Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.01.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1974 17 Forfeður okkar eiga það hrós að lífs- neistinn kulnaði ekki í höndum þeirra Nýársræða forseta Islands hr. Kristjáns Eldjárns Góðir landsmenn. Ég óska yður öllum árs og friðar og sendi yður kveðju, hvar sem þér eruð staddir, á heimilum yð- ar, eða á hafi úti, eða hvar annars staðar þar sem skylda eða nauð- syn býður mönnum að vera. Ég hugsa til þeirra mörgu, sem á verði hljóta að standa við marg- vísleg skyldustörf, sem vinna þarf hvað sem almanaksdögum líður. Vér sem næðisins njótum ættum sízt að gleyma þeim. Eg hugsa einnig til hlutskiptis þeirra, sem sjúkdómar eða önnur bágindi knýja til að dveljast á sjúkrahús- um jafnt helga sem rUmhelga daga. Ég óska yður öllum gleði- légs nýjárs og þakka samfylgdina á því ári, sem er að baki. Persónu- lega á ég mörgum þakkir að gjalda, eins og reyndar flestir menn. En á stundu eins og þessari er mér ofar í huga stuðningur manna og hollusta við þá stofnun, sem kalla má að embætti forseta íslands sé. Að þessu sinni leyfi ég mér sérstaklega að nefna fólk á Vestfjörðum, sem á allan hátt gerði góða kynnisför þá sem kona mín og ég fórum um þær sýslur á síðastliðnu sumri. Ég skil það svo að með slíkum viðtökum vilji landsmenn láta í ljós hollustu sína við þjóðlega samheldni, sem forsetaembættið má að sumu leyti teljast tákn fyrir. Ég skil það sem merki um þann samhug sem í raun og veru ríkir milli manna í landinu, þótt stundum mætti ann- að ætla í amstri daganna. Um leið og ég sendi þessar nýjárskveðjur til þeirra sem mál mitt heyra, vil ég minnast þeirra landa vorra, sem horfið hafa Ur hópi vorum á liðnu ári og nU geymast í góðri minningu þeirra sem með þeim áttu samleið. Á nýjársdag er stundum rifjuð upp gömul táknmynd áramót- anna, sem mörgum mun vera í barnsminni. Persónugervingur gamla ársins, lotinn og hæruskot- inn öldungur, víkur af sviðinu, en í stað hans kemur ungur og glæst- ur maður, með morgunljóma í svipnum, nýja árið. Þetta er ein- föld og auðskilin mynd á hverri tíð. Líkast til á hUn fornar menn- ingarsögulegar rætur. Miðsvetrar- hátíðin er hátíð ljóssins, og hinn ungi og bjarti maður táknar það, að sól fari að hækka göngu sína, guð ljóss og lífs og endurnýjunar kemur enn einu sinni, ungur og nýr. Það gamla ár, sem vék af svið- inu að þessu sinni, er að vísu horfið, en minning þess mun lengi vaka. íslenzka þjóðin hefur lifað í meira lagi minnisverð tíð- indi á því ári. Það hófst með rauð- um logunum í Vestmannaeyjum, og kalla má að því lyki með ann- ars konar stórtíðindum, áfanga- sigri í hörðum átökum um fiski- mið landsmanna. Fyrir þessi stór- merki verður ársins, sem nU er liðið, lengi minnzt í þjóðarsög- unni, og af hvoru tveggju verða miklir lærdómar dregnir á kom- andi tíð. Það var engu líkara en að eldurinn í Eyjum væri settur á svið til að sýna þann háska, sem býr i eðli þessa lands, og þá um leið til að kenna landsmönnum hvernig hægt er með ýmsu móti að vera undir hann bUinn og snU- ast við honum, ef hann skyldi aft- ur birtast í svipaðri mynd, ein- hvers staðar. Þessi atburður færði oss einnig heim sanninn um það, að íslendingar eiga marga vini í raun, fyrst og fremst meðal nágranna vorra á Norðurlöndum, en einnig víða meðal fjarlægari þjóða, sem oss eru minni vanda bundnar. Þakkir færum vér nU öllum þeim, bæði innlendum og erlendum mönnum, sem hafa stuðlað að því með ráðum og dáð að græða sárin, og það er