Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANUAR 1974 15 Nixon aldrei stað- ið jafn höllum fæti Washington, 17. jan. AP — NTB. FYRSTA skoðanakönnun Harris-stofnunarinnar, sem gerð er á þessu ári og nær til Banda- ríkjanna í heild, bendir til þess, að staða Nixons forseta hafi aldrei verið veikari meðal kjós- enda en nú. Ótvíræður meirihluti þeirra, sem gert hafa upp hug sinn, er þeirrar skoðunar, að þannig sé komið fyrir Nixon, að hann fái ekki lengur stjórnað Bandaríkjunum svo sem nauðsyn krefur, því beri honum að segja af sér. 47% aðspurðra voru þess- arar skoðunar en 42% töldu, að honum bæri að sitja áfram í emb- ætti. 11% höfðu ekki tekið af- stöðu. Aðeins 30% töldu hann standa sig vel í forsetaembættinu en 68% gáfu honum heldur slak- ar einkunnir. Getty ótt- ast hefnd- araðgerðir Innsbruck, Austurríki, 17. jan. — AP. GAIL Harris, móðir J. Paul Getty III, sem liafður var í haldi hjá mannræningjum í fimm mánuði á síðasta ári, sagði 1 dag, að hún og sonur hennar hefðu engar áætlan- ir um að snúa aftur til ítalíu f nánustu framtíð. Þau mæðginin, ásamt bræðrum og systrum og einni vin- konu, eru um þessar mundir í fríi í skíðabúðum Igls ná- lægt Innsbruek, þar sem fjölskyldan hefur leigt sér hús. Frú Harris segir, að hún vilji ekki, að fjölskylda sín dvelji í Róm vegna alls Framhald á bls. 18 Könnun þessi var gerð á tíma- bilinu 7. — 10. janúar og er þetta í fyrsta sinn, sem niðurstaða slikr- ar könnunar er á þann veg, að meirihluti snúist gegn Nixon. í síðustu könnun Harrisstofnunar- ínnar sem gerð var í nóvember sl., voru 45% þeirrar skoðunar, að Nixon ætti að sitja áfram, 44% voru því andvígir. Á það er bent, að könnun þessi er gerð áður en fregnir bárust um niðurstöður skýrslu sex sér- fræðinga, sem rannsakað höfðu 18 mínútna og 15 sekúndna eyðu á segulbandsupptöku af samtali, sem forsetinn átti við Robert Haldemann, yfirmann starfsliðs Hvita hússins, 20. júní 1972, skömmu eftir innbrotið í aðalstöðvar demókrata í Washington. Telja þeir, að samtalshluti þessi hafi verið þurrkaður út af bandinu og margsinnis „spilað ofan í“ þenn- an hluta. Rannsóknardómari stjórnarinnar í Watergatemálinu, Leon Jaworski, hefur hins vegar dregið niðurstöður nefndarinnar í efa en jafnframt er haft eftir áreiðanlegum heimildum, að hann hafi farið þess á leit við FBI-bandarísku rannsóknarlög- regluna — að hún láti grafast fyrir um það, hver eða hverjir kunni að hafa þurrkað samtals- hlutann burt, ef rétt reynist vera. Mynd þessi var tekin á fyrsta fundi þeirra Tanaka, forsætisráðherra Japans (t.v.), og Suhartos, forseta Indónesíu (t.h.), sl. þriðjudag. Japanir hyggjast draga lærdóm af för Tanaka Arafat ódeigur Beirut, 17. janúar — AP YASSER Arafat, leiðtogi Palestínuskæruliða, er farinn til Kairó, að því er virðist í þeim tilgangi að fá Sadat, Egyptalands- forseta til að halda áfram hernað- arlegum þrýstingi á ísrael jafnvel þótt samkomulag náist um brott- flutning herja frá Suezskurði. Arfat mun hafa átt svipaðar við- ræður við Assad, forseta Líbanon. VINARFUNDIRN IRHAFNIRÁNÝ Vínarborg, 17. jan NTB. I DAG hófst nýr þáttur viðræðna fulltrúa Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins um fækk- un hermanna f sveitum bandalag- anna í