ig vegna þess, að hér eru ekki á ferð nein gróðasjónarmið, sem á stundum hefur viljað brenna við íslandsvina. —■ Grafik-myndir Weissauers eru t.d. á myndir Weissauers eru t.d. á mjög aðgengilegu verði fyrir almenning, og myndir Smiths eru langt frá því að vera gerðar með sölusjónarmið eitt fyrir augum. fyrri sýningu hans á Mokka fyrir tveimur árum. Þetta eru fljótgerð hnitmiðuð hraðriss, nokkurs konar ,,dokumentation“ eðaskjal- festing og miðlun atriða, þegar listamaðurinn verður fyrir áhrif- um af landslagi er fyrir augu hans ber. Hann notar ósjaldan litaðan pappír undir þessi riss sín, en það finnst méf sjaldnast ávinn- ingur, þar sem hið sérstaka spil línunnar nýtur sín bezt á ljósum fleti sem gefur sterkastar and- stæður og rikastan möguleika á millíspili, en þó getúr litaður pappír hentað vel í vissum til- vikum. Nýjung er aftur á móti, að á sýningunni eru nokkrar myndir í lit og kemur þá í ljós, að Alfred Smith er ekki sfður fágaður á liti og jafnframt, að hann nái ekki til fjöldans, því að þeir muni færri, sem meðtaki slík vinnubrögð um- svifalaust. — Hann var fyrir skömmu að vinna að röð dókumentískra mynda af gamalli kolanámu, sem fyrir margt löngu var komin úr notkun, teiknaði hana að utan sem innan, en svo gerist það óvænta, að olíukreppan kemur til sögu og náma þessi er aftur tekin í notkun! Sýning listamannsins er sett upp til minningar um vin hans Vilhjálm heitinn Guðmundsson forstjóra Vatnsvirkjans, en Smith kynntist honum árið 1956, og um hann er þetta ritað sem tileinkun í vandaða sýningarskrá: „Vilhjálmur Guðmundsson / sah von sich ab; / er / lehrte mich / andere sehen.“ í þýðingu Bragi Ásc ieirss< pri skrifarum myndlist Línan í pennateikningum Alfred Smiths hefur naumast tekið miklum breytingum frá en línu, og þar sýnir hann allt önnur vinnubrögð og fjölþættari, líkast sem að liturinn losi um eitt- hvað hið innra i listamanninum. Væri gaman að fá næst frá hans hendi heila súningu á slíkum myndum. Alfred Smith hefur haldið margar sýningar í heima- landi sínu. eina í Danmörk auk sýninganna hér, þá hefur hann einnig fengist við ritstörf og út hefur komið ein bók eftir hann. Mér skilst, að hann viðhafi þau vinnubrögð, að vinna að einu verkefni 1 senn, sem þó tengist öðrum. Hann leitast við að fara sínar eigin leiðir og gerir sér ljósa grein fyrir hvern tíma það tekur, Matthíasar Johannessen: Vil- hjálmur Guðmundsson ,, var lítil- látur maður / hann / kenndi mér á sjá aðra / og skilja. Það er næsta óvenjulegt að sýningar séu tileinkaðar minningu látins vinar hérlendis, en á sér hliðstæður er- lendis og er af traustum toga, — ber vott um djúpstæða vináttu og söknuð. Myndir eftir Alfred Smith eru í eigu tveggja lista- safna í heimalandi hans. Rudolf Weissauer hefur enn einu sinni fundið tilefni til að setja upp sýningu í inn- römmunarverkstæði Guðmundar Árnasonar, sem fréttamenn eru farnir að nefna „Gallerí Guð- mundar Árnasonar". Weissauer hefur margoft haft hér stutta viðdvöl á leið sinni á milli gamla og nýja heimsins, en hann er víðförull, hefur víða kynnt list sína austan hafs og vestan, og er velþekktur grafík- listamaður. Hafa ýmis heims- þekkt söfn keypt myndir hans. WeiSsauer býr yfir mikilli blæ- brigðatækni í málmætimyndum sínum og litógrafíum, sem framar öðru hafa á sér svip fágunar fjarri yfirlæti. Vatnslitamyndir hans eru af svipuðum toga, ljóðrænar stemningamyndir, djúpar og dularfullar í lit þegar best lætur. Vil ég árétta það, sem ég hefi áður bent á, að þessi listamaður ætti að sýna í stærri húsakynnum hér í borg svo að við fengjum betri yfirsýn yfir list hans. — Girnilegt væri, að hann gæti komið með úrval af grafík lista- manna frá Múnchen til sýningar hér t.d. í Norræna húsinu, þeirri hugmynd er hérmeð komið á framfæri. Hingað rata alltof fáar grafík-sýningar, sem fengur er að, en áhuginn á þessari listgrein hefur aukist hér til muna hin seinni ár. Svo ber að þakka listamönn- ununi fyrir sýningarnar um leið og athygli er vakin á, að þegar þessi pistill birtist mun vera komið að lokun þeirrá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.