Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1974 17 Solzhenitsyn á ýmsum skeiðum ævinnar: 21 árs gamall stúdent 1939, foringi í sovézka hernum 1943, rithöfundur 1962, au sveitasetri 1972, metJ syni sínum Yermolai 1973. MANA ÆTTJARÐAR VINUR Þrátt fyrir fangelsanir og ofsóknir hefur Nóbelsskáldið Alexander Solzhenitsyn helgað sig því að rannsaka sannleikann um Rússland og nýliðna fortíð þess. Þess vegna eru bækur hans bannaðar í Sovét ríkjunum. Vinur Solzhenitsyns, erfðafræðingurínn Zhores Medvedev, sem nú dvelst í útlegð í Bretlandi, lýsir hér einangruðu líf i hans. SUMARIÐ 1969 vann Sol- zhenit.syn baki brotnu við skáld-: söguna „Agú.st 1914". Ég heim- sótti hann snöggvast i kofann og þar sat hann umkringdur bunk- um af myndaalbúmum frá fyrri heimsstyrjöidinni. Þetta voru aSallega þýzk albúm og af dæmi- gerðri riakvæmni höfðu Þjóð- verjarnir skrifað lýsingar á orrustum og helztu stjórnmála- atburðum þessara ára. Solzhenit- syn hafði lært þýzku og ensku, og móðir hans hafði fengið góða, klassíska menntun og var ágæt málakona. Ég tók eftir þvi, að hann hafði gert lista yfir rússnesk orð og orðatiltæki, sem voru notuð 1914, sérstaklega í hernum, en hafa síðan orðið úrelt. Sógu- persónur hans urðu líka að hugsa og tala á þeirri tungu, sem þá var töluð. Solzhenitsyn sagði mér, að hann hefði fengið hugmyndina að skáldsógu um öfarir rússneska hersins í Austur-Prússlandi fyrir langa Iöngu, þegar hann var stúd- ent í Rostov við Don fyrir síðari heimsstyrjöldina, og þá strax byrjaði hann að viða að sér efni í hana, þótt ennþá væri það aðeins draumur, að honum auðnaðist að skrifa skáldsöguna, 1 stríðinu barðist Solzhenitsyn síðan í Aust- ur-Prússlandi. Hann var þá höfuðsmaður og yfir stórskota- liðssveit, og þótt hann væri í fremstu viglínu, fór hann að viða að sér ,,herteknum" skjölum og ljósmyndum, ér vörðuðu fyrri heimsstyrjöldina, og jafnframt að skrifa hjá sér athugasemdir í dag- bók sína. í fébrúar 1945 var hann enn i Austur-Prússlandi, og þá var hann tekinn höndum. Astæðan til handtökunnar var sú, að fundist höfðu viss bréf, sem hann hafði skrifað gömlum skólafélaga, sem barðist á öðrum vigstöðvum, þegar þetta gerðist. Síðan 1941 hafði verið ritskoðun á bréfum hermanna, og allir vissu það. En sumir kunna að hafa haldið. að eini tilgangur þessarar ritskoð- unar væri að koma í veg fyriv útbreiðslu hernaðarlegra upplýs- inga og ekki að hafa gát á i hugsunum fólks og skoðunum. Það var þessi barnaskapur, sem leiddi til handtóku Solzhenitsyns. Þegar Solzhenitsyn var hand- tekinn, var lagt hald á safn rit- smíða hans, er hafði að geyma rúmlegar 300 sögulegar ljós- myndir. Á einni myndinni þóttust þeir, sem rannsökuðu málið, þekkja Trotsky. Og þótt hún væri frá 1917, gerðu þeir það að aðal- atriði í ákæru gegn honum. í ákærunni sagði, að Solzhenitsyn hefði haft undir höndum ljós- myndir, sem hann hefði safnað og voru af mönnum, sem hefðu verið afhjúpaðir sem óvinir þjóðar- innar. Hann var hnepptur í fang- elsi án réttarhalda og dæmdur samkvæmt leynilegri ákvörðun NKVD (leynilögreglunnar) til áttá ára fangabúðavistar. Við bættist þriggja ára útlegð í Kaz- akstan. Arið 1969 var orðrómur um, að Solzhenitsyn