Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANUAR 1974 3 Listahátíð 1974: Fjöldi íslenzkra verka frumfluttur Sinfóníuhljómsveit Lundúna og Dramaten flytja hér fræg verk London Symphony Orchestra, einhver frægasta sinfönfuhljðmsveit heims, kemur til íslands og leikur á listahátfð undir stjórn Andre Previns. Listahátfðin, sem mun standa frá 7.—21. júní f sumar, verð- ur heldur lengri en slíkar hátíðir áður eða 3 dögum lengri og atrið- um hefur verið heldur fækkað, þar sem mörgum þótti of þjappað fyrr. Og þar sem listahátfð ber upp á þjóðhátíðarárið, ber hún þess talsverð merki. En á hátfð- inni verður mikið af glæsilegum, frægum, erlendum listamiinnum. Til dæmis kemur Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna, sem lengi hefur verið reynt að ná í og þykir ein- hver frægasta sinfónfuhljómsveit heims. Eins koma sænskir leikar- ar frá Dramaten og flytja Spök- sonaten eftir Strindberg í upp- setningu Ingmars Bergmanns í Þjóðleikhúsinu. Innlent efni skipar stóran sess á þessu þjóðhátíðarári. A Kjarv- alsstöðum verður íslenzk mynd- list frá upphafi til okkar daga og verður sýningin opin allt sumar- ið. Og mikið verður um frum- flutning verka, sem sum hafa sér- staklega verið samin fyrir þessa hátfð. Þarna verður frumflutt ný ísl. ópera, 2 fsl. leikrit, 2 nýir ballettar, nýr fslenzkur kabarett og á kammerhljómleikum fslenzk verk, sum ný. Þetta kom m.a. fram á biaða- mannafundi, þar sem stjórn lista- hátfðar og forstöðumenn hennar skýrðu frá dagskrá, eins og hún er til nú, en fleiri atriði eru f athugun, að þvf er Baldvin Tryggvason, formaður listahátfð- arstjnrnar sagði. # Fjórar stórar sýningar Myndlistarsýningin á Kjarvals- stöðum verður mjög yfirgripsmik- il. Þar verður gerð grein fyrir listum á tslandi frá landnámstíð og fram á okkar dag og fengin verk úr íslenzkum söfnum, leitað eftir ísl. list erlendis og sýnd verk núlifandi listamanna, að því er Steinþór Sigurðsson, sem sér um sýningar fyrir listahátíðarstjórn sagði. Af list frá elzta tima verður mikið útskurður í ýmis efni og hlutar úr byggingum, þá verða lýsingar í handritum og vefnaður ýmiss konar, kirkjulist frá þvi fyrir siðaskipti og eftir. Og ekki sfður alþýðulist en myndlist. Yfir- leitt á þarna að sjást þverskurður af listum í landinu fram á þennan dag. Verður sýningin opin til 15. ágúst og umræður í gangi við þjóðhátíðarnefnd um að hún komi að nokkru inn í hátíðahöld hennar. Auk Steinþórs skipa lista- sýningarnefnd Björn Th. Björns- son frá listamönnum, Jóhannes Jóhannesson frá Listasafni ríkis- ins, Þorkell Grímsson frá Þjóð- minjasafni, Gylfi Gíslason frá SUM og Helgi Hafliðason frá Arkitektafélaginu. í Þjóðminjasafninu verður yfir- litssýning á verkum Nínu Tryggvadóttur, sem safnið sér um. Og í Gallery SUM setja Súmmarar upp sýningu á list ungra listamanna. Þá verður norræn vefnaðarsýn- ing, sem farið er að undirbúa. Verða þar verk frá öllum Norður- löndum, einnig íslenzk. Og sér Mai Britt Imnander, forstjóri Norræna hússins um hana. % Kammermúsik og ljóðalestur Listahátíð hefst kl. 20 föstudag- inn 7. júní. Borgarstjóri Birgir Isl. Gunnarsson setur hátíðina, Sinfóníuhljómsveit Islands leik- ur, og fluttur verður einsöngur og upplestur. Daginn eftir, 8. júní, verða fyrstu kammertónleikarnir af þremur, þar sem íslenzkir hljóð- færaleikarar flytja erlend og ísl. lög, þar á meðal eftir Karl O. Runólfsson, Hallgrím Helgason, Herbert H. Ágústsson, Jón Nordal og Skúla Halldórsson. En sú nýj- ung verður viðhöfð, að kammer- músik og ljóðaupplestur verða á Kjarvalsstöðum innan um sýning- una. Ljóðalesturinn hefst kl. 14 9. júnl og kemur þá hvert ljóðskáld- ið af öðru fram. % ísl. f rumflutningur í leikhúsunum Mikið verður um að vera I leik- húsunum strax fyrsta kvöldið eða 8. júní. I Iðnó verður frumsýnt ísl. leikrit eftir Birgi Sigurðsson, sem nefnist „Selurinn hefur mannsauga" og verður það sýnt þrisvar sinnum á hátíðinni. Og í Þjóðleikhúsinu hefst gesta- leikur frá Dramaten í Svíþjóð og -verður sýnt hið fræga leikrit Strindbergs Spöksonaten í upp- setningu Ingmars Bergmans. Ekki er vitað hvort Bergman kemur af þessu tilefni. Mun sænska leikhúsið hafa 3 sýningar á þessu leikriti. Þegar þeim sýningum lýkur i Þjóðleikhúsinu, þ.e. 11. júní, verður frumsýnt nýtt leikrit I kabarettformi eftir íslenzka höf- unda, en Sveinn Einarsson þjóð- leikhússtjóri vildi ekkert upplýsa um það. Iðnó frumsýnir 13. júní þætti úr íslenzkum bókmenntum fyrri tíma, dagskrá sem flutt er af ís- lenzkum