Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANUAR 1974 Myndin er tekin á heimili þeirra Guð- rúnar og Jóns á Flötunum eftir heim- komuna til íslands. Frá hægri eru Sigurlína, Guðrún, Jón, Jón Kári og Dagur, en Völu vantar. Allir eru komnir f vetrarfatnaðinn. bjuggum í þremur Viðtal Guðrúnu Guðmunds- dóttur A gamlárskvöld komu hjónin Guðrún Guðmundsdóttir og Jón Jónsson jarðfræðingur heim til íslands eftir 15 mánaða útivist í fjarlægum löndum í Mið-Ameríku og m.a. þrengingar af völdum jarðskjálftans mikla í Managua um jólin 1972. Með þeim komu tvö af börnum þeirra, en eldri sonurinn, Jón Kári, hafði komið í haust til að fara í landsprófsbekk og Vala, sem er 18 ára gömul, varð eftir i Costa Riea til að ljúka sínu skólanámi í sumar. Fréttamaður Mbl. leit inn til Guðrúnar á heimili þeirra á Smáraflöt í Garðahreppi, og þáði hjá henni kaffi og indælar smákökur, sem nágrannakonurnar höfðu fært henni við komuna, meðan við spjölluðum um þessa löngu úti- vist fjölskyldunnar í fjarlægri heimsálfu. — Við bættum okkur upp jólin, sem við misstum i fyrra og héld- um þau með fjölskyldu Sveins Einarssonar í Managua. Við átt- um þarna saman 2 yndislega daga, 10 íslendingar, áður i>n við komum heim, sagði Guð- rún. Jarðskjálftinn varð, sem I unnugt er, laust eftir mið- nætti 23. desember 1972. Þá vor- um við búin að kaupa gríðar- rtóran kalkún og ætluðum að haida jöl saman allir íslend- ingarnir. — Jú, það var óskaplegreynsla, hélt Guðrún áfram sem svar við spurningu okkar. — Þó við þyrft- um ekki að kvarta, miðað við þær hörmungar, sem við sáum. Við vorum heppin að jarðskjálftinn varð á þessum tíma dags, þegar allir voru heima, Ef Jón hefði verið í vinnu og börnin í skóla, er ekki að vita hvernig farið hefði. Ég kastaðist upp í loftið við kipp- ínn og lenti f rúmi Jóns, þegar ég kom niður, og sfðan lentum við bæði úti á gólfi. Kippurinn stóð í 5 sekúndur. En það liðu 10 mínút- ur þartilnæsti kippurkom. Húsið skemmdist ekki, þó næstu hús virtust hafa fengið meiri áföll. Um klukkan fimm um morguninn var okkur orðið kalt úti i garðinum og tókum það ráð að fara í húsið og sofa í 2 tíma. Og það gerðu fleiri, þegar þeir sáu jarðfræðinginn Jón Jónsson fara inn i sitt hús. Við bjuggum utan við borgina og sáum reyk og eld- bjarma yfir henni. Menn sem óku á jeppa inn í borgina strax um nóttina, komu aftur skelfingu lostnir og sögðu: Managua er horfin! Ég held aðég hafí ekki skilið það fyrr en á jóladag, þegar Einar Sveinsson ók með okkur inn í borgina og maður sá fólk sitjandi á rústunum og verið að grafa aðra undan þeim. Við tókum það helzta með okkur og söfnuðumst saman i húsi Sveins Einarssonar, sem var 12 km utan við borgina. Þar sváfum við öll úti fyrstu nóttina. En þá þurfti að hugsa fyrir því að komast burtu. Þarna var vatns- laust, rafmagnslaust og allir voru hræddir um aðsóttirfæruaðgjósa upp í þessum hita. Og við náðum síðustu flugvél til San Salvador, þar sem við vorum til 10. febrúar. — Nei, við vissum ekki frá degi til dags hvaðyrði. Jón var i Mana- gua vegna jarðhitarannsókna á vegum Sameinuðu þjóðanna og við vissum ekki, hvort þvi verk- efni yrði hætt og við kannski send eitthvað annað. En niðurstaðan varð sú, að Sveinn Einarsson stjórnaði verkinu áfram og að Jón og Guðmundur Sigvaldason lykju sínum verkefnum. Rannsóknar- verkefni Jóns átti að ljúka í októ- ber sl., en dróst fram í desember. ENLUF, sem samsvarar Raf- magnsveitum ríkisins hér, tók við verkefninu og Sveinn Einarsson mun stjórna þvi áfram í næstu 2'6. til 3 ár. Verkefni Jóns er lokið og það verður ekki fyrr en farið verður að bora að þeir þurfa aftur á jarðfræðingi að halda. Það var sém sagt ákveðið að halda áfram í Managua, þrátt fyrir jarðskjálft- ann. Nú er olia orðin svo dýr í heiminum, að allir hyggja meira að jarðhita, sem hafa hann. — Þetta hefur verið ákaflega viðburðaríkur tími, sagði Guðrún, er hún var spurð að því, hvar fjölskyldan hefði verið þennan tíma. — Við ætluðum að vera í einu landi, en höfum búið í þrem- ur. í febrúar var Jóni allt i einu sagt að fara til Managua aftur. Við tókum okkur því upp i Salva- dor, sögðum upp húsnæði og þjónustustúlku og ætluðum að leggja af stað næsta dag, þegar Sveinn hringdi og sagði, að í Managua væri varla hús uppi- standandi, engir skólar, engan mat að fá nema sækja hann lang- ar leiðir o.s.frv. Við stönzuðum því aðeins í Managua í einn dag, en héldum svo áfram til San Jose í Costa Riea, þar sem búið var að útvega okkur húsnæði. Þangað er 45 minútna flug frá Managua og Jón gatkomiðöðruhverju. Aðal- heiður, kona Sveins Einarssonar, var