Mið-Evrópu. Ekki sjást þess nein merki. að dregið hafi saman með sjónar- miðum hlutaðeigandi aðila frá því fulltrúar fóru f jólafrf fyrir fimm vikum. Að minnsta kosti herma vestrænir fulltrúar á ráð- stefnunni, að af hálfu beggja bandalaganna hafi verið haldið fast við þær tilliigur, sem lagðar voru fram strax í upphafi við- ræðnánna 30. október sl. Formaður tékkóslóvakisku nefndarinnar, Radoslav Klein, sagði á blaðamannafundi í dag, að tillögur NATO, um að einungis yrði fækkað í landherjum Banda- rikjanna og Sovétríkjanna, væru óraunhæfar. Hann kvað núver- andi styrkleikahlutföll bandalag- anna góðan grundvöll samninga. Af hálfu Nato er staðhæft, að Varsjárbandalagið hafi 150.000 manna lið í Mið-Evrópu umfram NATO-ríkin og skriðdrekar Var- sjárbandalagsríkjanna séu miklu fleiri en NATO-ríkjanna. Formenn sendinefnda Kanada og Sovétrikjanna, George Grande 1 og Oleg Khlestov, tóku einir til máls á setningarfundinum i dag, sem stóð yfir í 45 mínútur. Gáfu báðir yfirlit yfir viðræð- urnar til þessa, hvor frá sínum sjónarhóli en engar nýjar tillögur komu fram. Nitján riki eiga fullgilda full- trúa í þessum viðræðum, auk nokkurra ríkja, sem eiga þar I áheyrnarfulltrúa. Tókíó, 17. jan. AP — NTB. KAKUEI Tanaka, forsætisráð- herra Japans, kom heim í dag úr ferð sinni um fimm Asíulönd, þar sem honum mætti víðast hvar kuldalegt viðmót og slík andúð í Indónesíu, að leiddi til alvarlegra óeirða, með þeim afleiðingum, að sjö manns biðu bana og mikil spjöll voru unnin á eignum, eink- um japanskra manna þar í landi en einnig kínverskra og ýmissa Indónesa, sem hafa haft veruleg samskipti við Japani. Tanaka skýrði ráðherrum sín- um frá förinni þegar er heim kom, og kvaðst ánægður með árangur þeirra viðræðna, er hann hefði átt við stjórnarleiðtoga land anna fimm, Filippseyja, Thai- lands, Singapore, Malaysiu og Indónesíu og kvað Japana geta dregið margvíslegan lærdóm af þvi, sem gerzt hefði meðan á heimsóknum hans stóð. Tanaka sagði margháttaðan misskilning liggja að baki þeirri hörðu gagn- rýni, sem fram hefði komið varð- andi efnahagslega sókn Japana i þessum londum, mætti sennilega helzt um kenna vanþekkingu jap- anskra kaupsýlsumanna á síðum og háttum viðkomandi þjóða, trú- arbrögðum, hugsunarhætti og hefðum, og úr þessu þyrfti að bæta. Á hinn bóginn hvað hann andófsaðgerðirnar ekki einungis af þessum rótum runnar, að þeim hefðu staðið ýmis öfl önnur en stúdentar og með önnur markmið. Hann kvað suma hópa stúdenta i Jakarta hafa birt yfirlýsingar þar sem beðizt var afsökunar á því, að andófsaðerðirnar skyldu ganga svo langt sem raun bar bitni. í Jakarta er ennþá útgöngu- bann og stjórnvöld hafa lagt bann við hvers konar andófsaðerðum hvarvetna í landinu. Hermenn og lögregla leita þeirra, sem taldir eru hafa staðið fyrir.