yrði ef til vill rekinn úr Rithöfundasambandi Sovét- ríkjanna. Langt var siðan sam- bandið hafði eingóngu gætt hags- muna stéttarinnar. Það var lika pólitískur félagsskapur, fulltrúi svokallaðrar sósíalískrar raun- hyggju, þ.e. bökmennta, sem i einu og öllu falla að fyrirmælum frá foringjum Flokksins og ríkis- ins, með öðrum orðum flokks- legrar raunhyggju. Solzhenitsyn hafði greinilega lagt út á braut klassískrar raunhyggju, þ.e., þeirrar „kritisku" raunhyggju, sem rússneskir rithöfundar hafa aðhyllzt frá gamalli tíð, allt frá Radishchev og Pushkin til Tols- toys. Brottvikningu úr Rithöf- undasambandinu var þvi hægt að leggja að jöfnu við brottvikningu úr Kommúnistaflokknum. Þetta gerist býsna oft, jafnvel þegar flokksfélaga og forystu flokksins greinir talsvert minna á en raun- in var, með Solzhenitsyn og brott- vikning Borísar Paternaks úr Rit- höfundasambandinu 1958 vegna útgáfu „Zhivagos læknis" erlendis var fordæmi i þessu tilfelli. ' Sumarið 1969 var ákvörðunin loksins tekin, og ekki fór á milli mála, að valdamiklir menn höfðu fjallað um hana. Solzhenitsyn varð að fara. Hann bjó í kofa sínum skammt frá Obninsk, þegar þetta gerðist, og Rithöfundasam- bandið gat með engu möti kallað hann fyrir sig þaðan, þar sem kofar á landareignum samvinnu- félaga hafa ekkert heimilisfang og þangað er því ekki hægt að senda bréf i pósti. Þegar Solzhenitsyn kom aftur til Ryazan í lok október var hon- um skýrt svo frá að fundur yrði haldinn í Ryazan-deild Rit- höfundasambandsins 4. nóvem- ber. Félagar í deildinni voru að- eins sex eða sjö. Fundurinn var æfður á fundi í héraðs-flokksdeild Ryazans. Hver einstakur félagi var kallaður fyrir miðstjórn deildarinnar, málið var skýrt fyrir honum, og hann var neyddur til að lofa að greiða at- kvæði með brottvikningu. Aðeins einn þeirra rithófunda, sem sóttu formlega fundinn, skáldið Evgeny Markin, lét í ljós efa- semdir um, hvort það væri vitur- legt að reka Solzhenitsyn, en jafn- vel hann kaus eins og hinir. Seinna iðraðist Markin sáran þess skorts sem hann hafði sýnt á sómatilfinningu. Hann fór til Solzhenitsyns og baðst afsökunar. Brottvikning Solzhenitsyns úr Rithöfundasambandinu var ekki einangraður atburður. Allt árið 1969 áttu Alexander Tvardovsky og starfslið Novy Mir i stöðugri baráttu við yfirvöldin til þess að verja frelsi sitt til að stjórna blaðinu. En í febrúar árið eftir rak Rithöfundasambandið nokkra af samstarfsmönnum Tvar- dovskys án þess að láta hann vita, og hann átti ekki annars úrkosti en segja upp og naut í þvf stuðnings þeirra, sem eftir voru af starfsliði ritstjórnarinnar. Þegar Tvardovsky og samstarfs- menn hans höfðu skilað af sér og ný ritstjórn tekið við, fóru þeir inn í skrifstofu hans til að láta taka af sér mynd að skilnaði. Frjálslyndum áhrifum Novy Mir — fyrstu útgefenda „Dags i lífi Ivans Denisoviehs" — var lokið. • •• 8. október 1970 var ég í Moskvu, siðdegis fór ég i heimsókn til Veroníku Turkínu. vinkonu Solzhenitsyns. Um klukkan þrjú hringdi síminn og við heyrðum þá 'furðulegu frétt, að Solzhenitsyn hefðu verið veitt bókmenntaverð- laun Nóbels. Augljóst var, að framámenn í Sovétríkjunum og sérstaklega í Rithöfundasam- bandinu