hjá mér í 6 mánuði í San Jose og þá komu þeir Sveinn og Jón stundum akandi sex tima leið til okkar. En það gat liðið mánuður á milli. — 1 San Jose var gott að vera. Við fengum ágætis húsnæði. Þar var líka tiltölulega þægilegt með skóla fyrir krakkana. Við gerðum okkur fljótt heimakomin í San Jose, sem er lítil borg, um 300 þús. ibúar, og gott að rata þar. Þar er margt Evrópufólk, einkum Þjóðverjar, sem ýmist flúðu und- an Hitler eða komu þangað eftir stríð. Einnig er þar mikið af ítöl- um, Hollendingum og öðrum Evrópuþjóðum. Þar voru líka margir Norðurlandabúar og kon- urnar tóku mér ákaflega vel og voru mér hjálplegar. Við Norður- landakonurnar höfðum með okkur saumaklúbb. Heimamenn eru Spánverjar, Indjánar og negr- ar og mikið blandaðir. Þar sést ekki mikið af hreinum svertingjum, en blandan yfir- gnæfandi, eins og raunar í Nicaragua. En i Guademala er meira af hreinræktuðum Indján- um. — Er ekki óskaplega heitt í þessum löndum? — 1 Managua er alltof heitt, svarar Guðrún. En í San Jose, sem er í 1200 m hæð yfir sjó og umgirt eldfjöllum, er loftslagið alveg við okkar hæfi, að meðaltali 18 stiga hiti. Regntíminn er að visu langur, nær frá því í maí og fram í desember, þó mikið dragi úr regn- inu frá ágúst til október. En venjulega byrjar ekki að rigna fyrr en eftir hádegi og rignir fram undir kvöld. Þá styttir lfka upp. Og kvöldin eru alveg yndis- leg, loftið svo ferskt og stjörnu- bjart og tunglið er beint uppi yfir mig, segir Guðrún ennfremur. Nú vil ég hafa í kring um mig glatt fólk og það eru fbúar þessara landa sannarlega. Maður kinkar kolli og heilsar fólki, þó maður þekki það ekki — og brosir. Þetta fátæka fólk, sem ekki virðist hafa neitt eða eiga neitt, virðist vera allra manna glaðast. Auðvitað verður maður að taka því eins og það er. Neyðin er mikil og það hnuplar því, sem það getur. 1 Costa Rica er þó vinna á boðstól- um fyrir alla þá, sem vilja vinna. Þar er iðnaður, ávaxtarækt, kaffirækt og maísrækt og mikið er flutt út af nautakjöti. Annars var mikið að halla undan fæti þar, allar vörur hækkuðu gifurlega og gjaldmiðillinn þeirra var að falla,spáð að hann falli um allt að 60%. Þetta stafar af nokkru leyti af miklum þurrkum í fyrra, en í ár er mikil og góð rigning. Almennt er þó víst óhætt að segja, að þeir séu sjálfir að spila rassinn úr buxunum. — Og þarna voruð þið til ára- móta? — Eftir að við tókum upp heimilið, fórum við öll á bað- strönd við Kyrrahafið í Costa Rica. Þarna var alveg óspillt um- hverfi og yndislegt. Þá fórum við til Managua og héldum jól með Sveini Einarssyni og Aðalheiði. Hús Einars sonar þeirra hafði ekkert skemmst og fjölskyldan býr þar. Auk þess hefur Einar 2 önnur hús á leigu og rekur þar gistihús, svo þar var nægt rými fyrir okkur öll, 10 Islendinga. Þannig bættum við okkur upp jól- in, sem fóru forgörðum í fyrra. Þá var það þreyttur hópur, sem pantaði jólamatinn á Hótel Inter- continental í San Salvador, er við komum þangað. Yngsta dóttir mín sofnaði á öxlinni á pabba sínum í miðri máltíð. Nú áttum við skemmtileg jól f tvo daga saman, áður en við fórum heim um New við Þarna er elzta dóttirin, Vala, (lengst til hægri) með fjölskyldunni, á myndinni, sem tekin var úti, en hún varð eftir f San Jose til að ljúka skólanámi. manni. Þá er dásamlegt að fara út að ganga. Svo helzt uppsyttan fram yfir hádegi næsta dag. | Þegar maður hefur vanizt þessu, I er hægt að haga seglum eftir vindi. Það var bara verst að krakkarnir komu úr skólanum kl. 3 og þá venjulega eins og dregin af sundi, en þau höfðu farið að heiman í glampandi sól kl. 8 að morgninum. Oftast er þetta svona, en þó man ég eftir nokkr- um dögum, þegar rigndi látlaust allan sólarhringinn. Þá verður allt rakt og enginn staður til að þurrka neitt, þvf engin kynding er í húsunum. Eftir þetta finnst mér skammdegið og veðrið hér heima núna hafa mikil áhrif á mig. — Og kannski hefur dvölin á þessum stað haft meiri áhrif á York, þar sem við gátum fengið okkur hlý föt að fara í. — Það hljóta að vera mikil við- brigði að koma heim í skammdeg- inu og vetrarkulda frá þessum hlýju löndum? — Já mér finnst voðalega kalt, segir Guðrún. Og mérbregðurvið þetta mikla myrkur. Dýrtíðin var mikil þegar við fórum, en nú er hún alveg geypileg. Ég skil satt að segja ekki, hvernig fólk fer að. Auðvitað söknuðum við margra hluta að heiman, meðan við vorum í burtu. Og þá verður mér fyrst hugsað til góða drykkjau vatnsins. Þar verður að kaupa bragðvont hreinsað vatn og maður þarf mikið að drekka í hitunum. Það féll mér einna verst — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.