Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANUAR 1974 , Maren Pétursdóttir frá Engey — Minning Maren Pétursdóttir, ekkja Baldurs Sveinssonar ritstjóra, andaSist á Landspítalanum hinn 9.janúarsl. Hún hafði veikzt alyárlega milli jóla og nýárs á heimili sínu, þar sem hún bjó í sambýli með Ragn- heiði dóttur sinni og tengdasyni, Páli Árnasyni Hafstað fulltrúa orkumálastjóra, í húsi þeirra að Snekkjuvogi 3 hér í borginni. P’rú Maren var á nítugasta aldursári, er hún lézt. Hafði luin lengst af ævi sinnar verið heilsu- hraust. Maren var fædd í Engey hinn 2. júlí 1884. Hún var dóttir hjón- anna Ragnhildar Ólafsdóttur og Péturs Kristinssonar útvegs- bónda og skipasmiðs í Engey, ein hinna nafnkunnu Engeyjar- systra: Guðrúnar konu Benedikts Sveinssonar alþingisforseta og bróður Baldurs eiginmanns hennar, Ragnhildar i Háteigi konu Halldórs Kr. Þorsteinssonar skipstjóra og Ólafíu, sem enn er á lífi á 93. aldursári. Hálfsystir Marenar og systranna fjögurra Pétursdætra var Kristín stúdent Bjarnadóttir Magnússonar skip- stjórna i Engey, síðar fiskmats- manns og verkstjóra á Innra- Kirkjusandi í Reykjavtk, seinni manns Ragnhildar. Kristín var fyrri kona dr. Helga Tómassonár yfirlæknisá Kleppi. Þau Ragnhiidur og Bjarni Magnússon fluttust f land úr Enge.v áríð 1907. Höfðu þau haft eignaskipti á 2/3 hlutum eyjar- innar og húseigninni Laugavegi 18A. Þar bjuggu þau til ársins 1918, að þau fluttust á Laugaveg 66, sem þau keyptu. Þar bjuggu þau til dauðadags. Ráku þau kúa- bú og túnrækt í landi um 15 ára skeið. XXX Mikið ástríki var með þeim systrum öllum og reyndist Bjarni Magnússon stjúpdætrum sínum sem bezti faðir. Ólafía giftist ekki, en dvelst á heimili systurdóttur sinnar, Ragnhildar Helgadóttur alþingismanns og eiginmanns hennar, Þórs Vilhjálmssonar prófessors. Maren ölst upp í Engey með systrum sínum. Bjuggu þá á 2/3 hlutum eyjarinnar foreldrar hennar og afi hennar og amma, Kristinn Magnússon útvegsbóndi og skipasmiður og kona hans Guð- rún Pétursdóttir bónda í Engey Guðmundssonar Jónssonar frá Skildinganesi og konu hans Ölaf- ar Snorradóttur ríka skipasmiðs Sigurðssonar í Engey. Höfðu for- feður Ölafar í föðurætt búið í Engey mann fram af manni frá því um daga Þormóðs Torfasonar sagnfræðings, sem þar var fædd- ur árið 1636. Foreldrar Marenar, Ragnhildur Ölafsdóttír og Pétur Kristinsson, giftust árið 1876. Var Ragnhildur þá 22 ára gömul, en Pétur23 ára. Guðrún kona Kristins, sem var níu árum eldri en hann og þá komin nær sextugu, fann strax, að tengdadóttirin var dugleg kona, sköruleg og kunni vel til verka, þótt ung væri. Fól hún t Föðurbróðir okkar, GUÐMUNDUR SIGURDSSON, frá Borgartúni [ Þykkvabæ til heimilisað Hvass.aleiti 16, Reykjavík, andaðist 16. janúar. Sigurjón Sigurðsson, Kristrún Sigurðardóttir. t Eiginmaður minn ÓLAFUR M. ÓLAFSSON Rauðarárstig 22 andaðist miðvikudagínn 16. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Margrét D. Hálfdánardóttír. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR í. MAGNÚSSON frá Vesturhúsi, Höfnum, Hafnargötu 70, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 1 9. janúar kl. 1 4. Guðlaug Jónsdóttir, Guðríður Guðmundsdóttir, Jóhann Friðriksson, * Ráðhildur Guðmundsdóttir, Hinrik Albertsson, Magnúsína Guðmundsdóttir, Jón Eysteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúðarþakkir til allra, sem sýndu okkur vinarþel vegna fráfalls HANNESAR STEFÁNSSONAR, skipstjóra. Guðmundur Hannesson, Ragnar Franzson, Systur hins látna og aðrir vandamenn. henni því fljótlega atla bústjórn á hendur, er hún annaðist allan þann tíma, sem hún bjó í eyjunni um 31 árs skeið, eftir því sem heilsa hennar leyfði. Þau voru þrjú alsystkin á Lund- um i Stafholtstungum: Ölafur bú- fræðingur, sem lærði smjörgerð og osta ásamt öðrum mjólkur- fræðum í Noregi og Danmörku. Kenndi hann þau