Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANUAR 1974 19 —Einmana ætt- jarðarvinur Framhald af bls. 17 höfðu þegar verið auglýstir í þess- um löndum, en þeir voru ekki haldnir. Öðrum fyrirhuguðum hljómleikaferðum Rostropovich erlendis var einnig aflýst. Eftirlit með öllu sambandi Solzhenitsyns við fólk var hert stórlega, sérstaklega við fólk, sem hjálpaði hon- um að viða að sér efni f bók sina og talaði við hann um fyrri heimstyrjöldina. Þótt þetta fólk væri á áttræðisaldri, fékk jafnvel það ekki að vera i friði. Allt var gert, sem hægt var, til þess að gera samband við Solzhenitsyn „hættulegt", að koma því til leiðar, að æ færra fólk fengist til þess að lýsa yfir stuðningi við rithöfundinn. Jafn- framt varð gagnrýni blaða á hann sérstaklega gróf. Utgáfa „Agústs 1914", skömmu eftir veitingu Nóbelsverðlaun- anna, jók stórum bókmenntahróð- ur Solzhenitsyns. Þess vegna var sú ákvörðun tekin einhvers staðar „á æðstu stöðum" að herða gagn- rýnina og „afhjúpa" hið nýja verk hans með öllurn tiltækum ráðum. Ræðumenn á ýmsum áróðurs- fundum og fyrírlesarar á einka- fundum fóru að saka Solzhenitsyn um ósiðlega framkomu og rang- túikuðu í skrumskældum frásögn- urn vinslit hans og fyrstu konu hans, Natalíu Reshetovskaya. Solzhenitsyn hafði kvænzt henni skömmu eftir að hann gekk í herinn 1941. Þegar hann hafði verið handtekinn og dærndur, gaf Reshetovskaya Solzhenitsyn upp á bátinn. Hún gekk formlega frá skilnaði, en hann frétti ekki urn hann fyrr en hann hafði verið sendur í útlegð. Þegar hann var látinn laus 1956, settist hann að i þorpi skammt frá Moskvu, þar sem hann tók að sér eðlisfræði- kennslu i þorpsskólanum. Reshetovskaya kom að heim- sækja hann, og þau sættust. En þau höfðu verið aðskilin í 15 ár, þau höfðu þroskazt á ólíka vegu, og að lokum skildu leiðir. Þegar Solzhenitsyn hafði kynnst Nataiíu Svetlovu og þaú byrjuðu búskap, var röðin komin að honum að sækja um skilnað, en steinn var lagður í götu þeirra. En í vor, þegar þau höfðu eignazt tvo syni og þriðja barnið var á leið- inni, var skilnaðurinn leyfður. Solzhenitsyn gat gengið að eiga, Svetlovu, og hann fluttist í ibúð seinni konu sinnar í Moskvu. Föst búseta í Moskvu krefst leyfi lög- reglunnar. Þegar eiginkona og fjölskylda búa þar með fjöl- skylduföður, er slíkt leyfi venju- lega auðfengið. En það óvænta gerðist, beiðni Solzhenitsyns um leyfi til búsetu var synjað. Hann sendi innanríkisráðuneytinu harðort bréf, en því var ekki svar- að. 1 Leningrad ne.vddi KGB Elísa- betu Voronyanskaya, vinkonu Solzhenitsyns, til að afhenda handrit hans nteð lýsingu hans á fangabúðakerfi Stalins. Hann hafði beðið hana að geyma hand- ritið. Þrálátar yfirheyrslur dög- unt saman brutu hana niður, og hún svipti sig lifi. Ofsóknir gegn öðrurn vinum jukust, og jafn- framt var gefið i skyn að Solzh enitsyn ætti að fara úr landi. Þrátt fyrir þessa áreitni hélt hann stöðugt áfram skrifum sín- um samkvæmt þeirri áætlun, sem hann hafði gert. Hann lauk við „Október 1916", aðra skáldsöguna i bókaflokknum, sem hann byrj- aði á með „Agúst 1914“. Þriðja sagan verður „Marz 1917“ og ntun fjalla unt upphaf rússnesku bylt- ingarinnar. Síðan mun Solzhenit- syn færa sig nær nútímanum og segja frá atburðum, sem hafa ver ið faldið eða hætta leikur á að gleymist eða hafa verið rangtúlk- aðir í opinberum, sovézkum frá- sögnunt. ★ ★ ★ Hrifningin, sem hinn nýi rit- höfundur vakti árið 1962, þegar „Ivan Denisovieh" kom út, var ekki einungis i því fólgin, að rnenn þóttust hafa fundið eitt- hvað, sem var i raun alveg nýtt í bókmenntum. Hrifningin átti unt- fram allt rætur að rekja til þess, að mönnum fannst, að sá tími væri kominn, að hægt væri að segja allan sannleikann, að bl jóta miskunnarlaust til mergjar hræðilega, en minnistæða og beizka atburði nýliðins tima, sem höfðu varpað skugga yfir líf meirihluta þjóðarinnar. Þessi hrifning fólst í vissu um, að Iistin gæti sigrað ofbeldið og lygina. Solzhenitsyn hafði dregið upp mynd af viti, en allir gátu séð, að það hafði hann gert til þess að þetta víti endurtæki sig ekki. Það, sem hann hafði sýnt í „Einum degi í lífi Ivans Denisovichs", hafði ekki verið hræðilegasti hringur vítisins. Það víti, sem hann hafði lýst, hafði verið Kazakstan, en ekki Kolyma- byggingabúðir, en ekki kopar- námur-staðir, þar