Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1974 frímerkjasýning þjóðhátíðarársins KnA*rkygging Stjörnublós er nú hafin a/ fullum krafti og er byrjað að slá upp steypumótum, eins og sj.á má á myndinni. Þeir láta ekki sitja við orðin tóm þar. FRÍMERKI 74 nefnist frímerkja- sýning, sem Landssamband Islenzkra frímerkjasafnara mun halda í kjallara Norræna hússins dagana 11. til 15. apríl næstkom- andi. Sýning þessi er liður í þjóð- hátfðarhaldi á 1100 ára afmæli íslands byggðar og haldin í sam- vinnu við Þjóðhátíðarnefnd. Á sýningunni verður starfrækt sér- stakt pósthús og verður í notkun sérstakur póststimpill. Öllum íslenzkum frimerkja- söfnurum er boðin þátttaka ,,með hvaðeina, sem þeir hafa að sýna“, eins og segir í fréttatilkynningu frá Landssambandinu — og sam- kvæmt reglum sýningarinnar. Ennfremur hefur ýmsum erlend- um frímerkjasöfnurum verið boð- in þátttaka, sem vitað er að eiga áhugaverð söfn íslenzkra frí- merkja. Er þó tekið fram, að þátt- taka þeirra er bundin islenzkum frímerkjum, en svo er ekki meðal íslenzkra frimerkjasafnara. Geta þeir jafnframt sýnt erlend frí- merki. Tilkynningar um þátttöku skulu hafa borizt sýningarnefnd fyrir 20. febrúar á þar til gerðum eyðublöðum, en formaður hennar er Sigfús Gunnarsson. í fréttatilkynningunni er tekið fram, að öll söfnin verða að vera eign sýnenda og mega ekki vera á blöðum eða prentuðum reitum fyrir frímerkin. Sýningarnefnd hef-ur tryggt sér allt að 100 ramma fyrir sýninguna og er það von sýningarnefndar, að íslenzkir frímerkjasafnarar taki þátt í pýningunni. Everton til Akureyrar Akureyri, 17. janúar. BREZKI togarinn Everton, sem íslenzka landhelgisgæzlan skaut sem flestum skotum að s.l. vor, kom hingað til hafnar f nótt vegna lítílfjörlegrar bilunar. Eftir nokkra viðdvöl hélt togarinn aft- ur á miðin. — Sv. P. Heljarslóð- arorusta Akranesi, 17. janúar. BERGÞÖR Guðjónsson skipstjóri og útgerðarmaður, sem féll milli skips og bryggju á Akranesi í fyrradag, er hann rann á svelluð- um bryggjukantinum, er nú á góð- um batavegi og er hann talinn úr allri hættu. h.j.þ. Það var þæfingsfærð I Reykjavfk f gær og ósjaldan þurftu menn að taka höndum saman til þess að liðka til f umferðinni. Þessi hópur sjö ungra manna var að hjálpa einni blómarósinni, sem varð hált á svellinu. Ljósmynd Mbl. Sv. Þorm. Farmanna- og fiskimannasamband íslands: Fordæmir seinagang á verðlagningu loðnu æsist á ný Verðið alltaf komið seint, segir Verðlagsráð ÞÆTTIR úr Heljarslóðarorustu eftir Benedikt skáld Gröndal verða endurteknir í Síðdegis- stund Leikfélags Reykjavíkur á laugardaginn kl. 17. Þættirnir voru frumfluttir í síðustu viku og þóttu lánast mjög vel. Vakti flutn- ingurinn mikla kátínu og þessi 100 ára gamla gamansemi Grön- dals um menn og málefni fyrri alda, komst vel til skila. Flutning- urinn er undir stjórn Helgu Bach- mann, en Karl Guðmundsson, Kjartan Ragnarsson, Jón Hjartar- son, Valdimar Helgason bregða sér í gervi Napóleons og Franz Jóseps keisara og annarra stjórn- málamanna, en Sólveig Hauks- dóttir fer með hlutverk keisara- frúar Evgeníu og Guddu hinnar fslenzku. Leiðrétting Í Morgunblaðinu í gær féll niður í frétt af framboðslistum í Einingu á Akureyri, nafn Gústafs Jónssonar varaformannsefnis á lista Jóns Helgasonar og fleiri. EINS og Morgunblaðið hefur skýrt frá, hélt Farmanna-og fiski- mannasamband íslands fund með yfirmönnum loðnuveiðiskipa í fyrradag um loðnumálin. Sam- þykkti fundurinn nokkrar álykt- anir, þar sem m.a. fordæmdur var. sá dráttur, sem hefur orðið á verð- iagningu loðnu til bræðslu. Þá mótmælti fundurinn harðlega ný- útgefnum bráðabirgðalögum, sem ákveða töku 5% af útflutnings- verðmæti loðnuafurða til niður- greiðslu olíu og minnir á, að 4% útflutningssjóðsgjaldið var hækkað f 8% við verðlagningu loðnu á síðasta ári. í einni af ályktunum fundarins segir m.a.: „Fundurinn átelur harðlega þann drátt, sem orðinn er nú þegar á verðlagningu loðnu