Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANUAR 1974 Gömul harm- saga í f ornum og nýjum fötum Hugleiðing um Yfirvaldið, skáldsögu Þorgeirs Þorgeirssonar FLEST miðaldra fólk og eldra hér á landi mun hafa lesið eða að minnsta kosti heyrt á orði haft, að á fyrri hiuta 19. aldar hafi ríkt óöld mikil í Húnavatnssýslu. Auð- vitað var víðar „tregleiki á sið- breytni", en haft hefur verið fyrir satt, að Húnvetningar væru um skeið það, setn nú kynni að mega kalla methafar f margháttaðri spillingu. Fyrr og síðar hafa verið birtar víðtækar heimildir um, að hvers konar lauslæti hafi þar vart verið talið til bresta, ineðal annars hafi sambúð bænda við tvær konur til langframa verið nokkuð algeng, sumir leigt öðrum konur sínar til afnota — og jafn- vel verið verzlað með konur og þær goldnar í búfé, og víst er um það, að ýinsir þeirra, sem iagt hafa stund á húnvetnska ætt- fræðí, hafa öðrum fíkniættfræð- inguin fremur látið þess getið, að þeir ættu ekki aðeins við að stríða algeng vafaatriði. heldur og furðulega flóknar og torræðar staðrevndir. En ekki var það þetta. sem kom óorði á Húnvetn- inga út í frá, nema þá helzt í næstu héruðum. Ekki hefðu þeir heldur orðið illa ræmdir um land allt, þó að þar væru alltíð fjársvik, margvísleg hvinnska og tiltölu- iega meinlitlar íkveikjur í heyj- um og húsum. Það voru fyrst og freinst þrjú stórglæpamál, öll hryllileg, er ollu því óaldarorði. sem allt að því brennimerkti Hún- vetninga i augum þorra manna um land allt ' Á ég hér við hið svokallaða fjárdrápsmál. rán fémætis af líkum skípbrotsmanna og jafnvel ránmorð í stað hjálpar og hjúkrunar — og loks þau af- brot, sem uin er fjallað í skáldsög- unni Yfirvaldið og leiddu til sein- ustu aftöku sakamanna hér á iandi. Tvö hryllingsmál voru í bernsku minni öldruðu fólki svo minnisstæð, að engu var Ifkara en að þau hefðu gerzt fyrir fáum áratugum, og til voru þeir, sem kunnu svo greinilega skil á þeim, að fátt virtisl týnt úr atburða- og mannlýsingum. sem nokkru varð- aði. Annað var Sjöundármálin, hitt hannsagan mikla, sem lauk með aftöku Friðriks og Agnesar. Títt var i norðan stormum, að þilskip leituðu skjóls fram undan Rauðasandi eða Skorarhliðum. Þá var það segin saga, að allra augum var beint að Sjöundá og rætt um þær ógnir, sem þar höfðu gerzt. Man ég, að eitt sinn, þegar skip, sem ég var á, hélt sér við undir Skorarhlíðum og fram af Sjöundá, að Markús, sem mjög kemur við sögur i bók minni Við Maríumenn, sagði mér þannig frá Sjöundárinálunum að ég táraðist, en hann mátti vart mæla að lok- um. — En síðan hóf hann frásögn af helför Eggerts Ölafssonar, sem hann sagði, að hefði þá hagað sér þannig, að enginn þyrfti að segja sér annað en að Feigðin hefði þar verið að verki, — „var ekki mein- ing þess mikla himnakóngs, að Eggert færi að smækka sig í aug- um þjóðarinnar á búskaparvafstn og málaþrasi, — úr því að hann hafði þá heldur engum her að stýra á hendur þeim dönsku?". Einnig man ég, að starsýnt varð inér á Vatnsnesfjöllin það eina skipti, sem sem ég sá þau allgreinilega af þilfari fiskiskips, sem ég var háseti á. Þá voru oft nefnd Rósa og Nathan, Agnes og Friðrik — og ekki síður Guð- mundur Ketilsson, sem mjög var um deiit. Þegai- þetta gerðist, hafði Nathans saga og Skáld-Rósu komið út árið áður, en faðir minn Heima og erlendis Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: Leikið á langspil — Það er vissulega sannmæli, sem Guðmundur skáld Böðvarsson sagði í ritdómi um ljóðabók Þór- odds Guðmundssonar frá