Morgunblaðið - 18.01.1974, Síða 6

Morgunblaðið - 18.01.1974, Síða 6
- - ' 6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANUAR 1974 DAGBÖK ÁRIMAÐ I HBUA Sjötugur er í dag Þórarinn Sigurbjörnsson fiskmatamaður, ! Vikurbraut 18, Grindvik. Þann 1. desember gaf séra Sig- urður H. Guðjónsson saman 1 hjónaband í Langhlotskirkju, Hafdfsi Guðbjörgu Sigurðardótt- ur og Einar Arnarson. Heimíli þeirra verður að Asparfelli 8, Reykjavík. (Ljósmyndast. Þóris). Þann 1. desember gaf séra Sig- urður H. Guðjónsson saman f hjónaband í Langholtskirkju Freyju Sigurmundsdóttur og Karl Þór Þórisson. Heimili þeirra verður að Laugavegi 67, Reykja- vík. (Ljósm.st. Gunnars Ingimarss.) Þann 8. desember gaf séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson saman í hjónaband í Stóra Núps- kirkju í Gnúpverjahreppi Mar- gréti Bjarnadóttur og Viggó Þor- steinsson. Heimili þeirra verður aðFögrukinn 17, Hafnarfirði. (Ljósm.st. Gunnars Ingimarss.) Vikuna 11. — 17. janúar verður kvöld- helgar og nætur-, þjónusta apóteka í Reykjavík í Borgarapóteki, en auk þess verður Reykjavíkurapótek op- ið utan venjulegs afgreiðslu- tíma til kl. 22 alla daga vikunn-! ar, nema sunnudag Læknastofur eru lokaðar á laugardögum og helgidögum, en læknir er til viðtals í göngudeild Landspítalans í síma 21230. Almennar upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu í Reykjavík eru gefnar í símsvara 18888. Mænusóttarbólusetning fyrir fullorðna fer fram í Heilsuvernd- arstöðinni á mánudögum kl. 17.00—18.00. Vaktmaður hjá Kópavogsbæ — bilanasími 41575 (símsvari). | KRDSSGÁTA ~~| Þau mistök urðu, að krossgátu- skýringar áttu ekki við reitina í blaðinu í gær, en hér birtist kross- gátan rétt: Lárétt: 1. fréttastofa 6. atvikast 8. sund 10. hrúga saman 12. svikuli 14. steintegund 15. sam- stæðir 16. belja 17. ata. Lóðrétt: 2. spil 3. beztur4. poka 5. bors 7. skaprauna 9. aðferð 11. beljum 13. drjúpa. | SÖFIMIiVI ~ Kjarvalsstaðir Sýning á listaverkum í eigu Reykjavíkurborgar er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 16—22, og laugardaga og sunnudaga kl. 14—22. Sýningin stendur til 27. janúar. Heimsóknartími sjúkrahúsa Barnaspftali Hringsins: kl. 15—16, virka daga, kl. 15—17 laugard. og kl. 10—11.30 sunnud. Borgarspítalinn: Mánud. —föstud. kl. 18.30—19.30. Laug- ard. og sunnud. kl. 13.30—14.30 og kl. 18.30—19. Flókadeild Kleppsspítala: Dag- lega kl. 15.30—17. Fæðingardeildin: Daglega kl. 15—16 og kl. 19—19.30. Fæðingarheimili Reykjavfkur: Daglega kl. 15.30—16.30. Heilsuverndarstöðin: kl. 15—16 og kl. 19—19.30 daglega. Hvítabandið: kl. 19—19.30, mánud.—föstud. laugard. og sunnud. kl. 15—16 og 19 —19.30. Kleppsspítalinn: Daglega kl. 15—16 og 18.30—19. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgidögum. Landakotsspítali: Mánud.— laugard. kl. 18.30—19.30. Sunnud. kl. 15—16. Heimsóknartími á barnadeild er kl. 15—16 daglega. Landspítalinn: Daglega kl. 15—16 og 19—19.30. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánu- dag—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30—20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Vífilsstaðir: Daglega kl. 15—16 og kl. 19.30—20. 1 dag er föstudagurinn 18. janúar, 18. dagur ársins 1974. Eftir lifa 347 dagar. Árdegisháflæði er kl. 02.36, síðdegisháflæði kl. 15.09. Börnin mín! þetta skrifa ég yður, til þess að þér skulið ekki syndga; og jafnvel þótt einhver syndgi, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta, og hann er friðþæging fyrir syndir vorar, og ekki einungis fyrir syndir vorar, heldur fyrir syndir al Is heimsins. (1. Jóhannesarbréf, 2. 