Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 18. JANUAR 1974 25 fclk f fréttum VIRKJAÐUR TIL RAFORKU- ^RAMLEIÐSLU Maðurinn á reiðhjólinu er svo sannarlega ekki af baki dottinn, ef svo má að orði kom- ast. Hann hjólar eins og band- vitlaus maður til að skapa næga raforku handa einni bor- vél í verksmiðjudeildinni, sem hann hefur verkstjórn í. Maðurinn er brezkur, heitir Ricky Marshall og er 29 ára gamall, á bezta aldri til raf- orkuframfeiðslu á þennan hátt. í hvert skipti, sem raf orkuskömmtun er beitt, snarar Ricky sér á hjólið, sem tengt er einum rafal og sér með orku- framleiðslu sinni til þess, að framleiðslan í þessari deild stöðvast ekki alveg. Raunar er dálitið kaldhæðnislegt, að það, sem Ricky leggur svo mikið upp úr að framleiða, eru stykki i peningakassa fyrir verzlanir, en ef oliuverðið heldur enn áfram að hækka, er vart við öðru að búast, en að þessir peningakassar verði yfirleitt galtómir, þegar þeir loks kom- ast á markað. í kreppu eiga fæstir peninga. DISKÓTEK FYRIR ALDRAÐA Þótt ellin færist yfir, rénar ánægjan af dansinum ekki svo mjög, ef líkamsþrekið leyfir slíka íþrótt. Sú er a.m.k. niðurstaða þeirra i Hamborg eftir að hafa um nokkurt skeið rekið diskötek, eða dansstað með tónlist af hljómplötum, fyrir aldrað fólk. Það var starfsmaður þeirrar deildar verkalýðssamtaka, sem með aðstoð við aldraða fer, sem fékk hugmyndina að þessari starf- semi og eftir að hafa borið hugmyndina undir um 600 manns og fengið afar jákvæð viðbrögð níu af hverjum tíu, kom hann henni í framkvæmd. Lögð er áherzla á, að aðgangseyrir sé lágur, þar sem aldraða fólkið hefur yfirleitt ekki úr miklu að spila, og síðan er þess bara gætt að hafa alltaf nóg af plötum til að spila, því að dansstaðurinn er alltaf troðfullur hvert einasta kvöld og feiknalegt fjör i mannskapnum. JOHNNY WEISSMULLER VILL GEFA VERÐ- LAUNAGRIPINA SÍNA Johnny ..Tarzan" Weissmull- er, sem synti og sveiflaði sér upp á frægðarhimininn, ætlar að gefa alla verðlaunagripina frá sundferli sínum til fatlaðra barna í Bandaríkjunum. Johnny er nú 69 ára að aldri og liggur á spítala, ntjaðmar- grindarbrotinn og hjartveikur. Hann var sagður daufur í bragði allt þar til hann fékk bréf frá börnum i sköla fatlaðra í Maineríki, sem báðu hann að gefa sér lokk úr hári sínu og teikningu af höndunt sínum Tengdasonur Johnnys sagði, að Johnny hefði lyfzt allur upp við þetta hréf og ákveðið að gera mun betur við börnin en þau báðu um. Ætlar kappinn að gefa alla verðlaunagripi sina til fatlaðra barna og vill hann láta senda allt safnið í sýningarferð milli skóla þessara barna um öll B'andaríkin. Hins vegar er ekki víst, að sú hugmynd yrði auð- veld í framkvæmd. því að safn- ið er svo mikið að vöxtum. að tvo stóra flutningabíla þyrfti til að flytja það á milli staða. Ef sú hugmynd er talin of kostnaðar- söm, ætlar Johnny að gefa allt safniðail sjóðs i þágu fatlaðra barna, sem stofnaður var i minningu um Joseph F. Kenn- edy jr., elzta bröður John F. Kennedys Bandaríkjaforseta. Johnny Weissmuller hætti keppni í sundi. er hann var 25 ára gamall, og sneri sér að leik í Tarzan-myndunum. Hann hafði 67 sinnum sett heimsmet. hlotið fimni gullverðlaun á Olympiu- leikum og 52 sinnum orðið bandariskur meistari. Hann var Mark Snilv Fjár- hirðir ársins Og þetta er hún Dorothv Bell. enska stúlkan, sem á dögunum var útnefnd „fjárhirðir ársins" í Bretlandi. Dorothy, sem er 26 ára gömui (og ógift), gætir 1800 kinda í Cumberland. Það eru landbúnaðartímarit og verksmiðja, sent framleiðir vör- ur fyrir landbúnaðinn, sem standa að verðlaunaveiting- unni, í þeim tilgangi að auka áhuga rnanna og kvenna á fjár- mennskunni sem ævistarfi. Útvarp Reykjavík * FÓSTUDAGUR 18. janúar 7.00 Morgunútvarp Vcðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dag bl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Knútur R. Magnússon hcldur áfram að lesa sög- una „Villtur vcgar** cftir Oddmund Ljone (12). Morgunleikfimi kl. 9.20 Tilkynningar kl. 9.30. Lctt lög á milli liða. Spjallað við hændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25: John Mayall syngur. Norsk tónlist kl. 11.00: Bjame Larscn fiðlulcikari og Fílharmóníu- svcitin í Ósló leika Rómönsu í G-dúr op. 26 eftir Johan Svcndscn./kTlharm- óniusveitin í Osló lcikur Stef og til- brigði cltir Ludvig Irgens Jcnscn og Sinfóníu nr. 2 cftir Bjarnc Brustad. 12.00 Dagskráin. Tónlcikar. Tilkynning- ar. 12.25 Frcttir og vcðurfrcgnir. Tilkynn- . ingar. 