Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANUAR 1974 SUNNUDUtGUR 20. janúar Dagskrá næstu viku Pat O'Brien og James Cagney I laugardagsm.vnd sjónvarpsins, „Englar með óhrein andlit“. 17.00 Endurtekið efni Baobab-tréð Bresk fræðslumynd um sér- kennilega trjátegund f Afríku og fjölskrúðugt fugla- og dýralíf i limi trjánna. Þýðandi og þulur Gylfi Páls- son. Aður á dagskrá 8. desember 1973. 18.00 Stundin okkar Sýnd verður 3. myndin um Matta frá Finnlandi. Hún heitir Matti og Pétur. Stúlkur úr íþróttafélaginu Gerplu leika listir sínar. Halldór Kristinsson syngur vísur Ingu Dóru. Róbert bangsi og Billi skúnk- ur lenda i ævintýrum, og loks lýkur stundinni með spurn- ingaþætti ellefu ára barna. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Ert þetta þú? Fræðslu- og leiðbeiningaþátt- ur um fyrstu hjálp á slysstað. 20.35 Fjölleikahús barnanna Heimsókn á barnasýningu i Fjölleikahúsi Billy Smarts í Lundúnum. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Evrovision — BBC). 21.35 Hvað nú, ungi maður? Austurþýsk framhaldsmynd, byggð á samnefndri skáld- sögu eftir Hans Fallada. 3. þáttur, sögulok. Þýðandi Öskar Ingimarsson. Á mánudagskvöld kl. 20.30 sýnir sjónvarpið sovézkt sjón- varpsleikrit, sem gert er eftir hinni frægu fáránsögu Nicolai gogols FRAKKINN. Þessi saga er sennilega sú kunnasta af sögunum í Sanktí Péturs- borgar-hringnum svokallaða. en i honum eru nokkrar slíkar fáránsagnir eins og „Nefið". „Dagbók vitfirrings", og „Vagnínn", — allt óborganleg- ar absúrdstúdíur á Iífi ein- manna mannvera í borgarbákn- inu Sankti Pétursborg. Þessar sögur, sem um margt eru þó ólíkar innbyrðis hvað varðar efnistök, skrifaði meistari Gogol beint út úr kviku eigin Nicolai Gogol — einn af mestu rithöfundum Sovétrfkjanna fvrr og sfðar. Kápan, sjónvarp, mánudagur kl. 20.30 þjáninga, og valdi þeim — ósjálfrátt frekar en sjálfrátt — þann frásagnarhátt, sem bezt hæfir inntaki þeirra, þ.e. hinn fáránlega. í þeim verður allt að einu, — sárkvalið sálarlíf sógu- „hetjanna" og hið félagslega umhverfi þeirra — allt birtir þetta mvnd af heimi án miskunnar, réttlætis og merk- Efni 2. þáttar: Pinneberg-hjónin hafasestað í Berlín hjá móður Jóhannes- ar. Hann fær laklega borgaða vinnu sém sölumaður í fata- verslun. Eftir langa leit og mikla fyrirhöfn tekst Gibbu að finna íbúð, þar sem þau geta búið ein útaf fyrir sig. Þar una þau hag sinum vel, ingar. Það er heiinur nútímans, Heimur „firringar", sem Gogol skynjaði kannskí manna f.vrst- ur, og áður en orðið varð að ofnotaðri klisju. FRAKKINN er sagan af upp- hefð og falli Akaky Akakievich, manns, sem lenti í því að láta líf sitt snúast um eina táknræna flík. Raunar er nafn leikritsins kailað KÁPAN af þýðanda sjónvarpsins. Leikstjórinn nefnist Batalov, en í hlutverki Akaky aumingjans er Roland Bi kov. A miðvikudag kl. 20.55 standa vonir til að unnt verði að flytja nýja íslenzka mynd gerða sérstaklega fyrir sjónvarpið af þeim Asgeiri Long, Páli Stein- grfmssyni og Ernst Kettler um félagsleg áhrif Vestmannaeyja- gossins, og þá einkum með til- liti til „landnámsins“ á megin- Iandinu, enda nefnist myndin 5000 ÓBOÐNIR GESTIR. Þessa forvitnilegu mynd er ætlunin að sýna