Ragnhildi syst- ur sinni. Ölafur varð síðar bóndi í Liridarbæ í Holtum. Yngstur systkinanna var Guðmundur bóndi á Lundum. Foreldrar þeirra voru Ragnhildur Ól- afsdóttir frá Bakkakoti, er síðar nefndist Hvítárbakki, og Ólafur Ólafsson sonarsonur Þorbjarnar gullsmiðs á Lund- um Ólafssonar og Þorkötlu Sigurðardóttur sterka Vigfússon- ar rektors að Hólum og siðar sýslumanns í Dalasýslu, en þau hjón urðu mjög kynsæl, einkum í Borgarfirði. Ragnhildur húsfreyja á Lund- um missti fyrri mann sinn og gift- ist nokkrum árum sfðar Ásgeiri Finnbogasyni hreppstjóra og bók- bindara frá Lambastöðum á Sel- tjarnarnesi. Börn þeirra voru Sig- rfður, gift Jóni bónda Tómassyni í Hjarðarholti, Oddný, gift Hinriki Jónssyni bónda í Manitoba, og Guðrún, gift Finni Jónssyni frá Melum bóksala í Winnipeg. XXX Ragnhildur í Engey var meðal hinna fyrstu, sem eignuðust skil- vindu og prjönavélar á Islandi. Ölafía Jóhannsdóttir rithöf- undur, hin gagnmerka kona, segir f endurminningum sfnum „Frá myrkri til ljóss" frá dvöl sinni í Engey árin 1884 — 1887, þá 16— 19 ára gömul. Á þessum árum veiktist Pétur faðir Marenar af mænusjúkdómi, sem rekja mátti til slyss, sem hann hafði orðið fyrir, er + Þakka innilega samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins míns, JÓNS JÓNSSONAR, Sólbakka, Höfnum. Sigurlaug Guðmundsdóttir. + Þökkum af alhug auðsýnda sam- úð og vínarhug við andlát og útför JÚLÍUSAR GUÐLAUGSSONAR Grund, Garði. Sigriður Helgadóttir, börn, tengda- og barnabörn. hann var að brýna bát í eyjunni. Lá hann rúmfastur tvö síð- ustu árin, sem hann lifði, og andaðist 5. des. 1887. Hafði þá Ölafia flutzt í land fyrir nærri 7 mánuðum til kvenskör- ungsins mikla, Þorbjargar Sveins- dóttur móðursystur sinnar og fóstru, ljósmóður. Þorbjörg kom heim síðari hluta vetrar árið 1887 frá Kaupmannahöfn, þar sem hún leitaði sér lækninga um nærri tveggja ára skeið vegna ofþreytu. Náði hún góðum bata. í endurminningum sínum segir Ólafia m.a. um útför Péturs Krist- inssonar, sem gerð var frá Dóm- kirkjunni: „Ég hvarf heim aftur (til eyjar- innar) til þess að vera hjá yngstu dóttur þeirra (Péturs og Ragn- hildar, Marenu), á meðan hitt fólkið var að heiman. Hún var þá ekki nema þriggja ára. Um kveldið, þegar móðir hennar var frammi og ég sat við rúmið hennar, þá sagði hún mjög alvar- lega við mig: „Ég veit vel, hvað þið hafið gert við pabba minn. Þið hafið flutt hann til Reykjavíkur og jarðað hann. En ég vil ekki gráta, þvf að mamma fer að gráta, ef hún sér mig gráta." Og þegar mamma hennar kom inn, lagði hún augun aftur og lét sem hún svæfi." Maren giftist Baldri hinn 17. sept. 1914 og fluttist þá til ísa- fjarðar, þar sem Baldur var kenn- ari við barnaskólann og síðar skóiastjóri. Maren og Baldur urðu fyrir þeirri þungbæru sorg að missa tvær elztu dætur sínar í bernsku, Ragnheiði, f. 5. júlí 1915, d. 17. nóv. 1918, í spönsku veikinni, einkar efnilegt barn, og Krist- jönu, f. 10. okt. 1916, d. 14. apríl 1917. Snemma árs 1918 fluttust þau hjón til Reykjavíkur og var Baldur blaðamaður og meðrit- stjóri við „Vísi" frá 1918 til dauðadags 11. janúar 1932. Hann skrifaði greinar í tímarit og þýddi nokkrar bækur úr ensku á ís- lenzku. Börn . þeirra Baldurs og Marenar, sem komust til fullorð- insára, voru á aldrinum 7 til 12 ára, þegar Baldur andaðist. Þau eru: Ragnheiður Kristjana, gift Páli Árnasyni Hofstað frá Vik í Skaga- firði, sem að framan getur. Sig- urður hrl., kvæntur Önnu kenn- ara Gísladóttur Ólafssonar bak- arameistara. Lét hún sér einkar annt um tengdamóður sína, en Maren var lengi í sambýli við þau hjón. Kristinn Magnús lögfræð- ingur, kvæntur Sigríði hjúkr- unarkonu Þorvaldsdóttur á Sauð- árkróki Þorvaldssonar. Þegar Happdrætti Háskólans var stofnað 1934, gerðist Maren einn af umboðsmönnum þess. Stofnaði hún þá verzlunina „Happó" á Laugavegi 66 i húsi