leikurum og verða 3 sýn- ingar. Þjóðleikhúsið frumsýnir nýja íslenzka óperu 14. júní, Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson, sem fyrr hefur verið skýrt frá og verða 3 sýningar. Ballettflokkurinn íslenzki frumflytur einnig tvo ísl. dansa undir stjórn Alan Carters. Sóló dansari verður Sveinbjörg Alexanders, sem nú dansar í Tanz Forum í Köln og hefur getið sér mjög gott orð, en hún ætlar að skreppa heim í þessu skyni, þó að hún sé mjög önnum kafin i baliett sýningum erlendis. Verða 2 sýningar á ballettinum. Sveinbjörg Alexanders, ballett- dansmær kemur frá Þýzkalandi og dansar með fslenzka ballett- flokknum, sem frumflytur tvö verk. H Frægir norrænir listamenn. Auk sænska leikflokksins kem- ur á listahátíð mikið af kunnum, norrænum listamönnum. En Mai Britt Imnander forstjóri Norræna hússins hefur verið ráðunautur um allt norrænt og norræni menningarsjóðurinn styrkir hátíðina. Má nefna ljóðalestur og söng dönsku leikaranna Lone Hertz og Bonna Sonderberg í Norræna húsinu 12. júní, finnska barytonsöngvarann Marta Tavela, sem syngur með undirleik Vladimirs Ashkenazys í Háskóla- biói, sænska vísnasöngvarann Sven-Bertil Taube, sem syngur með Isl. hljómsveitarmönnum og undirleik Ulf Björlin í Háskóla- bíói, norsku þjóðlagasöngvarana Knut Buen og Hanne Kjersti Buen, sem syngja í Norræna hús- inu. Og ekki má gleyma Jarl Kulle, sænska leikaranum, sem les upp í Þjóðleikhúsinu. • Alþjóðlegt listafólk. Ekki er siður úrval alþjóðlegra listamanna, þar sem eru nöfn frægustu hljómlistarmanna heims. Sagði Baldvin Tryggvason, að Vladimir Ashkenazy hefði sem fyrr verið ráðunautur um allt, sem að tónlist lýtur og situr hann í stjórn hátiðarinnar, þegar hann er heima. Hann hefur fengið margt af þessu fræga, önnum kafna listafólki til að koma á þessa hátíð. Daniel Barenboim kemur sem fyrr og stjórnar Sinfóniuhljóm- sveit Islands 9. júní, en undir- leikari er franski píanóleikarinn Jean Bernard Pommiere, sem þeir Ashkenazy og Barenboim mæla mjög með. Kvöldið eftir heldur Barenboim einleikstón- leika í Háskólabíói. London Symphony Orchestra leikur kvöldið eftir í Laugardals- höll undir stjórn Andre Previns, sem hér kom á sfðustu listahátíð, en einleikari verður fiðluleik- arinn Pinkas Zuckermann. En á seinni hljómleikum kvöldið eftir leikur Vladimir Ashkenazy ein- leik með Sinfóníuhljómsveit Lundúna. Er mikill fengur að fá þessa sinfóníuhljómsveit, sem mun vera einhver frægast hljóm- sveit i heimi. Hefur verið reynt að fá hana á hverja listahátí§, i Reykjavík og gengur það núna. Kemur 100—120 manna hljónn sveit. A lokatónleikum hátíðarinnar syngur italska söngkonan Renata Tebaldi með Sinfóniuhljómsveit Islands undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. 0 Frægir jazzleikarar. A listahátíð koma frægir jazz- leikarar og leika saman á tónleik- um i Háskólabiói 13. júní. Þeír eru saxófónleikarinn Johnny Dankworth, kona hans, söng- konan Cleo Laine, trommuleikari, sem enn er óákveðinn, Andre Previn leikur með þeim á pianó og einnig Islendingurinn Árni Egilsson, sem leikur á bassa og er þekktur listamaður í Banda- ríkjunum. Fleira en hér er nefnt er i athugun. Þess má geta, að í sam- bandi við listahátíð hefur Reykja- vikurborg fengið Svavar Guðna- son til að mála stórt listaverk. Og ákveðið var að fá Herbert Agústs- son til að semja tónverk, sem frumflutt verður á hátíðinni. Listahátíðir hafa verið haldnar annað hvert ár í Reykjavík síðan 1969 og eiga þátt i henni samtök listamanna, Sinfóniuhljóm- sveitin, leikhúsin o.fl., svo og Reykjavikurborg og riki, sem taka fjárhagslega ábyrgð á hátíðinni. Hefur skapazt sú hefð að forseti fulltrúaráðsins, sem skipað er fulltrúum þessara aðila, séu á víxl menntamálaráð- herra og borgarstjórinn i Reykja- vik og er Birgir Isl. Gunnarsson forseti hátiðarinnar nú. Fram- kvæmdastjórn er kjörin úr þessum hópi. Fulltrúi borgar- stjóra er Baldvin Tryggvason, fulltrúi menntamálaráðuneytis Þórður Einarsson og kosnir af öðrum aðilum eru Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, Hannes Davíðsson, formaður Bandalags listamanna og Sveinn Einarsson, þjóðleikhússtjóri. En með nefndinni vinna Mai Britt Imnander, forstjóri Norræna hússins og Steinþór Sigurðsson listamaður. Framkvæmdastjóri listahátíðar er Jón Steinar Gunn- laugsson. Ostur llækkun í tið vinstri stjórnar. Dramaten flytur verk Strindbergs Spöksonaten f uppsetningu Ingmars Bergmans. Kemur hann á hátfðina?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.