sem fólk lifði árum saman og dó ekki innan eins árs eða tveggja af fjörefnaskorti og ofreynslu, eins og i fanga- búðunum hræðilegu fyrir norðan heimsskautsbaug, þar sem faðir minn dó og feður nokkurra vina minna og margar milljónir landa okkar. Af öllum þeim ritsmíðum eftir Solzhenitsyn, sem við þekktum, var „Ivan Denisovich" furðu- legust. I „Fyrsta hringnum" lifa söguhetjurnar þægilegra lifi. Þær þurfa ekki að hugsa um dag- legan brauðskammt sinn, þær fást við visindarannsóknir og þær geta jafnvel elskazt. Það eina, sem þær skortir, er frelsi. I „Krabbameinsdeildinni" flytur höfundurinn lesend- ur sina burtu úr viti til venjulegs lífs, sem er fullt af nýj- um vonum, þar sem réttla^ti blómgast smátt og smátt. 1 „Agúst 1914“ fer Solzhenitsyn út fyrir yfirþyrmandi ramma samtímans og lýsir heimi og at- burðum, sem varla nokkur núlif- andi maður ber beina ábyrgð á. Á þessum tiu árurn hefur Solzhen- itsyn sýnt, að hæfileikar hans hafa ekki dvínað, og þar að auki hefur hann sýnt, að hann hefur öðlazt nýjan st.vrk, nýjan þroska. Hvers vegna seldist „Dagur i lífi Ivans Denisovieh ' í milljónum eintaka hér á landi — og hvers vegna hreifst meirihluti lesenda, bókmenntadómara og foringja landsins af henni, en „Agúst 1914“ aldrei gefin út, ekki eitt einasta útgáfufyrirtæki okkar kynnti sér söguna, hún var aldrei lögð undir dóm lesenda og leigu- rýnendur tættu hana í sig, þar af margir, sem skýldu sér á bak við dulnefni? Getur verið að við séum að nálgast nýtt tímabil ofbeldis og gerræðis? Getur verið, að listir — sem lýstu sem leiftur í alltof skamman tíma fyrir augum okkar og opinberuðu fyrir sumum — en síður en svo öllum — liti regnbog- ans, verði nú enn á ný að vera einlitar? Ég á náinn vin, elzta fyrrver- andi starfsmann Novy Mir, mann, sem man eftir byltingunni og borgarastriðinu, þegar hann barð- ist í hinu þjóðsagnakennda Shchorsherfylki. Hann svaraði einu sinni þessari spurningu ósköp blátt áfram: „Margir halda, að við höfum búið við lýðræði á dögum Krúsjeffs," sagði hann. „Það er vitleysa. Það var ekkert lýðræði þá. Það var stöku sinnum frjáls- lyndi, en við þær aðstæður, sem við búum við, táknar það ekki ýkja mikið. Það er gerræði i mannlegri rnynd. Og það er hvort sem er stundarfyrirbæri, eins og við höfum séð. Traust réttlæti getur aðeins orðið að veruleika, þegar raunverulegt og traust lýð- ræði ríkir." ★ ★ ★ Eg sá Solzhenitsyn siðast í janú- ar á þessu ári. Eg tók mér ferð á hendur frá Moskvu til þorpsins, þar sem hann dvaldist að sveita- setri Mstislav Rostropovichs. Vi$ gengum saman i freðnum skógin- um i næstum tvær klukkustundir og ræddum um ferð mína til Eng- Ijands.|Ég var viss um, að ég kæmi aftur heim áður en eitt ár væri liðið, en Solzhenitsyn taldi, að mér yrði meinað að snúa aftur. Eðlishvöt hans reyndist réttari en min. Eg sagði honum ekki þá, að ég hefði samið þessa bók, en ég skrifaði honum um hana, þegar ég var komin til London. Ég mun halda áfram að fylgjast með ævi- ferli hans frá Englandi. Það, sem hendir. Solzhenitsyn, verður próf- steinn á sovézk viðhorf til sjálfr stæðrar hugsunar. IÐNAÐARHÚSNÆÐI Lítið iðnaðarhúsnæði óskast sem fyrst á leigu eða til kaups í Reykjavík eða nágrenni. Má vera ófrágengið eða fokhelt. Tilboð sendist Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt: „Iðnað- arhúsnæði — 3090" AAalfundur Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja fyrir árið 1 972, verð- ur haldinn í Akoges, Vestmannaeyjum, föstudaqinn 25. janúar 1 974 kl. 1 5. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Stjórnin Húsnæðl óskast húsnæði um 100 fm hentugt fyrir bílaviðgerðir óskast á leigu. Tilboð sendist Mbl. merkt „4743" fyrir 25. janúar. Verksmiðjuútsala Útsala aðeins þessa viku. Mikill afsláttur. Prjönastofa Kristlnar, Nýlendugötu 1 0. Þorskanet Getum ennþá útvegað takmarkað magn af þorskanetum frá Noregi til afgreiðslu í janúar, ef pantað er strax. Vífill, umboðs- og heildverzlun. Sími 22370. OPIBflLIO í KVÖLO Vinsælu flauelsbuxurnar með mittisteygjunni komnar aftur. Bananapilsin aftur fyrirliggjandi úr burstuðu denim og „ripless" flaueli. Útsala Stórkostleg útsala í Skeifunni. Mikið vöruval, stórlækkað verð. MuniÖ viÖskiptakortin og matvöruúrvaliÖ n llSKI SKEIFUNN115

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.