Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 13
MQRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANUAR 1974 13 I HVAÐ EB AÐ HEYRA? HÆFILEGUR SKAMMTUR af kaffibrúsakörlunum Gfsla Rúnari og Júlfusi er á dagskrá útvarps kl. 21.00 annan hvern þriðjudag. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.55 Fimmþúsund óboðnir gestir Síðastliðið vor samdi Sjón- varpið við Ásgeir Long, Ernst Kettler og Pál Steingrimsson um að gera kvikmynd, sem lýsti félagslegum áhrifum og afleiðingum Vestmannaeyja- gossins. Þessa mynd er ætl- unin að sýna þennan dag, á ársafmæli gossins. Það er þó háð þvf, að myndin, sem er verið að fullgera í Lundún- um, komi til landsins í tæka tíð. Þulur Helgi Skúlason. 21.35 Krúnkað á skjáinn Þáttur með efni varðandi fjölskyldu og heimili. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 22.10 Staldrað við framfarir Fræðslumynd um vísindaleg- ar rannsóknir og kortlagn- ingu úr lofti á óbyggðum svæðum með nýtt landnám fyrir augum. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jöhannesson. 23.00 Dagskrárlok. FÖSTUDKGUR 25. janúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Mireille Mathieu Danskur skemmtiþáttur, þar sem franska söngkonan Mireille Mathieu flytur lög frá ýmsum löndum. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 21.20 Landshorn Fréttaskýringaþáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Svala Thorlaeius. 22.00 Mannaveiðar Bresk framhaldsmynd. 26. þáttur, sögulok. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.50 Ilagskrárlok L4UG4RD4GUR 26. janúar 1974 17.00 Iþróttir Meðal efnis í þættinum verð- ur umræðuþáttur um iþróttir og listir, mynd frá Islands- mótinu i handknattleik, og mynd úr ensku knatt- spyrnunni. Umsjónarmaður Omar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan Þáttúr um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björn Teits- son og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Söngelska fjölskyldan Bandariskur söngva- og gamanmyndaflokkui'. Þýðandi Heba Júliusdöttir. 20.50 Vaka Dagskrá um bökmenntii' og listir. 21.30 Alþýðulýðveldið Kína Breskur fræðslumyndaflokk- ur um þjóðlif og menningu í Kínaveldi nútfmans. 3. þáttur. Þýðandi og þylur Gylfi Páísson. 21.55 Öhreinir englar (Angels With Dirty Faces) Bandarísk bíómynd frá árinu 1938. Aðalhlutverk James Cagney, Humphrey Bogart og Pat O’Brien. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Myndin gerist í New York. Aðalpersónurnar eru tveir götustrákar, sem eru miklir mátar og virðast eiga flest sameiginlegt. En hlutskipti þeirra i lífinu verður ólíkt, þótt starfsvettvangur þeirra sé í yissum skilningi hinn sami. 23.30 Dagskrárlok. MANUDAGSKVÖLD kl. 21.30 les Erlingur Gfslason leikari 9. lestur útvarpssögunnar FORELDRAVANDAMÁLIÐ — DRÖG AÐ SKILGREININGU eftir Þorstein Antonsson. Saga þessi hefur nú þegar vakið all- mikla athygli, — bæði vegna þess hversu sjaldgæft það er, að útvarpið frumflytji, verk eftir íslenzka höfunda, og ekki síður vegna þess, að bæði efni og efnistök eru um margt merkileg. „Ég skrifaði þessa sögu að mestu sumarið 1972, en fór svo aftur yfir hana vorið 1973,“ sagði Þorsteinn er blaðið ræddi við hann. „Það er margt leitt saman í sögunni, mál, sem eru aktúel, ög hafa verið til Þorsteinn — skilgreinir for- eldrana. umræðu siðastliðin 2—3 ár. Þetta er kannski fyrst og fremst spurningin um kyn- slóðabilið svokallaða, og þá athygli, sem unglingar hafa hlotið að undanförnu sem eiginlega sérstakur „þjóð- flokkur" út af fyrir sig. Síðan spilar fleira inn í þetta t.d. fangelsismál." Þorsteinn kvaðst einkum hafa skrifað söguna