1—2). Enda þótt snjór og fs hafi gert landsmönnum skráveifu f vetur, er einn aldursflokkur, sem kann að meta þetta tíðarfar, og það eru börnin. Enda væsir ekki um þau í úlpum, lopapeysum og eingirnisbolum, og ekki hafa þau áhyggjur af rafmagnstruflunum og þungri færð — sem betur fer. 1 SÁ MÆSTBESTl Hermóður og Þormóður sátu að sumbli undir súðinni á velþekkt- um skemmtistað hér í borg. Allt í einu sagði Hermóður við Þormóð: — Er þetta ekki Freymóður Freymóðsson, sem situr þarna? — Ertu vitlaus, hann er dauður fyrir mörgum árum. — Þetta er einkennilegt, ég sá, að hann hreyfði sig áðan. TARrfXO-FUIMPiO | Sl. þriðjudag fannst kettlinga- full síamslæða á Ægissíðu. Eig- andi gefi sig fram í síma 15393. | FRÉTTIR ~~1 Fótsnyrting Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar verður með fótsnyrtingu fyrir aldrað fólk í sókninni. Fót- snyrtingin fer fram að Hallveigar- stöðum á þriðjudögum, frá og með 29. janúar, kl. 9—12 f.h. Tekið er á móti pöntunum i síma 13487fyrir hádegi. Kvenfélag Asprestakalls efnir til spilakvölds fyrir konur og karla í Asheimilinu á Hólsvegi 17, fimmtudaginn 24. janúar, og hefstþaðkl. 20.30. CENGISSKRÁNINC Nr. 11 - 17. janúar 1974. SkráC frá Eining Kl. 13.00 Kaup Sala 15/1 1974 i Bandaríkjadollar 87, 00 87, 40 17/ 1 - 1 Sterlingspund 189, 70 190, 80 # - - i Kanadadollar 87, 50 88, 00 * - - 100 Danskar krónur 1288,65 1296,05 # - - 100 Norskar krónur 1443, 15 1451, 45 ★ - - 100 Sænskar krónur 1806, 75 1817,15 ♦ 17/ 1 - 100 Finnsk mörk 2184,10 2196, 70 * 1 !/ 1 - 100 Franskir írankar 1752,15 1762, 25 # 1) 14/ 1 - 100 Belg. frankar 202, 50 203, 70 17/1 - 100 Svissn. frankar 2574, 80 2589, 60 # - - 100 Gyllini 2950, 95 2967,95 * - - 100 V. -Þyzk mörk 3087,15 3104,95 * - - 100 Lírur 13, 55 13, 63 * 16/ 1 - 100 Austurr. Sch. 419, 05 421,45 17/1 - 100 Escudos 322, 30 324,20 * 15/ 1 - 100 Pesetar 150, 75 151, 65 - - 100 Yen 28, 99 29, 15 15/2 1973 100 Reikningskrónur- Vöruskiptalönd 99,86 100, 14 15/1 1974 1 Reikningsdollar- Vöruskiptalönd 87. 00 87,40 * Breyting frá siCustu skráningu. 1) Gildir aCeins fyrir greiCslur tengdar Inn- og útflutn- ingi á vftrum. ást er . . að hiusta enda- laust á lofsönginn um gamla bílinn hans TM Reg U.S Pot Off —All rightv rtirr.rd (CN 1973 by los Angeles Times I BRIOGE ~1 Leikurinn milli Finnlands og Júgóslavíu í Evrópumótinu 1973 var mjög fjörugur, sem sést á-því, að að loknum 32 spilum var stað- an 121 stig gegn 80 finnsku sveit- inni i vil. Hér er spil frá þessum leik, þar sem að meðaltali unnust 616 stig í hverju spili: Norður: S. Á-K-2 H. 8-6-4-3 T. Á-K-6 L. 8-6-4 Vestur: S. D-G-9-7-4-3 H. D-9 T. D-10-7 L. D-10 Suður: Austur: S. 10-8-6-5. H. Á-10-2 T. 4-3-2 L. G-9-7 S. — H. K-G-7-5 T. G-9-8-5 L. Á-K-5-3-2 Spilararnír frá Júgóslavíu sátu A—V við annað borðið og þar opnaði vestur á 2 spöðum, norður doblaði, austur sagði 3 spaða, suður doblaði og það varð loka- sögnin. Norður tók ás og kóng i trompi, lét síðan lauf, suður drap með kóngi, lét út tígul 9, drepið var i borði með tiunni, en norður drap með kóngi. Norður lét út hjarta, gefið var í borði, suður drap með kóngi, lét út tígul gosa og nú var útséð um endalokin og sagnhafi tapaði 1100 á spilinu. Við hitt borðið voru spilararnir frá Júgóslavíu einnig á ferðinni, en nú sátu þeir N—S og sögðu þannig: Norður Suður 1 h 2 1 2 g 4 1 4 1 4 s 5 h 6 h Ekki er ástæða til að rekja úr- spilið, þvi spilið er vonlaust frá byrjun og varð 2 niður og finnska sveitin græddi 16 stig á spilinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.