fagnaðarefni að nU hafa jólaljós logað þar sem jörð brann fyrir skemmstu. Áreiðanlega munu all- ir landsmenn samgleðjast þeim, sem aftur hafa getað vitjað heim- kynna sinna, og óska þess að það endurreisnarstarf, sem vel hefur byrjað megi einnig giftusamlega fram halda. Átökin um fiskimiðin hafa einnig reynt á þolrifin og verið harður skóli. Þau eru í eðli sínu þáttur í samkeppninni um þverr- andi náttUrugæði í heimi nUtím- ans, eitt dæmi af mörgupi um að það harðnar á dalnum. I gamalli sjóferðabæn segir svo: Bjóð sjávarins afgrunni að opna sitt ríka skaut til að uppfylla vorar nauðþurftir. Vér megum vera minnug þessara gömlu orða. Fiskimiðin eru forðabUrið, sem ekki má tæmast. Eftir allt sem gerzt hefur og talað hefur verið siðan 1. september 1972, er oss nU ijósara en nokkru sinni fyrr, að lífinu í afgrunni sjávarins sem uppfyllir vorar nauðþurftir í þessu landi, er mikil hætta bUin, og að við þeirri hættu verður að sporna með öllum skynsamlegum ráðum. Ef nokkuð er, hefur sá ásetningur styrkzt að vér verðum að fá full og viðurkennd yfirráð yfir hafsvæðunum kringum land- ið, og allt annað er óhugsandi en að fylgja því merki fram til sig- urs. Vér eigum keppinauta, en að óvini eigum vér enga, heldur þvert á móti marga vini og sam- herja, sem styðja viðleitni vora. Það skyldum vér meta og leggja rækt við. Vér erum ekki einir í heiminum, á einn eða neinn veg, það er skynsamlegt og reyndar óhjákvæmilegt að gera sér grein fyrir því. Þegar síðastliðið ár gekk í garð þótti mörgum sem bjartara væri yfir í samskiptum þjóða en oft áður, þíða í lofti eftir langvarandi hörkur, sem kallaðar voru kalt stríð. Menn leyfðu sér að vona að batinn héldist. Þó átti svo að fara að nU í árslok er víða heldur ófag- urt og dapurlegt um að litast. Vér Islendingar þurfum ekki að kvarta, vér bUum við allsnægtir, en þó er nærri oss höggvið, því að nU næðir kalt um hagsældarþjóð- irnar nágranna vora, eftirlætis- börnin í fjölskyldu þjóðanna. Þar kom að því að sá knUði dyra, sem marga hafði grunað að einhvern tíma bæri að garði, olíuskortur, orkuskortur. Þetta er áminning til vor. Á örbirgðaröldum íslands var slíkt kallað eldiviðarleysi og var eitt af því sem snauðir kot- bændur óttuðust mest, næst mat- arleysi. Þó að Ur rætist betur en á horfist nU, munu þó þessi tíðindi draga langan slóða, og fávíslegt væri að loka augunum fyrir því, að þessi lota getur verið for- smekkur langra vandræða, því að allt eyðist sem af er tekið nema það sem náttUran sjálf endurnýj- ar jafnharðan. Tæknivædd og há- þróuð iðnaðarríki heims hafa reist mikla byggingu, sem á stöðugleika sinn undir aðflutn- ingi hráefna og orkugjafa úr fjar- lægum heimshlutum. NU er eins og jarðskjálftakippur fari um þessa byggingu, og menn vita ekki þegar í stað hve miklum skaða hann veldur né hvort annar verri muni eftir fara. Þess er þá ekki heldur að dyljast, að morg- unljóminn á ásjónu unga manns- ins, nýja ársins, er nokkuð svo blandinn kviða að þessu sinni. NáttUrufar allra landa setur mark sitt á þjóðirnar sem þau byggja. Baráttan við kuldann er eitt af því sem sett hefur mót sitt á menningu vor tslendinga. Oft hefur verið sagt og það með nokkrum rétti, að forfeður vorir hafi ekki verið neinir sérstakir snillingar í því stríði. Þeir stóðu af sér veðrin fremur en að þeir sæktu á. En þeir eiga það hrós að lífsneistinn kulnaði ekki í hönd- um þeirra, þótt kaldar væru. Þeir náðu varnarsigri, og á vorum dög- um eru mikil umskipti orðin. Nágrannar vorir