Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1974 Faíj l.l lf. t V VR? 22 022 RAUÐARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 tel 14444 • 25555 mm BÍLALEIGA car rental Bílaleiga CAB BENTAL Sendum (-4*41660 — 42902 (r* BlLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL -»24460 í HVERJUM BÍL PIOIMŒŒR ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI "SKODA EYÐIR MINNA. Shodr iOÚM AUÐBREKKU 44-46. SIMI 42600.. MARGAR HENDUR ||| ^ VINNA !!■— ÉTT VERK §SAMVINNUBANKINN - FERÐABÍLAR HF. Bílaleiga. — Sími 81 260 Fimm manna Citroen G. S station. Fimm manna Citroen G.S. 8 — 22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjór- um).__________________ I N. —1 m BKUN Xt. om-mntal- 1 ^^Sy^tHverfisgötu 18 I SENDUM [/*] 86060 •• r SPURNINGAR OG SVOR UM VARNARMAL ri „ f. • >(i„ mynda framvarnarlínu sína á Aden. Ekki ómerkari heimild Efast má um, að hugur hafi Einangraðir Þjóðviljamenn Blaðamennskan, sem daglega birtist á sfðum Þjóðviljans, lætur ekki að sér hæða. Sorinn er yfirleitt nægur, þó að hinir pólitísku blaðamenn, sem þar starfa, séu í sæmilega andlegu jafnvægi, ef yfirleitt er hægt að hugsa sér slíkt ástand á Þjóð- viljanum. En steininn tekur þó fyrst úr, þegar geðshræringar setjast að í hugum Þjóðvilja- manna. Og það virðist ekki vera neitt meðalástand, sem ríkir þessa dagana á ritstjörn Þjóð- viljans. Móðursýkin er allsráð- andi ásfðum blaðsins. Tilefni þessarar vanlíðanar þeirra Þjóðviljamanna er ofur skiljanlegt. Þeir sjá fram á, að innan fárra daga muni vilji ís- lendinga í varnarmálum koma skýrar i Ijós en nokkru sinni fyrr. Og sá vilji mun að sjálf- sögðu ekki vera í samræmi við skoðanir einangraðra Þjóð- viljamanna á þeim málum. Nokkrir framtakssamir menn hafa tekið sig saman um að safna undirskriftum undir áskorun á ríkisstjórnina og Al- þingi um að leggja á hilluna ótímabær áform um uppsögn varnarsamningsins við Banda- rfkin og brottvísun varnarliðs- ins. Það, sem gerzt hefur eftir að undirskriftasöfnunin hófst, er einfaldlega, að sfminn hefur ekki stanzað á skrifstofu þeirra undirskriftarmanna og fjöldi manna streymir þangað dag- lega til að fá eintök af I istanum og safna undirskriftum. Áhugi manna fyrir þessari undir- skriftasöfnun er gffurlegur. Þetta hefur sett þá Þjóðvilja- menn gjörsamlega úr jafnvægi. Fyrst upphófust móðursýkisleg skrif um, hvert hneyksli það væri, að gömlu fólki væri gef- inn kostur á að tjá skoðanir sfnar í þessu máli. Er þar gerð fólskuleg árás á forstöðukonu á dvalarheimilinu Hrafnistu, sem hefur verið svarað hér í Morgunblaðinu af Pétri Sigurðssyni. Síðan tók við í gær heiftarleg árás á þá menn, sem fvrir undirskriftasöfnuninni standa. í forystugreininni eru þeir kallaðir „fáeinir ofstækis- fyllstu flokksmenn Sjálfstæðis- flokksins ásamt einum fyrrver- andi varaþingmanni Alþýðu- flokksins", „brotabrot úr prósenti", sem vart sé hægt að kalla íslendinga. Annars staðar í blaðinu eru þessir sömu menn kailaðir „hundflatur skrælingjalýður". Óþarfi er hér að kynna þá menn, sem Þjöðviljinn velur þessi heiti. Þeir eru flestir vel þekktir og geta menn sjálfir