Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDACUR 18. JANUAR 1974 Jóhannes J. Reyk- dal — Aldarminning Jóhannes Jóhannesson Reykdal var fæddur að Vallnaholti í Reykjadal í Suður-Þi ngeyjar- sýslu 18. janúar 1874. Foreldrar hans voru hjónin Ásdís Ólafsdótt- ir ljósmóðir frá Efsta-Samtúni í Eyjafirði og Jóhannes Magn- ússonar bónda frá Villingadal í Eyjafirði. K.vnni mín af hon- um og móður hans byrjuðu er ég var ung að árum aðeins á 8. ári. Fósturforeldrar mín- ir Jón Þórðarson frá Hliði á Álftanesi og fósturmóðir mín Guðrún Magnúsdóttir bjuggu í sambýli við þau mæðgin allt frá seint á árinu 1901-1903, í stórhýsi þeirra tfma, er Egilssenshús var kallað. en nú er Strandgata 50. Þorsteinn heitinn Egilssen hafði beðið fósturföður minn, að flytja í húsið og gæta þess, þar eð hann varð sjálfur að flytjast til Revkjavíkur með helsjúka konu sína, því að hér var læknislaust Einnig hafði hann beðíð fóstra minn aðleigja út 2 stpfur í húsinu ásamt eldhúsi, en húsgögn þeirra hjóna voru flutt saman og verslunarhúsinu niðri lokað. Þeir sem hlutu þarna verustað voru Revkdals mæðginin og Arni Jóns- son frá Þorlákshöfn og kona hans Guðrún Þorstéinsdóttir. Þau fluttust svo til Ameriku. Þessar 3 húsfreyjur komu sér mjög vel saman við eldavélina. en hún var stór. Fósturmóðir mín og nafna hennar höfðu 3 skólapilta hvor í fæði, vorum við þvf 13 í þessum þrem herbergjum og einu eld- húsi, allt gekk þetta piýðilega. Mikið var nú blessaður Reykdal oft þre.vttur er hann kom heim að borða. Þegar hann var sestur var hann um leið sofnaður, meðan mainma hans var að taka til jnat- inn. Eg vorkenndi honum ogsagði stundum: Asdís mín, vektu ekki hann Jóhannes strax. Hún svaraði: Hann vill vakna, blessað- ur drengurinn, vinnan er honum fyrir öllu. Þá var hann bæði við byggingar f Reykjavík og Hafnar- firði. Þau voru lðsystkinin ogvar hann þeirra yngstur. Hann missti föður sinn er hann var 15 ára. Upp frá því var hann fyrirvinna móður sinnar. hann dvaldi heima til tvítugs aldurs. Þá fór hann til Ak- ureyrar til að læra trésmíði, árið 1898 sigldi hann til Kaup- mannahafnar til frekara náms og var þar i 24 ár. Víða hafa spor Islendinga legið, sem ekki er að furða, því þeir voru afkomendur farmanna. Ein af systrum Reyk- dals, er Margrét hét, giftist á Seyðisfirði Norðmanni, fluttust þau svo til Stafanger í Noregi. Re.vkdal var frændrækinn og trygglyndur með afbrigðum, fór hann því að heimsækja systur sína og mág, á námsárum sinum í Danmörku. Kynntist hann þá fall- vatnsvirkjun frænda sinna Norð- manna. Þessi mikli hugsjónamað- ur varð því mjög hrifinn al því hvernig vatnsaflið var beizlað, mun honum þá hafa verið hugsað til íslands og þeirrar lítttæmandi orku, sem dulin var í vatnsföllum og hversu það gæti breytt lífskjör- um þjóðarinnar, ef hún væri virkjuð til rafmagnsframleiðslu. Hugur þessa stórvirka bjart- sýnismanns stóð til m'eiri athafna en húsasmíði, hann vildi taka vél- tæknina í þjónustu landsmanna. Arið 1903, réðst hann tæplega þrftugur í að byggja fyrstu timburverksmiðju landsins, sem starfrækt var með vélaorku og var ætíð nefnd Reykdalsverk- smiðja, en nú H/F Dvergur. Keypti Reykdal túrbínu frá Noregi og virkjaði Hamar- kotslækinn til að knýja vél- ar verksmiðjunnar. Reykdal lét ekki við þaðsitja, hann rildi nota afl lækjarins til rafmagnsfram- leiðslu. Hámarkotslækurinn sem aldaraðir hafði runnið óheftur út í Hafnarfjörð, skyldi nú færa Hafnfirðingum birtu rafljósanna. Arið 1904 keypti því Reykdal — Bókmenntir Framhald af bls. 14 björg, mágkona