Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 18. JANUAR 1974 |H0f0vntiIð^Í)i nucLvsmcoR ^-«22480 Straumur skipa á miðin Tvö skip fengu 520 lestir TVÖ skip, Súlan EA og Börkur NK, fengu loðnu úti fyrir Aust- fjörðum í f.vrrinótt. Súlan fékk um 300 lestir, sem skipið fór með til Eskifjarðar og Börkur fékk 220 lestir, og er enn á miðunum, en skipið tekur yfir 800 lestir af loðnu. — í gærkvöldi var hlaðinu kunnugt um 20 skip, sem voru lögð af stað til loðnuveiða, og búizt er við, að mikill fjöldi skipa leggi af stað til veiða í dag. Um kl. 20 í gærkvöldi voru einhver skip búin að kasta úti af Dalatanga en ekki var kunnugt um árangur hjá þeim. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur sagði í gær, þegar við ræddum við hann um borð í Árna FYiðrikssyni, að minna hefði Sæmileg færð á landinu FÆRÐ er í lagi fyrir alla stóra bíla allt til Austfjarða og sömu sögu er að segja norður í land og til Langaness. Fært er til Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar þannig að í stuttu máli má segja, að færð sé nokkuð góð á landinu miðað við árstíma. Þó var t.d. vegurinn um Óshlíð til Bolungarvíkur ófær i gær vegna snjóflóða, en þar var unníð að ruðningi í gær. verið um góðar torfur i fyrrinótt, en næstu tvær nætur á undan. Loðnan var nokkuð dreifð og stóð dýpra en þá. Börkur NK, sem kom út um kl. 17 i gær kastaði strax og fékk 160 lestir í fyrsta kastinu, en þegar búið var að gera klárt fyrir næsta kast var loðnan orðin dreifðari. Um kl. 22 fundust svo torfublettir á Glettingarnes- grunni og þar köstuðu Súlan EA og Magnús NK, en fengu lítið sem ekkert. Undir morgunin, sagði Hjálmar, var kastað austur af Dalatanga og þar fékk Súlan um 300 lestir í tveimur köstum og Börkur 50—60 lestir. í gærkvöldi og nótt ætlaði Árni Friðriksson að leita nær landí en síðustu nætur og bjóst Hjálmar við, að einhver loðna væri nú gengin á landgrunnið i Norð- fjarðardýpi og Reyðarfjarðar- dýpi. Þessa mynd tók Sigurgeir f Eyjum f gær þegar skipverjar eins af loðnubátum Eyjamanna voru að taka nótina um borð, en allur Eyjaflotinn er nú koininn aftur heim til Eyja, enda frystihúsin tilbúin til fiskvinnslu og báðar fiskimjölsverksmiðjurnar. A meðan eldgosið var í hámarki s.l. ár unnu Eyjamenn 23 þús. tonn loðnu í Gúanóinu þar, liðlega km frá eldgígnum, en Ifklega verður landað þar talsvert meira magni af loðnu í vetur ef að líkum lætur þvf þar hefur verið landað allt að 100 þús. tonnum af loðnu á einu úthaldi. Sala rækju til Bretlands stöðvast; Hefur alvarleg áhrif á rækjuframleiðsluna Fyrsta loðnan til Eskifjarðar Eskifirði, 17. janúar FYRSTA loðnan á vertíðinni kemur hingað um sjöleytið f kvöld. Það er Súlan EA 300, sem kemur með 300 lestir. Skipstjóri á Súlunni er Baldvin Þorsteins- son frá Akureyri. Hólmatindur landaði hér í gær 100—110 Iestum af fiski, Hólma- nes, hinn nýi skuttogari, sem byggður er á Spáni, leggur vænt- anlega af stað heimleiðis nú í þessari viku. Fyrst mun skipið fara til Noregs og taka þar fiski- kassa, en áætlað er, að heimferðin taki um lOsólarhringa. Tveir bátar frá Eskifirði eru að fara til loðnuveiða, eru það Sæ- berg og Friðþjófur, og 1 bátur mun fara á net. Mikið hefur rignt að undan- förnu og mest allan snjó tekið upp. Fréttaritari SEGJA má, að útflutningur á rækju til Bretlands hafi algjör- lega stöðvazt nú eftir áramótin vegna þess, að um áramót gekk í gildi 8—10% tollur á rækju frá tslandi. Tollur á íslenzkri rækju í Bretlandi var felldur niður 1. marz 1970, er Ísland gerðist aðili Síðbúnar breytingar og skattskráin „ÞAÐ er of snemmt að segja nú um það hvenær skattskráin geti verið komin út,“ sagði Bergur Guðnason hjá Skattstofu Reykja- víkur þegar við höfðum samband við Skattstofuna í gær, „en sam- kvæmt lögum á hún að vera kom- in út 20. júnf. Vegna síðbúinna lagabreytinga á síðustu árum hef- ur það ekki tekizt, en varla verður hún komin á kreik seinna en í júlímánuði. Við munum rembast eins og rjúpan við staurinn að koma skránni út á réttum tíma.