metið, hvort það er af góðu eða illu. En ástæða ef til að vekja athygli manna á þeim fáheyrðu aðferðum, sem Þjóðviljinn er hér að reyna að beita gegn mönnum, sem ekki eru sam- mála Þjóðviljamönnum í stjórnmálum. Um þær þarf ekki að hafa nein orð. Þær dæma sig sjálfar. Köld vatnsgusa Sannleikurinn er sá, að Þjóð- viljinn hefur fulla ástæðu til að opinbera móðursjúkt ofstæki sitt út af þessu máli. Það er nefnilega að koma í ljós, hver vilji fólkins í iandinu er f öryggismálum þjóðarinnar. Hinir einangruðu skriffinnar ÞjöðviIjans eru f þann mund að komast að raun um, að þeir eru f algjörum minnihluta, þegar þeir hrópa á varnarleysi lands- ins. Þeim hefur sem sagt ekki tekist að kasta ryki f augu al- mennings þrátt fyrir að þeir hafi á undanförnum árum, ásamt nokkrum fámennum minnihlutahópum, haft hæst á opinberum vettvangi um þetta mál. E.t.v. hafa þeir fallið í þá gryfju að hlusta eingöngu á þann hávaða, sem þeir sjálfir hafa framleitt og dregið af hon- um ályktanir, að það, sem hæst glymdi væri vilji þjóðarinnar. En nú er sannleikanum í málinu skvett framan í þá eins og köldu vatni, og þá er ekki til annars að grípa en takmarka- lauss ofstækis í skrifum. Helzt vildu þeir sjálfsagt loka fyrir munn allra þeirra, sem ekki eru á sömu skoðun og þeir sjálfir, líkt og gert er í fyrir- myndarríkinu fyrir austan. En sem betur fer eigum við ennþá langt í land með, að þessum mönnum takist að innleiða slíka skipan mála hér. Norður-Atlants- hafsins raunhæf? Hugmyndin um friðlýsingu Norður-Atlantshafs stafar frá tillögu, sem Ceylon og fleiri ríki stóðu að á Allsherjarþíngi Sameinuðu þjóðanna 1971, um friðlýsingu Indlandshafs. Ur því að ætlunin er að líkja Ind- iandshafi og NorðurAtlants- hafi saman að þessu leyti, er ekki úr vegi að gera í stuttu máli almennt grein fyrir þróun- inni sem orðið hefur í flota- málum síðustu ár og þó einkum á Atlantshafi og Indlandshafi. Utþensla sovézka flotans hefur valdið mestum umskipt- um í öryggismálum almennt á síðasta áratug. Áður fyrr var rússneski flotinn tiltölulega lít- i 11, og sögulegt hlutverk hans hefur verið að verja strendur lands síns. Nú hefur ný hernaðarstefna rutt sér til rúms og samkvæmt henni gegn- ir sovézki flotinn alheimshlut- verki. Sumir segja, að hin nýja stefna sé andsvar Rússa við yfirburðum Vesturlanda á höf- unum, aðrir halda þvi fram, að með stefnunni vilji sovézku leiðtogarnir færa vald sitt úr viðjum evrópska landflæmis- ins. Þeir sjáí, að ekki verði lengra komizt í Evrópu, og þess vegna leiti þeir á önnur mið. Enn aðrir benda á það, að sovézki flotinn komi að góðum notum í samkeppni Rússa og Kinverja um áhrif og vöid í vanþróuðum löndum, því að með honum geti Rússar sýnt vaíd sitt alls staðar í heiminum. Fróðlegt er að líta til þeirra breytinga, sem orðið hafa á ein- stökum hafsvæðum á undan- förnum árum. Mikið hefur verið rætt um sovézka flotann á Miðjarðarhafi, en fyrir fimm árum sáust þar varla sovézk herskip. Athyglin beindist að Indlandshafi 1970, en árið 196Í5 hafði sovézkt herskip aldrei siglt um það haf. Mest hefur 'þó Utþensla sovézka Norðurflotans orðið, hann hefur