hans og Inis- móðir, verði sett í fangageymslu, er ekki fyrst og fremst til þess ætlað að sýna vesaldóm Gísla, heldur gefa sem gleggsta hug- mynd um, hver foraðsskapvargur Þorbjörg er. En henni er hinn líkamlega tröllaukni, en andlega vanþroska sonur líkastur, og henni iná kenna ógæfu hans, því að hún hefur unnað honum með ærslum, dáð hann og dekrað við hann, jafnvel stært hann svo í sínum eigin augum, að hún tekur alvarlega þá firru hans. að hann muni geta bjargazt úr klóm rétt- vísinnar til frambúðar, ef takast megi að koma honum i Drangey, hið víðkunna skjól hans miklu fyrinnyndar, Grettis Asmundssonar. Þá tekst og höfundinum að gæða Guðmund Ketilsson manndómslegri reisn, þó að raunar aldarfarið í hérað- inu hafi villt svo um fyrir honum, að hann líti furði mildum augum þá háttsemi Nathans, bróðir síns, sem leiddi yfir hann líkamlegar refsingar og síðan hryllilegan dauðdaga. En af öllum þeim, sem koma fyrir rétt í sögunni er bezt lýst hinum vitra mannþekkjara bragðarefi og hórujagara, Jóhanni á Holtsstöðum, sem þrátt fyrir allt sitt margvíslega misferli fær aldrei á að kenna vendi lang- anna. Loks er þá að vikja aðvfirvald- inu, Birni Blöndal sýslumanni. Hann er handhafi rannsóknar- og refisvalds í héraðinu, og refsi- valds í héraðinu, og þar eð höf- undurínn virðist — eins og áður getur — vilja leiða í ljós misbeit Byggingarnefnd SjálfstæÓishússins biður alla sjálfboðaliða. sem unnið hafa að byggingunni. ásamt stjórnum Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik að þiggja kaffiveitingar i húsinu sjálfu. laugardaginn 19. janúarkl. 14.00. BYGGINGARNEFNDIN éafal frá Noregi og setti hann við túrbínuna og 12. des. það ár voru fyrstu raf ljósin frá raforku kveikt hér á landi. Voru það 16 hús, sem nutu að fá rafljós, stöðin var aðeins 9 kw, fyrsti gæslumaður stöðvarinnar var fósturfaðir minn Jón Þórðarson. Hann vistaðist til vinar síns Reykdals fyrsta árið sem verksmiðjan var starfrækt, var við bókhald, timburafgreiðslu og ljósagæslu. Verður því 12. ses. næstkomandi raflýsing Reykdals- heítins í Hafnarfirði 70 ára. Reykdal byggði svo aðra rafstöð tveim árum síðar 1906 á Hörðu- völlum við Hafnarfjörð; var hún 30 kw. Fluttumst við þá að Hörðu- völlum, og var fóstri minn gæslu- mtrður stöðvarinnar í eitt ár, en fóstru minni féll ekki að vera þar, en fóstri minn hélt starfí sinu áfram við verksmiðjuna meðan kraftar hans entust til þeirra starfa, en vinátta þeirra hélst til æviloka fóstra míns 7. ágúst 1938. Hafnfirðingar eiga minningu Reykdals mikið gott að gjalda, sem og þjóðin öll. Hann byggði viða rafstöðvar um landið, það er vonandi að þjóðin muni vatns- fallorku sína og hveraorku, þeg ar olíulindir eru að þorna, en láti ekki útlendingum i té þær auðlindir, en búi svo sjálfir við eldsneytisskort, sem hrjáði svo forfeður okkar og inæður. Mun- um ætið hugsjónamanninn Reyk- dal sem fyrstur virkjaði Hamar- kotslækinn. I orfáum orðum langar mig að Framhald á bls. 24. Lögreglustjóra- embættið á Kefla- yíkurflugvelli auglýst laust LÖGREGLUSTJÓRAEMBÆTT- IÐ á Keflavíkurflugvelli hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 5. febrúar næstkomandi. Björn Ing- varsson, sem gegndi þessu starfi, hefur nú verið skipaður yfirborg- ardómari, eins og áður hefur ver- ið skýrt frá hér í blaðinu. Peningar til Palestínu? Róm, 17. janúar — AP FJÓRIR menn rændu eina fræg- ustu skartgripaverzlun Rómar í gær, og kölluðu það ,,rán til frels- unar Palestínu“, að því er vitni sögðu lögreglunni. Ræningjarnir komust undan með