“ að Frfverzlunarsamtökum Evrópu. Og þegar Bretland gerðist aðili að Efnahagsbanda- lagi Evrópu fyrir einu ári, voru tollareglur gagnvart EFTA-ríkj- um óbreyttar um eins árs skeið til þess að veita þeim umþóttunar- tfma til samninga við Efnahags- bandalagið. Island hefur gert ÞAÐ eru margir, sem hafa velt því fyrir sér hvert þeir brezku togarar hafa haldið til fiskjar, sem misst hafa veiðiréttindi á Is- landsmiðum. Búið er aðsvipta tvo togara, St. Dominic og Northern Sky, veiðiréttindum innan 50 samning við Efnahagsbandalagið, en sem kunnugt er, kemur hann ekki til framkvæmda að þvf er sjávarafurðir snertir, fyrr en samningar hafa tekizt við Vestur- Þjóðverja í landhelgisdeilunni, en samningaviðræður milli þjóð- anna tveggja eru komnar f al- gjöran hnút. mílna markanna, og eru nú þessir togarar á veiðum f Hvítahafinu. „Menn hér í Grimsby hafa lítið rætt þessi mál,“ sagði Jón Olgeirs- son ræðismaður í gær, „eigendur og skipstjórar þessara skipa áttu að vita, að brot á samningnum við íslendinga gat þýtt sviptingu veiðiréttar, og því vorkennir eng- inn hér þessum mönnum." „Nú eru þessir togarar komnirá veiðar norður í Hvítahafi, en ann- ars má búast við, að þeir stundi eitthvað veiðar við Noreg, Fær- eyjar og Grænland." Fiskverð féll í Grimsby í gær, á sumum tegundum um allt að 25%. Að sögn Jóns mun þetta meðal annars stafa af því, aðmik- ið hefur verið rætt um hækkanir á fiski í Bretlandi áð undanförnu, og virðist fólk ætla að athuga hvort verðið lækkar ekki meðþví að kaupa ekki fisk í nokkra daga. Hins vegar telja fiskkaupmenn, að verðið muni hækka aftur á næstunni. Einnig hafði aukið framboð áhrif á markaðinn í gær. Aflamagn hefur þrettánfaldazt. Á tæplega 10 árum hefur rækjuafli þrettánfaldazt. Á árinu 1964 nam rækjuaflinn 542 tonn- um, en gert er ráð fyrir, að á árinu 1973 hafi rækjuaflinn numið um 7000 tonnum og hefur hann farið sívaxandi á undan- förnum árum. A árinu 1968 voru flutt út um 360 tonn af rækju að verðmæti 38,3 milljónir króna, en á fyrstu 11 mánuðum ársins 1973 voru flutt út 1217 tonn af rækju Framhald á bls. 18 Húsnæði fyrir 370 fjölskyldur úthlutað 140 raðhúsalóðum og 230 íbúð- um f fjölbýlishúsum verður út- hlutað hjá Reykjavíkurborg fyrir næstu mánaðamót í Breiðholti, en þessi tími er val- inn með hliðsjón af fyrir- komulagi húsnæðisstjórnar- málalána. Alls er því þarna um að ræða húsnæði fyrir 370 fjölskyldur. Morgunblaðið hafði í gær samband við Má Gunnarsson skrifstofustjóra borgarverk- fræðings, og sagði hann, að mjög margar einbýlishúsalóðir væru einnig f Seljahverfi og þar yrði úthlutað 174 lóðum á þessu ári. Þá verður einnig á árinu úthlutað 46 raðhúsalóð- um í Seljahverfi, raðhúsum með einbýlishúsaígildi. Handknattleikslandsliðið syngur inn á hljómplötu HANDKNATTLEIKSI.ANDS- LIÐIÐ, sem tekur f lok næsta mánaðar þátt í úrslitum Heims- meistarakeppninnar vinnur þessa dagana að því að gefa út hljómplötu. Verða á plötunni tvö lög, „Afram lsland“ sung- ið af landsliðinu og á bakhlið- inni lagið „Villi varamaður" sungið af Ómari Ragnarssyni. Platan er gefin út til að standa straum af hinum mörgu verkefnum landsliðsins i vetur og hefur fjáröflunarnefnd HSÍ skipulagt útgáfu plötunnar. Undirleik annast hljómsveitin Hljómar, báðir textarnir eru eftir Ómar Ragnarsson, sömu- leiðis lagið við Áfram Island, en lagið við Varamanninn er samið af Gunnari Þórðarsyni. Er við ræddum við Sigurð Jónsson formann fjáröflunar- nefndarinnar í gær, sagði hann, „að stefnt væri að því, að plata ársins kæmi út áður en úr- slit Heimsmeistarakeppninnar hæfust." Er við spurðum hvort búið væri að skipa í raddir til að syngja inn á plötuna, sagði hann, að það væri ekki svo erf- itt, að mestu leyti yrði stuðzt við iiðsskipan á leikvelli, þann- ig að bakverðirnir syngju bass- ann, „sentirinn" yrði tenór o.s.frv. Sendir í Hvítahaf- ið af Islandsmiðum — fiskverð fer lækkandi í Grimsby

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.