hækistöðrvar á Kolaskaganum við Murm- ansk, og siglíngaleiðir frá þeim bækistöðvum eru um Atlants- haf milli íslands og Noregs. Frá 1963 hefur flotinn’ stundað reglulegar æfingar tvisvar á ári, vor og haust, á þessu svæði. Af æfingunuin virðist mega ráða. að Sovétrikin hyggjast svæði, sem liggur frá Græn- landi um ísland til Færeyja. Stærsta flotaæfing Rússa til þessa fór fram í apríl 1970 og tóku meira en 80 sovézk her- skip þátt í henni á svæðinu milii íslands og Noregs. 63% af öllum kafbátum Sovétríkjanna eru í 2 flotum þeirra í Norður- Evrópu. 70% sovézku kjarn- orkukafbátanna og eldflauga- kafbátanna eru í Norðurhöfum. 1 Norðurflota Sovétríkjanna eru auk þess 30 orrustuskip og tundurspillar, 35 úthafs- fylgdarskip, 25 landgönguskip. 25 eftirlitsbátar búnir eldflaug- um og 150—200 minni skip. Fjöldi sovézku herskipanna á Indlandshafi er smáræði í sam- anburði við fjöldann i Norður- flotanum á Atlantshafi. Talið er, að í byrjun þessa árs hafi 15 rússnesk herskip verið á Ind- landshafi. Að undanförnu hafa Sovétríkin lagt sig fram um að ná pólitískri fótfestu í löndun- um við Indlandshaf, fótfestu, sem kemur flóta þeirra einnig að góðum notum, því að helztu vandkvæði sovézku flota- stjórnarinnar eru að éignast bækistöðvar á fjarlægum stöð- um i öðrum löndum. Frá þvi að sovézk herskip byrjuðu að venja komur sinar reglulega til Indlandshafs 1968, hafa þau farið í 50 flotaheimsóknir til 16 landa við hafið eða í nágrenni þess. Áhrif Rússa virðast einna mest í Sómalíu, þar sem æðsta byltingarráðið svonefnda komst til valda 1969. Einnig má geta þess, að í júlí 1970 gerðu Sovétríkin samning við stjórn- völd eyjunnar Mauritius, en lega hennar hefur mikið hernaðarlegt gildi á miðju Ind- landshafi. Samningurinn trygg- ir sovézkum fiskiskipum löndunarréttindi á eyjunni og heimilar nýskráningu skips- áhafna þar, auk þess hefur sovézka flugfélagið Aeroflot fengið lendingarréttindi á eyj- unni. Hafa Sovétríkin nú gert svipaða fiskveiðisamninga við tólf önnur lönd á þessum slóð- um. Ekki má gleyma því, að sömu aðilar stjórna sovézkum fiskiskipum og herskipum, og auðvelt er að nota fiskiskipin í þágu hersins, bátana til liðs- flutninga og verksmiðjuskipin til flutnings á hergögnum. Sovétrikin hafa einnig tekið upp nána samvinnu við nýja ríkið Suður-Yemen, sem áður var brezka gæzluverndarsvæðið en brezka blaðið Times hefur greint frá þvi, að nú sé svo komið fyrir hafnarborginni Aden i Suður-Yemen, að hafnarstjórinn þar sé rússnesk- ur. Þannig mætti rekja fleiri dæmi um áhuga sovézka flotans á Indlandshafi. Um leið og þetta gerist hafa Vesturveldin fremur dregið úr herstyrk sínum á þessum slóð- um, einkum Bretar, sem eru að hverfa þaðan að mestu leyti. Sjöundi floti Bandarfkjanna er á Suður-Kínahafi og þaðan eru stundum send herskip inn á Indlandshaf, eins og gert var 14. desember 1971, þegar kjarn- orkuknúna flugvélamóðuskipið Enterprise sigldi þangað í fylgd með átta skipum til að vera við öllu búið vegna átaka Indverja og Pakistana. Hin aukna spenna, sem kom í kjölfar sovézku herskipanna inn á Indlandshaf, hefur orðið til þess, að ríkin