13.10 Við vinnuna: Tónlcikar. 14.30 Sfðdegissagan: „Fjársvikaramir** eftir Valentín Katajeff Ragnar Jóhanncsson cand. mag. lcs dO). 15.00 MiðdegLstónleikar: Wagner- söngvar. George London, Birgit Nilsson og fleiri syngja ariur úr ópcrum eftir Wagncr. 15.45 Lesin dagskrá næstu vi.ku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Blesi“ eft- ir Þorstein Matthíasson Höfundur lcs (5). 17.30 Framburðarkennsla f dönsku. 17.40 Tónlcikartilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Fréttaspegill. 19.20 Auðlindasjóður Kristján Friðriksson forstjóri flytur crindi. 19.45 Heilnæmir lífshættir Björn L. Jónsson læknir flytur crindi: Hringrás lffsinsog lifræn ræktun. 20.00 Sinfóniskir tónleikar: Frönsk hl jómsveitarverk a. Sinfónía nr. 1 í C-dúr eftir Gcorgcs Bizct. Fílaharmóníusvcitin í Ncw York leik- ur; Lconard Bcrnstcin stj. b. „Sheherazade“, vcrk fyrir sópran- rödd og hljómsveit eftir Maurucc- Ravcl. Victoria dc Los Angclcs syngur mcð hljómsveit Tónlistarskólans i Paris; Geórges Prétrcstj. c. „Vor" eftir Claudc Dcbussy. Hljómsveit Tónlistarskólans i Paris leikur; Ernest Ansermcnt stj. 21.00 Við brimhljóð undir Búlandstindi Kristján Ingólfsson spjallarvið Valgcir Vilhjálmsson oddvita á Djúpavogi. 21.30 Útvarpssagan: „Foreldravanda- málið — drög að skilgreiningu** eftir Þorstcin Antonsson. Erlingur Gíslason lcikari les (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill 22.45 Draumvfsur Sveinn Arnason og Sveinn Magnús- son kynna lög úr ýmsum áttum. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. } A skjánum FÖSTUDAGUR lS.janúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Iþróttir fyrir alla Sænsk m.vnd um íþróttir, scm bæði heilbrigðir og fatlaðir geta stundað. Þýðandiog þulur Dóra Hafsteinsdóttir. 21.05 Landshorn Fréttaskýringaþáttur um innlend mál- cfni. Umsjónarmaður Guðjón Einars- son. 21.40 Mannaveiðar Bresk framhaldsmynd. 25. þáttur. Endatafl II Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.30 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 19. janúar 1974 17.00 íþróttir Mcðal cfnis eru myndir frá innlcndum íþróttaviðburðum og mynd úr cnsku knattspyrnunni. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir " 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Pelikan Hljómsveitin Pelikan flytur frum- samda rokk-músík. Hljómsveitina skipa Ásgeir öskarsson, Björgvin Gíslason, Jón Ölafsson, Ómar Óskarsson og Pétur Kristjánsson. 20.45 Réttarhöldin f Nurnberg Bandarísk biómynd frá árinu 1961, byggð á heimildum um réttarhöld Bandarikjamanna yfir þýzkum stríðs- glæpamönnum. Leikstjóri Stanley Kramcr. Aðalhlutverk Spenccr Tracy. Burt Lancaster, Richard Widmark, Maximilian Schell, Marlenc Dietrichbg Judy Garland. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 23.40 Dagskráarlok. Islenzk þjóðhátíð í norskum blöðum MORGUNBLAÐINU liafa borizt blaðaúrklippur frá Noregi, sem allar eru úr blöðum þar, sem komu út f.vrstu vikuna í desem- ber. Úrklippur þessar eru allar urn þjóðhátíð íslendinga á árinu 1974 og hefur grein eftir ritstjóra Norsk Telegrambvra, Helge Giverholt, verið höfð sem uppi- staða í greinum þessum. Með greinunum eru birtar myndir af stvttu Ingólfs Arnarsonar, m.vndir af Revkjavík og þjóðhátíð á Þingx’öllum. Er þjóðhátið íslendinga gerð verðug skil í greinum þessum, en blöðin eru frá ýmsum stöðum i Noregi. Þjóðhátíðarnefnd 1974 hefur sent til helztu fréttamiðla upplýs- ingar um þjóðhátiðarhald á árinu og munu greinar þessar m.a. vera ávöxtur þess starfs. I grein Helge Giverholts er rakin saga land- námsins, er upphófst með þvi, að þeir fóstbræður Hjörleifur og Ingólfur sigldu á brott úr Noregi. Er síðan rakin saga isiendinga í stuttu rnáli og getið þjóðhátiðar- innar 1874. alþingishátíðarinnar og lýðveldishátiðarinnar. Er svo að lokunt skýrt frá fyrirhuguðum hátíðarhöldum, bvggingu þjóðar- bókhlöðu. útgáfu íslendingasögu, st.vttu, sent fyrirhugað sé að reisa af Ingólfi á Ingólfshöfða, opnun hringvegarins. sem sé einmitt leiðin, sem Ingólfur fór til Revkjavíkur o.s.frv. Segir, að islendingar muni fara i blysför frá íngóifshöfða til Reykjavíkur. Með þvi möti nntni islendingar eftir 1100 ár tengja fortiðina nú- tíðinni með eldi á sama liátt og landnámsmennirnir notuðu eld til þess að helga sér land. Segir. aðeldurinn liafi ávallt veriðtákn- rænn fyrir islenzkt samlíf og lifs- vilja islenzks fölks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.