á miðvikudag 23. janú- ar en það var einmitt þann dag fyrir einu ári, sem gosið hófst. Það eina, sem komið getur í veg fyrir að unnt verði að sýna myndina þá, er verkfallsöng- þveitið í Bretlandi, en þar er Asgeir Long staddur þessa dag- ana til þess að fá myndina kópíeraða. Og hér heima hamast þeir Páll og Ernst við að ganga frá sfnuin hluta mvndar- innar, en þeir félagarnir 1 Kvik skiptu meðsér verkum, — Páll.sér um textann en Ernst um hljóðið, á meðan Ásgeir fór út með filmurnar. 1 þessu vinna þeir nú baki brotnu til mið- nættis á hverju kvöldi. „Þetta hefur verið og verður heil- mikill sprengur", sagði Páll í stuttu spjalli. „Við gerðum samning við sjúnvarpið f júlí um gerð myndarinnar og þá áttum við talsvert efni fyrir frá þeim tfma, sem mest gekk á i gos- inu". En Páll kvað svo þróun- ina síðan hafa orðið á nokkuð annan hátt en menn bjuggust þrátt fyrir þröngan fjárhag, og brátt líður að því, að Gibba verði léttari. 22.30 Nixon og f jölmiðlarnir Sænsk mynd um samband Bandarikjaforseta við fjöl- miðla í landinu. Meðal annars er fjallað nokk- uð um framvindu Watergate- málsins. Þýðandi og þulur Dóra Haf- steinsdóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 23.00 Að kvöldi dags Séra Jónas Gísiason flytur hugvekju. 23.10 Dagskrárlok. í HIÍAÐ EB AÐ SJA? við. Félagsleg röskun varð í raun mun minni en líkur stóðu til, og úr flestum málum rættist. Af þessum orsökum sagði hann mynd þeirra félaga verða talsvert ólíka því hand- riti, sem upphaflega var gert. „Það má eiginlega segja, að það, sem setti mest strik í reikninginn var, að gosið sveik okkur með þvf að hætta svona snemma," sagði Páll og hló. Þannig hefði mannlífið í Vest- mannaeyjum orðið sjálfu sér líkt á ný fyrr en ella hefði orðið. „En ég vona og held, að myndin ætti ekki að verða leiðinleg hjá okkur. Það er gott teinpó í henni," sagði Páll Steingrímsson að lokum. Laugardagsmynd sjónvarps- ins er að þessu sinni bandarísk giæpamynd frá árinu 1938, sem nefnist á frummálinu ANGELS WITH DIRTY FACES (Englar með óhrein andlit). Laugar- dagsmyndirnar hafa að undan- förnu verið með allra bezta móti, enda mun sjónvarpið hafa komizt í feitt fyrir skömmu, er það fékk nokkrar úrvalsmyndir í einni kippu. Allmargar þeirra höfum við nú þegar séð, m.a. yfir hátíðarnar, og sem dæmi um það, sem kvikmyndaunn- endur geta átt von á má nefna hina annáluðu mynd Charles Laughton „Night of the Hunter", afar magnað verk, sem fengið hefur menn til að harma það mjög, að Laughton stjórnaði ekki fleiri myndum. Til þess að kóróna frammistöðu kvikmyndaveljenda sjónvarps- ins ættu forráðamenn endilega að reyna að koma á föstum mið- vikudagsmyndum eins og eitt sinn var. Þá gætum við vissu- lega farið að hrópa húrra. En myndin á laugardaginn í næstu viku er t.d. athyglisverð fyrir það, að í henni leika tvær af goðsögnum bandarískra kvikmynda, menn, sem með timanum hafa orðið eins konar persónugervingar „gangster- Jennifer Wilson leikur Jennifer Kingsley f BRÆÐRUNUiVI, sem enn sér ekki fyrir endann á. Nýr flokk- ur um þá hefst í næsta mánuði. Sjónvarp, þriðjudágur kl. 20.30 myndarinnar" svokölluðu. Þetta eru þeir James Cagney og Humphrey Bogart, en Bogart mun