til bræðslu, og bendir á, að sam- kvæmt lögum um verðlagsráð á verð á loðnu til bræðslu og ann- arrar fiskvinnslu að liggja fyrir 1. janúar ár hvert. Þessi dráttur á verðlagsákvörðun á sinn þátt í því að dregizt hefur og dregizt getur, að flotinn haldi til loðnu- veiða." Engin ákvæði. Vegna þessarár ályktunar F.F.S.I. gerði Verðlagsráð sjávar- útvegsins eftirfarandi samþykkt á fundi ráðsins í gær: ,,I tilefni ályktunar fundar haldins að til- hlutan Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands með yfirmönn- um loðnuveiðískipa þann 16. þ.m., en ályktun þessi hefur verið send fjölmiðlum, tekur Verðlagsráð sjávarútvegsins fram eftirfar- andi.: I lögum eða reglugerð um Verð- lagsráð sjávarútvegsins eru engin ákvæði, sem kveða á um, að verð á loðnu til bræðslu skuli liggja fyrir 1. janúar ár hvert. Kópavogur Arshátíð sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldin föstu- daginn 8. febrúar í Skiphól í Hafnarfirði. Hefst hún kl. 19 með borðhaldi. Guðrún Á. Símonar syngur og fleiri skemmtiatriði verða auk dans. Sfðastliðin 4 ár hefur verð á loðnu til bræðslu verið ákveðið sem hér segir. Árið 1970 þann 23. janúar, árið 1971 þann 3. febrúar, árið 1972 þann 26. janúar og árið 1973 þann 30. janúar. — Verðlags- ráðið vinnur nú að ákvörðun loðnuverðs til bræðslu og stefnir að því aðljúka því sem fyrst." Verðlagsráðið hélt fund um loðnuverðið í gærmorgun og þá náðist ekki samkomulag um verð. Annar fundur í ráðinu hefur ver- ið boðaður í dag. Að sögn Sveins Finnssonar, framkvæmdastjóra Verðlagsráðsins, er ekkert hægt að segja um hvort samkomulag næst í dag eða ekki. Ef samkomu- lag næst ekki alveg á næstunni í ráðinu um loðnuverðið, verður málinu vísaðtil Yfirnefndar. Skipafjöldi eykst um 50% — afkasta- geta verksmiðja sú sama. A fundi F.F.S.Í. í fyrradag var fjallað um þá miklu aukningu, sem hefur orðið á loðnuveiðiskip- um. 1 frétt frá fundinum segir m.a.: ,„í sambandi við verðlagn- ingu á loðnu bendir fundurinn á, Framhald á bls. 18 Undirskrifta- söfnunin gengur vel Í GÆR var annar dagur undir- skriftasöfnunarinnar Varið land þar sem fólki er gefinn kostur á að skrifa undir mót- mæli gegn uppsögn varnar- samningsins. Feikilegur fjöldi fólks kom á skrifstofu undir- skriftasöfnunarinnar í gær, mun fleiri en fyrsta daginn. í gær var búið að skila inn um 50 listum með rúmlega 1000 nöfnum. Skrifstofan Varið land er til húsa I Miðbæ við Háaleitis- braut og sfminn þar er 36031, en pósthólf skrifstofunnar er 97. Verður skrifstofan opin um helgina, daglega milli kl. 2—7. Þá hefur verið opnuð skrif- stofa I Hafnarfirði að Strand- götu 11, sími 51888. Minjagripasalan gengur vel Sala á minjagripum Þjóð- hátíðarnefndar gengur mjög vel og má þar nefna plattana frá Bing og Gröndal, myndaflokk Einars Hákonarsonar, sem Gler og postu- lin framleiddi og þá er almanak Þjóðhátiðarnefndar að verða upp- selt. Frímerki ’74 Skuttogarar sem fljótandi frystihús ÚTGERDARFÉLAG Akureyr- inga er nú að kanna hvort ekki sé heppilegt að nota skuttogarana tvo, sem félagið keypti frá Fær- eyjum, sem fljótandi frystihús á meðan á loðnuvertíðinni stendur. Þessir togarar geta fr.vst um 30 lestir af loðnu á sólarhring hvor. Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Utgerðarfélagsins sagðí í samtali við Morgunblaðið í gær, að ef tii kæmi. yrðu það Sléttbakur EA 302 og Svalbakur EA 304, sem notaðir yrðu sem frystihús. Hugm.vndin er, aðskip- in verði látin fylgja loðnuflotan- um og kaupa loðnu af skipunum. Sagði hann, að enn væri ekki vitað hve marga menn þyrfti á skipin á meðan þau væru notuð á þennan hátt. Togararnir hafa 820 kúbikmetra frystigeymslur og hefur verið landað upp úr þeim 700 lestum af frystum fiski. Góð frystitæki eru í skipunum. Vilhelm sagði, að ákvörðun um þetta yrði tekin einhverja næstu daga, því senn liði að þvf, að tog- ararnir yrðu tilbúnir til veiða. Úr lífshættu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.