Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 Þýtur í skóginum Eftir Kenneth Grahame „Það ætla ég að vona líka — sagði moldvarpan og kætin sauð í henni,. „Mér datt þetta í hug, þegar ég fór fram í eldhúsið í morgun, að sjá um að morgun- verði frosks yrði haldið heitum handa honum. Þar rakst ég á þvottakonubúninginn, sem hann kom í heim í gær, hangandi á trönum fyrir framan arininn. Ég fór í kjólinn og setti upp hattinn og herðasjálið og fór heim í Glæsihöll og var hin borubrattasta. Hrevsikettirnir voru á verði eins og venjulega með byssur sínar og kölluðu strax: „Hver fer þar?“ og þess háttar vitleysu. „Góðan dag, herrar mínir,“ sagði ég kurteislega. „Þurfið þið að láta þvo af ykkur í dag?“ „Þeir litu á mig með þótta og sögðu: „Farðu burt, þvottakerling. Við látum ekki þvo, þegar við erum á verði.“ „Né heldur annars,“ sagði ég. „Ho, ho, ho. Fannst þér það ekki gott hjá mér, froskur?“ DRATTHAGI BLÝANTURINN „Hvílíkt léttúðaíáthæfi," sagði froskur í umvönd- unartón. í rauninni sáröfundaði hann moldvörpuna af tiltækinu. Þetta var einmitt það, sem hann hefði viljað gera sjálfur, ef honum hefði aðeins dottið það í hug fyrst, en hann ekki sofið yfir sig um morguninn. „Sumir hreysikettirnir roðnuðu af skömm,“ sagði moldvarpan, „og liðsforingjanum gramdist og hann sagði við mig: „Svona, hafðu þig á brott, kona góð, hafðu þig á burt. Verðirnir mega ekki hangsa hér yfir skrafsjóðum.“ „Hafa mig burt?“ sagði ég. „Það verða nú aðrir en ég, sem verða að hafa sig burt innan skamms." „Æ, þar fórstu illa að ráði þfnu, moldvarpa," sagði rottan skefld. Greifinginn lagði frá sér blaðið. „Ég sá, að þeir sperrtu eyrun og litu hver á annan,“ hélt moldvarpan áfram, „og liðsforinginn sagði: „Skeytið ekki um hana. Hún veit ekkert, hvað hún er að segja.“ „Jæja,“ sagði ég. „Ég skal nú bara segja ykkur það, að dóttir mín þvær fyrir greifingjann sjálfan og það ætti að nægja til að sannfæra ykkur um, að ég veit, hvað ég er að segja. Og þið komizt líka brátt að raun um það sjálfir. Hundrað blóðþyrstir greifingjar með alvæpni munu gera árás á Glæsihöll í kvöld frá hestagirðingunni. Sex bátsfarmar af rottum vopnuð- um byssum og sveðjum, munu koma upp ána og taka land við grasflötina, og úrvalslið froska, sem kalla sig „Flokkurinn ósigrandi" eða „Sjálfsmorðssveit froska“ munu ráðast að húsinu frá aldingarðinum, ryðja öllum hindrunum úr vegi og æpa á hefnd. Þá þarf nú ekki mikið að þvo af ykkur, þegar þeir eru búnir að ganga frá ykkur, nema þið komið ykkur burt meðan tími er til.“ Svo hljóp ég burt og þegar ég var komin úr augsýn, lagðist ég í felur. Svo skreið ég til baka eftir skurðinum og gægðist til þeirra í gegn um limgerðið. Þeir voru allir í uppnámi, tví- stigu í allar áttir og duttu hver um annan og hrópuðu fyrirskipanir hver í kapp við annan, sem enginn hlustaði á. Liðsforinginn sendi hreysikattaflokka í útvarðarstöðu um alla landareignina og sendi svo aðra flokka til að sækja þá aftur og ég heyrði þá segja: Jonni ogcTVIanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Ég hugsaði mig um og komst brátt að þeirri niður- stöðu. að útfallið liefði þegar borið okkur svo langt út eftir firði, að við hefðum nú brátt fjöll og sjávar- hamra á báðar hendur, en ekki lágar og sendnar strendur. Þar gætum við því ekki lent, þó að okkur bæri að landi. Og Jivað var nú til bragðs að taka? Langt fvrir sunnan okkur var bærinn. En okkur rak með straummun lengra og lengra norður. \ ið vorum í lífsliáska. Manni sat við stýrið og horfði á mig grátandi. Ég var lormaðurinn og varð að afráða, livað gera skvldi. l-oks sagði ég við liann: ..Manni, geturðu alls ekki liugsað þér, hvar suður Hann leit í allar áttir og hugsaði sig um. Svo liristi hann liöfuðið og sagði: ..Það get ég ómögulega, Nonni“. „Þá bið ég guð að hjálpa okkur. Ég er alveg átta- villtur líka“. Við sátum þegjandi um stund og bárumst áfram inn í sótsvarta þokuna. Þá tók ég til áranna og sagði: .,Ég ætla samt að gera hvað ég ge'. og róa upp á von og óvon“. Ég reri vasklega stundarkorn. Báturinn gekk vel, því að enn var sléttur sjór. En hvert var stefnt? Það vissum við ekki. Stefndum við að hömrunum öðrmn megin fjarðar- ins að austan eða vestan? Eða reri ég móti straumi inn til bæjarins? Ef svo var, mundum við standa fast- ir, því að ekki gat ég haft við straumnum. Eða reri mc6tnorgunkoffinu — Þetta gæti verið mjög skemmtilegt, ef maður þyrfti ekki alltaf að éta þessa bölv- uðu síld f hvert skipti ... — Jú, raunar var þetta inn- brotsþjófur . . . en þegar hann hafði litið I kringum sig f stof- unni hristi hann höfuðið með meðaumkunarsvip og gaf mér hundraðkall... — Hvar varst þú eiginlega yfir hreindýraveiðitfmann? — Ég er með tannpínu í þessari tönn .. . zoo ZÖO Æ bW~ 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.