Sandi, Sólmánuð, sem út kom 1962: „Fáa veit ég, sem ganga á vit hennar hátignai’, lislgyðjunnar, af slíkri lotningu." Og ég þori að fullyrða. að fá skáld muni vera jafntrúir unnendur fegurðar og gróanda og Þóroddur. Honum er þaðtil dæm- is í blóð borið, að gleðjast yfir þeirri fegurð, sem birtist í list annarra skálda og hvers konar listamanna, erlendra sem inn- lendra, og aðdáun lians á hinu fagra er stundum svo barnslega hrein og tær, að sumir, sem eru haldnir tízkusýki ljótleika og biil- mæði, munu telja slík viðhorf fáránleg og furðuleg. Ennfremur er Þóroddur eitt af þeim sárafáu skáldum, sem eru trúir hinni Skuggsjá 1973 fornu íslenzku formhefð, jafnvel bregður hann fyrir sig að yrkja undir dýrum og alþýðlegum hátt- um. svo sem hringhendunni, af slíkri leikni, að hann þarf ekki að grípa til neínna „skáldaleyfa". Um þetta vitnar glögglega Ijóðið Leikið á langspil, sem er í þessari nýju bók hans. Hins vegar getur hann þó brugðið á það ráð að víkja út af götu hinnar lang- þjálfuðu rímhefðar. Það sýnir til dæmis ljóðið Draumur vetrar- rjúpunnar. sem hann orti tíl Jóhannesar skálds úr Kötlum á sjötugsafmæli hans, en þaðer eitt hið sérkennilegasta og skáldleg- asta í þessari bók. Það hefst þannig: Líf þitt er sem draumur vetrarrjúpunnar um sól og sumar vestur í Dölum, þar sem hún sefur hálfgrafin í fönn og bíðureftir blænuni, er strjúka skal um fosshörpunnar fagnandi streng. Imynd þín ersem vitrun ofan úr Vonarskarði, boð um lausnarstund frá herskárri heimsinsgrimmd, ástin söm á því, semykkur er báðuin heilagt: verndun helgtdóma á Kili og við Kerlingarf jöll, móðurréttinda Melkorku, hreiðurfuglsins í heiðarmó, sóleyjar við sundin blá. Ljóðin í þessári bök eru áttatíu og finnn. Þar af eru tuttugu og keypti hana ekki fyrr en þetta haust. Fram að þessu hitti ég vart nokkurn þann, sem ekki hefði annað tveggja iesið bókina eða heyrt rækilega frá henni sagt og um hana talað. Svo var það, að dönsk skáldkona, Eline Hoffman, kona ljóðskáldsins Kai Hoffmans, en dóttir dansks sýslumanns i Barðastrandarsýslu, gaf út leikrit um hina húnvetnsku hannsögu. Það var þýtt á íslenzku, gefið hér út og leikið. Þetta var upp úr 1930, og nú vaknaði nýr áhugi á harmsögunni —, og út af henni hófst margvislegt skraf, sem kynnti hana ungu fólki, er ekki hafði kynnzt henni áður, og margir endurlásu nú bók Bryjólfs frá Minna-Núpi. Og enn urðu hin ömurlegu örlög þeirra Friðriks og Agnesar mjög á dagskrá, þá er þau komu fram á miðilsfundi og óskuðu þess, að bein þeirra væru grafin upp og jarðsett í vígðri mold. Vitaskuld var snarlega orðið við bón þeirra — og voru þau jarðsett að viðstöddu miklu fjölmenni. Síðan var þá bæði í blöðum og útvarpi og svo manna á meðal mikið rætt um hina meira en aldargömlu atburði, sem átta í flokki, sem skáldið kallar útlönd. Þau eru frá feröalögum hans erlendis. Þar er margt vel ort og þrungið aðdáun skáldsins á fegurð og mikilleik. En tvö eru þau kvæði, sem urðu mér hug- stæðri en öll önnur. Annað heitir Á leiði öinmu minnar f Manitoba. þrungið heitri og ljúfri tilfinn-' ingu. Hitt kvæðið er máski það veigamesta í bókinni. Það heitir Hippar í Tórontó. Þ^ð er langt og ort af miklum skapþunga og sárs- auka, fjallar um hóp af hippum, ungu fólki, sem skáldinu þótti af- neita skyldum sínum við sjálffsig og svívirða gróðraröfl tilverunn- aiv Við undirspil af gítarstrengjum miður sætt þeir sungu í svartamyrkri kvöldsins með annarlegum hreim, sem vítisfurstinn sjálfur hefði lagt þeim ljóð á tungu og Lokafóstra gripið um