sumir halda vart á sér hita í hUsum sínum, en i híbýlum flestra tslendinga er hlýtt og bjart. Á þessum grimma frostavetri hefur mjög reynt í orkuver landsmanna, og einnig þetta er sjálfsagt lærdómsrikt, en vér höfum haft þá heppni með oss, að oliuskorturinn hefur um sinn sneitt hjá garði 'vorum, eins og svartidauði gerði um miðja 14. öld, þegar hann lék grannlönd vor hvað harðast. Hann kom að vísu seinna, þótt ef til vill hefði einnig þá verið hægt að bægja honum frá, ef þekking og fyrirhyggja hefðu hrokkið til. Það er ekki líklegt, ef eldiviðarleysi fer að verða eins og sverð óg svipa yfir höfði manna hér allt í kringum oss, að slíkt bitni ekki á oss fyrr en varir. Hitt er heldur, að það gerir það reyndar nU þegar, því að hér er ekki aðeins um að ræða ljós og hita í húsum manna, held- ur allt daglegt líf, alla afkomu. Olíudraugurinn bregzt í allra kvikinda líka eins og Þorgeirs- boli. Á vorum dögum eru hagsmunir þjóða fléttaðir saman á óteljandi vegu. Vér erum þar ekki í neinni sérstöðu. Eigi að siður er nU eins og til vor sé talað um að hagnýta það sem vér getum tekið hjá sjálfum oss. Orkan í hverum og fallvötnum Islands er mikil, og hana er unnt að beizla og hana þrýtur ekki: Þetta eru bjargar- lindir, sem líklega öllu öðru frem- ur efla bjartsýni á framtíð þjóðar- innar. Það eru að visu litlar frétt- ir að segja annað eins og þetta, því að það er ágreiningslaust vilji allra landsmanna að kappsamlega skuli vinna að skynsamlegri nýt- ingu þessara innlendu orku- gjafa. En ef til vill sjáum vér þetta i skærara ljósi nU en nokkurn tíma áður, þegar daglega berast fréttir um þau vandræði sem velmegunarþjóðirnar í kring- um oss erunúí.vegna þess að þær eiga allt undir aðra að sækja um jafnsjálfsagðan hlut og eldivið og ljósmeti. Einn af meginkostum landsins blasir við i skýrri mynd. ísland er gott land, segja menn, sem nU koma hingað heim, um hávetur, utan Ur heitari löndum, jafnvel þeir sem þurftu að fara til Spánar á miðju síðastliðnu sumri til að kaupa sólskin. Og ekki skyldi heldur lá nein- um manni þótt hann geri það eða telja það eftir. ísland er engin sólskinsparadís, og ekki neitt gósenland heldur, sem gefur ljUf- ar gjafir fyrirhafnarlaust. NáttUr- an hér á norðurslóðum er fast- heldin og lætur ekki gæði sín af hendi rakna nema fyrir harðfylgi, áræði og fyrirhyggju þeirra sem þar bUa. Skáld hafa stundum kall- að þetta uppeldisaðferð hinnar ströngu en góðu móður. Baráttan við harðdræga náttUru er að sumra hyggju öðru fremur það sem hefur gert manninn að manni. Hann varð fyrsti maður- inn, segir Johannes V. Jensen um unga manninn, sem einn sneri við f norður, þegar ættflokkur hans lét undan síga suður á bóginn fyrir ísaldarkuldanum. Ef til vill eru rök fyrir því, að uppeldisað- ferð lands vors hafi dugað þjóð- inni vel, því að íslendingar afla mikils, bæði til sjós og lands, að öllu samanlögðu næstum ótrUlega mikils, fámenn þjóð. Þeim hefur lærzt að sækja gullið í greipar náttUrunnar, og eiga þó trúlega eftir að læra þá list enn betur, þegar síðustu leifar rányrkju- hugarfars eru Ur sögunni. Nærri má geta að það er sam- eiginlegt áhugamál og gleðiefni allra að mikið sé dregið í bUið. En við hlutaskiptin er allajafna tals- verður handagangur og háreysti, þvi að sitt sýnist hverjum, hvern- ig með skuli fara og hvernig skipta. Þetta er gömul saga, og um slíkt hafa verið stofnaðir ófáir stjórnmálaflokkar í löndunum. Það er ekki heldur furða, þegar svo virðist helzt stundum sem all- ir