við hafið með Ceylon í broddi fylkingar hafa sameinazt um tillögu hjá Sam- einuðu þjóðunum, þar sem hvatt er til friðlýsingar hafsins. í ræðu, sem frú Bandaranaike, forsætisráðherra Ceylons, flutti á Allsherjarþinginu hinn 12. október 1971, sagði hún, að ti 1- gangurinn með tillöguflutn- ingnum væri að takmarka flota- umsvif erlendra ríkja á hafinu og tryggja, að þau gerðu ekki þennan heimshluta að átaka- svæði með samkeppni sinni. Sagði hún, að ósk Ceylons værí, að nánar skilgreint svæði Ind- landshafs yrði friðlýst og þar færi aðeins fram friðsamleg starfsemi undir alþjóðlegu ef tirli ti. Öll meðferð vopna yrðu bönnuð ásvæðinu, skipum allra þjóða yrði heimiluð um- ferð um svæðið, en herskip og kafbátar mættu ekki halda þar kyrru fyrir nema í neyðartil- vikum. Þótt framangreint væri efnis- lega það, sem í tillögunni fólst, var aðeins samþykkt á Alls- herjarþinginu að hvetja stór- veldin til viðræðna sín á milli um málið og þess farið á leit við framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að hann gerði næsta Allsherjarþingi grein fyrir gangi málsins og þaðyrði aftur tekið á dagskrá þess þings. Tillagan var samþykkt 16. désember 1971 með atkvæðum 60 landa, en 55 sátu hjá, þeirra á meðal bæði Sovétrikin og Bandaríkin. fylgt máli hjá öllum þeim, sem samþykktu tillöguna eða voru flutningsmenn hennar, því að um þær sömu mundir, sem hún var til umræðu og samþykktar, skarst í odda milli Indlands og Pakistans, og íran hernam smá- eyjar á Persaflóa, en öll þessi lönd hvöttu mjög til friðlýs- ingarinnar. Um frekari aðgerðir á grund- velli tillögunnar er lítið að segja. Þó má geta þess, að hinn 2. febrúar 1972 skýrði tals- maður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins frá þvi, að ráðu- neytið hefði snúið sér til Sovét- ríkjanna og kannað, hvort á- hugi væri þar á viðræðum um gagnkvæman samdrátt flota- styrks á Indlandshafi og annars staðar, en ekkert svar fengið. Er aðildin að Atlantshafsbanda- laginu nægileg vörn? Fullyrt er af ýmsum, að ís- land sé nægileg vörn í þvf að vera í Atlantshafsbandalaginu. Landinu er vissulega nægileg vörn að því, ef varnir bandalagsins í þess þágu eru nægilega traustar. íslendingar veikja varnir bandalagsins um leið og þeir svipta land sitt vörnum. Styrkur bandalagsins byggist á framlagi hverrar ein- stakrar bandalagsþjóðar. Ef ein þeirra leggur ekkert af mörkum, veikist bandalagið að sama skapi. Hinu má heldur ekki gleyma, sem segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans, að þótt árás á einn sé talin árás á alla, er það á valdi hvers ein- staks aðila að gera „þær ráð- stafanir, sem hann telur nauð- synlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður-Atlantshaf- svæöi.sins". Það er sem sé ekkert ríki skyldugt til að grfpa til vopna, ef það telur það ekki nauðsyn- legt. Dvöl bandarískra her- manna á l.slandi í samræmi við varnarsamninginn er trygging þess, að árás á ísland skuld- bindur Bandarikin til að verja landið. Þau eiga engra annarra kosta vö), enda þótt þau teiji það e.t.v. ekki nauðsvnleet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.