mundu líta Nóbels- verðlaunin með megnustu óvild. Heilbrigð skynsemi hefði þó átt að segja þeim að hafa hægt um sig og reyna að láta sem þeir tækju ekki eftir úthlutun sænsku aka- demiunnar, en sovézk blöð ráku upp ramakvein út af verðlaunun- um. Þótt Solzhenitsyn væri um þessar mundir að vinna að sögu- legu verkefni, sem opinberir aðilar gátu litið með meira jafnaðargeði en önnur skrif hans, voru ofsóknirnar komnar á svo hátt stig, að þær urðu ekki stöðv- aðar. Trúlegt virðist, að sérstök samvinnunefnd ráðuneyta hafi verið sett á laggirnar til þess að hafa gát á málum Solzhenitsyns. Reynt var að mynda tómarúm umhverfis hann með ofsóknum gegn fólki, sem var honum vin- samlegt eða hrifið af skrifum hans. Þessir embættismenn reyndu að svipta hann öllum stuðningi, hversu takmarkaður sem hann væri. Maður i flokknum. sem opin- berlega lét i ljós velþóknun á verkum Solzhenitsyns, gat átt von á þvi að verða umsvifalaust rek- inn úr flokknum, án þess að skjöl með persönulegum upplýsingum um hann væri rannsókuð á flokks- fundi. Hinn náni vinur hans, Lev Koppelev, var rekinn með þessum hætti. Skömmu síðar varð sama uppi á teningnum hjá móður ann- arrar konu~Solzhenitsyns. Sjálfri var seinni. konu hans sagt upp starfi sinu í stofnun í Moskvu. Hún var rekin nánast jafnskjótt og hún hafði alið son, þótt bannað sé með lögum að segja upp kon- um, meðan þær eru í fæðingar- orlofi. 1 októberlok heimsótti Roy bróðir minn Tvardovsky, sem var mikið veikur, þar sem hann hafði fengið slag um sumarið. Hann var enn að nokkru leyti lamaður og átti erfitt um mál. En þegar Roy minntist á Nóbelsverðlaunin. lifn- aði dálítið yfir Tvardovsky. „Við eigum þessi verðlaun líka," sagði hann og átti greinilega við gömlu ritnefndina hjá Novy Mir. Annað fórnarlamb ofsóknanna var Mstislav Rostropovieh. sem hafði leyft Solzhenitsyn afnot af ibúð á sveitasetri sinu síðan 1969. I nóvember 1970 skrifaði Rostropovich harðort bréf til mið- stjórnarinnar. þar sem hann grát- bað um, að hætt yrði þeirri órétt- látu meðferð. sem Solzhenitsyn sætti. að honum yrði leyft að taka við Nóbelsverðlaununum og að blöðin hættu að leggja hann í einelti: Eg er ekki að ræða um stjórn- mál eða efnahagsmál (skrifaði Rostropovich). Hér á landi kunna aðrir betur skil á þeim málum en ég. En viljið þið gera svo vel að útskýra fyrir mér, hvers vegna fólk, sem er gersneytt hæfileik- um, hefur oft síðasta orðið i bók- menntum okkar og listum? Hvers vegna er því leyft að ófrægja list okkar í augum þjóðarinnar?! . . . Hæfileikar, som við eriím stoltir af, má ekki berja niður. áður en þeir fá að njöta sín. Eg þekki mörg verka Solzhenitsyns. Mér þykir vænt um þau. Egtel. að hann hafi öðlazt rétt i krafti þján- inga sinna til þess að segja sann- leikann, eins og hann kemur hon- um fyrir sjónir. og ég sé enga ástæðu til þess að fela viðhorf mitt til hans, þótt áróðursherferð gegn honum hafi verið hleypt af stað. Bréf Rostropovich breiddist fljótt út í „neðanjarðareintökum" og var birt erlendis. Siðan aflýsti Menningarráðuneyti Sovétrikj- anna hljómleikaferð, sem hann átti að fara til Finnlands og Frakklands. Tónleikar hans Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.