þó vera í veigaminna hlut- verki. I öðru aðalhlutverkinu er hins vegar Pat O’Brien, annar gamall Hoílywoodjaxh sem hér leikur að venju Ira, sem auk þess verður prestur. Það kann að gefa nokkra vís- bendingu um hvað um er að ræða. Þetta er nokkuð mórölsk glæpamynd. O’Brien og Cagney leika menn, sem báðir eru i sömu súpunni en hlutskipti þeirra verður ólikt, — O’Brien verður sem sagt prestur, en Cagney morðingi. Ekki ber mönnum saman um hvort mynd þessi sé góð eða vond, spennandi eða leiðinleg. Alla vega ætti hún að vera for- vitnileg. Leikstjórinn er Michael Curtiz, einn af traust- ustu mönnum skemmtimynda- iðnaðarins i Hollywood, kunnur af myndum eins og „Yankee Doodle Dandy", „Casablanca", „The Adventures og Huckleberry Finn" o.fl. A1MUD4GUR 21. janúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Frakkinn Sovéskt sjónvarpsleikrit, byggt á samnefndri smásögu eftir rússneska rithöfundinn NicolæGogol (1809 — 1852). Þýðandi Lena Bergmann. Leikritið er gamansöm ádeila á skrifstofuveldi og pappirs- fargan. Aðalpersónan er skrifstofumaður á lágum launum. Hann er ekki heilsu- hraustur og þolir illa vetrar- kuldann í Moskvu. En góðar skjólflíkur eru dýrar og ekki á færi fátækra skrifstofu- manna að kaupa slíka munaðarvöru. 21.40 Hvar er verkurinn? Bandarísk fræðslumynd um áhrif sársauka á fólk og leiðir til að lina þjáningar. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.30 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDKGUR 22. janúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Bræðurnir Bresk framhaldsmynd. 8. þáttur. Hættuleg tlmamót Þýðandi Jón O. Edwald. Efni 7. þáttar: Brian fellst á áætlanir konu sinnar um kaup á stærra húsi, þótt hann álíti raunar, að fjárhagur þeirra leyfi ekki sllkt. Samningurinn við Borr- et-fyrirtækið er staðfestur, og byrjað er að byggja hinar nýju vöruskemmur. Jennifer hefur komist I kynni við mið- aldra sölumann, en Barbara, dóttir hennar er lítið hrifin af því, og ráðgerir að flytja að heiman. Hagur Hammondfyrirtækis- ins virðist standa með blóma, en dag nokkurn berast fréttir um að verkfall hafnarverka- manna sé á næsta leiti, og það gæti haft óheillavænleg áhrif á rekstur flutningabil- anna. 21.25 Heimshorn Fréttaskýringaþáttur um er- lend málefni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.00 Skák Stuttur, bandarískur skákþáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haraldsson. 22.05 Jóga til heilsubótar Bandarískur myndaflokkur með kennsiu í jógaæfingum. 7. þáttur. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. 22.30 Dagskrárlok Sjónvarps- og útvarpsdag- skráin er á bls. 23. AHÐMIKUDKGUR 23. janúar 1974 18.00 Kötturinn Felix . Tvær stuttar teiknimyndir. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.15 Skippí Ástralskur framhaldsmynda- flokkur. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.40 Svona eru börnin ... á Seylon Norskur fræðslumyndaflokk- ur um daglegt líf og leiki barna íýmsum heimshlutum. Þýðandi og þulur Ellert Sig- urbjörnsson. 19.05 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Lff og fjör f læknadeild Breskur gamanmyndaflokk- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.