stjúpa síns, Bjarna Magnússonar frá Engey. Gekk umboðsmennsk- an og verzlunin svo vel þau 19 ár, sem Maren rak hana, að henni tókst fyrir árvekni, dugnað og vinsældir sínar og starfsfólks hennar að standa straum af upp- eldi og menntun barnanna þriggja. Þegar Baldur féll frá, voru þau hjón eignalítil, mest vegna greiðasemi Baldurs. Er Maren hætti verzluninni um sjö- + Þökkum innilega samúð við and- lát og útför PÁLS KRISTMUNDSSONAR frá Goðdal. Systkini og aðrir vandamenn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns mins og föður, KNUD HENRY PEDERSEN, Þingholtsbraut 23. Guðrún H. Pedersen, Willy Pedersen. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar, JÓNS BRYNJÓLFSSONAR, Stykkishólmi. Sigríður Brynjólfsdóttir, Guðlaug Brynjólfsdóttir, Kristin Sandholt, Elinborg Brynjólfsdóttir, Katrin S. Brynjólfsdóttir, Gisli Brynjólfsson. tugt, hafði henni meðsparsemi og ráðdeild tekizt að festa kaup á íbúð og leggja fyrir nokkurt fé til elliáranna. xxx I æsku naut Maren kennslu heimiliskennara í Engey, þar á meðal Ölafíu Jóhannsdóttur. Maren var við nám í einkatímum 1901 — 1903, m.a. í íslenzku hjá Jóni ritstjóra Ólafssyni og i dönsku og handavinnu í Landa- kotsskóla. Hún var einnig vel að sér í ensku og lék bæði á orgel og gítar. Lýðháskólann í Askov í Danmörku sótti hún 1907 — 1908. Kennaranámskeið 1909. Hún var heimiliskennari hjá séra Kjartani Helgasyni, þá í Hvammi i Dölum, 1903 — 1904. Kennari við Barna- skólann í Reykjavík 1908 — 1910. Hélt kvöldskóia í Reykjavík með Bergljótu kennara, dóttur Lárus- ar aðstoðarprests í Sauðanesi Jó- hannessonar og konu hans Guð- rúnar Björnsdóttur bæjarfulltrúa í Reykjavík, alsystur séra Hall- dórs Bjarnarsonar í Presthólum og Skinnastað og Páls Bjarnarson- ar stórbönda að Sigurðarstöðum á Melrakkasléttu. Frú Maren hét fullu nafni Maren Ragnheiður Friðrikka f höfuðið á ekkju Jóhannesar Guð- mundssonar sýslumanns í Hjarð- arholti í Stafholtstungum, en hún var dóttir Lárusar Thorarensens sýslumanns að Enni á Höfða- strönd. Maren ekkja Jóhannesar bjó i nágrenni Lunda, þar sem Ragnhildur Ólafsdóttir var borin ogbarnfædd. Urðu þærgóðarvin- konur og lét því Ragnhildur í Engey yngstu dóttur sína í fyrra hjónabandi heita í höfuðið á þessari vinkonu sinni. Maren Pétursdóttir var táp- mikil kona og glettin. Hún var fríðleikskona og sviphrein. xxx Heimilið í Engey var eitt af umsvifamestu heimilum í land- inu, því að þar var stundað jöfn- um höndum landbúnaður, sjósókn, báta- og skútuútgerð og skipasmíði. Oftast voru 20 — 25 manns í heimili og fleira á vetrar- og vorvertíð. Kristinn Magnússon smíðaði á árunum 1853—1875, ásamt Guð- mundi og Jóni Péturssonum mág- um sínum 220 skip og báta með Engeyjarlagi og siðustu 9—10 árin með nýjum seglbúnaði, „sprit" seglinu, svo að unnt var að sigla beitivind á bátunum eins og á seglskútum. Unglingarnir voru þvf í nánu sambandi við láð og lög og vinnuna til lands og sjávar og sjálfir virkir þátttakendur í henni. Ólafía Jóhannsdóttir segir í endurminningum sínum: „Ég var nærri þrjú ár i Engey, og þar var gaman að vera. Vetur, sumar, vor og haust skipti um verkefni eins og veðráttu. Á vorin fórum við út um eyna og hresst- um við hreiður æðarfuglanna. Seinna var varpið gengið og egg tekin úr hreiðrunum. Karítas gamla kenndi mér að ganga varp. Hún hafði gert það í tólf ár og kunni tökin á öllu, sem að því laut. En þegar kollurnar höfðu „leitt út", var farið að tina dún- inn. I þurrki ogsólskiní breiddum við saltfisk víð sjóinn, en tókum hann saman í stakka á kvöldin, og Framhald á bls. 24. + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tendaföður og afa, BJÖRNS K. GOTTSKÁLKSSONAR, ÚTGERÐARMANNS. Sigríður Beck, Þorsteinn Björnsson, Arnheiður Einarsdóttir, Gottskálk Björnsson, Sesselja Friðriksdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.