Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjór Ritstjórn og afgreiðslí- Auglýsingar Áskriftargjald 360.00 I lausasölu 22,00 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10-100. Aðalstræti 6, simi 22-4-80. kr. é ménuði innanlands. kr. eintakið. Fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar tók Alþýðuflokkurinn upp þá sérstöku baráttu- aðferð að leggja mikla áherzlu á persónulegt níð um frambjóðend- ur sjálfstæðismanna og einkum þáverandi borgar- stjóra. Þegar óhróðurinn keyrði svo um þverbak, að jafnvel Alþýðublaðið treysti sér ekki til að birta hann, var tekið á leigu eitt af sorpblöðum borg- arinnar, þar sem rógurinn var látinn ganga fram yfir kosningar. Þessi baráttuað- ferð Alþýðuflokksins í kosningabaráttunni 1970 fékk síðan þann endi eins og minnisstætt er, að Reyk- víkingar sýndu andúð sína á þessum vinnubrögðum, og Alþýðuflokkurinn hefur aldrei goldið jafn mikið af- hroð í borgarstjórnarkosn- ingum. Nú líður að borgarstjórn- arkosningum og ljóst er, að ekkert hefur Alþýðuflokk- urinn lært af reynslunni frá 1970, því að nú er ný rógsherferð að hefjast og að þessu sinni beinist hún að oddvita sjálfstæðis- manna f borgarstjórn, Birgi ísleifi Gunnarssyni borgarstjóra. Alþýðublaðið birtir þessa dagana reglu- lega forystugreinar, þar sem fyrst og fremst er hlaðið saman persónulegu níði um borgarstjórann. í þessum greinum helgar til- gangurinn meðalið og litlu máli þykir skipta, hvort rétt er farið með stað- reyndir eða ekki. í forystu- grein Alþýðublaðsins sl. þriðjudag er því haldið fram, að borgarstjóri hafi komið fram með þá hug- mynd að gera göngubraut milli lands og Viðeyjar. Er sfðan öll forystugreinin upp byggð í kringum þessa staðhæfingu. Hversu góð, sem þessi hugmynd kann að vera, er rétt, að það komi fram, að borgarstjóri hefur hvergi komið fram með slíka tillögu né hreyft þessari hugmynd nokkurs staðar. Fullyrðing Alþýðu- blaðsins um það er því ósönn, og enginn fótur er fyrir henni. I fyrrnefndri forystu- grein endurtók blaðið fyrri fullyrðingu um, að tveir af borgarfulltrúum Sjálfstæð- isflokksins hefðu látið bóka eftir sér andstöðu við meginstefnu borgarstjóra í fjármálum borgarinnar. Þessi fullyrðing er einnig ósönn. Hér er átt við bókun þeirra Alberts Guðmunds- sonar og Ólafs B. Thors við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar, þar sem þeir lýstu andstöðu sinni við þá stefnu ríkisvaldsins að benda sveitarfélögunum á aðstöðugjald til að ná nauð- synlegum tekjum. Töldu þeir að finna bæri aðra tekjustofna fyrir sveitarfé- lögin, en jafnframt, að sveitarfélögunum væri svo þröngur stakkur skorinn, að þau væru neydd til að nota sér þessa tekjulind. Um þetta hefur Albert Guðmundsson sagt í blaða- viðtali: ,,Fjárhagsáætlunin hafði okkar óskerta stuðn- ing og traust okkar á borg- arstjóranum hefur aukizt, en ekki minnkað síðan við stóðum að kjöri hans.“ Þá hefur Alþýðublaðið og ráðizt á fjárhagsáætlun borgarinnar og talið hana bera merki þess, að borgar- stjóri hafi misst fjármál borgarinnar úr höndum sér. Fjárhagsáætlun borg- arinnar fyrir árið 1974 ber vott um trausta fjármála- stjórn og áframhald þeirr- ar uppbyggingar og fram- farastefnu, sem ríkt hefur f Reykjavík um langan aldur. Fjárhagsáætlun borgarinnar ber að sjálf- sögðu vott þeirrar óðaverð- bólgu, sem ríkt hefur í þjóðfélaginu að undan- förnu, og ljóst er, að ein- stök sveitarfélög ráða þar engu um ferðina. Fjárlög ríkisins hækka mun meira en fjárhagsáætlun borg- arinnar, þegar m.a. er haft í huga, að ennþá er óákveð- ið um verulegar tekjur til ríkissjóðs og stórfelld fyrirsjáanleg útgjöld ríkis- sjöðs eru utan við fjárlög. Rétt er að benda á, að borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins treysti sér ekki til að benda á neina ákveðna liði í fjár- hagsáætlun borgarinnar, sem mætti lækka. Þvert á móti stóð hann að ýmsum ályktunartillögum, sem hefðu haft í för með sér stóraukin útgjöld. Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri má vera ánægður yfir því, að hin pólitiska barátta gegn hon- um þarf að byggjast á ósönnum fullyrðingum og rangfærslum. Sá málstaður er aumur, sem setur allt sitt traust á persónulegt nið um borgarstjórann. Reykvíkingar munu áreið- anlega kenna Björgvin Guðmundssyni og félögum hans lexíuna að nýju á þessu ári, úr því að þeim tókst ekki að læra hana betur á árinu 1970. ROGSHERFERÐ ALÞYÐU BLAÐSINS GEGN BORGARSTJÓRA Bandaríkin og árið 1973 WASHINGTON — Arið 1973 var slæint ár í Bantlaríkjunum og megi það í friði fara. En kannski atburðir ársins verði til þess, að við lítum sjálfa okk- ur og veröldina í heild eitthvað skvnsamlegri augum en f.vrr. Þegar á heildina er litið, kem- ur í ljós, að Bandaríkjamenn komust vel af á árinu 197.3, en hins vegar leið þeim engan veg- inn vel. Vís maður sagði eitt sinn: „Bandarískt þjóðlíf er eins og tónverk, sem allir verða að syngja saman." Þetta er mik- ið rétt, við bara héldum ekki laginu. Ekki er við fátækt að sakast og ekki urðum við oliu- laus. I efnahagslegu tilliti var árið 1973 gott ár. A árinu 1972 var viðskiptajöfnuður Banda- rikjanna óhagstæður um 6,4 billjónir dollara, en árið 1973 batnaði viðskiptajöfnuðurinn verulega eftir að gengi dollar- ans var feilt, verðbólgunni var haldið í skefjum og atvinnu- leysi minnkaði. Á síðastliðnu ári tókst okkur loksins að losna úr feninu í Vietnam eftir tíu erfið ár. Víð komumst þá að því, að við eig- um hvergi í ófriði, nema við okkur sjálfa. Og hver var ástæð- an? Jú, bandaríska fjölskyldan stóð sig með prýði, en Nixon forseti og lýðurinn i kringum hann fór með vélum, var grip- inn, en enginn vissi raunveru- lega, hvað gera átti í málinu. Hluti vandamálsins er sá, að mínu viti, að við höfum ruglað forsetanum saman við þjóðina. Árið 1973 var slæmt ár fyrir Nixon, en ekki fyrir bandarísku þjóðina. Þjóðin reis upp gegn stjórnmálaspillingunni og stofnanir hennar komu upp um svikin. Þetta er gömul og traustvekjandi bandarisk saga. Bandariska þjóOin getur tek- ið alls kyns smáspillingu vegna þess, að þar eru flestir eða allir meðsekir, en öðru máli gegnir um botnlausa spillingu á hæstu Stöðum; þar gera menn meiri kröfur um siðgæði. Þjóðin þakkar forsetanum fyrir að binda endi á styrjöldina í Viet- nam og fyrir að stuðla að bætt- um efnahag, en ef hann glatar sjálfsvirðingu sinni og trausti fólksins, sem ekki veit lengur hvar það stendur, þá er það forsetinn, sem er í vandræðum, en ekki endilega þjóðin sjálf. Saga bandarísku þjóðarinnar sýnir okkur, að erfiðustu árin hafa oft leitt af sér góð ár. jafnvel beztu árin. Við árslok 1973 getur þetta orðið okkur nokkur huggun og von. Meirihluti bandarísku þjóð- arinnar var ekki fylgjandi því, að uppreisn yrði gerð gegn Bretum á sínum tfma. Frá- munaleg heimska Breta- konungs og North lávarðar olli vandræðum og knúði íbúa ný- lendanna í vestri til uppreisnar og baráttu fyrir sjálfstæði sínu. Frá upphafi virtist vera rík ástæða til þess að afnema þrælahald í Bandaríkjunum, en engu að síður olli málið miklum d'eilum á milli Norður- og Suðurríkjanna og heilli öld eft- ir að sjálfstæði hafði verið lýst yfir, urðum við að heyja borg- arastyrjöld, áður en málið varð útkljáðog ríki.stíeildin tryggð. Á sama líatt þurfti ekkert minna en kreppuna miklu á fjórða áratugnum til þess að Bandaríkjamenn aðlögðúst