með það fyrir augum, að hún yrði gefin út, en þó alltaf haft það bak við eyrað, að um efni væri að ræða, if Mikið hefur leikritaval leik- listardeildar útvarpsins verið ferskara og áræðnara undanfarið en oft áður. Síðasta og kannski bezta dæmi þessa var MANNVINURINN á fimmtudag I siðustu viku. Þetta kostulega and- svar Christopher Hampton við „Mannhatara” Moliérs komst ó- trúlega vel til skila i uppfærslu útvarpsins undir stjórn Sigmundar Arnar Arngrimssonar. Þótt EFTIR bærilega rispu yfir hátiðarn ar fer nú blessað sjónvarpið að byrja á ný sinn daglega bakstur. Og um leið og sjónvarp fer að endurtaka sig, þá gerum við gluggararnir það lika — förum að skrifa aftur og aftur um sama hjakkið i sömu þáttunum. Öllu ber þvi að taka með brosi á vör. Eða a.m.k. glotti. Og þá ber fyrst að nefna það efni, sem á skömmum tima hefur liklega aflað sér almennari vin- sælda en flest annað erlent sjón- varpsefni, — ,,Lif og fjör i Íækna- deild". Þessir þættir búa yfir anzi ismeygilegri kimni bæði i orði og æði, þrátt fyrir farsakenndar öfgar á stundum. En bæði Isikur ungu leikaranna. -— ekki sízt Barry Ev- ans i hlutverki sakleysingjans Up- tons — og svo handrit Bill Oddie og Graeme Garden lyfta þessu grini hátt yfir meðallag. Raunar hafa þeir Oddie og Garden, ásamt Tim Brooke Taylor, aflað sér mikillar frægðar frá þvi þessir þættir voru gerðir, fyrir flokk hjá BBC, sem þeir bæði semja og leika i. Þeir þættir nefnast „The Goodies" og hafa fengið verðlaun i margri keppni. Þá má geta þess, að annar flokkur var gerður um ævintýri Uptons læknis, „Doctor at Large", eða „Læknirinn gengur laus". Báðir þessar seriur yrðu sem hæft gæti til flutnings f útvarpi. Og Þorsteinn sagði, að það gæti bara borgað sig nokkuð vel að skrifa fyrir útvarp. „Þetta kann að vera nokkuð misjafnt. En mitt svar við þessu að ég er fullkomlega ánægður með það, sem útvarpið hefur greitt fyrir þetta verk og raunar með alla samvinnu við það“. Þegar hafa komið út eftir Þorstein Antonsson skáldsög- urnar „Vetrarbros" . og „Inn- flytjandinn", auk ljóðabðkar, og hann sagðist vera með nýja skáldsögu í takinu núna, sem tilbúin væri í drögum en úrvinnsla væri eftir. Hvenærsú saga yrði fullgerð kvaðst hann ekki geta sagt um. Aðspurður sagði Þorsteinn, að hann hefði helgað sig ritstörfum að mestu í alllangan tíma. „En ég er ekkert bundinn við þetta. Efnin hafa einfaldlega sótt á, og ég hef reynt að skipa þeim í form, sem myndu gera þau að- gengileg fyrir aðra, — og þá ekki sfður fyrir mig". A ÞRIÐJUDAGSKVÖLD kl. 19.40 er á ferðinni sú hýbreytni í útvarpinu, að kynntir verða sinfóníutónleikar vikunnar í sérstökum þætti. Þessi þáttur er i umsjá Gunnars Guðmunds- sonar. framkvæmdastjóra sin- föniunnar, sem m.a. er útvarps- hlustendum að góðu kunnur úr þættinum “Hljómplötusafnið". Gunnar sagði okkur, að í þessum stuttu þáttum væru kynnt þau verk, sem flutt yrðu, svo og einleikarar, söngvarar og stjórnandi. Að þessu sinni eru það hljómleikarnir 24. janúar, sem kynntir verða, en þá eru á efnisskránni sínfónía númer 14 eftir Sjostakovich og Tónaljóðið Don Juan eftir Richard Strauss. Aðalhljóm- sveitarstjóri sinföníunnar í vetur, Karsten Andersen, stjórnar, og einnig koma fram góðir gestir frá Finnlandi, þ.e. söngvarinn Kim Borg og söngkonan Taru Valjakka. kannski sé undarlegt, að eitthvað leikhúsanna hafi ekki krækt sér i þetta verk, sem gengið hefur i langan tima við metaðsókn viða um Evrópu, má til sanns vegar færa, að þetta er fyrst og fremst orðaleikur, meinfyndið tritl í kringum orð og hugmyndir. Og Torfeyju Steinsdóttur tókst tiltölu- lega vel að snara hárfínum