óeirðunum, sem á þriðjudag urðu sjö manns að bana. Hefur stjórnin hótað að taka hart á hvers kyns ofbeldi ránum og rupli eða íkveikjum. Þegar Tanaka fór frá Jakarta var hann fluttur i þyrlu frá for- setahöllinni til flugvallarins fyrir utan borgina og ekki skýrt frá brottför hans fyrr en flugvél hans var komin á loft. Hér sjást þeir Byrne og Spassky skömmu eftir að þeir hófu aðra skákina f fyrrakvöld. Búizt við að Spasskysigri San Juan, Puerto Rico, 17. janúar—AP BUlZT var við því, að Boris Spssky tæki eins vinnings for- ystu í kvöld, er tefla átti aðra einvígisskák þeirra Robert Byrnes í undanrásum heims- meistarakeppninnar í skák. Skákin fór í bið f gærkvöldi eftir 40 leiki, en Spassky er af flestum skáksérfræðingum tal- inn hafa yfirburðastöðu. Fýrstu skákinni í einvíginu Iauk á mánudag með jafntefli, : err samkvæmt nýjum reglum nægir jafntefli ekki til sigurs f einvíginu. Sigurvegarinn er sá, sem verður fyrstur til að vinna þrjár skákir eða heldur förystu eftir 16 skákir. Ef menn standa jafnir eftir 16 skákir, ræður peningsuppkast úrslitum. Annað einvígi í undanrásar- einvigunum fjórum byrjaði i Augusta i gær á milli Henrique Meckings frá Brasilíu og Vic- tors Korchnoi frá Sovétrikjun- um. Hún fór einnig i bið, en hinn 21 árs gamli Brasilíumað- ur hafði ivið betri stöðu. I dag átti þriðja einvígið, milli Karp- ovs og Polugayevsky að byrja í Moskvu, og á laugardag hefst það fjórða á Mallorca á mil'íi Petrosjans og Portisch. Olíuhækkanir torvelda lausn á gjaldeyrisvanda Róm, 17. jan. — AP. GEORGE Shultz, fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Róm í dag, að engin lausn fyndist á gjaldeyrisvandamálunum í heiminum fyrr en Arabalöndin hefðu lækkað olíuverðið. „Við verðum að vera raunsæ," sagði Shultz, „og viðurkenna, að vand- inn eins og hann er í dag er bókstaflega óviðráðanlegur fyrir f jölda Ianda.“ Q A allt öðru máli voru fjármála- ráðherrar 24 þróunarlanda, sem sendu frá sér yfirlýsingu á fund- inum þar sem segir m.a.: „Ráð- herrarnir leggja áherzlu á, að þró- un mála undanfarið ætti ekki að draga úr viðleitni heimsins til að halda áfram umbótum á alþjóð- legu gjaldeyriskerfi." Einkum og sérílagi eru það arabísku fulltrú- arnir á fundinum í Róm, sem leggja mikið upp úr því, að olfu- vandinn tefji ekki fyrir lausn gjaldeyrismálanna. George Shultz flutti ræðu sína á lokuðum fundi, en fréttir herma, að hann hafi verið mjög harðorð- ur um hækkanir á oliuverðinu að undanförnu, og kallað þær m.a. „óþolandi '. Hann sagði, að oliu- framleiðslulöndin yrðu að gera sér grein fyrir og viðurkenna þann gífurlega vanda, sem þau hefðu komið ýmsum löndum í með hækkunum, og „hefja sam- starf við önnur lönd i heiminum til þess að gera þessi risavöxnu efnahagsvandamál viðráðan- legri". Yamani á blaðamannafundi í Bonn: Hlynntur fundum Nixons Bonn, 17. jan. AP. AHMEN Zaki Yamani, olfumála- ráðherra Saudi-Arabfu sagði á blaðatnannafundi f Bonn í dag, að Arabar fögnuðu því, að Nixon, forseti Bandaríkjanna, skyldi hafa haft frumkvæði af funda- höldum um olíumálin, svo fram- arlega sem reyndin yrði sú, að hann stefndi þar með að raun- verulegri og sannri samvinnu olíuframleiðslurfkjanna og helztu viðskiptarfkja þeirra. Hins vegar mundi hann beita sér gegn afskiptum Nixons, ef á daginn kænii, að markmið hans væri að etja þessum rfkjahópum saman. Yamani kvað stjórn Saudi-Ar- abiu vilja eiga víðtæka samvinnu við sem flestar iðnaðarþjóðir heims og sagðist þeirrar skoðun- ar, að Arabaríkjunum bæri þegar i stað að grípa til ráðstafana til þess að létta vanþróuðu rikjunum þær byrðar, sem hækkun á olíu- verði mundi hafa í för með sér fyrir þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.