skartgripi, sem metnir eru á 200 milljónir lira ( um 41 millj. ísl. kr.). — Loðnuverð Framhald af bls. 2 að þrátt fyrir 50% aukna þátttöku í' veiðunum hvað skipafjölda og mannafla snertir, hefur nánast engin aukning orðið á afkastagetu verksmiðja, sem þýðir aftur á móti stórminnkaða meðaltalsafla- möguleika á skip. — Fundurinn varar harðlega við þeirri stefnu að nota verðjöfnunarsjóð fyrir stjórnunartæki, og lýsir fyllstu andstöðu sinni við greiðslur í þann sjóð, á þann hátt að háar upphæðir skulu ákveðnar til hans, áður en nokkuð raunhæft liggur fyrir um aflamagn." Þá lýstu fundarmenn sig ófúsa að hefja veiðar áður en verðlagn- ing lægi fyrir og skoruðu á Verð- lagsráð að ljúka störfum tafar- laust og lýstu ábyrgð á hendur Verðlagsráði, ef frekari dráttur yrði á verðlagningu. ingu réttarfars og vammir dóm- ara, sem megi teljast að nokkru sambærilegar við misferli og glæpi sakborninganna, beinir hann fyrst og fremst geiri sínum að Blöndal sýslumanní. Segja mætti um flest eða allt það, sem kemur fram í réttarhöldunum, að þar sé ekki höfundurinn að verki, en þá um leið, að ekki þurfi neinn að furða, þó að menn eins og Nathan og Jónatan á Iloltastöð- um, sem áreiðanlega vildu Blöndal báðir feigan, beri á hann fjárdratt, „löglegan þjófnað'' og hefndarhug i garð héraðsbúa, en höfundurinn, sem samið hefur kaflann um samfundi þeirra Blöndais og Guðmundar Ketils- sonar, lætur Guðmund ekki að- eins gera líið úr misferli og glæp- um Nathans bróður síns, heldur brigzlar sýslumanni um „lög- mætan þjófnað", hefdarhug til sýslubúa og fleira miður þokka- legt, svo að vart er um að villast hug höfundarins. En setjum nú svo, að Blöndal hafi átt eitthvað af þessu skilið og að því leyti verið barn sinnar stéttar á þessum tímum; samt væri ærið mikið eftir honum til hróðurs sem yfirvaldi, og meðal annars er honum síður en ,'svo til niðrunar það, sem höfundurinn lætur hann hugsa, þá er hann verður andvaka út af morðmálinu —, sér að nú verði hann að dæma þau Friðrik, Agnesi og Sigríði til dauða og kemst að lokum að þessari niður- stöðu: „Tilveran er sóun. Þrot- laus.glaðleg og forsjárlaus sóun." Höfundur leggur síðan Guð- mund i munn I viðtalinu við sýslu- mann: „Tilveran er gegndarlaus sóun,“ og svo bætir hann við, þegar hann sér, að yfirvaldið verður undrandi: „Við erum öll verkfæri þessarar sóunar, hvert með sínum hætti. Sóunin er Guði þóknanleg. Það er ábatagirndin, sem er fjandsamleg ölhi því, sem lffsanda dregur." Og hvað var það svo annað en einmitt ábata- girndin í sinni verstu og hömlu- lausustu mynd, — þar með stjórn- laus og ábyrgðarlaus kynferðileg girnd — sem náði slíkum tökum á furðumörgum í Húnavatnssýslu óg seyrði svo almenningsálitið þar, að úr varð hrein og bein varg öld. Og það er svo sannleikur, sem ekki verður haggað, að gegn henni beitti Yfirvaldið sér af miklum hyggindum, þrautseigju og hugrekki, vitandi um sig setið af mönnum, sem einskis svifust, og hann náði þvi marki, að setja niður þessa hörmulegu vargöld með þeim fastatökum, sem of- bjóða Þorgeiri. Ljóst má og verða af því, hverja athygli þetta vakti um land allt og hve minnisstætt það hefur orðið, að áhrif þess hafa verið vítæk og furðu varanleg. Og hvort mun ekki fátæk og lítils megnug alþýða í Húnavatnssýslu hafa mátt fagna þvi. að vargöldin var kveðin niður? Mér virðist því auð- sætt, að þarna hafi Þorgeir, þrátt fyrir auðsjáanlega hæfileika sem rithöfundur og skáld, misst þesS| marks, sem hann miðaði á, þá er hann réðst í að semja þessa heimildasögu. Aðalfundur Fiskverkunarinnar Stakks, Vestmannaeyjum, fyrir árið 1972, verður haldinn i húsi Vinnslustöðvarinnar, Vest- mannaeyjum, laugardaginn 26. janúar 1974 kl. 1 4. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Stjórnin. — Rækjuveiði Framhald af bls. 32 að verðmæti um 473 milljónir króna. A þessu tímabili var mest flutt út af rækju til Bretlands, eða um 459 tonn, næst kom Sviþjóð með 446 tonn og Noregur með 221 tonn. Megnið af rækjuútflutningi Islendinga fer til þessara þriggja landa. Á árinu 1968 voru 73,6% af rækjuútflutningi til Bretlands, en á fyrstu 11 mánuðum 1973 nam útflutningur rækju til Bretlands 37,7%: Hefur hlutfall Bretlands í rækjuútflutningi verið nokkuð mismunandi á undanförnum árum. Tollar á rækju Tollur á rækju, sem flutt var til Bretlands, áður en Island gerðist aðili að EFTA, nam 10% en 1. marz 1970 var EFTA-tolIurinn felldur niður, er ísland gerðist aðili að EFTA og síðan hefur eng- inn töllur verið borgaður af rækju, sem flutt hefur verið til Bretlands. Á s.l. hausti var rækju- verð í Bretlandi orðið mjög hátt og var þá kannað af hálfu út- flytjenda, hvort hugsanlegt væri að bæta tollinum, sem tók gildi um áramót við söluverð i Bret- landi, en kaupendur þar töldu það með öllu útilokað vegna þess, að verðið væri þegar orðið mjög Hátt. Rækjuframleiðendur hér á ís- landi telja sig með engu móti geta tekið þennan toll á sig. Þá vaknar sú spurning, hvort hægt er að finna markað fyrir rækjuna í öðrum löndum, en talið er, að ekki sé hægt að flytja meira magn svo nokkru nemi til Sví- þjóðar vegna samdráttar, sem orð- ið hefur á rækjumarkaðnum þar. Astæðan er sú, að mikið af rækj- unni selst á veitingahúsum og vegna bensínskortsins fer fólk minna á veitingahús en áður og hefur það áhrif á rækjumarkað- inn í í Svíþjóð. Rækjuveiðarnar. Rækjuveiðanar á haustvertíð- inni frá Bíldudal til Ilúnaflóa, sem stóð yfir frá 1. október til 15. desember gengu mjög vel og nam aflamagnið 2096 tonnum, en til samanburðar má geta þess, að á sama tíma árið áður nam afla- magnið 1241 tonni. Ný rækjuver- tið hófst h'inn 15. janúar s.l. og stendur til 30. apríl og eru veiði- horfur taldar góðar. Sölustöðvun- in til Bretlands getur hins vegar haft alvarleg áhrif á rækju- veiðarnar. Rækjuverksmiðjurnar fá afurðalán út á aflann, en þau eru svo lág, að engan veginn næg- ir til þess að halda verksmiðjunni gangandi og ef um langvarandi sölustöðvun verður að ræða er hætta á, að vandræðaástand skapist hjá rækjuverksmiðjunum, þannig að til rekstrarstöðvunar komi. Af þessu má marka, að horfur eru mjög óvissar i rækju- framleiðslunni, sem hefur veru- lega þýðingu fyrir byggðarlögin á Vestfjörðum fyrst og fremst. — Samið um Framhald af bls. 1 legra árása Egypta á landi og sjó. Á allt öðru máli eru stjórnarand- stæðingar. Menahem Begin, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunn- ar, sagði, að svo virtist sem sam- komulagið, sem Israelar væru að ganga að, væri ekki úm aðgrein- ingu herja, heldur „einhliða brottflutning" ísraela, sem stór- hættulegur væri öryggi landsins. — Paul Getty Framhald af bls. 15 ___ ,,umstangsins“, sem varð, þegar piltinum var skilað og nú síðast þegar handteknir voru menn, sem grunaðir eru um að hafa staðið að ráninu. Hún sagði, að hand- tökurnar hefðu valdið syni sínum „áhyggjum" þvi að mannræningjarnir hefðu hótað því að hefna sin ef einhverjir þeirra næðust. Þetta er talin ástæðan fyr- ir því, að Getty er undir lög- regluvernd, og fær ekki að tala við fréttamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.