iðn- og vísindabyltingunni. Tvær heimsstyrjaldir þurfti til þess að rjúfa einangrun Bandaríkj- anna og fá þá til þess að beita kröftum sínum til varnar vest- rænni siðmenningu. Og enn er það sama sagan, við lærum ekki nema af mótlæti og mistökum. Við þurftum að ganga í gegnum hina löngu og hörmulegu reynslu Víet- namstríðsins til þess að láta okkur skiljast, að stórþjóðirnar geta ekki ríkt yfir smáþjóðun um í krafti peninga og tækni. Þá lærðum við líka, að það má ekki láta forsetann hafa vald til þess að fara í stríð, hvernær sem hann telur, að hagsmunum lýðveldisins sé bezt borgið með því. Hið sama virðist uppi á ten- ingnum í heimsmálunum nú JíeluJJoTkShneð Eftir James Reston um áramótin. Bandaríkjamenn skildu loksins, að þeir höfðu glatað yfirburðum sínum yfir Sovétmönnum á sviði kjarn- orkuvígbúnaðar, og yfir Vestur- Evrópu og Japan á sviði iðnað- ar, vísinda og verzlunar. Sovét- menn uppgötvuðu aftur á móti, að þeir þörfnuðust matvæla og tæknikunnáttu frá Vesturlönd- um til þess að leysa ýmis vanda- mál heima fyrir, og jafnframt að þeir ættu meira sökótt við Kínverja en Bandaríkjamenn. Ólíuframleiðsluríkin í Mið- austurlöndum komust að því, að þau þurftu ekki á öllum þeim peningum að halda, sem þau fengju fyrir olíusölu, og þess vegna gætu þau notfært sér aðstöðu sfna til þess að taka iðnaðarríkjum Vesturlanda, sem ekki styddu þau i barátt- unni gegn ísrael, taki. Höfuðlærdómurinn, sem við getum dregið af árinu 1973 er sá, að lögmálið: Flýttu þér hægt, er enn í fullu gildi. Ef við | reynum um of, þá verður, við- námið harðara. Þetta á jafnt við um stjórnmál sem eðlisfræði. Ef stjórnmálamaður gengur of langt, eins og Nixon gerði, þá lendir hann í vandræðum. Reyni maður að halda of lengi í of mikið eins og israels menn gerðu og eins og Arabar gera nú með olíusölubanninu, þá vekur maður þær öldur and- úðar, sem enginn fær við ráðið. Þetta eru Ísraelsmenn aðreyna um þessar mundir, og ef Arab- ar haldaolíusölubanninu áfram of lengi munu þeir reyna hið sama. Hin forna kenning hefur enn nokkurt gildi: ,,því að hver sá af ykkur, sem vill reisa turn byrjar á þvi að setjast niður og reikna út, hvort hann eigi fyrir kostnaðinum. Að öðrum kosti yrði hlegið að honum, ef hann legði grunninn, en væri svo ófær um að ljúka verkinu. Allir myndu segja: Þetta er maður- inn, sem byrjaði að byggja, en gat ekki lokið við það.“ „Eða hvaða konungur, sem ætlaði í stríð við annan konung myndi ekki byrja á því að athuga, hvort hann með sína 10.000 menn væri fær um að berjast við andstæðing, sem hefði 20.000. Á meðan andstæðingur- inn er enn langt í burtu, er tóm til þess að senda sendiboða og reyna að semja um frið.“ (Lúk- as 14 : 28—33). Þetta er á vissan hátt sá boð- skapur, sem árið 1973 færði okkur. Af atburðum ársins get- um við Iært að þekkja takmörk og hættur persónulegra og þjóðerniskenndra stjórnmála- stefná. Þær þrífast bezt hjá þeim mönnum sem ekki setjast niður og ihuga málin og reyna að semja frið, á meðan enn er tími til. Þröngsýn stjórnmálastefna þeirra Nixons og Agnews beið mikið skipbrot og lítið betur gekk hjá Heath, forsætisráð- herra Bretlands, Pompidou Frakklandsforseta, Goldu Meir í ísrael eða Sadat Egyptalands- forseta. Sennilega er þetta höf- uðboðskapur gamla ársins. Það sýndi okkur, svo ekki varð um villst, að hinar gömlu aðferðir gömlu mannanna hafa gengið sér til húðar. Þetta sannar þörf- ina á því að skipta um leiðtoga og stefna í átt til skynsamlegri lausnar heimsmálanna. Þetta er ekki mikið um árið 1973, en þó svolítið. Að minnsta kosti höfum við nú séð, hverju við þurfum að breyta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.