telji sig afskipta og órétti beitta og þá vitaskuld af því opinbera, beint eða óbeint. Danska skáldið Piet Hein, sem frægur er fyrir hnitmiðuð snjallyrði sín, hefur orðað þetta svona: NáttUran er vor milda móðir, sem dýrar gjafir gaf oss, en ríkið er vor eldri bróðir, sem tók þær allar af oss. Þetta er hnyttilegt og mönnum finnst það eins og talað Ut Ur sínu hjarta. En ljótt væri ef satt væri, ef almannasamtökin, vald þess samhjálparþjóðfélags, sem vér höfum komið upp og viljum bUa við, hrifsaði til sín svo mikið af hlut hvers og eins að hans sæi varla stað. Vor á meðal er varla talað um annað meira en þetta á hverju ári sem yfir gengur, og af þvi vaxa Ufar með mönnum og undan því grær gremja f mörgu brjósti. Og þó höfum vér af fUsum og frjálsum vilja falið almanna- samtökunum svo mikil og mörg verkefni í allra vor þágu, að seint mundi enda taka, ef upp væri talið. I stórum dráttum eru allir sammála um að þetta skuli vera svo. Það er erfitt að hugsa sér þann stjórnmálaflokk sem ekki lýsti sig meðmæltan félagslegri samhjálp í sinum mörgu mynd- um. Það er því augljóst mál sem enginn neitar, að skipið verður að fá sinn hlut, annars fUnar það í naustum. En þar með er ekki sagt að vandinn sé leystur, vandi skipti- vallarins. Hve stór á skipshlutur- inn að vera og hve stór háseta- hluturinn? Það veltur á miklu að nærri verði komizt því sem kalla má réttlæti, en þó er vandlifað, því að ekki eru allir á eitt sáttir hvað sé réttlæti, þegar skípta skal því sem til skipta er. Þó mundi margur ætla, að það leiðar- ljós lýsi bezt að tiltölulega mikill jöfnuður með mönnum sé mest réttlæti, og að ekki hæfi annar mælikvarði betur erfðum vorum og sambýlisháttum. Af mörgum ástæðum er óhjákvæmilegt að gera upp á milli manna og sjálf- sagt eru þær hlutfallatölur ekki auðfundnar, sem eftir skyldi fara. En þá mætti virðast haldið í réttu horfi, ef saman drægi með mönn- um heldur en hitt og sU megin- regla í heiðri höfð, að hvert það verk sem vinna þarf sé svo vel metið að það skili heilum hlut þeim sem það vinnur án mann- greinarálits eða gamalla hug- mynda um svonefndan mann- félagsstiga. Það er gamalt orð að guð má ráða hvar við dönsum önnur jól. Rétt er það, framtíðin er á huldu, en ætlun vor er að þetta ár verði hátíðarár á íslandi, eða jUbílár, eins og menn sögðu fyrir einni öld, minningarár, sem verður haldið hátíðlegt um allt land í heiðurs- og minningar skyni við landnámsmenn íslands, sem reistu hér byggð fyrir ellefu öld- um, urðu forfeður þjóðarinnar og stofnuðu til þess mannlífs, sem ótal þræðir liggja frá allt til þessa dags. Margt hefur verið til nefnt, sem gera skuli til hátíðabrigða og varanlegrar minningar. Allt er það gott, sem vel verður gert og annars væri kanski ógert, en þó væri mestur fögnuður að þessu landnámsafmæli, ef það mætti orka einhverju til að efla hollustu við landið, sem hinir fornu járn- aldarbændur fundu og byggðu og þá menningu, sem óx upp af til lagi þeirra og síðan lífi niðja þeirra i landinu allar þessar löngu aldir. tslenzk menning, sem vér svo köllum, að þvi er virðist næstum bannheilagt orð hjá sum- um mönnum nú, af því að þeim þykir kenna þjóðrembings þótt ekki sé nema það eitt að bera sér það í munn. Slíkt er þarflaus viðkvæmni, þvi að íslenzk menn- ing er ekki skrautfjöður í hatti, eða litfögur blómakróna efst á toppi jurtar, til þess fallin að skera hana af og nota fvrii stofu- stáss við hátiðleg tækifæri. HUn Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.