kverkar höndum tveim. Sv o f ög n uðu r og d áði r höfðu fjarað þeim úr æðunt, en fyrirlitníng birtist í lostagjörnum svip. Þeireigruðu um ströndina í kotungslegum kæðum meðkyndil sérhvern slokknaðan og brunnin öll sín skip. Þetta er þriðja erindi kvæðisins af sex, en það sjötta er þetta: Eg veit þér allir saman að lífsins lindum dáist ogljósi því, sem brennur á helgum altarskveik, og hafið djúpa samúð með öllu því, er þjáist, sem þráir mildi vorsins, er laufgast rós og eik. En vart fást ráðnar bætur á öfugstreymi aldar með uppgjöf, þó að vaxa sé látið hár og skegg. grimmar skapanornir settu á svið. Loks fjallaði Tómas skáld Guð- mundsson að nokkru um þessi margræddu mál í ritgerð, sem birt var í einni af þeim bókum, sem þeir Sverrír sagnfræðingur Kristjánsson hafa staðið saman að og Forni hefur gefið út. Þorgeir Þorgeirsson samdi útvarpsleikrit um sama efni og hann gerir skil í skáldsögunni Yfirvaldið, og var því útvarpað. En þó að ég sé vanur að hlýða á flutning íslenzkra leikrita, hvort sem þau eru flutt í hljóðvarp eða sjónvarp, fórst það fyrir, að ég hlýddi á leikrit Þorgeirs, og olli því allerfiður sjúkleiki. En ég varð þess greinilega vís, þegar ég spurði fólk um gerð og gildi leikritsins, að ekki aðeins ýmsir, sem höfðu lesið margt af því, sem skráð hafði verið um sama efni, heldur og þeir, sem aðeins höfðu heyrt talað um það eða jafnvel einungis heyrt atburðanna laus- lega getið, höfðu sitthvað við leik- ritið að athuga. Og reyndin hefur orðið svipuð um skáldsöguna manna á meðal. Má óhætt segja, að það sé yfirleitt ekki þakklátt verk að vinna skáldverk úr sönn- um og margumræddum atburð- um. i Yfirvaldinu saknar fólk þess mjög, hve iítið Skáld-Rósa komi þar við sögu og þá einnig, hve daufu Ijósi sé varpað yfir fortíð Nathans Ketilssonar og mótun hans á yngri árum. Þá þykir gegna furðu, hve lítil rækt sé lögð við það innra strfð, sem hljóti að hafa verið undanfari þess, að Agnes Magnúsdóttir tekur þátt í svo feikna alvarlegum glæp sem morði þeirra Nathans og Péturs og Illugastaðabrennunni, sem átti að tryggja það, að morðin kæmust ekki upp. En skáldsaga Þorgeirs heitir hvorki Saga Nathans Ketilssonar og Skáld-Rósu né Dauði Nathans Það viðhorf eitt fær sigrað, er öllu tápi tjaldar, ogtrúin ein á lífið fær sigrað dauðans egg. Annars virðist mér flest sönnustu og eftirminnilegustu ljóðin vera í hinum flokkum bókarinnar — og þá ekki sízt þau, sem fjalla um íslenzka náttúru. En falleg og hugljúf eru kvæðin Fóstran og Við kistu móður minnar, — einnig ástarljóðið Samfylgd. Þá vil ég líka nefna kvæðíð Afa-Rauöur. En sér- stæðast og skemmtilegast er Upp- risuhátíð, ort í Þórsmörk á suinar- páskum 1973. Þá leggur skáldið leið sína til himna, og þar er setið að tóvinnu, en samt gefur Pétur sér tóm til að sinna gestinum. Er hann veginn og ekki léttvægurfundinn. Og: Þá sá ég, að mér var borgið um eilifð alia, en enn var þó hjartað kyi rt meðal blárra fjalla, i ilmandi Hamraskógum og Húsadal, á hnjúkum.er kenndir skulu við örn og val. Og svo eru það þá lok kvæðis- ins: Þótt viðerni Guðsríkis vænt sé og laust við sorgir, þá vil ég samt hafa þar Slútnes og Dimmuborgir. Sé Herðubreið staðsett i lúmnanna veglegu byggð, er hamingjan féngin, min gæfa að eilffu tr.vggð. Þarna og raunar í kvæðinu öllu bregður Þóroddur frá Sandi á glens. Öllu gamni fylgir þó nokkur alvara. En þarfnist hann á himnum fyrirgefningar á þessu kvæði, þá hefur liann vissulega gert yfirbót með hinu litla, en einlæga og fagra ljóði: Öll vér lútum æðstu stjórn. Guðmundur Gfslason Ilagalín. Ketilssonar, heldur Yfirvaldið, og það er svo sem alls ekki út i bláinn, að höfundurinn velur sög- unni þetta nafn. Fyrir honum birðist fyrst og fremst vaka að lýsa réttarfari og réttargæzlu þess tíma, sem sagan gerist á, og leiða í ljós, að um afbrotaölduna hún- vetnsku eigi við: „Það höfð- ingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.