blæ- brigðum hinnar brezku kimni yfir á snurðulitla islenzku. í þessum sjálfsagt velþegnar hér i tilfinnan- legu húmorsleysi dagskrárinnar (sbr. hrollvekjuna „Söngelska fjöl- skyldan"). Nú, nú. Enn er „Krunkið" hans Magnúsar Bjarnfreðssonar heldur þægilegt Þvi miður er þátturinn að komast á stöðnunarpunkt, fjöl breytni fyrstu þáttanna að verða „rútinu" að bráð. Og viðtöl Magnúsar við hina og þessa góða andans menn koma einhvern veg- inn eins og skrattinn úr sauðar- leggnum innan um alla kokka- mennskuna og eldhúsgumsið Sænsku myndinni um valdaránið í Chile, sem sýnd var á miðvikudaginn siðustu viku, tókst að vera spegill harmleiks heillar þjóðar. Sviarnir fóruekki ilaunkofa með afstöðu sina til viðfangsefnis sins, en það gróf sizt undan gildi myndarinnar. Hún var sterk heimild um sorgarleik, hvað sem mönnum kann annars að finnast um rétt og rangt i þessari þjóð félagslegu ringlureið. Það var mikið um niðursoðna speki i „Það eru komnir gestir" á sunnudaginn, og drjúgt var þar stráð af gullkornum og frægum nöfnum. Engu að siður kom þarna margt bitastætt fram og kvik mynduð innskot gáfu þættinum aukna vidd. Ég held, að umræðunni um hlutskipti Gunnar— kvnnir sinfóníuna A MIÐVIKUDAG 23. janúar gerir útvarpið sitthvað til-að minnast þess, að ár er Iiðið frá upphafi gossins i Heimaey. Kl. 19 verða á BEINNI LlNU hiá þeim Arna Gunnarssyni og Einari Karli Haraldssyni bæjarstjórinn í Vestmanna- eyjum, Magnús Magnússon, svo og nokkrir bæjarstjórnarfull- trúar, og munu þeir allir væntanlega svara spurningum hlustenda um hvaðeina, sem þeim liggur á hjarta varðandi þessar afdrifaríku nárrúru- hamfarir og eftirleik þeirra. Á KVÖLDVÖKU siðar um kvöldið mun svo Jón Öskar skáld flytja frásögn franskrar konu um þau áhrif, sem hún varð fyrir af gosinu, er hún dvaldist í Eyjum með manni sínum, íslenzkum jarðfræðingi, sem þar starfaði. Og að lokum verður kl. 22.15 skotið inn sérstökum eyjapistli, í umsjá Arnþórs og Gísla Helgasona, þar sem þeir félagar munu að öllum lík- indum flytja einskonar annál gossins. Sem sagt, Vestmannaeyjar og eldgosið frá ýmsum hliðum á miðvikudag. flutningi öllum var hraði og ná- kvæmni og ungu leikararnir nutu þess greinilega að komast þarna i feitan og góðan texta, enda hittu þau langflest á rétta bylgjulengd i túlkun og andblæ verksins Þor- steinn Gunnarsson i titilhlutverk inu sannaði enn einu sinni hæfi- leika sinn til hnitmiðaðs grinleiks — A Þ. manna i ófyrirsjáanlegri tilveru hafi efnislega tekizt ætl- unarverk sitt, en enn eigum við eftir að fá að sjá svona efni i afslóppuðum og blátt áfram bún ingi. Enn er þetta of stift og plan- lagt fyrir minn smekk. „Hvað nú ungi maður?" er ánægjulega stutt franihaldsmynd, efni nokkuð ólikt þvi, sem við eigum að venjast Hin timanlega umgerð sögunnar er vönduð og styrkt enn frekar með innklipptum fréttamyndum frá þessum tima. En á móti kemur tvistringur i efnistokum og veikir þennan raun- sæislega ramma með togstreitu milli ýkjukenndrar safiru (þers- ónusköpun) og tilfinningasemi (t.d. texti sögumanns). I lokin: Furðu sætir, að þættir eins og sá um Emil Thoroddsen og Grimsey skuli hafa sézt hjá einni og sömu sjónvarpsstöð Annars vegar þáttur, sem afsakanlegur hefði verið á fyrsta ári sjónvarps ins, (byggður á formúlunni út varpsfyrirlestur plús mynd er samasem sjónvarpsefni), og hins vegar þáttur, sem hvaða sjón varpsstöð, sem er, hefði getað verið hreykin af Grimseyjarmynd in var mikill sigur fyrir þá, sem að henni stóðu Að sama skapi var „Emil Thoroddsen" dapurlegur vitnisburður urn fúsk — A Þ. GLEFS 1 GLUGG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.