“ Skáldið lætur þess getið á titil- síðu sögunnar, að hún sé samin „eftir beztu heimildum og skil- ríkjum". Það er og auðsætt, að víða fylgir höfundurinn nákvæm- lega „öktunum," en auðvitað fellir hann úr, og einnig lætur hann vitnisburðina stundum koma fram óbeint, og suma kafl- ana semur hann að öllu leyti til skýringar á persónum, atburðarás og umhverfi, og vissulega er Nathan svo mikilvæg og marg- slungin persóna að vel hefði verið við hæfi að fram hefði komið, að hann væri eitthvað annað að upp- lagi en mislukkaður bragðarefur, samvizkulaus kvennabósi og sakir fégræðgi líklegur til hvers konar hermdarverka — og ekki sfzt hefði höfundi borið að leggja meiri rækt við Nathan sakir þess, að hann notar drykkjuraus það, er Jóhann á Holtastöðum hermir fyrir rétti eftir Nathani, til að gefa lesendunum i skyn, hver tengsl séu á milli óaldarinnar í Húnavatnssýslu og stjórnarbylt- ingarinnar frönsku, sem Nathan kallaði að sögn Jóhanns „stór- bokkaslátrunina miklu". „Þá flaut blóðið þar um strætin og hausarnir skoppuðu af kónginum og sýslumönnunum og prestun- um. Og svo söng það um jafnræði og bræðralag." Hins vegar verður þess ekki krafizt af höfundi, þeg ar athugað er, i hvaða ramma hánn setur söguna, að hann lýsi náið ástum þeirra Nathans og Rósu, en vel hefði mátt leiða bet- ur i Ijós í framkomu hennar og framburði fyrir réttinum, að Nathani látnum, hve sárt hana bitur ástriðuþrunginn harmur og afbrýðihertur hefndarhugur og jafnvel feginleiki. En ennþá frek- ar vanrækir höfundurinn að bregða upp slíkri mynd af Agnesi Magnúsdóttur, að hún gæðist þvi lífi f huga lesanda, sem ekki þekk- ir til hennar frá eldri heimildum, að skiljanlegt verði, hvað veldur hörmulegum örlögum hennar. Annars er sitthvað gott um þessa sögu að segja sem skáldrit. Fyrsti kaflinn er vel ritaðog eftir- ’minnilegt upphaf — og sá næsti serh er mjög stuttur, er spakleg hugleiðing með dulkenndum stil- blæ, er á vel við það efni, sem á eftir fer — en gefur fyrirheit, sem enginn leikur er að uppfylla. Söguþráðinn leggja bókfestar heimildir höfundinum til, og notar hann þær haglega með til- liti til þess skáldsöguforms, sem hann hefur valið. Svo er þá að hyggja að þeim mannlýsingum, sem máli varða og ég hef ekki þegar fjallað um. Birni umboðsmanni Ölsen er lýst sem fégjörnu dusilmenni, sem lætur sig litlu varða hin sam- félagslegu viðhorf í m&linu gegn Nathani Ketilssyni og Helga Guð- mundssyni, en í því er hann sak- sóknari. Ekkert get ég um það sagt, hversu rétt kunni að vera lýsingin á Ólsen, og sama er að segja um það, sem víkur að Jóni Espólin sem setudómara, en skemmtilega einkennir höfundur lúnn núkla og stórvirka sagna- ritara með þvi, sem fram fer í tíma og ótíma milli hans og hins skiíorða skrifara réttarins við- víkjandi Einari nokkrum prest- lausa. Sumum kynni að þykja Gísli í Katanesi, föðurbróðir Frið- riks morðingja, taka of mikið rúm, þar eð hann er svo aumur, að hann segir fyrir réttinum: „Skelfing er að vera svo vesæll að fá sig ekki arristeraðan. „En þæði þetta og beiðni Gísla um að Þor- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.